Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16: ÁGÚST 1988
4-
Þessi hópur stundaði útreiðar af kappi.
Iþróttasamband fatlaðra:
Vel heppnaðar sumar
búðir á Laugarvatni
Tvö ánægð í skutnum
Selfossi.
UNDANFARNAR þijár vikur
hefur Iþróttasamband fatlaðra
starfrækt sumarbúðir á Laug-
arvatni. Þátttakendur hafa ver-
ið samtals um 110. Að starfs-
fólki meðtöldu hafa alls veið á
Laugarvatni 140—150 manns á
vegum sambandsins. Þetta er
þriðja sumarið sem sumarbúð-
irnar eru starfræktar og að-
sóknin hefur aukist ár frá ári.
Sumarbúðimar eru starfræktar
í þijár vikur á hveiju sumri. Hver
hópur dvelur í búðunum í eina
viku í senn. Þátttakendur eru á
öllum aldri, frá átta ára upp í 61
árs, og allir hafa mikla ánægju
af dvölinni sem sést best á því
að margir koma ár eftir ár í sum-
arbúðimar.
„Laugarvatn hentar mjög vel
til þessarar starfsemi, staðurinn
er rólegur og auðvelt að fínna
verkefni við hæfí hvers og eins,“ Lagt af stað í bátsferð á þremur bátum. Sá fjórði var lagður af stað og sést í baksýn.
sagði Markús Einarsson fram-
kvæmdastjóri Iþróttasambands
fatlaðra. Það eru íþróttakennarar
sem starfa við sumarbúðimar og
allir vanir þessari starfsemi.
Dagurinn í sumarbúðunum
hefst klukkan átta að morgni þeg-
ar allir eru vaktir. Að því búnu
er snæddur morgunverður og allir
em komnir út klukkan tíu. Þá er
skipt í hópa og farið á hestbak,
í bátsferð, á íþróttavöllinn eða í
gönguferð. Eftir hádegi skipta
hópamir um verkefni og útive-
mnni lýkur um sexleytið. A kvöld-
in er vinsælt að bregða sér í gufu-
bað ef ekki em kvöldvökur sem
allir taka þátt í.
Síðustu viku sumarbúðanna í
sumar lýkur á sunnudag með
íþróttamóti.
- Sig. Jóns.
Hér býr einn hópurinn í sumarbúðunum sig undir sundsprett dagsins.
Sterkar hendur lyfta þeim um borð sem þurfa aðstoð.