Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 mnmn Það á skilið að fá einhvern í efrí þyng'darflokkunum til að rífa í sig? bara ofaní svefnpok ann ... HÖGNI HREKKVISI „ HÖ«SWI VERÐOR -SVO UEIPORVFtR. þVÍ AÐ MISSA ÁF heimsokn Þiwni 5ÉRA JÖN.'' Að lifa um efni fram Ég hef oft vakið athygli á því, að sú ægilega skuldasöfnun erlend- is, sem þjóðfélagið hefur á undan- fömum árum hrúgað upp, hlýtur að enda með skelfingu. í hugann kemur örlítil æsku- minnig, frá Eskifirði um 1920, er ég var þar bam að aldri. Kaupsýslu- maður á Austljörðum, í nokkmm umsvifum, tók lán í bankanum til framkvæmdanna. Þegar að skulda- dögunum kom var ekkert til að greiða með, svo hann fékk bankann til að hækka stofninn, þ.e. að bæta vöxtum við. Síðan kom erfíð tíð og allt fór um koll. Þetta þótti ekki góður „bisness" í heiðarlegu umhverfi æskuáranna. En hvað er nú að gerast? Ríkis- stjómimar lofa að hætta þessum gífurlegu lántökum, sem að mestu fara í eyðslu. En hvað skeður? Það er alltaf bætt við og heilbrigðir menn spyrja: Hvað getur þetta gengið lengi? Það em ekki alltaf jólin. Þess ber að minnast í fallvölt- um heimi. Erlendar skuldir em nú komnar langt yfír 100 milljarða og við fáum óspart að heyra einkun- inna: Skuldugasta land heims. . . 0g jafnvel er svo komið, að landið okkar er ekki eins í hávegum haft og áður. Sífellt fleiri fýlgja þeim hugsunarhætti, að fái þeir ekki það sem þeir vilja, þá séu þeir famir. Nýjasta og flottasta fijálshyggjan. Við tölum um stjóm. Hvað er nú það? Er stefnan ekki eitthvað á þá leið; flýtur á meðan ekki sekk- ur. Ekki verður annað séð. Einn vinur minn sagði: „Við höfum fólk, en það vantar menn“. Það skyldi nú ekki eitthvað vera á bak við þetta. Og svo er það stjómin. Þess- ir ellefu ráðamenn hafa lítinn tíma til að hugsa. Allur hugurinn er bundinn við fundi og ráðstefnur út um allan heim. Þótt þeir séu ekki búnir að koma sér upp hljómsveitum í ferðalagið, eins og blessaður for- setinn okkar, þá er fylgdarliðið bæði mikið og skrautlegt. Allt er þetta á ríkisins kostnað og ef til vill gert fyrir erlend lán. Hannes Hafstein sagði: „Hug- sjónir rætast, þá mun aftur morgna." Hann trúði á samtök og hugsjónir íslendinga. En hveijar em hugsjónimar í dag? Hvar er samvinnuhugsjónin, sem árrisulir menn kynntu sem framtíðarsýn fyr- ir aldamót? Er hún ekki í molum vegna brasks og klíkuskapar? Hvar er hugsjón Alþýðuflokksins, sem hefur snúist í að sjá aðeins bita og bein og reyna að raða tryggu liði á jötuna. Og hvar er hugsjón Sjálf- stæðisflokksins, þar sem erfitt er að aðgreina vinstri og hægri, upp og niður. Sviðið er, eins og skáldið segir; „sem dauðlegt auga þokuvaf- ið,“ og veitti ekki af að fara að dusta til. í dag er mismunur slíkur og andrúmsloftið með þeim hætti, að ef launþegar fara fram á hækk- un launa riðar allt til falls. En þótt aðrir taki laun eftir alls konar leið- um, — jafnvel himinhá — þá hefur það engin áhrif, styrkir frekar og eykur þjóðarhag. Fyrirtæki verða gjaldþrota, hvert á ,fætur öðm og hvorki er spurt hvemig þeim sé stjórnað, né hve mikið þeir sem „eiga“ þau taka til sín í lokin, eða hafa tekið til sín í einkaneyslu meðan sjálfar athafn- imar hafa setið á hakanum. Skatta- skýrslur em ekki yfirfamar nema hjá þeim, sem ekkert geta falið, og nú er hann ekki eins hávær og áður í skattsvikasinfóníunni blessaður fjármálaráðherrann okkar. Það skyldi þó ekki vera, að hann hafi rekið sig fyrst óþægilega á flokks- félaga sína í þeim söfnuði? En þótt alls konar afbrot hafi aldrei verið meiri, íjármálaóreiða, gjaldþrot og nauðungamppboð hrannist upp, þá skipar forsætisráð- herrann bara eina nefndina enn til þess að gera grein fyrir hve mikið þurfi í eyðsluhítina og þá auðvitað fulltrúa þeirra, sem njóta skulu. En ekki er verið að skoða þróunina og hvað er bak við öll útgjöldin. Nei, sei sei, nei. Það er stakasti óþarfí. Og valdhafamir halda áfram á sinni sikk sakk göngu. Það er bara sagt við þjóðina: „Þetta er allt í þessu fína. Við reddum þessu öllu. Bakkus fylgi ykkur. Ókey.