Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 43
s*
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
43
Verslunarráð:
Fundur haldinn
um gjaldþrotamál
Verslunarrád íslands heldur á
morgun, miðvikudag, morgiin-
Sluppu
ómeiddir
úr bílveltu
Selfossi.
ÞRÍR piltar sluppu ómeiddir þeg-
ar jeppabifreið þeirra fór útaf
Suðurlandsvegi og valt skammt
austan við Strönd á Rangárvöllum
á sunnudag.
Jeppinn, sem er af Bronco-gerð,
valt heila veltu og lenti á hjólunum
niðri í lækjarfarvegi. Ekki er Ijóst
hvað olli veltunni. sig. Jóns.
Ekiðá
6 ára dreng
EKIÐ var á 6 ára dreng á Haga-
mel um klukkan hálfátta á föstu-
dagskvöld.
Drengurinn var á leik á Hagamel
ásamt félögum sínum og hljóp út á
götuna þar sem hann lenti fyrir bíl
á leið vestur. Drengurinn slasaðist
nokkuð, lærbrotnaði meðal annars
og var lagður inn á sjúkrahús.
verðarfund um gjaldþrotamál í
Skálanum á Hótel Sögu milli kl.
8 og 9.30. Varpað verður fram
spurningum á borð við hvort
mörg gjaldþrot stafi af rangri
lánastefnu, hvort gjaldþrotalög-
in séu gölluð og flókin og hvort
gjaldþrotin séu fleiri og stærri
vegna rangra vinnubragða
banka og annarra lánadrottna.
Fundurinn er opinn en óskað er
þátttökutilkynninga milli kl. 8 og
16 til Verslunarráðs í dag, þriðju-
dag.
I frétt frá Verslunarráði segir
að gjaldþrotamál séu fleiri í
Reykjavík núna en nokkru sinni
fyrr og því sé spáð að holskeflan
sé þó ekki riðin yfir. Þetta ástand
snerti allt viðskiptalífið meira eða
minna og margir séu þeirrar skoð-
unar að brestir í löggjöf og fjár-
málakerfi, aðhaldsleysi og síbreyti-
legar rekstraraðstæður hjá fyrir-
tækjum eigi meðal annars hlut að
máli.
Á fundi Verslunarráðsins munu
fímm menn hafa framsögu um þessi
mál og síðan verða um þau almenn-
ar umræður. Frummælendur verða
Ragnar H. Hall skiptaráðandi,
Sverrir Norland, forstjóri Smith og
Norland hf., Ásgeir Gunnarsson, fv.
forstjóri Veltis hf., Þorvaldur G.
Einarsson, lögfræðingur Búnaðar-
banka íslands og Ásgeir Thorodds-
en, lögmaður Lögheimtunnar hf.
Breska hljómsveitin Mirage leik-
ur á tónleikum í Lækjartungli á
næstunni.
Hljómsveit-
in Mirage
spilar í
Lækjartungli
BRESKA hljómsveitin Mirage
mun leika í Lækjartungli dag-
ana 18.—21. ágúst.
Hljómsveitina skipa bræðurnir
Nicos og Carlos Griffith frá Lon-
don og Kiki Billy frá Liverpool.
Mirage hefur gefið út þrjár hljóm-
plötur, „88 for 88“, „Jack Mix
VII“ og „In Full Effect“ sem allar
hafa notið vinsælda víða um heim.
(Fréttatilkynningj
Arnarfell
selt Norð-
mönnum
KAUPSKIPIÐ Arnarfell liefur
verið selt norskum kaupendum.
Skipið sigldi utan um helgina í
síðasta sinn undir íslenskum fána
og verður afhent nýjum eigendum
þegar það kemur til Hamborgar.
Samtímis sölu Arnarfellsins er
Skipadeild Sambandsins að semja
um kaup á öðru skipi. Ástæða
þessara skipakaupa er sú, að
Skipadeildin er að endurnýja
flota sinn, losa sig við lítil og úr-
elt skip og kaupa önnur sem henta
betur markaðnum eins og hann
er í dag.
„Það hefur verið stefna hjá skipa-
deildinni að endurnýja skipastólinn,"
sagði Omar Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri Skipadeildar. „Byijað
var á því fyrir einum fimm árum,
þá komu Dísarfell og Jökulfell. Síðan
hafa verið seld þtjú skip, Hvassa-
fell, Skaftafell og núna Arnarfell.
Þetta eru minnstu og elstu skipin
sem eru seld og önnur yngri og
stærri koma í staðinn.
Arnarfell var byggt 1974 og keypt
hingað 1980. Ómar sagði að sölu-
verð skipsins væri um það bil 40,5
milljónir króna á núverandi gengi.
Ekki hafði verið endanlega gengið
frá kaupum á nýju skipi, en það
verður skrásett á Islandi og með
íslenskri áhöfn. Eitt leiguskip er nú
í förum fyrir Skipadeildina og sagði
Ómar að verið væri að fækka leigu-
skipum eins og unnt er í samræmi
við það sem stjórnvöld og stéttarfé-
lög hafa farið fram á.
[SflMBO]
1
XJöfóar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
V' -
IfU
- »-
ÍHjr"
Nú veistu hvernig þú færð hollan, bragðgóðan,
fjölbreyttan og fljótlagaðan mat.
Meö Mueller’s pasta ..........
Allt sem þú óskar þér í einum munnbita.
Mueller’s pasta er ekki bara spaghetti.
Mueller’s er líka lasagna, vermicelli,
núðlur og skrúfur úr spínati, tómötum
og durum semolina, sem er eggjahvítu-
rík og fitusnauð korntegund.
Að auki er Mueller’s pasta ríkt af B- víta-
mínum og járni. Mueller’s pasta getur
þú fengið án kólestrols og salts.
Með Mueller’s pasta færðu hollan og
bragðgóðan mat.
Það er góð hugmynd að fá sér Mueller’s
pasta (borið fram Mullers).
* Uppskriftin er fengin úr bókinni Pastaréttir í bóka-
flokknum Hjálparkokkurinn frá Almenna bókafélaginu.
Pasta og pylsur
Handa fjórum.
Undirbúningur: Um 15 mín.
Suða/steiking: Alls 15-20 mín.
Basilíkum, merían
100 g beikon
200 g kokkteilpylsur
350-400 g pasta
Salt, olía og smjör
1-2 hvítlauksgeirar
100 g óðalsostur (eða jarl)
1. Meyrsjóðið pastað í velsöltuðu vatni og 1 msk
af olíu. Klippið beikonsneiðarnar í 2 eða 3 bita,
fínrífið ostinn.
2. Snöggsteikið beikonið og síið úr því á eldhús-
pappír. Brúnið pylsurnar í beikonfeitinni og hald-
ið þeim heitum.
3. Hellið soðnu pastanu í sigti og bræðið 1 msk af
smjöri í pottinum. Bætið í krömdum hvítlauk,
rifnum osti og dálitlu fersku eða þurrkuðu basilík-
um og merían. Helllð síuðu pasta í pottinn, setjið
á lok og hristið pottinn svolítið yfir hitanum.
4. Hellið réttinum í framreiðslufat og leggið beik-
on og pylsur ofan á. Borið fram strax með tómat-
salati.
Mueller’s
"?NEÐ
Mueller’s ;*bs
pasta swirls
ENRICHEU MACARONI PROOUCT
r SEMOUNA plué FARINA
NF.TWT. 14 OZ./397Q
KARL K. KARLSSONcn CO.
Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32
MuellBr’s