Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 r* T Upprennandi björgunarsveitarmenn á flotbryggjunni í austurenda Viðeyjar. undir fána íslands og Slysavarnaf élagi íslands. hóp og skiptust þeir niður á slöngubáta, björgunarbáta og fluglínutækið. Um kvöldið var grillað og hald- in kvöldvaka og dagskránni lauk svo með hópsiglingu með blys um sundin. Á sunnudag var farið í skoðunarferðir. Litið var við í skólaskipinu Sæbjörgu sem áður var varðskipið Þór. Einnig var farið í Gróubúð, bækistöðvar björgunarsveitarinnar Ingólfs. Þá bauð Slysavamafélag íslands öll- um hópnum í mat. Motinu var slit- ið um 13.30 á sunnudag. ^ Morgunblaðið/Bjami Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarsljóri teflir fyrsta leik í skák Margeirs Péturssonar, sem nú ver Islandsmeistaratitil sinn og Benedikts Jónassonar. Skákþing íslands hafið í Hafnarborg SKÁKÞING íslands var sett í menningarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudag. Alls taka 12 keppendur í landsliðs- flokki þátt í mótinu og verða tefldar 11 umferðir. Síðasta umferð mótsins verður tefld laugardaginn 27. ágúst. Keppt er um íslands- meistaratitilinn sem Margeir Pétursson hefur borið tvö síðustu ár. Vegleg peningaverðlaun eru í boði og nema þau alls 350.000 þúsundum. Við setningu þingsins flutti Þrá- inn Guðmundsson, forseti Skák- sambands ísland ávarp. Bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, Guðmundur Árni Stefánsson lék fyrsta leikinn í skák þeirra Margeirs Péturssonar og Benedikts Jónassonar og að því búnu setti skákstjóri mótsins, Ólafur Ásgrímsson, skákklukkur í gang. Að sögn Gísla Ásgeirssonar, blaðafulltrúa Skákþingsins er að- búnaður allur hinn glæsilegasti í nýju húsnæði Hafnarborgar. Átta efstu menn hljóta peningaverð- laun. 1. verðlaun nema 130.000 kr., 2. verðl. 90.000, 3. verðl. 50.000, 4. verðl. 30.000, 5. verðl. 20.000, 6. verðl. 15.000, 7. verðl. 10.000 og 8. verðlaun 5.000 kr. Að mótinu standa Hafnarfjarðar- bær, Taflfélag Hafnarfjarðar og Sparisjóður Hafnarfjarðar. Fyrsta umferð mótsins var tefld á sunnudag og urðu úrslit þau að Margeir Pétursson vann Benedikt Jónasson, Hannes Hlífar Stefáns- son vann Ágúst Karlsson, Jón L. Ámason vann Róbert Harðarson, Þröstur Þórhallsson vann Þráin Vigfússon, Karl Þorsteins vann Ásgeir Þór Árnason og Jóhannes Ágústsson og Davíð Ólafson gerðu jafntefli. Alþjóðaskákmót við Djúp NÍUNDA alþjóðaskákmót tíma- ritsins Skákar hófst.á ísafirði á sunnudag. Tólf keppendur taka þátt í mótinu, 7 íslendingar og 5 útlendingar og verða tefldar 12 umferðir. Verðalaunaféð nemur alls um 130 þúsund kr. Mótið er í 4. styrkleikaflokki og er meðal- stigafjöldi keppenda 2334 ELO- stig. Þrír stórmeistarar og 3 Fi- demeistari eru meðal keppenda á mótinu, sem lýkur 26. ágúst. Teflt er í Menntaskólanum á ísafirði en auk Skákar, stendur Taflfélag ísafjarðar að mótinu. Fyrsta umferð var tefld á sunnu- dag og urðu úrslit þau að Helgi Ólafsson vann Danann Lars Schandorff, Svíinn Jan Johansson vann Andra Áss Grétarsson, Orest Popovytsj, Bandaríkjunum vann Magnús Pálma Örnólfsson og Bret- inn Glenn Flear vann Helga Ólafs- son frá Hólmavík. Jafntefli gerðu Guðmundur Halldórsson og Finninn Yijö Rantanen og Guðmundur Gíslason og Ægir Páll Friðbertsson. Önnur umferð mótsins var tefld í gærkvöldi. . * * Morgunblaðið/KGA A myndinni eru talið frá vinstri: Aidan Prior frá „Sport Aid“ í Lon- don, Guðjón Magnússon formaður Rauða krossins, Ólafur Oddsson framkvæmdastjóri Heimshlaupsins á íslandi og Hafsteinn Óskarsson hjá Fijálsíþróttasambandinu. >ama hlaupið verður í, verður sjónvarpað beint gegnum gervihnött frá 23 borgum og er Reykjavík ein af þeim. Vonast er til þess að 15.000 eða fleiri íslendingar taki þátt og geta þátttakendur hlaupið, skokkað eða gengið 10 km, 4 km eða styttri vegalengd. Þátttaka sem flestra mikilvæg' Ólafur Oddsson forstöðumaður Rauðakrosshússins er fram- kvæmdastjóri hlaupsins og sagði hann að stéfnt væri að almennri þátttöku barna og fullorðinna. Hér væri ekki um keppni að ræða. Aðal- hlaupið yrði í Reykjavík en einnig yrðu hlaup víða úti á landi. Hlaupið í New York hefst við byggingu Sameinuðu þjóðanna að viðstöddum 2 börnum frá hverju landi sem tekur þátt. Héðan fara tveir 14 ára fulltrúar, piltur og stúlka. Gjaldi fyrir þátttöku er haldið í lágmarki þannig að það komi ekki í veg fyrir að fólk geti verið með. Þátttökunúmerin verða seld í öllum stærstu matvöruverslunum á höfuð- borgarsvæðinu. Vonast er til þess að fyrirtæki styrki framtakið með því að kaupa númer fyrir starfsfólk sitt eða hóp barna. Einnig verður stofnaður reikningur þar sem leggja má inn fjárframlög til styrktar. Bág kjör barna í þróunarlöndum Að sögn Guðjóns vilja aðstand- endur hlaupsins vekja athygli á bágum kjörum barna víða um heim til að mynda í Afríku, Asíu og Ameríku. Árlega deyja meira en 7 milljónir barna af völdum ofþornun- ar vegna niðurgangs. Einnig deyja 7-8 milljónir bama úr bamasjúk- dómum sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu. Starf á vegum Alþjóða Rauða Krossins samkvæmt „Child Alive“ áætluninni miðast því að koma í veg fyrir dauðsföll og fötlun af völdum fyrrgreindra sjúkdóma. Einfaldar og ódýrar aðferðir em til sem beita má til þess að koma í veg fyrir ofþomun. Það er einnig margt sem kenna má fólki til að hindra að börn þeirra veikist af nið- urgangi. Með bólusetningu á fyrsta aldursári bama mætti koma í veg fyrir dauða af völdum mislinga og kíghósta og fötlun vegna lömunar- veiki. Að loknu hlaupinu verður 4 tíma skemmtidagskrá, sem fram fer í sex borgum samtímis, sjónvarpað um allan heim. Fjöldi skemmtikrafta kemur fram og má þar nefna hljóm- sveitirnar U2 og Level 42. Samn- ingar við ýmsa fleiri standa yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.