Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
Kennaraháskóli íslands:
Fyrirlestur um
stærðfræðinám
Solberg Sigurdson, prófessor
flytur fyrirlestur um stærðfræð-
inám í Kennaraháskóla Islands,
á morgun, miðvikudginn 17.
ágúst. Fyrirlesturinn nefnist
„Stærðfræðinám í samhengi", en
Solberg leggur mesta áherslu á
samhengi viðfangsefna við um-
hverfið og samhengi innan
stærðf ræðinnar.
Sérsvið Solbergs Sigurdsonar er
stærðfræðikennsla. Hann er próf-
essor við University of Alberta í
Edmonton í Kanada og hefur kennt
kennaranemum við þann skóla í 20
ár. Starf hans hefur aðallega beinst
að því að undirbúa kennaranema
fyrir stræðfræðikennslu í efri bekkj-
um grunnskóla og menntaskóla.
Fyrirlesturinn nefnist „Stærð-
fræðinám í samhengi". Solberg
leggur sérstaka áherlsu á skilning-
þáttinn í stærðfræðinámi og sam-
hengi viðfangsefna við umhverfi og
samhengi innan stærðfræðinnar. I
fyrirlestrinum verða gefin dæmi úr
kennslu og ábendingar til kennara.
Fyrirlesturinn er ætlaður kennurum
á grunnskóla- og framhaldsskóla-
stigi og öðrum þeim sem áhuga
hafa á stræðfræðikennslu. Hann
hefst kl. 15 í stofu 201 í Kennarahá-
skólanum við Stakkahlíð, miðviku-
daginn 17. ágúst.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvammstangi:
Reisa uppeldisstöð
fyrir varphænur
hús þar sem verður uppeldisstöð
fyrir varphænur. Stöðin verður
starfrækt í samvinnu við Norður-
fugl h.f. sem er fyrirtæki í eigu
eggjaframleiðenda á Norður-
landi.
Bræðurnir voru að steypa upp
grunninn þegar Morgunblaðsmenn
áttu leið um og sögðu þeir að fyrir-
tækið myndi þjóna eggjaframleið-
endum á Norðurlandi. Slík fyrirtæki
er þekkt erlendis en þetta er fyrsta
fyrirtæki sinnar tegundar hér á
landi.. í uppeldistöðinni eru hænsnin
fóðruð fyrir eggjabændur þar til
þau komast á varpaldur og sparar
þetta bændum bæði tíma og fyrir-
höfn.
Norðurfugl h.f. sér um allan
tækjakost í húsið en bræðurnir fjár-
magna byggingu þess og er áætlað-
ur kostnaður um 2 milljónir króna.
Að sögn Friðriks Böðvarssonar skil-
ur þetta eftir atvinnu á staðnum
og deilir þessari starfsemi á milli
landshluta. Bræðurnir áætla að
húsið verði risið í haust og fyriræk-
ið taki til starfa fyrripart vetrar.
BRÆÐURNIR Jón og Friðrik
Böðvarssynir sem búa félagsbúi
að Syðsta—Ósi sunnan Hvamms-
tanga, eru að reisa 320 fermetra
REIKNAÐU MEÐ
f—daniel hechter—■
R R I S
MJÖG GOTT VERÐ
5 GERÐIR
Heíldverslun
mm Þ. Löve & Co. ■■
Sími 10239
Fjölskylda í stríði;. Boorman-fjölskyldan eins og hún kemur fyrir í myndinni Von og vegsemd í
Sljörnubíói.
Ó, þetta er indælt stríð
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Von og Vegsemd („Hope and
Glory“). Sýnd í Stjörnubíói.
Bresk. Leikstjóri, handrits-
höfundur og framleiðandi:
John Boorman. Meðframleið-
andi: Michael Dryhurst. Kvik-
myndataka: Philippe Rousselot.
Tónlist: Peter Martin. Helstu
hlutverk: Sebastian Rice-
Edwards, Sarah Miles, David
Hyman, Sammi Davis og Ian
Bannen.
I minningum breska kvik-
myndaleikstjórans Johns Boor-
mans („Deliverance", „The Emer-
ald Forest") var seinni heimsstyij-
öldin algjört dúndur — bókstaf-
lega. Allt sem átti að vera hrylli-
legt var spennandi og gaman.
Hann var níu ára og lífið ein-
kenndist fljótlega af endalausri
röð fjörugra gamlárskvölda með
stórum brennum (húsin í göt-
unni), flugeldum og sprengingum
(loftárásir þýskaranna) og ævin-
týralegum en til lengdar þreytandi
næturvökum (hlaup í loftvarnar-
byrgi). Og það besta af öllu; hund-
leiðinlegur skólinn var sprengdur
í tætlur.
Þannig er stríðið í nýjustu
mynd Boormans Von og vegsemd
(„Hope and Glory“), se’m sýnd er
í Stjörnubíói, fullkomlega laust
við blóðsúthellingar og dauða,
harmleiki og sorgir og stríðsvélar.
