Morgunblaðið - 16.08.1988, Page 13

Morgunblaðið - 16.08.1988, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 13 Við sjálf sköpum um- ferðarmenninguna virt. Það má vafalaust deila um hvaða tilgangi svona greinarstúfur þjónar og það má einnig deila um það hvort menn ættu að nenna að eyða tíma sínum í að velta þessum málum fyrir sér en ég leyfi mér að halda því fram að það sé vissulega ómaks- ins vert vegna þess að staðreyndir sýna að hér er mikið í húfi. Það eru mannslíf í húfí, heilsa manna er í húfi og það sem auðvitað er minnst um vert, eignir manna eru í húfí. eftirArnþór Ingólfsson Ekki er blöðum um það að fletta að umferðin skiptir okkur öll, gang- andi og/eða akandi, geysilega miklu máli. Við eigum beinlínis líf okkar og heilsu undir því að bærilega tak- ist til. Umræða um umferðarmál er mikil að vonum og sem betur fer, en sitt sýnist hvetjum eins og geng- ur. Þó virðist svo vera að menn séu nokkuð sammála um að umferðar- menning okkar sé á lágu stigi, frek- ar er e.t.v. ágreiningur um það hversu langt niðri sú menning er. En af hverju er þá þessi blessaða umferðarmenning okkar á svo lágu stigi sem menn virðast vera sam- mála um? Hveijir skapa þessa um- ferðarmenningu? Ég efast ekki um að hver einasti maður veit svarið við þessu, enda málið einfalt. Um- mikið. Þegar umferðaróhapp verð- ur, stórt eða smátt eftir atvikum, þá er gjarnan reynt að finna ein- hvern til að kenna um óhappið, okkur er svo gjarnt að réttlæta okkur sjálf. Gatnamálayfirvöldum er kennt um, legu gatnanna, um- ferðarljósunum, snjónum, hálkunni, svona mætti lengi telja. En skyni , gædda veran, sem olli nú öllu sam- an, ökumaðurinn eða sá gangandi, gleymir æði oft eigin persónu og eigin þætti í málinu. Ég leyfí mér að láta fylgja hér með greiningu slysadeildar lögregl- unnar í Reykjavík á orsökum um- ferðaróhappa. Hér eru þó ekki tald- ir nema fjórir þættir sem sýna okk- ur að 1.770 óhöpp hafa orðið fyrstu sex mánuði ársins 1988 aðeins vegna þess að ákvæði umferðar- laga, sem lúta að þessum þáttum, hafa ekki verið virt. Ég dreg þessa þætti hér fram vegna þess að ég bið menn að velta því fyrir sér hveijum er hér um að kenna. Við hveija er að sakast? Eru það einhver utanaðkomandi, óvið- ráðanleg öfl? Á þessum sama tíma, fyrstu sex mánuði ársins, hefur lögreglan í Reykjavík gert 2.544 skýrslur vegna umferðaróhappa, stórra og smárra. Mismunurinn er því 774 óhöpp og í þeim tilvikum hafa önn- ur ákvæði umferðarlaga verið van- Jan. Febr. Mars Apríl Maí Júní Samt. Aðalbr.réttur ekki virtur 92 63 66 43 42 47 353 Umferðarréttur ekki virtur 96 98 70 53 57 42 416 Of stutt bil milli ökutækja 196 141 83 57 62 76 615 Ógætilega ekið afturábak 82 107 55 49 57 36 386 Samtals 466 409 274 202 218 201 1.770 Höfundur er aðstoðnryfirlögregluþjónn. / í Geesifiœ kl. Ig.jo p ótt°b Haesti{ Vinningu i adherdmœti loo.ooo Arnþór Ingólfsson „Gatnamálayfirvöldum er kennt um, legu gatn- anna, umferðarljósun- um, snjónum, hálkunni, svona mætti lengi telja. En skyni gædda veran, sem olli nú öllu saman, ökumaðurinn eða sá gangandi, gleymir æði oft eigin persónu og eigin þætti í málinu.“ ferðarmenningin byggist á okkur öllum, hveijum einasta manni, sem með einhveijum hætti er þátttak- andi í umferðinni. Það sem á vant- ar er aðeins það að hver einstakling- ur geri sér þetta ljóst. Þegar ég heyri rætt um umferð- armál, og þá sérstaklega þann þátt sem viðkemur umferðarhraðanum, þá heyri ég býsna oft sagt eitthvað í þessa áttina: „Ef ég ek á löglegum hraða hér um götur borgarinnar, þá er ég fyrir.“ Ég vil leyfa mér að benda á að þett er beinlínis hættulegur hugsunarháttur, stór- hættulegur, einfaldlega vegna þess að hann gerir ekkert annað en að skrúfa upp í umferðarhraðanum, ef svo má að orði komast. Og þá er spurningin, hvenær hættir mað- urinn að „vera fyrir“ og hver stillir stoppskrúfuna. Nei, hér er annað á ferðinni finnst mér. Mér finnst æði oft skína í gegn að með þessum hugsunarhætti og umræðu séu menn jafnvel að réttlæta eigin hrað- akstur. Slíkur hugsunarháttur eyk- ur ekki umferðarmenninguna. Umferðaróhöpp eru nokkuð tíð hjá okkur, því miður, og þau hafa misjafnlega alvarlegar afleiðingar eins og gengur og þau eru nokkur sem hafa þær afleiðingar að líf slokknar. A þessu ári hafa sjö manns látist í umferðarslysum hér í Reykjavík. Það er sjö manns of 4? & 4> * o* 22. ÁGÚST ÞANN 22. ÁGÚST N.K. OPNUM VIÐ FYRIR VEGGJATENNIS. INNRITUN HEFST FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST FRÁ KL. 13.00-18.00. 2 DAGA FORSKOT ÞEIR SEM VORU MEÐ FASTA TÍMA í VETUR GETA HRINGT MILLI KL. 13 og 18 í DAG, ÞRIÐJUDAG OG Á MOGRUN MIÐVIKUDAG TIL AÐ STAÐFESTA TÍMANN SINN. HREYFING SF. ENGJATEIGI 1, SÍMAR 687701 og 687801

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.