Morgunblaðið - 16.08.1988, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
Flughátíð
í Múlakoti
FLUGÁHUGAMENN héldu fjöl-
skylduhátíð að Múlakoti í
Fljótshlíð um verslunarmanna-
helgi og var þar að vanda fjöl-
mennt. Það voru Flugmálafélag
Islands og aðildarfélög þess sem
stóðu fyrir þessari hátíð, eða
flugkomu eins og það er kallað
á máli flugmanna, sem er orðinn
árlegur viðburður í sumarstarfi
flugáhugamanna. Skipulagning
og framkvæmd fjölskylduflug-
komunnar var í höndum Flug-
klúbbs Reykjavíkur og tókst i
alla staði mjög vel.
Margt var þar til gamans gert,
m.a. fór fram keppni í hveitipoka-
kasti úr flugvélum sem var afar
spennandi. Hveitipokakeppni fólst í
því að keppendur urðu að kasta
hveitipoka úr flugvél sem flaug í
ákveðinni hæð og hitta í mark sem
haft var í útjaðri flugbrautarinnar.
Innifalið í þessari keppni var lend-
ingarþraut þar sem dæmt var fal-
legasta hopp sem er andstætt hefð-
bundnum lendingarkeppnum þar
sem skopp eða hopp eru ekki leyfð.
Hveitipokar tveggja keppenda,
Hjörleifs Jóhannessonar frá Mos-
fellsbæ og Víðis Gíslasonar frá
Akureyri, lentu í álíka fjarlægð frá
markinu en þar sem hoppin hjá
Hjörleifi voru talin glæsilegri vann
hann þessa keppni og fékk að verð-
launum veglegan farandbikar sem
gerður var úr „cylinder-húsi“ flug-
vélarhreyfils.
Fallhlífarstökkvarar voru dug-
legir að iðka sína uppáhaldsíþrótt
meðan á Múlakotshátíðinni stóð og
höfðu viðstaddir gaman af að fylgj-
ast með tilþrifum þeirra við að ná
marklendingu. Listflug var eitt af
aðalatriðum á dagskránni og voru
þeir flugstjóramir Bjöm Thorodd-
sen, á heimasmíðaðri Pitts S-2A
Speeial tvíþekju sinni, TF-BTH, og
Magnús Norðdahl, á frönsku
CAP.lOB-listflugvélinni TF-UFO,
iðnir við að sýna listflug.
Bjöm Thoroddsen lét sér ekki
nægja að sýna listflug því hann og
Pétur Amarson flugmaður komu
fljúgandi á Múlakotshátíðina á Dou-
glas DC-3-áburðarflugvél Land-
græðslunnar, „Páli Sveinssyni",
sem höfð var til sýnis á flugvellinum
þá daga sem hátíðin stóð yfir. Fjöldi
manns úr nærliggjandi sveitum kom
að skoða þessa drottningu stélhjóls-
flugvélanna, en tilgangur veru
hennar á Múlakotshátíð var að
vekja athygli manna á því átaki sem
Morgunblaðið/PPJ
Stærstu og minnstu flugvélarnar sem tóku þátt í fjölskylduflugkomu Flugmálafélags Islands í Múla-
koti um verslunarmannahelgina; Douglas DC-3 Landgræðslunnar, „Páll Sveinsson“, og Pitts Special
S-2A-listflugvél Björns Thorodsen, TF-BTH.
þarf að gera í uppgræðslu landsins,
en einmitt í Fljótshlíðinni sést veru-
legur árangur af starfi Landgræðsl-
unnar.
Einn fastur liður í þessari flug-
komu, sem allir hafa gaman af að
fýlgjast með, er flug á Fleet Finch-
tvíþekju þeirra Áma Guðmundsson-
ar og Erlings Jóhannessonar. Flug-
vél þessi er elsta flughæfa vélin í
flugflota íslendinga, smíðuð árið
1942. Að þessu sinni var það Erling
sem flaug vélinni öllum viðstöddum
til skemmtunar en það er árviss
hátíðarstund í huga flugunnenda
að fá að fylgjast með flugi aldurs-
forseta flugflotans.
Tilgangur fjölskylduflugkomu
Flugmálafélagsins að Múlakoti er
tvíþættur, annarsvegar er hátíðin
haldin til þess að fjölskyldan öll
geti sameinast í þessu áhugamáli
og hinsvegar er það til að stuðla
að innbyrðis tengslum milli þeirra
sem stunda hinar ólíku greinar flug-
íþrótta. Einn liður í því er. sameigin-
leg grillveisla á laugardagskvöldinu
þar sem allir gæða sér á gómsætu
ijallalambi.
í tilefni nýafstaðins Norður-
landamóts í vélflugi, sem haldið var
á Hellu í júlíbyrjun og væntanlegrar
þátttöku íslendinga á NM 89 sem
halda á í Skien í Noregi, efndi Flug-
klúbbur Reykjavíkur til happdrættis
á staðnum til stuðnings landsliði
Fmí í vélflugi. Sala miðanna gekk
vel og var dregið í happdrættinu á
sunnudeginum. Fyrsti vinningur
Liggur þú
með fé
á lausu?
Ertu
tryggður
gegn verðbólgu?
í óðaverðbólgu átta sig ekki allir
á því, að jafnvel himinháir vextir
geta í raun verið neikvæðir, eða
rétt skriðið yfir raungildi.
Pá skiptir máli að ávaxta sparifé
sitt með fullri verðtryggingu.
Við bendum sparifjáreigendum
því á, að ÁVÖXTUNARBRÉF
og REKSTRARBRÉF
- hafa skilað eigendum sínum
verulegri ávöxtun umfram
verðbólgu.
ÁVÖXTUN ARBRÉF eru
óbundin og hægt að öllu jöfnu,
að innleysa hvenær sem er
án alls aukakostnaðar.
VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU:
ÁV ÖXTUN ARBRÉF
14m0%' . 6 mán. 15,0%
REKSTRARBRÉF
- MEÐ 6 MÁN. UPPSAGNARFR.
3 mán. 6 mán. 19,68%
ÁVÖXTUNSfW
Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta -
Verðbréfamarkaður
LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660
Morgunbiaðið/PPJ
Fallhlífarstökkvarar voru iðnir við að stunda sína uppáhalds-
iþrótt á flugkomunni í Múlakoti.
Morgunblaðið/PPJ
Það er árviss hátíðarstund á Múlakotsflugkomu Flugmálafélagsins
þegar aldursforseti islenska flugflotans, Fleet Finch TF-KAN, hefur
sig til flugs.