Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPnMVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 Fjármálastarfsemi Spænskir bankar að vakna ■ Sameiningarbylgja dynur á þessum rótgrónu og íhaldsömu stofnunum SPÆNSKA fjármála- og banka kerfið gengur nú í gegnum svo bylt- ingarkennda umbreytingartíma, að hent er gaman að því að eina stofnunin sem muni óáreitt lifa þessi umbrot af sé síestan, miðdegis- verðartíminn. Hann hefst venjulega klukkan 2.30 og getur staðið í þrjár.til fjórar klukkustundir. Þrátt fyrir allar breytingamar sem era að verða á spænsku viðskipta- og fjármálalífi, — vegna aðlögun- arinnar að Evrópubandalaginu og undirbúningsins undir fijálst fjár- magnsflæði og innri markað EB árið 1992, er miðdegisverðartíminn óhagganlegur. Formælendur hans halda því reyndar fram að það sé á þessu tímabili dagsins sem hlutirnir gerist í spænsku viðskiptalifi. Allt annað hefur gjörbreyst. Sameiningarbylgja hefur dunið yfir spænskan bankaheim. Sjö stærstu einkabankar landsins eru í þann mund að verða hinir 5 stóru. Banco Bilbao og Banco Viscaya, tvær helstu innlánsstofnanir Baskahér- aðanna, tilkynntu að þeir hyggðust sameinast þegar í janúar sl. eftir að forsvarsmönnum hins fyrrnefnda hafði mistekist yfirtaka næst- stærsta banka landsins, Banco Espanol de Credito eða Banesto, eins og hann er oftast nefndur. Aðeins fáeinum mánuðum seinna samþykktu forsvarsmenn Banesto og stærsta banka landsins, Banco Central, að rugla saman reitum, þrátt fyrir að af beggja hálfu væru höfð uppi kröftug mótmæli við fréttum vikurnar á undan um að eitthvað slíkt væri á döfínni. Eftir standa þá Banco Santander, sem heldur áfram að fara sínar eigin leiðir með því að kaupa meirihluta hlutafjár í litlum bönkum utan Spánar, og Banco Hispano Americ- ano og Banco Popular, sem hafa vart háleitari markmið en draga áfram fram lífíð á þeim ríflega inn- lenda vaxtamun sem spænskir bankar hafa orðið frægir fyrir. Mikil endurnýjun A síðustu þremur árum hafa nýir menn sest í aðalbankastjóra- eða stjórnarformannsstólana í sex þessara'sjö stærstu banka Spánar og ný nöfn leggja nú undir sig fyrir- sagnimar í ij ármálafréttum dag- blaðanna í Madrid. Þar á meðal er Mario Conde, 39 ára að aldri, sem varð stjómarformaður Banesto á síðasta ári eftir að hann seldi lyfja- fyrirtæki sitt og varð stærsti ein- staki hluthafínn í Banesto í kjölfar- ið. Alberto Alcocer, 45 ára að aldri, og frændi hans Alberto Cortina, 42 ára, eru ráðandi hluthafar í stærsta miðlungsbankanum, Banco Zaragozano, og hafa nú hafið at- lögu að Banco Central til að ná völdum þar. Takist það ekki munu þeir snúa sér að Banesto með það fyrir augum að ná a.m.k. 10% hlut í sameinuðu hlutafélagi þessara tveggja banka. Þeir eru þar engir aufúsugestir en láta sér það í léttu rúmi liggja. Þannig eru gamlar leikreglur að taka á sig nýja mynd. Mario Conde segir að hvað hann varði, þá hafi atlaga Bilbao-bankans að Banesto á síðasta ári brotið hin óskráðu lög í spænskum bankaheimi, og úr því „menn geta brotið megin reglurnar, þá geta menn brotið aðrar og létt- vægari reglur". Hann er því önnum kafinn við það