Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
Stiörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Konunglegt kaffiboÖ
„Það er best að ég haldi kon-
unglegt kaffiboð í næstu viku
fyrir konumar í kvenfélag-
inu,“ sagði Ljónynjan. Hún
brosti og rétti úr sér og reigði
höfuðið. Við litum á hvort
annað og fórum að hlæja, því
báðum þótti okkur tilkynn-
ingin sláandi. Ljónið var ekki
að bjóða í venjulegt og hvers-
dagslegt kaffiboð. Það var
nú af og frá.
Ljón i vináttu
Ástæða þessarar tilvitnunar
er sú að ég ætla í dag að
fjalla um Ljónið (23. júlí-23.
ágúst) í ást og vináttu.
Engin lágkura
Eins og kemur fram hér að
framan er hið dæmigerða
Ljón stórtækt merki. Þörf
þess fyrir glæsileika og stíl
birtist ekki síður í félagslífi
þess og viðhorfum til vina
og kunningja. Það er gjaf-
milt og vill gera það sem það
á annað borð gerir svo um
munar.
Gjafmildi
í sambandi við gjafmildi má
segja að Ljónið eigi til að
ganga of langt, bæði hvað
varðar það að gefa dýrar
gjafír, en einnig á þann veg
að gera of mikið fyrir vini
sína án þess að þiggja neitt
á móti. Það síðastnefnda á
þó fyrst og fremst við um
hið þroskaða Ljón.
Yfirþyrmandi
Hvað varðar veikleika þess í
vináttu, er annars vegar til-
hneiging til að vera of ráðríkt
og tala of mikið um sjálft sig
og sýnar áætlanir, og hins
vegar að vera það lifandi og
kraftmikið að aðrir eiga er-
fítt með að fylgja því eftir.
Það er einnig oft hávaði í
kringum Ijónið. Það getur því
verið yfírþyrmandi og þreyt-
andi.
Aó taka tillit
Það sem skiptir máli í sam-
bandi við framangreint er
hvort það hefur lært að taka
tillit til annarra eða ekki.
Ljónið er merki skapandi
sjálfstjáningar og stjórnunar.
^ Því fylgir þörf fyrir að ráða
en jafnframt að skapa útfrá
eigin hugmyndum. Ég-
hyggja verður því töluverð.
Ef Ljónið er á hinn bóginn
vakandi fyrir öðru fólki,
dregur úr þessari ég-hyggju.
Jákvcett fólk
{ vináttu vill Ljónið hressi-
leika og skemmtun og laðast
því að jákvæðu og lifandi
fólki sem er til í að gera
ýmislegt. Lognmolla á illa við
Ljónið, þó það sé reyndar
reiðubúið að slappa vel af á
.milli þess sem það tekur risp-
ur.
Vill stjórna
Ljónið hefur tilhneigingu til
að gera fólk (tilfinningalega)
háð sér, því það vill gjaman
stjóma eða vera í miðju.
Trygglynt
Almennt má segja um hið
dæmigerða Ljón að það sé
trygglynt og heiðarlegt í vin-
áttu. Það er stöðugt merki
sem táknar að tilfinningar
þess eru fastar. Ef Ljóninu
þykir á annað borð vænt um
þig, þá breytast þær tilfinn-
ingar ekki svo glatt.
Mikil'hlýja
Þar sem Ljónið er merki Sól-
arinnar má að lokum geta
þess að þegar ástarbálið
brennur, þá brennur það
glatt. Ljónið er því kraftmik-
ill og hlýr elskhugi.
r;ADD| |D
GRETTIR
HÉENA F/tRÐO PÁLITlÐ ÖPRU-
VÍ'SI EN V'ANIALE'GA í /HATlNW^
3F2£TTIR
ÉG SET t»G ’A TCEFJA - ) —y RÍWAM MATA R KÖf?y —^
© . i ÍESSú^FTTIK X, ' (o~(d
TOMMI OG JENNI
rÖ5 VtLDt /tB> \/?EVHL>Al\
WÐ GtETClM \k£UKKUJ-
(SEZTEITTHUflÐ '
1//& þESSUM
\ /iHOTOM/.
