Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 Eyðimerkurstríðið í Vestur-Sahara: Hassan fylgjandi þjóðaratkvæði Rabat. Reuter. HASSAN Marokkókonúngur sagði í viðtali á sunnudag að einung- is væri unnt að koma á friði í Vestur-Sahara með því að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla fyrir milligöngu Sameinuðu þjóð- anna um framtíð þessa landsvæðis. Skæruliðar Polisario-hreyf- ingarinnar hafa undanfarin 12 ár barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Vestur-Sahara en þetta landsvæði tilheyrði áður Spán- veijum. í síðustu viku lagði Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fram áætlun um leiðir til að koma á friði í eyði- merkurstríðinu. Ráðamenn í Ma- rokkó hafa enn ekki tjáð sig um hugmyndir framkvæmdastjórans en í viðtali við sjónvarpsmann frá Alsír tók Hassan undir afskipti Sameinuðu þjóðanna af deilunni. „Aðeins með þjóðaratkvæða- greiðslu, sem virt er af ríkjum Sameinuðu þjóðanna og fyrir til- stuðlan samtakanna er unnt að fá botn í þetta mál,“ sagði hann. Athygli vakti að viðtalið var sýnt bæði í Alsír og Marokkó en Alsír hefur stutt skæruliða Polisario í eyðimerkurstríðinu sem oft er nefnt „stríðið gleymda“ vegna þess hve fjölmiðlar sýna því lítinn áhuga. Að undanfomu hafa kunn- ugir talið sig sjá ýmis merki um að samband Alsír og Marokkó hafí farið batnandi og hefur það orðið til að vekja vonir um að unnt reynist að binda enda á átök- in. Stjómvöld í Marokkó kveðast hlynnt því að íbúar Vestur Sahara greiði um það atkvæði hvort þeir vilja tilheyra Marokkó eða stofna sjálfstætt ríki. Yfírvöld í Alsír og skæruliðar Polisario telja hins veg- ar að fram þurfí að fara samninga- viðræður áður en slík atkvæða- greiðsla fari fram en herafli Mar- okkó hefur mikinn meirihluta landsvæðisins umdeilda á sínu valdi. Þá hafa fjölmargir Marok- kóbúar sest að á þessu landsvæði í samræmi við áform stjórnvalda um innlimun þess. Bachir Mustafa Sayed, fulltrúi Polisario-hreyfíng- arinnar, sagði í New York í síðustu viku að friðarætlun Perez de Cuell- ars væri í samræmi við kröfur Marokkóstjómar en tæki á hinn bóginn ekki tillit til sjónarmiða skæruliða. Kvað hann hreyfínguna krefjast þess að stjómvöld í Ma- rokkó settust að samningaborðinu um framtíð þessa landsvæðis en til þess þyrfti að kalla hersveitir stjómarhersins til baka sem og aðflutta embættismenn og land- nema. tw Gegn múrum Reuter Andstæðingar Berlínarmúrsins minntust þess á laugardag að þá voru 27 ár liðin frá þvi hann var reistur. StiUtu þeir upp ljósmyndum af Mikhail Gorbatsjov í fullri líkamsstærð framan við Brandenburgarhliðið. Þar var einnig komið fyrir áróðursspjöldum og borðum. Gamla slag- orði friðarsinna „Heyjum ekki strið. Elskumst" höfðu andstæðingar múrsins snúið sér i hag þvi á borðanum i baksýn stendur: Byggjum ekki múra. Elskumst. Flokksþing repúblikana: Ræða Bush á fímmtudag talin geta ráðið úrslitum Skortur á sjálfstæðri ímynd háir varaforsetanum í kosningabaráttunni Washington, New Orleans. Reuter. GEORGE Bush, sem hóf baráttu sina fyrir því að verða útnefndur forsetaefni repúblikana fyrir nær tiu árum, nær því takmarki sínu á flokksþingi repúblikana sem nú er hafið í New Orleans. Vandi Bush er sá að einn at- kvæðamesti forseti Banda- rikjanna