Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
Sviss og EB:
Þung’atakmarkanir á veg-
um í Sviss valda deilum
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
STYSTU flutningaleiðir á milli
Ítalíu og Norður-Evrópu eru um
svissnesku Alpana en vegna and-
stöðu almennings í Sviss heimila
þarlend stjórnvöld ekki umferð
þyngri vöruflutningabíla þar en
28 tonna. Almennar þungatak-
markanir bæði innan EB og Sviss
eru annars 40 tonn. Það er fyrst
og fremst ótti við hávaða- og
loftmengun sem ræður afstöðu
Svisslendinga.
Viðræður á milii svissneskra
stjómvalda og Evrópubandalagsins
um þessi efni hafa fram að þessu
verið árangurslausar. Flutninga-
leiðir um Alpana eru Evrópubanda-
laginu mjög mikilvægar þar sem
þær tengja bandalagsríkin í Norð-
ur-Evrópu við Ítalíu og Grikkland.
Töluverðir flutningar fara um Aust-
urríki til Ítalíu og áfram um Júgó-
slavíu til Grikklands. Hvorki Júgó-
slavar né Austurríkismenn hafa
sett sérstakar þungatakmarkanir á
vöruflutningabíla frá EB-löndun-
um. Umferð um Sviss hefur mest
Atlantshaf sbandalagið:
Hvatt til fækkun-
ar vígvaUarvopna
Brussel. Reuter.
EIN helsta niðurstaða könnunar
sem vígbúnaðarsérfræðingar
Atlantshafsbandalagsins hyggj-
ast ljúka síðar á þessu ári er sú
að mæla með mikilli einhliða
fækkun vígvallarvopna með
kjarnorkuhleðslum. Talsmaður
Evrópuhersljómar NATO
skýrði frá þessu á blaðamanna-
fundi í síðustu viku.
Talsmaðurinn sagði að í skýrsl-
unni yrði lagt til að kjamaoddum
yrði fækkað, til að mynda í stór-
skotavopnum sem draga allt að
30 kflómetra. Það væri gerlegt
yrðu önnur skammdræg kjam-
orkuvopn svo sem eldflaugar af
Lance-gerð, sem draga allt að 110
kflómetra, endumýjaðar.
Talsmenn NATO sögðu að
fækkunin væri í samræmi við þá
stefnu bandalagsins að viðhalda
virkri kjamorkufælingu með sem
fæstum kjamorkuvopnum. Hún
samræmdist einnig Montebello-
ákvörðuninni svonefndu frá 1983,
sem gerir ráð fyrir að skammdræg
kjamorkuvopn verði endurnýjuð.
Vestur-Þjóðveijar hafa verið
mótfallnir endumýjun vígvallar-
vopna með kjamorkuhleðslum og
hafa haldið því fram að þeim stafi
sérstök hætta af vopnum Varsjár-
bandalagsins vegna legu Vestur-
Þýskalands. Þeir hafa mælst til
þess að fækkun skammdrægra
kjamorkuvopna hafí forgang í af-
vopnunarviðræðum austurs og
vesturs. Talsmenn Atlantshafs-
bandalagsins lögðu þó áherslu á
að könnunin væri aðeins liður í
endurskoðun á vamarmálum sem
hefði hafíst árið 1979 og vísuðu
því á bug að með einhliða fækkun
skammdrægra. kjamorkuvopna
væri einkum verið að reyna að
forðast ágreining við Vestur-Þjóð-
verja.
farið í gegnum Gottahard-göngin
en sú leið liggur um viðkvæm land-
búnaðarhérðu. Samkvæmt framtí-
ðarspá Svisslendinga mun umferð
um landið þrefaldast ef þungatak-
mörkunum verður aflétt. Reikna
megi með því að þá færu þrír stór-
ir flutningabflar um göngin á
mínútu. Bændur á þessu svæði
segja að öskrandi umferð 40 tonna
ferlíkja muni eyðileggja viðkvæmt
samfélag lítilla sveitaþorpa í hrika-
legu landslagi og brothættri nátt-
úru.