\ ^ 1 IÁOI/A
úCk fciAPrAP FAfZA^ 'A ill ctm b/'i ui<rr/10otn uiac-a UUbKA
FERDINAND
SMAFOLK
SIR.HERE'STHE TRlANGLE
THAT I BORROWEP..
Herra, hér er þríhyrning-
urinn sem ég fékk lánað-
an.
Herra?
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Sveit Islands sem nú keppir á
Evrópumóti yngri spilara í Búlg-
aríu hefur átt fremur erfitt upp-
dráttar, legið í 16.-18. sæti af
21 þátttökuþjóð. Það þarf svo
sem ekki að koma á óvart, ungl-
ingastarf er öflugt víða í Evrópu
og margar þjóðir eiga á að skipa
fjölmennum hópi ungra úrvals-
spilara. A því sviði eigum við
enn nokkuð langt í land.
Hér er spil úr leik Islands og
Þjóðverja, sem lyktaði með
naumu tapi, 14-16:
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ A86
VKD2
♦ A6
♦ D9732
Vestur
♦ 975
VG73
♦ KDG872
♦ 4
Suður
Austur
♦ KD102
V10965
♦ 10954
♦ 5
♦ G43
¥A84
♦ 3
♦ AKG1086
Oli Týr Guðjónsson og Eiríkur
Hjaltason voru með spi! NS í
opna salnum.
Vestur Norður Austur Suður
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf
2 tíglar Dobl 4 tíglar 5 lauf
Pass 6 lauf Pass Pass
Pass
Slemman er vond þegar spilin
koma upp, en erfítt að komast
hjá því að fara í hana eftir þess-
ar öflugu hindranir. Eiríkur fékk
út tígulkóng. Hann sá að eina
vinningsvonin lá i innkasti í
spaða eftir nauðsynlega hreins-
un í hliðarlitunum. Hann spilaði
trompi nokkrum sinnum, stakk
tígul og tók þrisvar hjarta. Var
þá á krossgötum.
Atti hann að spila smáum
spaða frá ásnum í þeirri von að
austur ætti hjónin, eða taka
spaðaás og spila meiri spaða,
sem er nauðsynlegt ef vestur á
Kx eða Dx í litnum?
Eiríkur tók fyrmefnda kost-
inn og vann sitt spil. Sagnir
bentu til að tígullinn væri 6-4
og Eiríki fannst líklegra að vest-
ur ætti 3-3 í hálitunum en 2-4.
Góð afgreiðsla, en ekkert
vannst á spilinu, þvi Þjóðveijinn
á hinu borðinu lék sama leikinn,
einnig í slemmu.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á hinu árlega alþjóðamóti í
Biel í Sviss í júlímánuði kom þessi
staða upp hjá stórmeisturunum
Lubomir Ftacnik, Tékkóslóv-
akíu, og Boris Guljko, Banda-
ríkjunum, sem hafði svart og átti
leik. Ftacnik var að enda við að
leika ótrúlega lélegum leik, 12.
e4-e5??
12. — Rxe5! (Auðvitað, þvi 13.
dxe5? er svarað með 13. — Dc6
og hvftur vinnur manninn til baka.
Úrslitin eru þvf ráðin, hvftur hefur
tapað mikilvægu miðborðspeði
fyrir ekki neitt.) 13. Bb3 Rd7 og
svartur vann auðveldlega. Guljko
varð efstur á mótinu ásamt tvftug-
um Júgóslava, Ivan -Sokolov, sem
er geysilega vaxandi skákmaður.
Ftacnik varð hins vegar neðstur
ásamt Zuger og Campora og það
má því segja að þessi ótrúlegi
afleikur hans f annari umferð hafí
skipt sköpum.