á þessari öld, Ronald Reagan, skyggir á Bush sem ver- Bretland: Hunda symfón- ía Beethovens Saint Andrews, frá Guðmundi Heiðari ÁTJANDA október næstkom- andi mun konunglega sym- fóniuhljómsveitin i Liverpool leika fyrsta hluta af Tíundu symfóníu Beethovens, af þvi er segir í The Sunday TYmessi- ðastliðinn sunnudag. Barry Cooper, lektor i tónlist við há- skólann í Aberdeen, fann fyrir nokkrum árum siðan drög Be- ethovens af fyrsta hluta Tíundu symfóniunnar. Þegar Beethoven lést árið 1827 vann hann að Tíundu symfóní- unni. Átta dögum fyrir andlátið hafði hann heitið því að hljóm- leikagestir í Lundúnum fengu fyrstir að njóta hennar, þegar fílharmóníufélagið í Lundúnum hafði sent honum að gjöf hundrað pund. Hann sagði einum vina sinna í Lundúnum að drög af verkinu væru á vinnuborði sínu. En við athugun á eigum hans eftir andlá- tið fundust engin handrit af nýju verki. Talið hefur verið að verkið hafi verið ímyndun ein. Karl Holz , einkaritari Beetho- vens, sagði frá því að meistarinn hefði leikið fyrir sig upphafið af Tíundu symfóníunni. Inngangur- inn hefði verið hægur í e-dúr en síðan hefði komið hraður kafli í c-moll. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Fýrir fímm árum síðan var doktor Barry Cooper að rannsaka handrit Beethovens á safni í Vest- ur-Berlín. Þar fann hann uppkast, sem kom nákvæmlega heim og saman við lýsingu Holz. Fram að þeim tíma hafði þetta verið talin forleikur, en á einni vinnubókinni stóð „lok fyrsta hluta" og á þeirri næstu „nýja symfónían". Cooper ritaði grein í tónlist- artímarit og gat sér þess til að hér væri komið handrit af tíundu symfóníunni. í sömu viku og grein Coopers var prentuð sagði for- stöðumaður Beethovenssafnsins í Bonn að fundist hefðu handrit sem líktust mjög þeim sem fund- ist hefðu í Berlín. Cooper segist hafa unnið útfrá þessum tveimur handritum til að átta sig á hvað Beethoven var að gera. Hann segist hafa raðað saman handritshlutunum og gert úr þessu fjórtánmínútna tónverk, haldið sig við verk Beethovens sem þurfti að tengja saman á stöku stað. Hanr. segist þó engu hafa bætt við frá eigin brjósti. Hann segist eiga von á andstöðu frá tónlistarmönnum en vonast til að verkið sýni hvert tónlist Beet- hovens hafí verið að þróast, rétt áður enn hann lést. ið hefur fullkomlega trúr forset- anum þau átta ár sem hann hefur verið varaforseti hans. Bush hef- ur vísað því á bug að hann beri nokkra sök á ýmsum hneykslis- málum, m.a. vopnasölumálinu, sem upp hafa komið í seinni tíð en þar með hefur hann einnig átt erfitt með að eigna sér ein- hvern heiður af því sem stjórn Reagans hefur vel gert. Skipulag flokksþingsins ber það með sér að reynt er að vinna bug á þessum veikleika Bush, m.a. verða Reag- an og Bush ekki samtímis á flokksþinginu. Stjómmálaskýrendur úr báðum flokkum, þ.