þessa dagana að tæla til Banesto nýja stjórnendur frá keppinautunum, enda ekki van- þörf á segja kunnugir. Samkeppnisstaða álitamál Stuðningsmenn þessarar samein- ingarbylgju í spænskum banka- heimi segja hana nauðsynlega, ef Spánn ætli sér að eiga einhveija samkeppnisfæra banka í Evrópu eftir 1992. En stærðin er þó ekki lausnarorðið, segja þeir. Samkeppn- isstaða spánskra banka þykir eftir sem áður verulegt álitamál. Starfs- mannafjöldi þeirra er talinn vera langt umfram það sem eðlilegt get- ur talist. Þeir eru með fleiri útibú miðað við íbúafjölda en dæmi eru til um annarsstaðar í Evrópu og þykja hafa dulið rekstrarlega óhag- kvæmni með óhóflegri gjaldtöku fyrir þjónustu sína gagnvart við- skiptamönnum. I nýlegri skýrslu EB um efnahagsþróunina innan bandalagsins eftir 1992 er því hald- ið fram að ef jafna ætti kostnað við fjármálaþjónustu innan banda- lagsins á einhveiju stigi, þyrftu Spánveijar að skera gjaldskrá banka sinna niður mest allra eða um 34% samanborið við 24% niður- skurð hjá frönskum bönkum og 13% hjá breskum. Breska fjármálablaðið The Finac- ial Times segir hins vegar að á tindi spænska bankakerfisins sé hóphug- arfarið allsráðandi. Enda þótt ríkið hafi ekki lengur nein afskipti af vaxtaákvörðunum, hefur enginn stóru bankanna enn þorað að ijúfa samstöðuna í þeim efnum og við- brögð þeirra við þeim árangri sem ýmsir framsæknir erlendir bankar hafa náð á spænska markaðinum eftir að þeim var heimiluð lánastarf- semi innanlands 1978, þykja ekki beinlínis uppörvandi. Stjómvöld hafa hins vegar tekið fyrir að fleiri erlendir bankar fái starfsleyfi í landinu þar til að EB-lögin vegna 1992 neyða hana til þess. Forsvars- menn spænsku bankanna eru einnig skelfingu lostnir yfir þeim fram- gangi sem erlendu bankarnir hafa átt að fagna og nú bundist samtök- um um að selja engin útibú til er- lendra banka, — sama hversu dýr, afskekkt og óhagkvæm þessi útibúi eru. Erlendir bankar í fararbroddi Sumir erlendu bankanna, svo sem Citybank og Barclays höfðu þó áður náð að kaupa allmörg slík útibú og hefur tekist að byggja upp mikilvægt útbúanet á Spáni. Báðir bankamir em reiðubúnir að kaupa fleiri slík útibú, verði þau á annað borð einhvem tíma til sölu. Þessi takmörkun sem nú gildir, heftir hins vegar hefðbundna starfsemi erlendu bankana og einasta úrræðið fyrir þá til að auka hlut sinn á spænska fjármagnsmarkaðinum er að snúa sér að annarri starfsemi á sviði fjárfestingabankaþjónustu og ýmiss konar sérhæfðari fjármála- þjónustu. Þar em taldir fólgnir miklir möguleikar í ýmsum greinum þjónustu, sem erlendu bankamir hafa raunvemlega verið að ryðja brautina fýrir. Meðan spænsku bankarnir hafa unað sér við að fá lánað ódýrt fjármagn frá viðskipta- mönnum sínum, hafa erlendu bank- amir neyðst til að leita út á peninga- markaðinn og sumir segja búið hann til. Þannig innleiddi Citybank svokölluð hringrásarlán eða „revol- ving credits", eins og þau em kölluð á erlendu bankamáli, þar sem fjár- málastofnanir eða fyrirtæki geta gengið að ákveðnum lánakvóta vísum en leggja á móti sem greiðslu ýmis konar pappíra, sem þau hafa yfir að ráða. Með sama