Morgunblaðið - 16.08.1988, Page 4

Morgunblaðið - 16.08.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 Fjármálaráðuneytið: Skuldabyrði vangold- inna skatta verði létt Fjölmenni í Gjaldheimtunni vegna fregna um niðurfellingu Fjarmalaraðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í síðustu viku hugmynd- ir um að létta skuldabyrði einstaklinga, sem enn skulda skatta frá því áður en staðgreiðslukerfi var tekið upp, með ívilnun á greiðslukjörum. Fyrirkomulag á þessum rýmri kjörum er ekki ákveðið, en fyrirhugað er að nýjar reglur liggi fyrir í vikunni. Að sögn Stefáns Friðfinnsson- ar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, er meðal annars rætt um að þeir sem borgi skattskuldir sinar fljótt og vel, fái einhveija eftirgjöf drátt- arvaxta. Vegna fregna af þessum fyrirætlunum flykktist fjöldi skatt- greiðenda í Gjaldheimtuna í Reykjavík í gær og vildi fá svör við því, hvort nú væri rétti tíminn til þess að gera upp gamlar syndir, án drátt- arvaxta. „Það má segja að fyrsti apríl hafi verið endurtekinn 15. ágúst,“ sagði Stefán Friðfinnsson. Hann sagði að ekki væri rætt um að fella niður alla dráttarvexti, heldur ætti að auðvelda einstaklingum að greiða vangoldin þinggjöld sín. „Hugmyndir fjármála- ráðherra voru lagðar fram í ríkis- stjóm og hún gaf samþykki sitt fyr- ir þeim, en það þarf að útfæra þær nánar," sagði Stefán. Hann sagði að auk þess yrði að semja um þetta fyrirkomulag sérstaklega þar sem gjaldheimtur innheimtu gjöld sveitar- félaga jafnframt gjöldum til ríkisins. „Það hefur engum dottið í hug að ríkisstjómin geti gefíð mönnum eftir skuldir við sveitarfélög." Fjármálaráðuneytið kannar nú hvort lagabreytingu þurfi til þess að nýjar inheimtureglur geti gengið í gildi. „Ef svo er, verður þeirrar heim- ildar aflað, en lögfræðileg álitsgerð liggur ekki fyrir,“ sagði Stefán. Að sögn Snorra Olsen, deildar- stjóra innheimtudeildar fy'ármála- ráðuneytisins, hefur það komið illa við marga skattgreiðendur að stað- greiðsla skatta sé látin ganga fyrir er opinber gjöld em dregin af launum manna. „Gamla skuldin situr hins vegar eftir og dankar þá oft á drátt- arvöxtum, en menn geta ekki velt skuldunum á undan sér eins og áður var,“ sagði Snorri. Samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda má draga 75% af launum manna. Fyrst em þá dregin opinber gjöld af heild- artölunni á launaseðlinum, 'en síðan koma eldri skuldir til greiðslu þar til skattgreiðandi á 25% heildarlaun- anna eftir. Það nægir þó oft ekki til þess að saxa nægilega á gömlu skuldimar. „Hingað hafa komið margir og óskað eftir samningum um eldri skuldir," sagði Snorri. VEÐURHORFUR í DAG, 16.ÁGÚST1988 YFIRLIT í GÆR: Við Svalbarða er 1022 mb hæð, en milli Færeyja og Noregs er 992 mb lægð sem þokast norðaustur. Grunnt lægðar- drag er við suðurströndina. Langt suðvestur í hafi er vaxandi 982 mbl lægð, sem hreyfist hægt norðaustur. Hiti breytist lítið. SPÁ: Hæg austan og norðaustanátt á landinu. Dálítið súld veröur austanlands og við noröurströndina. Skúrir á Suðurlandi, en þurrt á Vesturlandi og í innsveitum fyrir norðan. Hiti verður á bilinu 8—15 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Austanátt. Dálítil rigning eða súld við suður- og austurströndina, en þurrt á Norður- og Vesturlandi. Hiti á bilinu 8—15 stig. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að isL tíma Akureyri Reykjavík hiti 10 13 veður skýjað skýjað Bergen 14 skúr Helsinki 21 skýjað Kaupmannah. 