Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 Kennaraháskóli íslands: Fyrirlestur um stærðfræðinám Solberg Sigurdson, prófessor flytur fyrirlestur um stærðfræð- inám í Kennaraháskóla Islands, á morgun, miðvikudginn 17. ágúst. Fyrirlesturinn nefnist „Stærðfræðinám í samhengi", en Solberg leggur mesta áherslu á samhengi viðfangsefna við um- hverfið og samhengi innan stærðf ræðinnar. Sérsvið Solbergs Sigurdsonar er stærðfræðikennsla. Hann er próf- essor við University of Alberta í Edmonton í Kanada og hefur kennt kennaranemum við þann skóla í 20 ár. Starf hans hefur aðallega beinst að því að undirbúa kennaranema fyrir stræðfræðikennslu í efri bekkj- um grunnskóla og menntaskóla. Fyrirlesturinn nefnist „Stærð- fræðinám í samhengi". Solberg leggur sérstaka áherlsu á skilning- þáttinn í stærðfræðinámi og sam- hengi viðfangsefna við umhverfi og samhengi innan stærðfræðinnar. I fyrirlestrinum verða gefin dæmi úr kennslu og ábendingar til kennara. Fyrirlesturinn er ætlaður kennurum á grunnskóla- og framhaldsskóla- stigi og öðrum þeim sem áhuga hafa á stræðfræðikennslu. Hann hefst kl. 15 í stofu 201 í Kennarahá- skólanum við Stakkahlíð, miðviku- daginn 17. ágúst. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvammstangi: Reisa uppeldisstöð fyrir varphænur hús þar sem verður uppeldisstöð fyrir varphænur. Stöðin verður starfrækt í samvinnu við Norður- fugl h.f. sem er fyrirtæki í eigu eggjaframleiðenda á Norður- landi. Bræðurnir voru að steypa upp grunninn þegar Morgunblaðsmenn áttu leið um og sögðu þeir að fyrir- tækið myndi þjóna eggjaframleið- endum á Norðurlandi. Slík fyrirtæki er þekkt erlendis en þetta er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi.. í uppeldistöðinni eru hænsnin fóðruð fyrir eggjabændur þar til þau komast á varpaldur og sparar þetta bændum bæði tíma og fyrir- höfn. Norðurfugl h.f. sér um allan tækjakost í húsið en bræðurnir fjár- magna byggingu þess og er áætlað- ur kostnaður um 2 milljónir króna. Að sögn Friðriks Böðvarssonar skil- ur þetta eftir atvinnu á staðnum og deilir þessari starfsemi á milli landshluta. Bræðurnir áætla að húsið verði risið í haust og fyriræk- ið taki til starfa fyrripart vetrar. BRÆÐURNIR Jón og Friðrik Böðvarssynir sem búa félagsbúi að Syðsta—Ósi sunnan Hvamms- tanga, eru að reisa 320 fermetra REIKNAÐU MEÐ f—daniel hechter—■ R R I S MJÖG GOTT VERÐ 5 GERÐIR Heíldverslun mm Þ. Löve & Co. ■■ Sími 10239 Fjölskylda í stríði;. Boorman-fjölskyldan eins og hún kemur fyrir í myndinni Von og vegsemd í Sljörnubíói. Ó, þetta er indælt stríð Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Von og Vegsemd („Hope and Glory“). Sýnd í Stjörnubíói. Bresk. Leikstjóri, handrits- höfundur og framleiðandi: John Boorman. Meðframleið- andi: Michael Dryhurst. Kvik- myndataka: Philippe Rousselot. Tónlist: Peter Martin. Helstu hlutverk: Sebastian Rice- Edwards, Sarah Miles, David Hyman, Sammi Davis og Ian Bannen. I minningum breska kvik- myndaleikstjórans Johns Boor- mans („Deliverance", „The Emer- ald Forest") var seinni heimsstyij- öldin algjört dúndur — bókstaf- lega. Allt sem átti að vera hrylli- legt var spennandi og gaman. Hann var níu ára og lífið ein- kenndist fljótlega af endalausri röð fjörugra gamlárskvölda með stórum brennum (húsin í göt- unni), flugeldum og sprengingum (loftárásir þýskaranna) og ævin- týralegum en til lengdar þreytandi næturvökum (hlaup í loftvarnar- byrgi). Og það besta af öllu; hund- leiðinlegur skólinn var sprengdur í tætlur. Þannig er stríðið í nýjustu mynd Boormans Von og vegsemd („Hope and Glory“), se’m sýnd er í Stjörnubíói, fullkomlega laust við blóðsúthellingar og dauða, harmleiki og sorgir og stríðsvélar. Myndin er unaðslega fyndin stúdía á heimsstyrjöld eins og hún kemur fyrir sjónir stráklings í götunni heima, svo yfirfull af dá- samlegu lífi og sál að maður situr einhverstaðar í myrkrinu og bros- ir útað eyrum mestallann tímann. Boorman hefur dregið upp frá- bæra svipmynd af stríði sem ævin- týri og skemmtilegri upplifun. Sumir mundu segja að það ætti ekki saman stríð og söngur. Víst er að Boorman hefur lent á milli tannanna á fólki sem á aðrar og harmrænni minningar úrstríð- inu.