í Sviss óttast menn að EB muni
draga lappimar í væntanlegum
samningum við þá um hlutdeild
þeirra í EB-markaðinum 1992 ef
Svisslendingar verði ekki liprari
gagnvart flutningum um landið.
Helst hefur verið upp á því stungið
af hálfu Svisslendinga að lögð verði
jámbraut um landið sem flutt geti
flutningabflana. Framkvæmdastjóri
EB hefur tekið þessum tillögum
fálega og bent á að slíkar fram-
kvæmdir taki áratugi og þetta mál
verði að leysa innan skamms. Sam-
kvæmt heimildum í Brussel er
stefnt að því að ná samningum við
Svisslendinga á næsta ári.
Burma:
....
Reuter
Byltingarkennd farþegaflugvél
í Bandaríkjunum hefur verið ákveðið að smíða farþegaflugvél,
sem verður systurvél V-22 Osprey-flugvélarinnar, sem verið er
að þróa fyrir herinn þar vestra. Flugvélin verður þeim eiginleik-
um búin að hún þarfnast ekki langra flugbrauta heldur á hún
að geta hafið sig lóðrétt til flugs af litlum bletti, eins og þyrlur.
Þegar hún hefur náð góðri hæð er hreyflunum, sem eru á væng-
endunum, snúið svo þeir vísi fram og þarmeð getur flugvélin náð
mun meiri hraða en þyrlur.
Stjómvöld leita stuðn-
ings fyrmm leiðtoga
Nýr þjóðarleiðtogi valinn á föstudag
Bangkok, Reuter.
STJORNVÓLD í Burma, sem
standa höllum fæti eftir óeirðirn-
ar í síðustu viku, hafa opinber-
lega biðlað til Ne Win, fyrrum
*
Atta ár frá stofnun Samstöðu:
100 manna lögregluliði
beitt gegn andófsmönnum
. O O
Varsjá. Reuter.
SVEITIR óeirðalögreglu brutu á
bak aftur göngu stuðningsmanna
Samstöðu, hinnar óleyfilegu
hreyfingar pólskra verkamanna,
i borginni Gdansk á sunnudag en
um þessar mundir eru átta ár lið-
in frá verkföllunum í Póllandi
sem leiddu til stofnunar samtak-
anna. Að minnsta kosti 20 manns
fengu að kenna á kylfum óeirðas-
veitanna og voru handteknir, að
sögn heimildarmanna Reuters-
fréttastofunnar.
Um 200 manns tóku þátt í
göngunni og var 100 manna lög-
regluliði beitt gegn þeim. Fyrr um
daginn hafði farið fram útifundur í
borginni þar sem Lech Walesa, leið-
togi Samstöðu, flutti ávarp. Talið
er að um 3.000 manns hafi sótt fund-
inn.
í fréttum pólska sjónvarpsins
sagði að sex lögreglumenn hefðu
slasast í átökunum en þess var get-
ið að „viðhorf lögreglumannanna"
hefði komið í veg fyrir frekari átök.
PAP, hin opinbera fréttastofa Pól-
lands, sagði að stuðningsmenn Sam-
stöðu hefðu lagt kaffihús eitt í rúst
og hrópað: „Niður með kommúnis-
mann." Heimildarmenn í röðum
Samstöðu sögðu að átökin hefðu
hafíst er einn göngumanna grýtti
stól að sveitum óeirðalögreglu. Atök-
in stóðu í um 15 mínútur en þá
dreifðist hópurinn. Um 20 manns
voru handteknir.
leiðtoga landsins, um aðstoð hans
við að koma í veg fyrir frekari
óeirðir.
Erlendur sendimaður í Rangoon
sagði í símtali við Reuters-írétta-
stofuna að málgagn stjómarinnar
Botataung hefði á sunnudag vitnað
í fyrrum leiðtoga landsips, Ne Win,
þar sem hann segir að ef stilla eigi
til friðar f landinu verði að gera það
í samráði við alþýðu landsins.
