Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 Vegna breytinga á leikn- um hefur sala á margra vikna Lottómiðum verið felld niður um sinn. Sala þeirra hefst á nýjan leik 5. september n.k. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Ekki verður lengur unað við óbreytt aðstöðugjald Sveitarfélögin fái hlutdeild í tekjuskatti félaga eftír Halldór Blöndal Skipuð hefur verið nefnd til þess að endurskoða tekjuöflunarkerfí sveitarfélaga. Það er nauðsynlegur liður í þeirri umbyltingu skattkerfis- ins sem nú stendur yfir. Á miklu veltur, að þessi endurskoðun verði á helstu annmörkum tekjuöflunar- kerfísins um leið og sjálfræði sveit- arfélaganna er styrkt. Við umsköpun skattkerfisins hef- ur verið lögð áhersla á að gera hvort tveggja í senn að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja í sam- keppninni við erlend og eyða upp- söfnunaráhrifum í skattkerfínu. Mikilsvert skref í þá veru er lögfest- ing virðisaukaskatts í stað sölu- skatts. En hitt situr eftir að gera samsvarandi breytingar á álagn- ingu aðstöðugjaldsins. Aðstöðugjaldið er í eðli sínu hæp- in skattlagning eins og aðrir veltu- skattar þar sem það leggst á út- gjöld fyrirtækis án tillits til afkomu þess. I mörgum tilvikum myndar sama varan nýjan aðstöðugjalds- stofn margsinnis. Ég tek dæmi sem er tilbúið en gæti verið satt: Súkkulaðiverksmiðjan Linda sel- ur Hagkaupum súkkulaði og greiðir 1% aðstöðugjald af framleiðslu- kostnaðinum. Siðan greiðir Hag- kaup 1,3% aðstöðugjald af sama stofni að viðbættum verslunar- kostnaði. Heildarálagning aðstöðu- gjaldsins yrði þá eitthvað yfír 2%. Ef Hagkaup flytti á hinn bóginn súkkulaðið inn og seldi í verslunum sínum myndaði það einungis að- stöðugjaldstofn í eitt skipti. Inn- lendi framleiðandinn verður m.ö.o. að bera mismuninn eða um 1% af Halldór Blöndal framleiðslukostnaði að viðbættum söluskatti. Aðstöðugjaldið myndar þannig skattmúr til hagsbóta fyrir erlenda framleiðendur en tjóns fyrir innlenda, sem safnast saman þegar til lengdar lætur. Með þessum hætti sáfnast að- stöðugjaldið upp í vöruverði og dregur sig saman, ekki síst í dreif- býlisversluninni, eftir að varan hef- ur farið í gegnum margar hendur. Ég hygg að ekki sé óalgengt að þessi uppsöfnunaráhrif geti orðið um 3% af útsöluverði vörunnar sem með öðru skýrir verðmuninn á mis- munandi stöðum á landinu. í lögum um aðstöðugjald er kveð- ið á um, að það megi ekki vera hærra en 0,33% af rekstri fískiskipa og flugvéla, 0,65% af rekstri versl- unarskipa og af fiskiðnaði. 1% af hvers konar iðnrekstri öðrum en 1,3% af öðrum atvinnurekstri. Eng- in rök eru fyrir þessari mismunandi álagningu, þar sem ekki er tekið tillit til uppsöfnunaráhrifanna. Ég álít nauðsynlegt að taka álagningu aðstöðugjaldsins til gagngerrar endurskoðunar, ef á annað borð verður talið óhjákvæmi- legt að viðhalda þeim tekjustofni. Til greina getur komið að nota sama gjaldstofn og við álagningu virðis- aukaskatts. Verulegar tekjur myndu þá falla til við tollafgreiðslu vörunnar, sem yrði sérstakt ákvörð- unaratriði hvemig með yrði farið, þannig að jafnvægi héldist milli sveitarfélaga með breyttri skatt- heimtu. í annan stað tel ég brýnt, að lög- um um tekjuskatt verði breytt á þann veg, að sveitarfélögin fái hlut- deild í tekjuskatti af félögum gagn- stætt því sem nú er. Ég hef borið þetta undir sveitarstjómarmenn og er því ekki að leyna, að skoðanir þeirra em skiptar. Sumir benda á, að þessi tekjustofn sé óviss, þar sem burðarfyrirtækin á ýmsum stöðum hafí búið við langvarandi halla- rekstur og greiði því ekki tekju- skatt. Égtel á hinn bóginn, að sveit- arfélögin eigi að njóta þess, ef fyrir- tækin eru vel rekin. Það yrði heima- mönnum hvatning til að treysta eig- infjár- og rekstrarfjárstöðuna, ef þeir vissu að sem mest af afrakstr- inum yrði eftir í heimabyggð en rynni ekki í ríkishítina. Ég hef lengi verið þeirrar skoð- Verslun Heimilistækja í Kringlunni hefur þjónað viðskiptavinum frá því 13. ágúst 1987 með góðum árangri. Við horfum sprækir til viðskiptanna á öðru ári okkar í Kringlunni. Heimilistækí hf • Kringlynni • SlMI: 69 15 20 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.