“ Og þar með er draumurinn búinn. Arni Helgason. Víkverji skrifar Hér í Víkveija var fyrir skömmu fjallað um það, hvers vegna greiðslukort væru ekki send í pósti til handhafa þeirra í stað þess að stefna fólki í bankana einu sinni á ári. Fram korh í þessum umræðum, að Eurocard hefur þennan hátt á. Nú hefur Víkveiji fengið svohljóð- andi bréf frá Einari S. Einarssyni, framkvæmdastjóra Visa á íslandi: “Athygli mín hefur verið vakin á pistli þínum 26. júlí sl. en vegna íjarveru hraðlas ég Moggann við heimkomu og því berst þér svar og upplýsingar frá VISA þetta seint. Spurt er hvers vegna endurnýjuð kort em ekki send korthöfum heim í pósti, væntanlega almennum pósti, líkt og tíðkast hjá sumum erlendum kqrtafyrirtækjum. Á sínum tíma var fjallað um þetta mál í stjórn VISA og þar komust menn að þeirri niðurstöðu, að óvar- legt væri að senda fólki heim kort- in sín í almennum pósti, óárituð, þar sem ekki væri tryggt, að þau færu í réttar hendur. Nægir þar að nefna, að í fjölbýlishúsum em póstkassar víða hálfopnir og póst- bemm geta líka orðið mistök á, eins og öðmm. Valið stóð því á milli þess að senda kortin í ábyrgðarpósti eða afhenda þau í viðskipta-banka/sparisjóði korthafans og taka þá um leið af- þrykk af þeim til öryggis og tryggja rétta undirskrift. Þó vissulega myndist biðraðir stundum í bönkum og sparisjóðum á álagstímum, þekkjast þær líka í pósthúsum. Spurningin var því, hvort korthöfum þætti þægilegra að þurfa að fara sérstaka ferð á pósthúsið í sínu heimahverfi (þetta á við hér í þéttbýlinu) eða í ban- kann sinn, oft á tíðum nálægt vinnustað. Þar varð niðurstaðan, að flestum kæmi betur að fara beint í bankann en á pósthúsið. Með því að kort em endurnýjuð í bytjun þess mánaðar, sem þau renna út í, gefst yfirleitt góður tími til að vitja kortsins og því væntan- lega hægt að sameina það annarri ferð í bankann. Kortasvik, þ.e., að kort séu mis- notuð af þriðja aðila, em hér á landi, blessunarlega, mun minni en í nágrannalöndunum (o.ol% sam- anb. við 0,10%). Hluti skýringarinn- ar kann að vera sá, að hér er erfið- ara að komast yfir kort án undir- skriftar korthafa en erlendis. Stefna VISA er að fyllsta öryggis sé jafnan gætt í öllum kortavið- skiptum með hag korthafa jafnt og kaupmanna fyrir augum. Takist þrátt fyrir það svo illa til, að kort sé misnotað af öðmm áður en hvarf þess (tap eða stuldur) uppgötvast er ábyrgð korthafa hjá VISA tak- mörkuð við 5000 krónur. Hjá Eurocard og Diners Club er kort- hafi ábyrgur fyrir öllu, sé tilkynn- ingarskyldu um kortmissinn ekki fullnægt í tæka tíð. Korthafar geta því orðið öreigar á einum degi, ef illa tekst til. Vænti þess að þetta skýri og varpi nýju ljósi á málin. Með kveðju, Einar .S. Einarsson, framkvæmda- stjóri VISA.“ xxx Vissulega hefur Einar S. Einars- son ákveðin rök fyrir sinni af- stöðu. Og það er út af fyrir sig eðlilegt, að Visa hafí tekið ákvörðun um það í upphafi að hafa fyllstu gát á. Nú er hins vegar komin ákveðin reynsla á kortaviðskipti hér. Ekki er vitað til þess, að hand- hafar Eurocard eða Diners Club hafi orðið fyrir óþægindum vegna heimsendingar kortanna í pósti. Jafnvel þótt kortin væm send í ábyrgðarpósti en ekki almennum er ljóst, að örtröðin í bönkunum er orðin slík, að það er hátíð að fara í pósthús í samanburði við að fara í banka. Vonandi tekur stjóm VISA þetta mál upp til nýrrar umræðu og end- urskoðar núverandi kerfi í ljósi fenginnar reynslu. En þar með liggja fyrir hér í Víkveija upplýsing- ar um afstöðu kortafyrirtækjanna til þessa máls. Hins vegar hafa bankarnir ekki látið til sín heyra um bankakortin. Hvers vegna em þau ekki send í pósti? Mætti Víkveiji biðja t.d. þjóðbankann um að upp- lýsa það? xxx Að sumri til er mikil umferð um Þingvelli. Þangað kemur fólk og gistir í tjöldum eða hjólhýsum eða í stutta dagsferð. Gönguferðir um þjóðgarðinn fara áreiðanlega vaxandi. í slíkum gönguferðum ganga margir að hluta til eftir malbikuðum vegum innan þjóð- garðsins. Þar háttar hins vegar svo til, að engar göngubrautir em held- ur einungis vegir fyrir bílaumferð. Margir ferðamenn ganga því eftir vegarkantinum. Nú vill svo til, að bifreiðir aka hratt um þjóðgarðinn og augljós slysahætta á ferðum, þar sem er fólk á gangi á vegarkanti og bíll á miklum hraða. Sjálfsagt stendur þjónusta við göngumenn til bóta en meðan svo er ástatt sem nú, er alveg nauðsynlegt að venja ökumenn á að draga mjög úr hraða í þjóðgarðinum. Það á að vera hægt með ströngum reglum vegna þess, að þótt íslendingar virði slíkar regl- ur yfirleitt ekki, eins og alkunna er, ber þjóðin þá virðingu fyrir Þing- völlum, að flestir mundu haga akstri í samræmi við settar reglur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.