Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 28

Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jóns.son. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Að lifa í sátt við landið Andrés Arnalds, beitarþols- fræðingnr, heldur því fram í grein hér í Morgun- blaðinu síðastliðinn laugardag, að við íslendingar stöndum langt að baki öðrum vestræn- um þjóðum í gróðurvemd. „Á því sviði erum við á algeru frumbýlingsstigi,“ segir grein- arhöfundur. Sérfræðingurinn fjallar um gróðurvernd og uppgræðslu í ýmsum löndum, sem snúið hafa vöm í sókn, og náð tökum á nýtingu beitarlanda, „sem víða vóru í hættu vegna örtraðar og skipulagsleysis". „Við erum eina þjóðin á Vesturlöndum,“ segir Andrés Arnalds, „þar sem lausaganga búfjár er ekki tak- mörkuð eða bönnuð og menn bera ekki fulla ábyrgð á fénaði sínum." Greinarhöfundur segir orð- rétt: „Til álita kemur hvort stjórn- völd ættu ekki að hlaupa undir bagga og aðstoða bændur við að girða af beitilönd sín, líkt og gert var á Nýja-Sjálandi á sínum tíma. Nútímaþjóðfélag gerir kröfur til þess að búféð sé innan girðinga eins víða og við verður komið. Þetta er regla sem til dæmis Danir komu á fyrir meira en 150 árum. Með nýtízku rafgirðingum er slíkt miklu auðveldara og ódýrara en áður var. Ýmsir bændur em þegar famir að hólfa land sitt niður með girðingum, eins og starfsbræður þeirra erlendis, og beita þau til skiptis með hliðsjón af næringargildi gróð- urs. Þannig ná þeir auknum afurðum. Þetta er það sem koma skal, því þama fara fram- leiðni- og gróðurverndarsjónar- mið saman. Girðingar eru reyndar forsenda þess að unnt sé að ná tökum á gróðurvernd- inni, hér sem annarsstaðar". Talið er að um 3 milljónir hektara gróins lands hafi orðið örfoka frá því land byggðist. Ástæður uppblásturs og jarð- vegseyðingar eru ýmsar: kóln- andi tíðarfar, eldvirkni lands- ins, eyðing skóga (m.a. til kola- gerðar) og ofbeit. Vaxandi umferð ferðafólks um öræfi landsins, meðal annars við- kvæm gróðursvæði hálendis, auka á hættuna. Erfitt er að staðhæfa, hver er stærstur orsakaþáttur gróðureyðingar. Fram hjá því verður hinsvegar ekki komizt að það gildir sama lögmál um gróðurlendið og fiskistofnana. Það hefur einnig sín nýtingar- mörk. Ef við göngum lengra en góðu hófi gegnir í eða á landgæðin rýrnar höfuðstóll- inn. Þessvegna er óhjákvæmi- legt við landnýtingu að hafa hliðsjón af gróðurfarslegum og efnahagslegum staðreyndum — í ljósi reynslu og þekkingar — sem og ákveðnum framtíðar- markmiðum. Það ber að fagna því að þjóð- arvakning hefur sagt til sín, varðandi gróðurvernd, land- græðslu og endurheimt land- gæða. Kröfur um friðun við- kvæmra og illa leikinna afrétta sem og um betra beitarskipulag verða æ háværari. Andrés Arn- alds, beitarþolsfræðingur Landgræðslunnar, viðrar því sjónarmið í grein sinni, sem eru í almennri umræðu dagsins í dag og stjómvöld komast ekki hjá að leggja eyru við. Ábendingar hans um aðstoð við bændur við að girða af ákveðin beitarsvæði eru allrar athygli verðar. Sama má raun- ar segja um nýleg lög í Banda- ríkjunum, sem höfundur vitnar til, þess efnis, að bændur verði að sanna að búskapur þeirra valdi ekki jarðvegseyðingu, til þess að fá tiltekinn, opinberan fjárstuðning. Er til að mynda ástæða til að styrkja fram- leiðslu af skattfé — umfram eftirspum — á þeim svæðum, sem sterkar líkur benda til gróðureyðingar vegna ofbeitar? Bóndi er bústólpi, bú er land- stólpi. Landbúnaðurinn gegnir hér eftir sem hingað til mikil- vægu hlutverki í þjóðarbú- skapnum. Ástæða er til þess að hvetja landsmenn til að sýna bændastéttinni samhug og skilning á þrengingartímum í starfsgreininni — meðan bú- vömframleiðslan er að laga sig að breyttum markaðsaðstæð- um. Sú þjóðarvakning gróður- vemdar og landgræðslu, sem nú rís, á að vinna með bænd- um, ekki gegn. Vakningin nær og engu að síður inn í raðir bænda, sem erja jörðina, en annarra. Aðalatriðið er að þjóðin sem heild standi saman um vemdun landsins, náttúru þess og auð- lindir. Við þurfum í senn að lifa í sátt við landið - og á gögnum þess og gæðum, bæði láðs og lagar. Þeir snyrtu sig í morgunsárið áður strangar björgunaræfingar hófust. S.V.F.