Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 27 Við völdí 34 ár Alfredo Strössner, forseti Paraguay, sór í gær embættiseið forseta í áttunda skipti og var myndin tekin við það tækifæri. Strössner hefur verið við völd í landinu frá árinu 1954 og mun hafa stjómað því í 39 ár er næsta kjörtímabili lýkur. Forsetinn sór þess dýran eið að virða stjórnarskrá landsins en henni breytti hann árið 1954 til að tryggja völd sín til æviloka. Alfredo Strössner er 75 ára að aldri. Flokkar stjómarandstæðinga hafa verið bannaðir og forsetakosningar í landinu em einungis sjónarspil, að sögn andstæðinga forsetans. „Einræði hef- ur verið innleitt hér í landi og stjórnvöld neita að virða grundvallarrétt- indi manna og hundsa allar kröfur um lýðræði," sagði Mario Medina biskup á blaðamannafundi á laugardag. Viðstaddir hátíðahöldin í gær vom fulltrúar stjórnvalda í Suður- Afríku, Brasilíu, Suður-Kóreu og Taiwan, og sögðu vestrænir embætt- ismenn það sýna ljóslega hvað stjórn Strössners nyti lítils stuðnings á alþjóðavettvangi. Friðargæzluliðar til Irans oglraks Fyrstu friðargæsluliðar Samein- uðu þjóðanna, sem fylgjast munu með framgangi vopnahlés í Pers- aflóastríðinu, komu til írans og íraks i gær. Vopnahléð gengur í garð næstkomandi laugardag, en bardagar hafa legið niðri að undanförnu. Alls verða 350 menn frá 24 ríkjum í gæzlusveitunum og komu hinir fyrstu á vettvang í gær. Gert er ráð fyrir að þeir verði allir komnir til írans og Iraks áður en vopnahléð gengur í garð, klukkan 3 að morgni að íslenzkum tíma á laugardag. Auk þess koma nær 500 kanadískir hermenn til átakasvæðisins í vik- unni til þess að setja upp fjar- skiptakerfi fyrir gæzlusveitirn- ar. Myndin var tekin þegar kanadískir gæzluliðar lögðu upp í ferðalagið til Persaflóasvæðis- ins. Eru þeir að stíga um borð í flugvél sína í Trenton-flugstöð- inni við Toronto. Reuter Mál Treholts ekki tekið fyrir á ný Osló. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Noregs hefur ákveðið að vísa frá kröfu Arne Treholts um að mál hans verði tekið fyrir að nýju. Treholt var dæmdur til 20 ára fangelsisvistar árið 1985 fyrir njósnir í þágu Sov- étríkjanna. í tilkynningu Hæstaréttar sagði að ástæðulaust væri með öllu að rétta á ný í máli Treholts.' Norskir leyni- þjónustumenn telja margir hveijir að Treholt hafí verið með afkasta- mestu njósnurum Sovétmanna á Vesturlöndum. Hans situr nú í rammgerðu fangelsi skammt frá Osló. Ame Haugestad, lögfræðingur Enzo Ferr- ari látinn Treholts, hefur krafist þess að réttað verði á ný í máli hans. Sjálfur heldur Treholt því fram að hann hafi aldrei gerst sekur um njósnir. Hann hafi þvert á móti unnið að bættum sam- skiptum austurs og vesturs með því að eiga samskipti við sovéska sendi- menn. Hann hafi hins vegar veríð dæmdur sekur í blöðum og fjölmiðl- um og hefur hann líkt meðferðinni við galdraofsóknir. „Þessi niðurstaða olli honum mikl- um vonbrigðum," sagði Ame Hauge- land í gær og bætti við að Treholt, sem er 45 ára að aldri, ætti mjög erfitt. með að fella sig við hana. * míðað við verð á jógúrt í 180 g dósum. MANEX HÁR- VÖRURNAR HAFA SÉRSTÖÐU Próteinbætti Manex hárvökvinn samanstendur af 22 amínósýrum sem inni- halda nægilega lítil mólikúl til að komast inn í hárslíðrið og næra hárrótina með hreint undraverðum árangri. Virkni próteinbætta hárvökvans er ótvíræð: Hárvökvinn stöðvar hárlos í allt að 100% tilvika. Flasa hverfur í 100% tilvika. í 73% tilvika hefur Manex hárvökvinn endurheimt hár í hársverði þar sem lífsmark er enn með hárrótinni. /i A Á Með því að bæta hár- vökvanum í permanent festi, næst langvarandi ending permanents í þunnu hári. Próteinbætti Manex hár- vökvinn dregur úr exemi í hársverði. Hárvökvinn lífgar og styrkir hár sem er þurrt og slitið eftir efnameðferð. Manex hárlcekninga- vörumar samanstanda af sjampó, hárnceringu, vítamín- töflum og próteinbcettum hárvökva og fást á flestum rakara- og hársnyrtistofum um land allt. A HEILDSÖLUBIRGÐIR ■I i*. í ambrosía UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SÍMI 680630 NÚFÆRÐU. . 