Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
7
18 arnarungar
að verða fleygir
ÞESSA dagana eru 18 arnar-
ungar að verða fleygir úr 12
hreiðrum. Auk þess er vitað
með vissu um 32 arnarpör, sem
annaðhvort urpu ekki eða varp-
ið misfórst hjá af einhverum
orsökum.
Tveir dauðir ernir fundust.
Stakir ernir hafa sést nokkuð,
meðal annars tveir undir Eyjafjöll-
um. Stærð íslenska arnarstofnsins
gæti verið dálítið á annað hundr-
að.
Sl. tíu ár hafa þijár sýslur
bæst við útbreiðslusvæðið. Ungar
eru reknir burt af óðali feðranna
og helga sér óðal við 4—6 ára
aldur.
Örninn er mjög viðkvæmur
varpfugl. Verði hann fyrir styggð
t.d. af völdum hávaða, vill varpið
eyðileggjast.
Það er eingöngu þeim ágætu
arnarbændum að þakka sem hald-
ið hafa hlífiskildi yfir verpandi
örnum, að ennþá eru hafernir á
Islandi (P^t^atjlkynning frá Fugla-
verndarfélagi fslands)
Ekið á konu
á reiðhjóli
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Læknir og hjúkrunarlið athugar meiðsli hjólreiðakonunnar á slysstað.
EKIÐ var á konu á reiðhjóli á
Elliðavogi við Njörvasund
klukkan rúmlega 17 á laugar-
daginn.
50 metra hemlaför mældust eft-
ir Chevrolet fólksbifreið sem ekið
var norður Elliðavog og lenti á
hjólreiðakonunni, enskum ferða-
manni. Ræður lögregla af því að
hraðinn hafi verið nokkru meiri
en lög leyfa. Konan slasaðist tals-
vert, var handleggsbrotin, meidd
á hægra fæti og sködduð í and-
liti. Hún var lögð á sjúkrahús.
A
Itrekað reynt
að kveikja í
í skólanum
TVÆR tilraunir voru gerðar til
a!ð kveikja í Seljaskóla á sunnu-
daginn. <Slökkviliðið var kallað á
staðinn þar sem eldur náði að
festa sig í hurð að smíðastofu í
kjallara skólans. Greiðlega gekk
að slökkva eldinn en hurðin
skemmdist töluvert og reyk-
skemmdir urðu i stofunni.
Rannsóknarlögreglan hefur nú
þetta mál til rannsóknar. Samkvæmt
upplýsingum frá henni var einnig
reynt að kveikja í glugga á hlið skól-
ans. Ein rúða í glugganum sprakk
við það. Ekki er vitað hveijir voru
hér að verki og enginn virðist hafa
orðið var við mannaferðir við skólann
eftir hádegið á sunnudag.
Eltingaleikur
við fjórtán ára
pilt á fjórhjóli
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lenti
í miklum eltingaleik við 14 ára
ökuniðing á fjórhjóli um miðbæ
Hafnarfjarðar á sunnudag.
Pilturinn reiddi jafnaldra sinn vítt
og breitt um Hafnarfjörð og braut
flestar þær umferðarreglur sem hann
gat komið við að bijóta. Hann hirti
hvorki um rauð ljós né stöðvunar-
skyldu, ók á móti umferð í einstefnu-
götum og niður tröppur Flensborgar-
skóla. Á einni götu var lögreglubif-
reið ekið á 100 km hraða á eftir hjól-
inu og dró þá enn í sundur. Að sögn
lögreglumanna hægði pilturinn ferð-
ina þegar hann sá að lögreglan var
að týna honum. en gaf í aftur þegar
„leikurinn" jafnaðist.
Eftirförinni lauk þegar bensín-
birgðir fjórhjólsins þraut á miðri
Strandgötunni og gat þá lögreglan
aft hendur í hári ökumannsins og
farþega hans. Fjórhjólið var í eigu
foreldra piltsins.
Norræn bisk-
uparáðstefna
NORRÆN biskuparáðstefna verð-
ur haldin í Reykjavik dagana
21.-25. ágúst næstkomandi. Ráð-
stefnuna sækja tíu kaþólskir bisk-
upar frá öllum Norðurlöndunum.
Að sögn Alfreðs Jolson, biskups
kaþólsku krikjunnar á íslandi
verður heimsókn páfa til Norður-
landanna meðal þess sem rætt
verður á ráðstefunni.
Norrænar biskuparáðstefnur eru
haldnar tvisvar á ári, til skiptis á
Norðurlöndunum. Biskuparáðstefn-
an í Reykjavík hefst með messu í
Kristskirkju kl. 10.30 á sunnudags-
morgunn. Á ráðstefnunni verða rædd
hefðbundin mál er varða starf kirkn-
anna og safnaðanna, en það er einn
helsti tilgangurinn með þessum ráð-
stefnum.
Heimsókn Jóhannesar Páls páfa
II. til Norðurlandanna á næsta ári,
verður einnig rædd á ráðstefnunni,
en eftir er að skipuleggja ferð hans
í smáatriðum. Páfi verður á íslandi
3. og 4. júní.
Aukið hlutafé í Amarflugi
tryggir
nauðsynlega samkeppni!
Þú getur orðið hluthafi og notið góðs af.
Amarflue á Utrbleið á hverju ári í 5 ár. Hlutaféð má greiða á allt að
Amarflug á uppleið
Síðustu misserin hafa verið hagstæð Arnarflugi.
Ný rekstrarstefna hefur reynst farsæl og kom
félagið út með hagnaði á síðasta ári.
Reiknað er með að árið 1988 verði farþegar 50%
fleiri en árið á undan.
Nú gefst þér tækifæri til þess að taka beinan þátt
í áframhaldandi uppbyggingu og markaðssókn
Arnarflugs.
Þú styrkir nauðsynlega samkeppni
Með því að gerast hluthafi í Arnarflugi styrkir þú
samkeppni um flug til og frá
íslandi. Með samkeppni fá neytend-
ur meira val og betri þjónustu.
Hlutafé og hlunnindi
95% afsíáttarferðir
Það geta fylgt því hlunnindi að
vera hluthafi í félaginu. Þau eru
mest hjá þeim sem gerast hluthafar
fyrir eina milljón eða meira; þeir
fá m.a. eina ferð með 95% afslætti
á hverju ári í 5 ár. Hlutaféð má greiða á allt að
10 árum.
Arnarflugsklúbburinn
Hlunnindi þeirra sem gerast hluthafar fyrir a.m.k.
25.000 kr. felast m.a. í eins árs aðild að Arnarflugs-
klúbbnum. Félagar í honum eiga kost á meiri þjón-
ustu og afslætti á tilteknum hótelum og bílaleigum,
aðgangi að setustofum félagsins, fríum drykkjum o.fl.
Hlutafjárframlag getur lægst orðið kr. 5.000.
Heimilt er að greiða hlutaféð með raðgreiðslum, t.d.
kr. 10.000 á mánuði í 10 mánuði.
Leitaðu nánari upplýsinga um
kaup á hlutabréfum í Arnarflugi.
Hafðu samband við söluskrifstofu
Arnarflugs og KLM Austurstræti
22, sími 623060 eða Svein Guð-
mundsson á aðalskrifstofunni
í síma 29511.
Þú hefur þörf fyrir Amarflug,
Arnarflug hefur
þörf fyrir þig.
ARNARFLUG
- félag í samkeppni!
;lii I, f -t > j <ii j A,iii ,*-! i-if * il-1-*-*-1-*1 * frf * **• 6AJt g g■* a * -
> i M.L1.U LIAd.Ll