Í.: Landsmót unglinga- sveitanna haldið í Viðey UNGLINGADEILDIR björgun- arsveita landsins héldu lands- mót i Viðey dagana 13. og 14. ágúst. Það var björgunarsveitin Albert á Seltjarnarnesi sem stóð fyrir mótinu að þessu sinni. í Viðey var slegið upp tjaldbúð- um þar sem 88 nemendur úr unglingadeildum slysavamafé- laganna víðs vegar um landið vom samankomnir. Þar vora undirstöðuatriði sjóbjörgunar kennd og siglt um sundin í fögru veðri. Þetta er í þriðja sinn sem lands- mót unglingadeildanna er haldið og var það í fyrsta sinn á Þingvöll- um 1986 og í annað sinn í Atlavík í fyrra. Er áformað að þetta verði árviss atburður hér eftir. Að þessu sinni tóku 88 nemendur þátt í landsmótinu á aldrinum 13—18 ára. Að sögn Árna Kolbeinssonar erindreka hjá Slysavarnafélagi Is- lands eru námskeið fyrir ungling- ana á veturna og er þeim kennd undirstöðuatriði sjóbjörgunar auk þess sem farið er inn á forvarnar- störf og undirbúningur undir þátt- töku í slysavamasveitum fer fram. Mótið í Viðey hófst á laugar- dagsmorgun kl. 9 með því að Siglt var um sundin í koppalogni kynntar voru deildir sem starfa innan vébanda Slysavarnafélags íslands. Þá Voru siglingar æfðar á bátum og unglingarnir svömluðu um í sjónum í flotbúning. Eftir hádegi var skiþt upp í þrjá hópa sem æfðu björgun með fluglínu- tæki. 28 manns voru í hveijum Morgunblaðið/Einar Falur Þessi sveinn flaut í sjóhum eins og olíutunna í flotgalla frá skólaskip- inu Sæbjörgu. Heimshlaupið ’88: Hlaupið í þágu l UM ALLAN heim stendur nú yf ir undirbúningur hlaups í þágu barna, „Sport Aid ’88“. Hlaupið fer fram sunnudaginn 11. sept- ember og er skipulagt í samvinnu líknarfélaga og íþróttasambanda víðs vegar um heiminn. Um und- irbúning hlaupsins á íslandi sjá Rauði Krossinn og Fijálsíþrótta- samband íslands og kallast islenska hlaupið: „Heimshlaupið ’88, í þágu barna um allan heim.“ Markmiðið er að safna fé til styrktar hjálparstarfi og vekja almenning til umhugsunar um kjör barna í heiminum þá sér- staklega í þróunarlöndunum. Að sögn Guðjóns Magnússonar formanns Rauða Krossins mun ágóði af hlaupinu skiptast á þann veg að 80 af hundraði fjárins renna til aðstoðar börnum erlendis. Al- þjóða Rauði krossinn tekur við fénu en á vegum samtakanna er nú unn- ið að verkefni sem nefnt er „Child Alive". Það felst í baráttu gegn dauða bama af völdum niðurgangs og barnasjúkdóma. Hluti ágóðans til Rauðakrosshússins Til verkefna í hvetju landi renna 20 af hundraði söfnunarfjárins. Hérlendis verður féð notað til efl- ingar starfsemi Rauðakrosshússins í Tjamargötu. í húsinu er neyðarat- hvarf fyrir böm og unglinga og þar er einnig unnið að vörnum gegn fíkniefnanotkun. Hér á landi verður fjáröflunin fyrst og fremst á þann veg að seld verða svokölluð þátttökunúmer og kostar hvert 200 krónur. Númerin verða framleidd hjá „Sport Aid“ samtökunum í London og fær hver þátttakandi í heiminum sitt sér- staka númer. Að sögn Aidan Prior starfsmanns Evrópudeildar „Sport Aid“ er gert ráð fyrir jþví að 20-30 milljónir manna taki þátt í hlaupinu. Nú þegar hafa 124 þjóðir tilkynnt þátt- töku. Af öllum þeim borgum sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.