Ne Win, sem var við völd í Burma
frá því árið 1962, var settur af fyr-
ir þremur vikum. Arftaki hans var
Sein Lwin, sem fór frá á föstudag
eftir óeirðimar sem brutust út í
síðustu viku, sem kostuðu hundruði
manna lífíð.
Ne Win og eini leyfði stjóm-
málafiokkur landsins, sósíalista-
flokkur Burma, hafa ráðið einu og
öllu í Burma síðustu 26 árin. Ne
Win lagði til fyrir skemmstu að eins
flokks kerfíð yrði lagt niður í
landinu og fiölflokka lýðveldi tekið
upp í þess stað. Flokkurinn hafnaði
þessu og setti Ne Win, sem er 77
ára, af. Sein Lwin, sem er afar
óvinsæll stjómmálamaður í Burma,
tók við sem leiðtogi landsins.
Málgagn stjómarinnar vitnaði í
ræðu sem fyrrum leiðtogi hélt árið
1963, þar sem hann sagði að til
þess að leysa vandamálin í Burma
yrðu valdhafar að ræða við al-
þýðuna. Einnig er vitnað í ræðu sem
Ne Win hélt á síðasta ári þar sem
hann sagði að hver þjóð yrði að
fínna eigin leiðir til að leysa inn-
anríkisvanda. Ólíklegt þykir að Ne
Win muni taka við stjóm á ný en
flokkurinn mun reyna ð finna nýjan
leiðtoga á fundi sínum á föstudag.
Þykir greinin í málgágni flokksins
benda til þess að hann reynt verði
að fara bil beggja við val á leiðtoga
til að koma í veg fyrir að óeirðir
bijótist út að nýju í landinu.
Astandið í Burma er að komast
í eðlilegt horf. Útgöngubann er þó
enn að nóttu til. Verslanir hafa
opnað að nýju og vegatálmanir
hafa verið teknar niður. Veggspjöld
þar sem krafíst er breytinga á stjóm
landsins, frelsunar pólitískra fanga
og réttarhalda yfír Sein Lwin era
þó enn víða í Rangoon.
Bretland:
Þingmenn fáfróð-
ir um varnarmál
Reuter
Óeirðalögreglumenn handtaka fylgismann Samstöðu í Gdansk á
sunnudag.
Leiðtogar Samstöðu hafa hvatt
pólska verkamenn til að setja fram
kröfur um kauphækkanir og bættan
aðbúnað á vinnustöðum fyrir 31.
ágúst en þá verða átta ár liðin frá
því að gengið var til samninga við
stjómvöld, sem leiddu til stofnunar
Samstöðu. Með þessu móti hyggjast
leiðtogar Samstöðu þrýsta á stjóm-
völd um að leyfa starfsemi samtak-
anna en þau vora lýst óleyfileg sam-
kvæmt ákvæðum herlaga sem sett
vora í desember árið 1981.
London. Reuter.
BRESKIR þingmenn vita margir
hveijir furðulítið um varnarmál,
ef marka má niðurstöður könnun-
ar, sem birtist í Sunday Telegraph
á sunnudag.
Af 171 þingmanni, sem þátt tók
í könnun blaðsins, vissu aðeins 14
að John Galvin er yfirmaður herafla
Atlantshafsbandalagsins í Evrópu.
29 þingmenn vissu að Manfred
Wömer hefur tekið við embætti
framkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins af Carrington lávarði.
Tæplega fjórði hver maður vissi að
innan við fjögur prósent af fjárlögum
þessa árs renna til kjamorkuherafla
Breta.
116 þingmenn breska íhalds-
flokksins og 55 þingmenn Verka-
'mannaflokssins tóku þátt í könnun-
inni. í frétt blaðsins sagði að þing-
menn Verkamannaflokksins virtust
almennt betur að sér um öryggis-
og vamarmál en íhaldsmenn. Gallup
sá um framkvæmd könnunarinnar
fyrir óháð samtök áhugamanna um
öryggis- og vamarmál.