„Myndin er um stríðið eins og ég man það sem bam, tíma ægilegrar spennu og gam- ans,“ segir hann. Hér er ægileg spenna og gaman og geðþekkari mynd af stríði er vart hægt að hugsa sér. Boorman er sjálfur sögumaður og hann leiðir okkur inní líf fjöl- skyldu sem byggð er á Boorman- fjölskyldunni í úthverfi London og hvemig líf hennar tekur skilj- anlega miklum breytingum með stríðinu. Fyrir það fyrsta taka konumar völdin þegar karlarnir þramma í herinn og kunna vel nýfengnu frelsi. Mamman (Sarah Miles) verður eftir heima þegar pabbinn (David Hyman) fær skrif- stofustarf hjá hemum (hann er of gamall fyrir herþjónustu) og finnur aftur rómantík í gömlum fjölskylduvini (Derrick O’Connor) sem hana langaði að giftast í gamla daga en hann treysti sér ekki í það útaf peningaleysi; elsta dóttirin (Sammi Davis) steypir sér af eldmóði í ástandið með kanadískum hermanni; strákurinn (Sebastian Rice-Edwards) eignast nýja leikvelli með degi hveijum sem em sundursprengdar Kúsar- ústir og kynnist nýjum vinum sem vinna ötullega að því að rústa rústunum. Boorman lýsir kringumstæðun- um á einkar líflegan, mannlegan og aðlaðandi hátt, fjölskyldunni, samstöðu fólksins, tíðarandanum og andrúmslofti spennu, undurs og ekki síst ákveðins kæmleysis. Það losnar um höft líkt og dagur- inn í dag geti verið sá síðasti. „Við höfum aldrei sungið svona mikið," segir einhver. Stórir belg- ir svífa um loftin og loftbardagi yfir götunni endar með því að þýskur flugmaður dettur oní kál- garðinn - í fallhlíf. Strákarnir róta í rústunum, slást og safna sprengjubrotum og minna helst á strákahópinn í „Lord of the Fli- es“, sprengjur falla á næturnar og hús brenna. Þegar hús fjöl- skyldunnar brennur, sem var allt í lagi nema vegna skömmtunars- eðlanna sem brunnu með því, flyt- ur hún til úrills afa í sveitinni. Hver dagur ber með sér ný sann- indi í lífi drengsins. Leikurinn er allur með eindæm- um góður allt frá Sarah Miles í mömmuhlutverkinu til Sebastian Rice-Edwards í hlutverki Boor- mans litla. Enginn er þó stórkost- legri en Ian Bannen í hlutverki hins geðstirða afa. Von og veg- semd er stórt hliðarspor leikstjóra sem þekktastur er fyrir myrkar maðurinn-gegn-náttúrunni mynd- ir. Fyrri verk hans búa mann sannarlega ekki unðir þá miklu kímni og gleði sem ríkir í þessari mjög svo persónulegu mynd. Hann hefur endurskapað dýrlega tíma í stríði og söng. raðauglýsingar — raðauglýsingar - - raðauglýsingar | nauðungaruppboð | | húsnæði óskast | | atvinnuhúsnæði I Vestur-Skaftafellssýsla Nauðungaruppboð Þriðja og síðasta nauðungaruppboö á fjárhúsi á Snæbýli II, Skaftár- tunguhreppi, byggðu 1986, fer fram á eiginni sjálfri, fimmtudaginn 18. ágúst 1988, kl. 14.00. Uppboösþoli er Siggeir Jóhannesson Snæbýli II. Uppboðsbeiðendur eru: Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan hf. Sýslumaður Vestur-Skaftafellssýslu. Óskast í Vesturbænum Iðnaðarmann og háskólanema með 3 börn vantar rúmgóða 3ja-4ra herb. íbúð, helst í nágrenni Vesturbæjarskóla. Má þarfnast við- halds. Algjör reglusemi og öruggar greiðslur. Upplýsingar í síma 93-13007. Laugavegur Til leigu 50 fm skrifstofuhúsnæði í nýupp- gerðri verslunarsamstæðu við miðjan Lauga- veg. Tilvalið fyrir fasteignasala, heildsölur eða félagasamtök. Upplýsingar í síma 688566 milli kl. 9.00- 17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.