Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 16
4
Í6
. TPl
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1988
Að losa málið úr sjálfheldu
eftir Björn S.
Stefánsson
Hvað gerir maður sem veit sig
hafa komizt að merkri niðurstöðu
í máli, án þess að þeir sem málið
helzt varðar taki undir við hann?
Hann getur hamrað á málinu og
hann getur lagt sig fram um að
útskýra það á nýjan hátt.
Gylfi Þ. Gíslason hefur um nokk-
urt skeið sýnt fram á það með rök-
um, sem viðurkennd eru meðal
fræðimanna, að fiskistofnar við ís-
land yrðu nýttir hagkvæmar en nú
er gert, ef fiskveiðileyfí yrðu seld
í stað þess að vera úthlutað. Hann
hefur útskýrt þetta á ýmsan hátt,
eins og laginn kennari, nú síðast
hér í blaðinu 9. þ.m. („Auðlinda-
skattur er rangefni").
Annað ráð er, og ætti ekki að
vera framandi stjómmálamanni og
fræðimanni, en það er að leita ann-
arrar lausnar á málinu, lausnar sem
megi eyða þeirri tortryggni og and-
stöðu sem fyrri lausn mætti, en
skilar samt þeim árangri sem var
eiginlegur tilgangur málsins. Ég
setti fram slíka lausn í greininni
„í stað auðlindaskatts á fískveiðar“
hér í blaðinu 28. júní síðastliðinn.
Með þeirri lausn er ekkert fé dreg-
ið úr sjávarútvegi, en fiskveiðirétt-
indi skiptast eftir reglum sem kalla
fram mat þeirra sem sjó stunda og
físk verka á því sem hagkvæmast
er.
Danskur maður, Jens Warming,
Björn S. Stefánsson
„Með þeirri lausn er
ekkert fé dregið úr
sjávarútvegi, en fisk-
veiðiréttindi skiptast
eftir reglum sem kalla
fram mat þeirra sem sjó
stunda og f isk verka á
því sem hagkvæmast
er.“
sýndi manna fyrstur fram á það í
ritgerð árið 1911, að frjáls heimild
til fískveiða leiddi til óhagkvæmrar
nýtingar. Samt var það fýrst 43
árum síðar, að umræða hófst um
málið meðál fræðimanna. Þá er það
ekki langur tími, þótt Gylfi birti
síðustu grein sína um málið 42
dögum frá því að lausn mín birtist
án þess að minnast á hana, án sam-
anburðar við Warming að öðru leyti.
Höfundur er hagfræðingur.
ELLILÍFEYRISÞEGI:
Þúfærð
hærri vextina
strax
Bónusreikningur gefur þér möguleika sem ekki
hafa þekkst áður á óbundnum bankareikningi.
Þú færð hærri vexti
eftir því sem innstæðan vex. Vaxtaþrepin eru 4
talsins: Að 50 þúsundum kr., 50 - 200 þúsund kr.,
200 - 500.þúsund kr. og upphæðir yfir 500 þúsund
kr. Vextir umfram verðbólgu fyrir hæsta þrep
a.m.k. 7%.
Ellilífeyrisþegar fá vexti 2. þreps strax þó
upphæðin sé undir þeim mörkum, sama gildir um
hluthafabankans.
Peningamir eru alltaf lausir
hvenær sem þú þarft að grípa til þeirra. Kostnaði
við úttekt er haldið í lágmarki, en vexti má taka út
kostnaðarlaust.
Þú færð alltaf betri kjörin
þegar verðtryggð og óverðtryggð kjör hvers
vaxtaþreps eru borin saman á 6 mánaða fresti.
Þú færð afslátt
hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum með því að
framvísa Bónuskorti sem fylgir reikningnum. Auk
þess færðu möppu fyrir pappíra reikningsins o.fL.
1