Morgunblaðið - 16.08.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 16.08.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra á Seyðisfirði: Samstarfið milli Færeyja og Seyðisfjarðar til fyrirmyndar Seyðisfirði. „ÉG SKIL mjög vel þá skoðun og þær ábendingar sem koma fram hjá Seyðfirðingum um að gera hér feijuhöfn, ég veit að þingmenn þessa kjördæmis hafa horft til þess og það gera aðrir líka. Þetta er áhugavert verk- efni í ljósi þess að sá fjöldi út- lendinga sem hér hefur komið til landsins með Norrönu frá upphafi er að nálgast 140 þús- und, sem er sá fjöldi ferða- manna sem kom til íslands á síðasta ári. Seyðfirðingar eiga að sjálfsögðu stóran þátt í þessu,“ segir Matthías Á. Mathi- esen samgönguráðherra. Á ferð sinni um Austurland nú nýverið kom Matthías Seyðisfjarð- ar þar sem hann ásamt fylgdarliði sínu hélt fund með bæjarstjóm Seyðisfjaðrar og skoðaði hafnar- mannvirki, farþegamóttöku Aust- fars hf. umboðsaðila Smyril Line, og færeysku farþega- og bílafeij- una Norrönu, sem kemur til Seyð- is§aðrar á hveijum fimmtudags- morgni yfír sumarið. Fundurinn með bæjarstjóminni var haldinn um borð í Norrönu í boði Jegvans Idalastovu skipstjóra Norrönu, Péturs Hojaader yfírvél- stjóra og Jónasar Hallgrímssonár forseta bæjarstjómar og fram- kvæmdastjóra Austfars hf. Færey- Hluti fundarmanna á sólbaðsdekki Norrönu ásamt farþegum. ingamir báru fram mat og veiting- ar af sinni alkunnu gestrisni á meðan fundurinn stóð. Mikið var rætt um samstarf Færeyinga og Seyðfírðinga sem hefur aukist mik- ið nú síðari árin og ber þar hæst siglingar Norrönu til Seyðisfjarðar. Farþegum sem koma með skipinu hefur ijölgað jafnt og þétt og koma nú 7% allra útlendinga, sem koma til landsins á ári, með Norrönu til Seyðisfjarðar. Jónas Hallgrímsson greindi frá þessum siglingum og þeirri þróun sem hefur verið síðan þær hófust og sagði meðal annars: „Þetta sem við köllum ævintýrið okkar hér fyrir austan, þessar feijusiglingar yfír Norður-Átlantshafið, upphó- fust 1975 með því að Færeyingar hófu siglingar með gamla góða Smyrli sem við köllum. Hann var 2.400 tonn og tók 110 bíla og 500 farþega. Til samanburðar má geta þess að þetta skip tekur 1.050 farþega og rúmlega 250 farar- tæki, þannig að þetta var nokkuð mikil aukning á plássi með tilkomu Norrönu. Fyrsta sumarið voru far- þegar íjórtán hundruð en verða um fjórtán þúsund nú í sumar. Þetta er talandi dæmi um samnor- rænt samstarf í verki, enginn hef- ur getað bent mér á samstarf norr- ænna þjóða í verki sem skilað hef- ur jafn miklum árangri og þessar siglingar. Þegar Smyril hóf siglingar hing- að voru hafnarmannvirki hér lítið notuð. Þau höfðu verið byggð í lok síldaráranna en því miður hvarf síldin og það sem henni fylgdi. Öll mannvirki sem síðan hafa verið byggð hér á hafnarbakkanum til að auðvelda og bæta móttöku far- þega hafa verið byggð annars veg- ar af Seyðisíjarðarkaupstað og hins vegar af fyrirtækinu Austfari hf. sem hóf starfsemi sína árið tímará viku - Aðeins í Stúdíói Jónínu og . Ágústu geturðu valið um 75 skemmtilega og fjolbreytta tíma í hverri viku. Frjáls mæting - Það er opið allan ársins hring alla daga og þú getur mætt hvenær sem þú vilt, engin bindandi námskeið. Líkamsrækt - eróbikk - Ijós - sauna - ráðgjöf - allt á sama staðnum. Hringdu til okkar og spurðu um tíma fyrir byrjendur með Vita. ★ ★ ★ Magi, rass og læri Eróbikk- mjúkt/hart Þrekhringur byrj./frh. Púltímar Hádegistímar Morguntímar ★ Barnapössun ★ Síðdegistímar ★ Barnshafandi ★ Konur með ný, fædd börn ★ íþróttafélög ★ Karlatímar 45 ára og eldri Vita Chipembere - frábær gestakennari frá Los Angeles Láttu ekki plata þig!! Árangur í líkamsþjálfun næst aðeins með vinnu - enginn rafknúinn bekkur kemur þér íform. í Stúdíói Jónínu og Ágústu kemst jafnvel latasta fólk í stuð!! SKEIFUNNI 7 SÍMI: 68 98 68 Frá fundinum með bæjarstjórn Seyðisfjarðar um borð í farþega- og bílafeijunni Norrönu. Jónas Hallgrímsson, Matthías Á. Mathiesen, Jegvan Idalastovu skip- stjóri á Norrönu og Pétur Hojgaader yfirvélsljóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.