á m. aðstoðarmenn Bush, segja að ræðan sem frambjóð- andinn flytur á fímmtudag er hann tekur formlega við útnefningu sem forsetaefni flokksins, geti ráðið úr- slitum í tilraunum hans til að sann- færa kjósendur um að hann sé ekki bara skutilsveinn Reagans heldur hafí sjálfstæðar skoðanir og nægi- lega einurð til að geta gegnt forseta- embættinu með reisn. „Ræða hans gefur bandarísku þjóðinni fyrsta tækifærið sem hún hefur fengið til að meta milliliða- laust framkomu Bush, skoðanir hans og gagnrýni á Dukakis, fram- bjóðanda repúblikana," sagði Pat Teeley, einn af nánustu ráðgjöfum Bush. „í fyrsta sinn getur þjóðin virt Bush fyrir sér þar sem hann er ekki í skugga Reagans forseta." Talið er að tugmilljónir manna muni fylgjast með ræðu Bush í sjón- varpi. Osannfærandi framkoma hans í sjónvarpi hefur, ásamt fljót- fæmi og klaufalegu orðavali, verið álitin dragbítur á baráttu hans. Val varaforsetaefnis Annað mikilvægasta atriði flokksþingsins er val Bush á vara- forsetaefni sem Bush hyggst ekki kunngera fyrr en á fimmtudag. Stórblaðið The New York Times segir að sex menn komi til greina: Robert Dole, öldungadeildarþing- maður frá Kansas og fyrrum keppi- nautur Bush í prófkjörslagnum um útnefningu flokksins, eiginkona Doles, Elizabeth, sem um hríð var samgöngumálaráðherra í stjóm Re- agans, Dan Quayle, öldungadeildar- þingmaður frá Indíana, Pete Dom- Reuter Maureen Reagan, dóttir forset- ans, heilsar föður sínum með kossi er hann kemur til New Oríeans á sunnudag til að sækja flokksþing Repúblikanaflokksins sem hófst þar í borg í gær. enici, ölaungadeildarþingmaður frá Nýju-Mexíkó, Jack Kemp, fulltrúa- deildarþingmaður frá New York og Alan Simpson, öldungadeildarþing- maður frá Wyoming. Hægrimenn í Repúblikanaflokknum, sem lengi hafa grunað Bush um að hneigjast nær miðjustefnu en hann hefur lát- ið í veðri vaka, krefjast þess að varaforsetaefnið verði þeim þóknan- legt og telja allt annað svik við „Reagan-byltinguna," sem reist hafí flokkinn við úr rústunum eftir Wat- ergate-hneykslið. Er Kemp þeim helst að skapi en við val varaforseta- efnis mun Bush vafalaust taka mið af mörgum sjónarmiðum. Vegur þar að líkindum þungt frá hvaða ríki viðkomandi er. Kjósendur í hveiju ríki kjósa kjörmenn og er fjöldi þeirra í samræmi við íbúafjölda en kjörmennimir kjósa síðan forseta. Urslitin í fjölmennu ríkjunum ásamt þeim ríkjum þar sem mjótt er á mununum verða því mikilvægust. Bush sækir í sig veðrið Skoðanakannanir að undanfömu Á myndinnl sést George Bush sem nú vinnur að samningu ræðu þeirrar er hann heldur á fimmtu- dag þegar flokksþing repúblik- ana útnefnir hann sem forseta- efni sitt i kosningunum í nóvem- ber. hafa yfírleitt gefíð til kynna meira fylgi við Dukakis en Bush en könn- un ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem birt var á föstudag, gaf þó Bush 49% fylgi en Dukakis 46%. Richard Nixon, fyrrum forseti, segist sann- færður um að fylgismunur á fram- bjóðendunum verði afar lítill í kosn- ingunum í nóvember. Hann telur Bush hafa sigurmöguleika takist honum að gera meinta „vinstri- stefnu" Dukakis augljósa fyrir kjós- endum. Einnig ráðleggur hann Bush að reita Dukakis til reiði þar sem þá muni tilhneiging til „fantaskap- ar,“ sem Dukakis hafi tekist að fela, koma í ljós. Reagan forseti var tekið með kostum og kynjum er hann ávarp- aði tíu þúsund ákafa repúblikana við komu sína til New Orleans á sunnudag. Hann sagði Bandaríkja- menn þarfnast „styrkleika, fram- sýni og hugrekkis George Bush.“ Forsetinn sakaði Dukakis og demó- krata um bruðl og sagði þá stefna að skattahækkunum. Einnig sagði forsetinn þá lina í varnarmálunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.