hætti gekkst Chase Manhattan fyrir einu fyrsta samstöðuláninu (syndicated loan), þar sem nokkrar fjármálastofnanir standa saman að lánveitingu, oft á mismunandi kjömm, og Bank of America er sagður eiga heiðurinn að spænska markaðinum fyrir víxla og önnur skammtímabréf, eða það sem kallað er á alþjóðlegu banka- máli „commercial papers". Mörg þessara fyrirbrigða em gamalkunn annarsstaðar og spænskir bankar hafa smá saman verið að feta sig inn á þessar sömu brautir, þótt sérfræðingar segi að þar sé enn víða óplægður akur. Og þrátt fyrir viðleitni spænsku bank- anna að hasla sér völl á sviði fjár- festingabankaþjónustu, þykir ein- ungis Banco Santander hafa gert það með þeim hætti að undir nafni standi. Einnig þykir mönnum það kaldhæðnislegt að sameiningarald- an meðal stóm bankanna hefur ein- ungis orðið til að flytja inn í landið fleiri bandaríska keppinauta, því að Shearson Lehman hefúr verið ráð- gjafi Banco Hispano Americano í þessu efni, Goldman Sacks er ráð- gjafi Banesto, og Salomon Brothers hefur verið ráðgjafi frændanna framsæknu, Alcocer og Gortina. Allt em þetta meðal þekktustu og stærstu fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum á sviði íjárfestinga- bankaþjónustu. Öflugir sparisjóðir En standi spænskum bönkum stuggur af erlendum bönkum, hafa þeir einnig mátt þola að sparisjóða- kerfí landsins vérður æ ágengara. A aðeins 10 ámm hafa sparisjóðim- ir verið að auka hlutdeild sína í innlánum úr þriðjungi í nærri 45% og þetta hefur gerst þrátt fyrir að sparisjóðunum séu þröngar skorður SAMSTARFSSAMNINGUR hef- ur verið undirritaður milli Einars J. Skúlasonar hf. annars vegar og norðurlandadeildar banda- ríska fyrirtækisins NCR hins vegar. Að sögn Kristján Auðuns- sonar, framkvæmdastj óra Einars J. Skúlasonar hf., er NCR fyrir- tækið virt á sviði tölvufram- leiðslu, en það var stofnað 1884. Eins og heiti fyrirtækisins eða National Cash Register gefur til kynna framleiðir fyrirtækið alls kyns afgreiðslukerfi fyrir versl- anir, auk tölva. NCR umboð var í eina tíð starf- rækt á íslandi, en eftir að það hætti starfsemi sáu Skrifstofuvélar hf. til skamms tíma um þjónustu við NCR notendur hérlendis. Að sögn Kristjáns Auðunssonar starfar NCR í 120 löndum, rekur 15 verk- smiðjur víðsvegar um heiminn, og hefur á sínum snæmm 62000 starfsmenn, en hjá Norðurlandaum- boðinu einu starfa 1200 starfs- menn. Allan Pansbo markaðsstjóri norðurlandadeildarinnar var stadd- ur hér á landi nýverið. „Eg tók við þessu starfi fyrir íjómm ámm síðan, og fljótlega fór ég að svipast um eftir samstarfsaðila á íslandi. Fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári hófust svo viðræður við Einar J.. Skúlason hf., ogárangurinn afþeim mun von bráðar gefa að líta,“ sagði hann, og á þar við þátttöku í tölvu- sýningunni hér í haust. Á henni settar með lögum. Að vísu er ríkis- stjómin nú að hverfa frá þessari löggjöf sem hefur meira og minna bundið starfsemi sparisjóðanna við afmörkuð landsvæði, og eftir 1992 verður þeim nú heimilt að setja upp útibú hvar í landinu sem er. Þetta getur haft mikil áhrif á starfsemi stofnunar á borð við La