Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Konunglegt kaffiboÖ „Það er best að ég haldi kon- unglegt kaffiboð í næstu viku fyrir konumar í kvenfélag- inu,“ sagði Ljónynjan. Hún brosti og rétti úr sér og reigði höfuðið. Við litum á hvort annað og fórum að hlæja, því báðum þótti okkur tilkynn- ingin sláandi. Ljónið var ekki að bjóða í venjulegt og hvers- dagslegt kaffiboð. Það var nú af og frá. Ljón i vináttu Ástæða þessarar tilvitnunar er sú að ég ætla í dag að fjalla um Ljónið (23. júlí-23. ágúst) í ást og vináttu. Engin lágkura Eins og kemur fram hér að framan er hið dæmigerða Ljón stórtækt merki. Þörf þess fyrir glæsileika og stíl birtist ekki síður í félagslífi þess og viðhorfum til vina og kunningja. Það er gjaf- milt og vill gera það sem það á annað borð gerir svo um munar. Gjafmildi í sambandi við gjafmildi má segja að Ljónið eigi til að ganga of langt, bæði hvað varðar það að gefa dýrar gjafír, en einnig á þann veg að gera of mikið fyrir vini sína án þess að þiggja neitt á móti. Það síðastnefnda á þó fyrst og fremst við um hið þroskaða Ljón. Yfirþyrmandi Hvað varðar veikleika þess í vináttu, er annars vegar til- hneiging til að vera of ráðríkt og tala of mikið um sjálft sig og sýnar áætlanir, og hins vegar að vera það lifandi og kraftmikið að aðrir eiga er- fítt með að fylgja því eftir. Það er einnig oft hávaði í kringum Ijónið. Það getur því verið yfírþyrmandi og þreyt- andi. Aó taka tillit Það sem skiptir máli í sam- bandi við framangreint er hvort það hefur lært að taka tillit til annarra eða ekki. Ljónið er merki skapandi sjálfstjáningar og stjórnunar. ^ Því fylgir þörf fyrir að ráða en jafnframt að skapa útfrá eigin hugmyndum. Ég- hyggja verður því töluverð. Ef Ljónið er á hinn bóginn vakandi fyrir öðru fólki, dregur úr þessari ég-hyggju. Jákvcett fólk { vináttu vill Ljónið hressi- leika og skemmtun og laðast því að jákvæðu og lifandi fólki sem er til í að gera ýmislegt. Lognmolla á illa við Ljónið, þó það sé reyndar reiðubúið að slappa vel af á .milli þess sem það tekur risp- ur. Vill stjórna Ljónið hefur tilhneigingu til að gera fólk (tilfinningalega) háð sér, því það vill gjaman stjóma eða vera í miðju. Trygglynt Almennt má segja um hið dæmigerða Ljón að það sé trygglynt og heiðarlegt í vin- áttu. Það er stöðugt merki sem táknar að tilfinningar þess eru fastar. Ef Ljóninu þykir á annað borð vænt um þig, þá breytast þær tilfinn- ingar ekki svo glatt. Mikil'hlýja Þar sem Ljónið er merki Sól- arinnar má að lokum geta þess að þegar ástarbálið brennur, þá brennur það glatt. Ljónið er því kraftmik- ill og hlýr elskhugi. r;ADD| |D GRETTIR HÉENA F/tRÐO PÁLITlÐ ÖPRU- VÍ'SI EN V'ANIALE'GA í /HATlNW^ 3F2£TTIR ÉG SET t»G ’A TCEFJA - ) —y RÍWAM MATA R KÖf?y —^ © . i ÍESSú^FTTIK X, ' (o~(d TOMMI OG JENNI rÖ5 VtLDt /tB> \/?EVHL>Al\ WÐ GtETClM \k£UKKUJ- (SEZTEITTHUflÐ ' 1//& þESSUM \ /iHOTOM/. \ ^ 1 IÁOI/A úCk fciAPrAP FAfZA^ 'A ill ctm b/'i ui<rr/10otn uiac-a UUbKA FERDINAND SMAFOLK SIR.HERE'STHE TRlANGLE THAT I BORROWEP.. Herra, hér er þríhyrning- urinn sem ég fékk lánað- an. Herra? Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sveit Islands sem nú keppir á Evrópumóti yngri spilara í Búlg- aríu hefur átt fremur erfitt upp- dráttar, legið í 16.-18. sæti af 21 þátttökuþjóð. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart, ungl- ingastarf er öflugt víða í Evrópu og margar þjóðir eiga á að skipa fjölmennum hópi ungra úrvals- spilara. A því sviði eigum við enn nokkuð langt í land. Hér er spil úr leik Islands og Þjóðverja, sem lyktaði með naumu tapi, 14-16: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ A86 VKD2 ♦ A6 ♦ D9732 Vestur ♦ 975 VG73 ♦ KDG872 ♦ 4 Suður Austur ♦ KD102 V10965 ♦ 10954 ♦ 5 ♦ G43 ¥A84 ♦ 3 ♦ AKG1086 Oli Týr Guðjónsson og Eiríkur Hjaltason voru með spi! NS í opna salnum. Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður 1 lauf 2 tíglar Dobl 4 tíglar 5 lauf Pass 6 lauf Pass Pass Pass Slemman er vond þegar spilin koma upp, en erfítt að komast hjá því að fara í hana eftir þess- ar öflugu hindranir. Eiríkur fékk út tígulkóng. Hann sá að eina vinningsvonin lá i innkasti í spaða eftir nauðsynlega hreins- un í hliðarlitunum. Hann spilaði trompi nokkrum sinnum, stakk tígul og tók þrisvar hjarta. Var þá á krossgötum. Atti hann að spila smáum spaða frá ásnum í þeirri von að austur ætti hjónin, eða taka spaðaás og spila meiri spaða, sem er nauðsynlegt ef vestur á Kx eða Dx í litnum? Eiríkur tók fyrmefnda kost- inn og vann sitt spil. Sagnir bentu til að tígullinn væri 6-4 og Eiríki fannst líklegra að vest- ur ætti 3-3 í hálitunum en 2-4. Góð afgreiðsla, en ekkert vannst á spilinu, þvi Þjóðveijinn á hinu borðinu lék sama leikinn, einnig í slemmu. Umsjón Margeir Pétursson Á hinu árlega alþjóðamóti í Biel í Sviss í júlímánuði kom þessi staða upp hjá stórmeisturunum Lubomir Ftacnik, Tékkóslóv- akíu, og Boris Guljko, Banda- ríkjunum, sem hafði svart og átti leik. Ftacnik var að enda við að leika ótrúlega lélegum leik, 12. e4-e5?? 12. — Rxe5! (Auðvitað, þvi 13. dxe5? er svarað með 13. — Dc6 og hvftur vinnur manninn til baka. Úrslitin eru þvf ráðin, hvftur hefur tapað mikilvægu miðborðspeði fyrir ekki neitt.) 13. Bb3 Rd7 og svartur vann auðveldlega. Guljko varð efstur á mótinu ásamt tvftug- um Júgóslava, Ivan -Sokolov, sem er geysilega vaxandi skákmaður. Ftacnik varð hins vegar neðstur ásamt Zuger og Campora og það má því segja að þessi ótrúlegi afleikur hans f annari umferð hafí skipt sköpum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.