Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 56
Skákþing íslands: Þrír efst- ir og jafnir — AÐ LOKINNI 2. umferð á Skák- þingi Islands í Hafnarborgum, eru Hannes Hlífar Stefánsson, Jón L. Arnason og Margeir Pét- ursson efstir og jafnir með 2 vinninga. Þröstur Þórhallsson og Karl Þorsteins eru með IV2 vinn- ing hvor. Urslit í 2. umferð urðu þau, að Hannes Hlífar vann Þráin Vigfús- son, Róbert Harðarson vann Asgeir Þór Árnason, Margeir Pétursson vann Ágúst Karlsson og Jón L. vann Jóhannes Ágústsson. Jafntefli gerðu Davíð Ólafsson og Þröstur Þórhallsson og Benedikt Jónasson og Karl Þorsteins. __ Sjá miðopnu. Ók aftan á vörubíl STÚLKA slasaðist mikið þegar hún ók fólksbifreið sinni aftan á kyrrstæða vörubifreið á Kringlu- ^•mýrarbraut við Bústaðaveg um klukkan 11 í gaerkvöldi. Verið var að afferma túnþökur af vörubifreiðinni og var hún kyrr- stæð á akrein þegar stúlkuna bar að. Áreksturinn varð harður og var stúlkan flutt á slysadeild Borg- • arspítalans. Tveir í gæsluvarðhaldi: Siglt um Jökulsárlón Morgunblaðid/SigJóns. UM 5.000 ferðamenn hafa í ár notfært sér þjónustu Ferðaþjónustunnar við Jökulsár- lón við Breiðamerkuijökul og farið í útsýn- issiglingu um lónið. Þetta er fjórða árið sem þessi þjónusta er starfrækt og hefur aðsókn farið vaxandi. Útlendingar eru í meirihluta þeirra sem notfæra sér þjónustuna en þó fer það vaxandi að íslendingar taki sér far til að upplifa hrikalegt umhverfið innan um jakana á lóninu. Ferðaþjónustan starf- rækir fjóra báta við lónið og getur samtals flutt um 30 manns. Fjöldi fólks var að ganga frá borði og bíða eftir að komast um borð þegar fréttaritari Morgunblaðsins tók þessa mynd við bryggjuna fyrir skömmu. Smygluðu fíkniefnum TVEIR menn, rúmlega tvítugir, ^hafa verið úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa reynt að smygla hassi og amfetamíni til landsins með því að gleypa smokka fyllta af efnun- um. Annar mannanna var handtekinn á þriðjudag en hinn á miðvikudag er þeir komu til landsins frá Lúxem- borg. Að sögn Amars Jenssonar, lögreglufulltrúa hjá fíkniefnadeild lögreglunnar, er talið ljóst að mál mannanna tengist. Hann sagði of snemmt að segja til um hve mikið magn af efnunum þeir hefðu falið í iðrum sér. Annar mannanna hefur áður komið við sögu fíkniefnamála. Tillögur Hafrannsóknastofnunar um veiðar á næsta ári: Þorskaflinn verði 60 þús- und tonnum minni en í ár Tekjutapið næmi um 4 milljörðum króna Hafrannsóknastofnun telur að þorskaflinn árin 1989 og 1990 megi ekki vera meira en 300 þúsund tonn á ári eigi þorsk- stofninn ekki að fara minnkandi. Þetta er 60 þúsund tonnum minni þorskafli en stofnunin gerir ráð fyrir að veiðist í ár, en hún lagði einnig til að aflinn í ár yrði 300.000 tonn. Árið 1987 var þorskaflinn 391 þúsund tonn og drægist aflinn því saman um 90 þúsund tonn á tveimur árum, ef farið yrði að tillögum stofnunar- 95% slysa í einkaflugi vegna mistaka flugmanns Reykjavíkurflugvöllur einn öruggasti flugvöllur V-Evrópu FLUGMAÐUR er oftast nefndur í rannsóknaskýrslum sem orsakaþátt- ur óhappa og slysa í einkaflugi á árunum 1977-1986, eða í alls 95% tilvika. Næstoftast er veður, í 22% tilvika, og bilun í 16% tilvika. Þetta kemur fram í skýrslu um öryggismál í einkaflugi, sem gerð var á vegum samgönguráðuneytisins. Þar er einnig fullyrt, að Reykjavíkur- flugvöllur sé vel staðsettur og beri að vinna af alefli að því að halda honum þar sem hann er. Karl Eiríksson, formaður nefndar- innar sem vann skýrsluna og jafn- framt formaður flugslysanefndar, segir Reykjavíkurflugvöll einn ör- uggasta flugvöll V-Evrópu. Hann segir það skapa fleiri vandamál en það leysti, að færa innanlandsflugið frá Reylq'avík, t.d. til Keflavíkur. Hann segir það víðs fjarri sanni, að óvenjulegt sé að hafa flugvöll inni í borgum, slíkt sé þvert á móti mjög aigengt og tiltekur mörg dæmi þar um í samtali við Morgunblaðið í dag. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um flug og flugumferð. Borin er saman slysatíðni hér á landi við nokkur nágrannalönd og kemur fram að ís- land er í meðallagi, en tíðni dauða- slysa er þó hæst hér. í skýrslunni er sú ályktun dregin, að helstu mein- semdimar felist í vanhæfi flug- manna, sambandsleysi við Veður- stofu og jæruleysi í .viðhaldi flug- véla. í tillögum um úrbætur er m.a. lagt til að reglur um flug og flúgskil- yrði verði hertar, auknu aðhaldi beitt og að f'^Tnálastjóm verði gert fjár- hagslega kleift að sinna hlutverki sínu við stjómun og eftirlit. Sjá nánar bls. 31. innar. Tekjutap vegna 60 þúsund lesta samdráttar yrði 4,2 millj- arðar króna, því meðalverð fyrir kílógrammið af ferskum, fryst- um og söltuðum þorski er nálægt 70 krónur, að sögn Bjarna Lúðvíkssonar framkvæmda- stjóra hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Hafrannsókriastofnun telur 1986 og 1987-þorskárgangana vera mjög lélega og sambærilega við 1982- árganginn sem er talinn lakasti árgangur sem fram hefur komið síðustu þijá áratugina. Hins vegar er talið að 1983 og 1984-árgang- arnir séu báðir sterkir en 1985- árgangurinn í meðallagi. Talið er að hrygningarstofninn hafi verið 310 þúsund tonn í ársbyijun 1988 og verði það einnig í ársbyijun 1989. Meðalþyngd þorsks hefur minnkað um 4% árið 1988 miðað við árið 1987, og gert er ráð fyrir að meðalþyngd eftir aldri verði 5% minni árin 1989 til 1991 en árið 1988. Stofnunin gerir ráð fyrir að veidd verði 60 þúsund tonn af ýsu í ár, eins og úthlutað var, og leggur til að sama magn verði veitt á næsta ári en 70 þúsund tonn árið 1990. Reiknað er með að veidd verði 80 þúsund tonn af ufsa í ár og lagt er til að sókn í ufsastofninn verði ekki aukin frekar. Gert er ráð fyrir að karfaaflinn í ár verði um 90 þúsund tonn en lagt er til að aflinn verði ekki meiri en 75 þúsund tonn á næsta ári. Reikna má með að veidd verði um 48 þúsund tonn af grálúðu á þessu ári en lagt er til að veidd verði 30 þúsund tonn árin 1989 og 1990. Stofnunin leggur til að síldar- afli verði takmarkaður við 90 þús- und tonn á þessu ári og 100 þúsund tonn á ári næstu tvö ár en í fyrra var aflinn um 75 þúsund tonn. Lagt er til að humarafli verði takmarkaður við 2.400 tonn á næsta ári en þar eð niðurstöður framan af vertíð 1988 benda til að e.t.v. sé æskilegt að draga enn frek- ar úr sókninni á næsta ári, einkum á suðausturmiðum, verður þessi til- laga endurskoðuð að lokinni þessari vertíð. Veiðistofn hörpudisks hefur minnkað í Breiðafirði og Iagt er til að þar verði ekki veidd meira en 9 þúsund tonn af hörpudiski í ár. Ekki eru lagðar til breytingar á leyfílegum hámarksafla á öðrum svæðum. Lagt er til að veturinn 1988 til ’89 verði ekki veidd meira en 600 tonn af rækju í Amarfirði, 2.200 tonn í ísafjarðardjúpi og 1.800 tonn í Húnaflóa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.