105g MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS !* Modena, Ítalíu. Reuter. ÍTALSKI bifreiðaframleiðandinn Enzo Ferrari lést á sunnudag, 90 ára að aldri. Jarðarför hans fór fram í kyrrþey í gær en samkvæmt ósk hins látna var ekki greint frá andláti hans fyrr en hún hafði farið fram. Enzo Ferr- ari var jafnan umhugað um að vera laus við ágang fjölmiðla en var engu að síður dáður og virtur á Ítalíu. í tilkynningu frá yfirstjóm Ferrari- fyrirtækisins sagði að hann hefði verið lagður til hinstu hvílu við hlið foður síns, Alfredo Ferrari. Þar til á síðasta ári vann Ferrari jafnan fullan vinnudag í höfuðstöðv- um Ferrari-fýrirtækisins í Maranella í Modena á Norður-Ítalíu. Undan- famar vikur hafði hann hins vegar haldið sig heima við. Að sögn ætt- ingja Ferraris lést hann snemma á sunnudag en hann hafði um nokkurt skeið þjáðst af nýmasjúkdómi. Israel: Útgöngubann á Gaza- svæðinu virt að vettugi Viðræður Jórdana og PLO um Vesturbakkann árangursríkar Erez, Jerúsalem, Kaíró, Amman. Reuter. HUNDRUÐ ísraelskra hermanna reyndu að halda uppi röð og reglu á Gaza-svæðinu í gær. Útgöngu- bann, sem sett var á sunnudag, var virt að vettugi og héldu íbúar uppi grjótkasti á hermenn. Talið er að útgöngubanninu verði létt á miðvikudag. Fulltrúar Frelsis- sveita Palestínu (PLO) komu frá Amman til Kaíró í gær eftir að hafa rætt við jórdanska embættis- menn. Fundurinn var árang- ursríkur að sögn yfirmanna PLO. Útgöngubann var sett á Gaza- svæðinu á sunnudag eftir mikil mót- mæli sem efnt var til eftir að tveir Palestínumenn létu lífið þegar árás var gerð á híbýli þeirra í síðustu viku. Að minnsta kosti 21 maður særðist í átökunum á sunnudag. Yitzhak Rabin, varnarmálaráðherra ísraels, sagði að útgöngubannið væri ein þeirra aðgerða sem ísra- elski herinn myndi beita til að halda aftur af mótmælendum á herteknu svæðunum. Rabin hyggst heimsækja Gaza-svæðið einhvem næstu daga. Útgöngubannið þykir benda til þess að harka hafi færst í átök milli Palestínumanna á Gaza-svæðinu og ísraelskra hermanna. Herinn er í viðbragðsstöðu á Vesturbakka Jórd- anár. Þar var allt með kyrrum kjör- um í gær. Sendinefnd PLO kom í gær til Kaíró eftir að hafa átt viðræður við jórdanska embættismenn um framtíð Vesturbakkans. Hussein konungur ákvað í lok júlí að slíta sambandi við Vesturbakkann og lýsti yfir að PLO væri eini löglegi aðilinn til að fara með stjórn þar. Sendinefndin kom til Kaíró til að ræða við Esmat Abdel-Maguid ut- anríkisráðherra Egyptalands. Egyptar réðu Gaza-svæðinu á árun- um 1948 til ársins 1967. Jórdönsk yfirvöld gáfu út tilkynn- ingu eftir fundinn með PLO þar sem segir að áhyggjur vegna afdrifa Palestínumanna í Jórdaníu væru óþarfar. „Jórdanir hafa lofað að Palestínumenn í Jórdaníu njóti fullra réttinda á við aðra íbúa þar og það mun ekki standa í vegi fyrir því að þeir njóti fullra réttinda í Palestínu," sagði talsmaður PLO í samtali við blaðamenn Reuíers-fréttastofunnar við komuna til Kaíró. Jórdanir hafa lofað að halda brúm yfir ána Jórdan opnum og munu áfram gefa út vegabréf fyrir íbúa Vesturbakkans. Vegabréf verða gef- in út til tveggja ára í stað fimm eins og verið hefur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.