Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 Flughátíð í Múlakoti FLUGÁHUGAMENN héldu fjöl- skylduhátíð að Múlakoti í Fljótshlíð um verslunarmanna- helgi og var þar að vanda fjöl- mennt. Það voru Flugmálafélag Islands og aðildarfélög þess sem stóðu fyrir þessari hátíð, eða flugkomu eins og það er kallað á máli flugmanna, sem er orðinn árlegur viðburður í sumarstarfi flugáhugamanna. Skipulagning og framkvæmd fjölskylduflug- komunnar var í höndum Flug- klúbbs Reykjavíkur og tókst i alla staði mjög vel. Margt var þar til gamans gert, m.a. fór fram keppni í hveitipoka- kasti úr flugvélum sem var afar spennandi. Hveitipokakeppni fólst í því að keppendur urðu að kasta hveitipoka úr flugvél sem flaug í ákveðinni hæð og hitta í mark sem haft var í útjaðri flugbrautarinnar. Innifalið í þessari keppni var lend- ingarþraut þar sem dæmt var fal- legasta hopp sem er andstætt hefð- bundnum lendingarkeppnum þar sem skopp eða hopp eru ekki leyfð. Hveitipokar tveggja keppenda, Hjörleifs Jóhannessonar frá Mos- fellsbæ og Víðis Gíslasonar frá Akureyri, lentu í álíka fjarlægð frá markinu en þar sem hoppin hjá Hjörleifi voru talin glæsilegri vann hann þessa keppni og fékk að verð- launum veglegan farandbikar sem gerður var úr „cylinder-húsi“ flug- vélarhreyfils. Fallhlífarstökkvarar voru dug- legir að iðka sína uppáhaldsíþrótt meðan á Múlakotshátíðinni stóð og höfðu viðstaddir gaman af að fylgj- ast með tilþrifum þeirra við að ná marklendingu. Listflug var eitt af aðalatriðum á dagskránni og voru þeir flugstjóramir Bjöm Thorodd- sen, á heimasmíðaðri Pitts S-2A Speeial tvíþekju sinni, TF-BTH, og Magnús Norðdahl, á frönsku CAP.lOB-listflugvélinni TF-UFO, iðnir við að sýna listflug. Bjöm Thoroddsen lét sér ekki nægja að sýna listflug því hann og Pétur Amarson flugmaður komu fljúgandi á Múlakotshátíðina á Dou- glas DC-3-áburðarflugvél Land- græðslunnar, „Páli Sveinssyni", sem höfð var til sýnis á flugvellinum þá daga sem hátíðin stóð yfir. Fjöldi manns úr nærliggjandi sveitum kom að skoða þessa drottningu stélhjóls- flugvélanna, en tilgangur veru hennar á Múlakotshátíð var að vekja athygli manna á því átaki sem Morgunblaðið/PPJ Stærstu og minnstu flugvélarnar sem tóku þátt í fjölskylduflugkomu Flugmálafélags Islands í Múla- koti um verslunarmannahelgina; Douglas DC-3 Landgræðslunnar, „Páll Sveinsson“, og Pitts Special S-2A-listflugvél Björns Thorodsen, TF-BTH. þarf að gera í uppgræðslu landsins, en einmitt í Fljótshlíðinni sést veru- legur árangur af starfi Landgræðsl- unnar. Einn fastur liður í þessari flug- komu, sem allir hafa gaman af að fýlgjast með, er flug á Fleet Finch- tvíþekju þeirra Áma Guðmundsson- ar og Erlings Jóhannessonar. Flug- vél þessi er elsta flughæfa vélin í flugflota íslendinga, smíðuð árið 1942. Að þessu sinni var það Erling sem flaug vélinni öllum viðstöddum til skemmtunar en það er árviss hátíðarstund í huga flugunnenda að fá að fylgjast með flugi aldurs- forseta flugflotans. Tilgangur fjölskylduflugkomu Flugmálafélagsins að Múlakoti er tvíþættur, annarsvegar er hátíðin haldin til þess að fjölskyldan öll geti sameinast í þessu áhugamáli og hinsvegar er það til að stuðla að innbyrðis tengslum milli þeirra sem stunda hinar ólíku greinar flug- íþrótta. Einn liður í því er. sameigin- leg grillveisla á laugardagskvöldinu þar sem allir gæða sér á gómsætu ijallalambi. í tilefni nýafstaðins Norður- landamóts í vélflugi, sem haldið var á Hellu í júlíbyrjun og væntanlegrar þátttöku íslendinga á NM 89 sem halda á í Skien í Noregi, efndi Flug- klúbbur Reykjavíkur til happdrættis á staðnum til stuðnings landsliði Fmí í vélflugi. Sala miðanna gekk vel og var dregið í happdrættinu á sunnudeginum. Fyrsti vinningur Liggur þú með fé á lausu? Ertu tryggður gegn verðbólgu? í óðaverðbólgu átta sig ekki allir á því, að jafnvel himinháir vextir geta í raun verið neikvæðir, eða rétt skriðið yfir raungildi. Pá skiptir máli að ávaxta sparifé sitt með fullri verðtryggingu. Við bendum sparifjáreigendum því á, að ÁVÖXTUNARBRÉF og REKSTRARBRÉF - hafa skilað eigendum sínum verulegri ávöxtun umfram verðbólgu. ÁVÖXTUN ARBRÉF eru óbundin og hægt að öllu jöfnu, að innleysa hvenær sem er án alls aukakostnaðar. VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU: ÁV ÖXTUN ARBRÉF 14m0%' . 6 mán. 15,0% REKSTRARBRÉF - MEÐ 6 MÁN. UPPSAGNARFR. 3 mán. 6 mán. 19,68% ÁVÖXTUNSfW Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660 Morgunbiaðið/PPJ Fallhlífarstökkvarar voru iðnir við að stunda sína uppáhalds- iþrótt á flugkomunni í Múlakoti. Morgunblaðið/PPJ Það er árviss hátíðarstund á Múlakotsflugkomu Flugmálafélagsins þegar aldursforseti islenska flugflotans, Fleet Finch TF-KAN, hefur sig til flugs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.