Caixa, sparisjóðs með aðalbæki- stöðvar í Barcelona, en þrátt fyrir allar takmarkanimar er hann stærsta fjármálastofnun landsins, ef miðað er við innlán. Sem stendur er honum einungis heimilt að starf- rækja fimm útibú í Madrid og þótt Caixa-skilti megi sjá um alla borg- ina er fleiri útibúum ekki heimilt að reka formlega lánastarfsemi og því byggist starfsemi hinna skrif- stofa La Caixa á sölu líftrygginga og annars konar fjármálaþjónustu. „Við vildum gjarnan vera með 300 útibú,“ er haft eftir Joseph Vilara- sau, aðalsparisjóðsstjóra La Caixa, og það þykir ljóst að hann getur veitt sér það. Sparisjóðir úti á landi vilja sameinast Út um allt land em hinir smærri sparisjóðir að byija að leita leiða til að sameinast og styrkja stöðu sína áður en 1992 rennur upp. Um margt eiga þeir þó óhægt um vik í þessu efni, því að samkvæmt lög- um er sparisjóðsstjómin þannig sama sett að hún endurspeglar pólitík valdahlutföll í hvetju um- dæmi fyrir sig. Þegar ríkisstjómin hefur aflétt hinum landfræðilegu takmörkunum sem sparisjóðimir mun Einar J. Skúlason hf. kynna Tower tölvuna frá NCR, en að sögn Kristjáns Auðunssonar er sú tölva hin mest selda af svokölluðum UNIX tölvum, en UNIX er, eins og hafa mátt sæta til þessa, gætu því þessir smærri sparisjóðir orðið stofnunum á borð við La Caixa og Caja de Madrid auðveld bráð. En sé við ríkisstjómina að sakast að hafa ekki hleypt sparisjóðunum lausum fyrr, getur hún þó að nokkm leyti skotið sér á bak við tímmaskort. Stærsti hluti síðasta árs hefur farið í gagngerar endur- bætur á þeim ijómm hlutabréfa- mörkuðum sem starfa í landinu og það verkefni er slíkt að umfangi að sérfræðinganefnd ríkisstjórnar- innar sem unnið hefur að því að semja drög að nýrri löggjöf fyrir hlutabréfamarkaðina hefur tæpast haft tíma aflögu í annað. Með þeim drögum sem fyrir liggja em hlutabréfamarkaðamir sviptir gömlum starfshefðum og vinnureglum sem þeir hafa farið eftir allt frá því á tímum Napoleóns og munu hér eftir starfa á svipuðum nótum og kauphallimar í London og New York. Hin valdamiklu sam- tök hlutabréfamiðlara, Agentes de Cambio y Bolsa, hafa notið 157 ára einokunar hvað varðar öll hluta- bréfaviðskipti en nú sér fyrir end- ann á því, og miðlaramir sem telj- ast flestir ríkisstarfsmcnn, verða því ýmist að fara á eftirlaun eða ráða sig til hinna nýju hlutabréfa- miðlunarfyrirtækja og verðbréfa- sala. Allt sýnir þetta þó að spænskt fjármálalíf er þessa dagana að ganga í gegnum gmndvallarbreyt- ingar og gefur ágæta vísbendingu um hvernig nýliðarnir í Evrópu- bandalaginu meta stöðu mála vegna ársins 1992. tölvufróðir menn þekkja, staðlað stýrikerfísform. Fyrst um sinn verð- ur lögð aðaláhersla á að kynna Tower tölvuna hérlendis, en hún er af millistærð. Tölvur Einar J. Skúlason semur við NCR Morgunblaðið/KGA SAMSTARF — Kristján Auðunsson framkvæmdastjóri Ein- ars J. Skúlasonar hf.(t.h.), og Allan Pansbo markaðsstjórinorðurlanda- deildar NCR undirrita samstarfssamning um sölu á NCR tölvum og tækjum hérlendis. *****'*********MiilliÉIÉillilíilllllÉHilitUiIií lá IHillrf II IliliIllH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.