Myndin er unaðslega fyndin
stúdía á heimsstyrjöld eins og hún
kemur fyrir sjónir stráklings í
götunni heima, svo yfirfull af dá-
samlegu lífi og sál að maður situr
einhverstaðar í myrkrinu og bros-
ir útað eyrum mestallann tímann.
Boorman hefur dregið upp frá-
bæra svipmynd af stríði sem ævin-
týri og skemmtilegri upplifun.
Sumir mundu segja að það ætti
ekki saman stríð og söngur. Víst
er að Boorman hefur lent á milli
tannanna á fólki sem á aðrar og
harmrænni minningar úrstríð-
inu.„Myndin er um stríðið
eins og ég man það sem bam,
tíma ægilegrar spennu og gam-
ans,“ segir hann. Hér er ægileg
spenna og gaman og geðþekkari
mynd af stríði er vart hægt að
hugsa sér.
Boorman er sjálfur sögumaður
og hann leiðir okkur inní líf fjöl-
skyldu sem byggð er á Boorman-
fjölskyldunni í úthverfi London
og hvemig líf hennar tekur skilj-
anlega miklum breytingum með
stríðinu. Fyrir það fyrsta taka
konumar völdin þegar karlarnir
þramma í herinn og kunna vel
nýfengnu frelsi. Mamman (Sarah
Miles) verður eftir heima þegar
pabbinn (David Hyman) fær skrif-
stofustarf hjá hemum (hann er
of gamall fyrir herþjónustu) og
finnur aftur rómantík í gömlum
fjölskylduvini (Derrick O’Connor)
sem hana langaði að giftast í
gamla daga en hann treysti sér
ekki í það útaf peningaleysi; elsta
dóttirin (Sammi Davis) steypir sér
af eldmóði í ástandið með
kanadískum hermanni; strákurinn
(Sebastian Rice-Edwards) eignast
nýja leikvelli með degi hveijum
sem em sundursprengdar Kúsar-
ústir og kynnist nýjum vinum sem
vinna ötullega að því að rústa
rústunum.
Boorman lýsir kringumstæðun-
um á einkar líflegan, mannlegan
og aðlaðandi hátt, fjölskyldunni,
samstöðu fólksins, tíðarandanum
og andrúmslofti spennu, undurs
og ekki síst ákveðins kæmleysis.
Það losnar um höft líkt og dagur-
inn í dag geti verið sá síðasti.
„Við höfum aldrei sungið svona
mikið," segir einhver. Stórir belg-
ir svífa um loftin og loftbardagi
yfir götunni endar með því að
þýskur flugmaður dettur oní kál-
garðinn - í fallhlíf. Strákarnir róta
í rústunum, slást og safna
sprengjubrotum og minna helst á
strákahópinn í „Lord of the Fli-
es“, sprengjur falla á næturnar
og hús brenna. Þegar hús fjöl-
skyldunnar brennur, sem var allt
í lagi nema vegna skömmtunars-
eðlanna sem brunnu með því, flyt-
ur hún til úrills afa í sveitinni.
Hver dagur ber með sér ný sann-
indi í lífi drengsins.
Leikurinn er allur með eindæm-
um góður allt frá Sarah Miles í
mömmuhlutverkinu til Sebastian
Rice-Edwards í hlutverki Boor-
mans litla. Enginn er þó stórkost-
legri en Ian Bannen í hlutverki
hins geðstirða afa. Von og veg-
semd er stórt hliðarspor leikstjóra
sem þekktastur er fyrir myrkar
maðurinn-gegn-náttúrunni mynd-
ir. Fyrri verk hans búa mann
sannarlega ekki unðir þá miklu
kímni og gleði sem ríkir í þessari
mjög svo persónulegu mynd.
Hann hefur endurskapað dýrlega
tíma í stríði og söng.
raðauglýsingar — raðauglýsingar - - raðauglýsingar
| nauðungaruppboð | | húsnæði óskast | | atvinnuhúsnæði I
Vestur-Skaftafellssýsla Nauðungaruppboð Þriðja og síðasta nauðungaruppboö á fjárhúsi á Snæbýli II, Skaftár- tunguhreppi, byggðu 1986, fer fram á eiginni sjálfri, fimmtudaginn 18. ágúst 1988, kl. 14.00. Uppboösþoli er Siggeir Jóhannesson Snæbýli II. Uppboðsbeiðendur eru: Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan hf. Sýslumaður Vestur-Skaftafellssýslu. Óskast í Vesturbænum Iðnaðarmann og háskólanema með 3 börn vantar rúmgóða 3ja-4ra herb. íbúð, helst í nágrenni Vesturbæjarskóla. Má þarfnast við- halds. Algjör reglusemi og öruggar greiðslur. Upplýsingar í síma 93-13007. Laugavegur Til leigu 50 fm skrifstofuhúsnæði í nýupp- gerðri verslunarsamstæðu við miðjan Lauga- veg. Tilvalið fyrir fasteignasala, heildsölur eða félagasamtök. Upplýsingar í síma 688566 milli kl. 9.00- 17.00.