23 léttskýjað Narssarssuaq 8 skýjað Nuuk 6 þoka Ósló 19 rigning Stokkhólmur 17 skúr Þórshöfn 13 alskýjað Algarve 29 heiðskírt Amsterdam 18 skýjað Barcelona 28 léttskýjað Chicago 24 þrumuveður Feneyjar 32 heiðskírt Frankfurt 29 léttskýjað Glasgow 14 skúr Hamborg 20 skýjað tas Palmas 24 léttskýjað London 20 skýjað Los Angeles 16 heiðskírt Lúxemborg 22 skýjað Madríd 32 léttskýjað Malaga 28 mistur Mallorca 30 léttskýjað Montreal 24 þokumóða New York 28 léttskýjað París 23 skýjað • Róm 29 þokumóða San Diego 18 skýjað Winnipeg 18 léttskýjað Brunnið hey á hlaðinu á Leirulæk. Morgunbiaðið/Ásdís Haraidsdóttir Hey í hlöðu of- hitnaði og brann UM 130 rúmmetrar af heyi í rúllu- böggum eyðilögðust af hita og eldi á bænum Leirulæk í Álftanes- hreppi á Mýrum snemma á laugar- dagsmorguninn. Litlar skemmdir urðu á hlöðunni og 2/s hlutar heys- ins, sem í henni var, slapp óskemmt. Að sögn Ingimundar Grétarsson- ar, bónda á Leirulæk, varð eldsins vart er maður úr sveitinni sá reyk leggja frá hlöðunni og gerði við- vart. Slökkviliðið úr Borgamesi Fríkirkjan: Biskup fundar með Gunnari Fundur með safnað- arstjórn í vændum BISKUP íslands, herrp Pétur Sig- urgeirsson, hefur gerst milli- göngumaður í deilu safnaðar- stjórnar Fríkirkjunnar við sr. Gunnars Bjömssonar og stuðn- ingsmenn hans. í gær átti biskup fund með sr. Gunnari og sr. Sig- urði Sigurðarsyni, formanni Prestafélags íslands. „Við urðum sammála um að tjá okkur ekki um málið út á við að svo stöddu," sagði Pétur biskup í sam- tali við Morgunblaðið. „Málin voru rædd almennt. Ég vonast eindregið til þess að það takist að ná sáttum í þessari deilu.“ Biskup . sagðist hyggjast halda fund með safnaðarstjóm Fríkirkj- unnar innan skamms, en ekki er ákveðið hvenær fundurinn verður. kom á staðinn og tók slökkvistarf á aðra klukkustund. Notast var við svokallaða baggagripu sem var sett utan um baggana og þeir síðan dregnir út undir bert loft með drátt- arvél. Að sögn Ingimundar réð hag- stæð vindátt miklu um að eldurinn náði ekki að breiðast út um hlöðuna. „Heyið hefur sennilega verið of kjammikið. Það var slegið í sprettu og ekki unnt að þurrka það. Þurr- heysgeymslan var orðin full og ég batt það sem afgangs var í trausti þess að það myndi ná að ryðja sig á eðlilegan hátt,“ sagði Ingimund- ur. „Það gjólaði aðfaramótt laugar- dagsins og þá hefur sennilega náð að komast strengur inn og smogið um bil með veggjum. Þannig hefur komist inn nægt súrefni til að eldur næði að kvikna." Ingimundur sagði að hey- og bústofnstrygging mundi bæta sér skaðann. Fótbrotnaði í dráttarvélaslysi MAÐUR fótbrotnaði er hann varð undir dráttarvél í Fljótum á sunnudag. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði er mildi að ekki fór verr en maðurínn fór til síns heima á sunnudagskvöld eftir að gert hafði verið að meiðslum hans. Slysið varð með þeim hætti að dráttarvél rann til er maðurinn ók henni yfir brú, sem lá yfir skurð skammt frá bænum Nesi í Fljótum. Reyndist fallið lágt og slapp maður- inn með fótbrot og nokkrar skrám- ur. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði em slík slys fátíð. Baldur Trausti Eiríksson látinn Baldur Trausti Eiríksson, fyrr- verandi forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar, lézt laugardaginn 13. ágúst síðastliðinn, 75 ára að aldri. Baldur heitinn var gestkom- andi norður í Siglufirði, í tilefni af 70 ára kaupstaðarafmæli stað- aríns, er hann lést. Baldur fæddist á Isafirði 14. júlí 1913. Foreldrar hans vóru hjónin Kristín S. Einarsdóttir og Eiríkur Br. Finnsson, verkstjóri. Baldur varð stúdent frá MA 1934 og hélt þá til starfs og náms í Þýzkalandi. Baldur flytzt til Siglufjarðar 1937. Hann hóf þar störf sem ritstjóri Sigl- fírðings en vann lengst af verzlunar- og skrifstofustörf. Hann starfaði hjá Síldarverksmiðjum ríkisins 1943-64, var framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Siglufjarðar hf. 1964-69 og full- trúi hjá Sementsverksmiðrju ríkisins á Akranesi frá 1969 unz hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Baldur var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fyrst á ísafirði en síðan í Siglufirði, og forseti bæjar- stjómar Siglufjarðar um árabil. Á hann hlóðust §ölmörg trúnaðarstörf á vegum Sjálfstæðisflokksins, Siglu- fjarðarkaupstaðar og ýmissa félaga- samtaka. Hann var umdæmisstjóri íslenzka Rótaryumdæmisins 1979-80. Fyrri kona Baldurs var Hólmfríður Sveinbjömsdóttir Sveinssonar bónda að Hámundarstöðum í Vopnafirði. Hún lézt 1967. Síðari kona hans er Aldís Dúa Þórarinsdóttir Dúasonar, skipstjóra og hafnarstjóra í Siglu- firði, og lifir hún mann sinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.