Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
Eyðimerkurstríðið í Vestur-Sahara:
Hassan fylgjandi
þjóðaratkvæði
Rabat. Reuter.
HASSAN Marokkókonúngur sagði í viðtali á sunnudag að einung-
is væri unnt að koma á friði í Vestur-Sahara með því að fram
færi þjóðaratkvæðagreiðsla fyrir milligöngu Sameinuðu þjóð-
anna um framtíð þessa landsvæðis. Skæruliðar Polisario-hreyf-
ingarinnar hafa undanfarin 12 ár barist fyrir stofnun sjálfstæðs
ríkis í Vestur-Sahara en þetta landsvæði tilheyrði áður Spán-
veijum.
í síðustu viku lagði Javier Perez
de Cuellar, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, fram áætlun
um leiðir til að koma á friði í eyði-
merkurstríðinu. Ráðamenn í Ma-
rokkó hafa enn ekki tjáð sig um
hugmyndir framkvæmdastjórans
en í viðtali við sjónvarpsmann frá
Alsír tók Hassan undir afskipti
Sameinuðu þjóðanna af deilunni.
„Aðeins með þjóðaratkvæða-
greiðslu, sem virt er af ríkjum
Sameinuðu þjóðanna og fyrir til-
stuðlan samtakanna er unnt að fá
botn í þetta mál,“ sagði hann.
Athygli vakti að viðtalið var sýnt
bæði í Alsír og Marokkó en Alsír
hefur stutt skæruliða Polisario í
eyðimerkurstríðinu sem oft er
nefnt „stríðið gleymda“ vegna
þess hve fjölmiðlar sýna því lítinn
áhuga. Að undanfomu hafa kunn-
ugir talið sig sjá ýmis merki um
að samband Alsír og Marokkó
hafí farið batnandi og hefur það
orðið til að vekja vonir um að
unnt reynist að binda enda á átök-
in.
Stjómvöld í Marokkó kveðast
hlynnt því að íbúar Vestur Sahara
greiði um það atkvæði hvort þeir
vilja tilheyra Marokkó eða stofna
sjálfstætt ríki. Yfírvöld í Alsír og
skæruliðar Polisario telja hins veg-
ar að fram þurfí að fara samninga-
viðræður áður en slík atkvæða-
greiðsla fari fram en herafli Mar-
okkó hefur mikinn meirihluta
landsvæðisins umdeilda á sínu
valdi. Þá hafa fjölmargir Marok-
kóbúar sest að á þessu landsvæði
í samræmi við áform stjórnvalda
um innlimun þess. Bachir Mustafa
Sayed, fulltrúi Polisario-hreyfíng-
arinnar, sagði í New York í síðustu
viku að friðarætlun Perez de Cuell-
ars væri í samræmi við kröfur
Marokkóstjómar en tæki á hinn
bóginn ekki tillit til sjónarmiða
skæruliða. Kvað hann hreyfínguna
krefjast þess að stjómvöld í Ma-
rokkó settust að samningaborðinu
um framtíð þessa landsvæðis en
til þess þyrfti að kalla hersveitir
stjómarhersins til baka sem og
aðflutta embættismenn og land-
nema.
tw
Gegn múrum
Reuter
Andstæðingar Berlínarmúrsins minntust þess á
laugardag að þá voru 27 ár liðin frá þvi hann
var reistur. StiUtu þeir upp ljósmyndum af
Mikhail Gorbatsjov í fullri líkamsstærð framan
við Brandenburgarhliðið. Þar var einnig komið
fyrir áróðursspjöldum og borðum. Gamla slag-
orði friðarsinna „Heyjum ekki strið. Elskumst"
höfðu andstæðingar múrsins snúið sér i hag þvi
á borðanum i baksýn stendur: Byggjum ekki
múra. Elskumst.
Flokksþing repúblikana:
Ræða Bush á fímmtudag
talin geta ráðið úrslitum
Skortur á sjálfstæðri ímynd háir varaforsetanum í kosningabaráttunni
Washington, New Orleans. Reuter.
GEORGE Bush, sem hóf baráttu
sina fyrir því að verða útnefndur
forsetaefni repúblikana fyrir
nær tiu árum, nær því takmarki
sínu á flokksþingi repúblikana
sem nú er hafið í New Orleans.
Vandi Bush er sá að einn at-
kvæðamesti forseti Banda-
rikjanna á þessari öld, Ronald
Reagan, skyggir á Bush sem ver-
Bretland:
Hunda symfón-
ía Beethovens
Saint Andrews, frá Guðmundi Heiðari
ÁTJANDA október næstkom-
andi mun konunglega sym-
fóniuhljómsveitin i Liverpool
leika fyrsta hluta af Tíundu
symfóníu Beethovens, af þvi er
segir í The Sunday TYmessi-
ðastliðinn sunnudag. Barry
Cooper, lektor i tónlist við há-
skólann í Aberdeen, fann fyrir
nokkrum árum siðan drög Be-
ethovens af fyrsta hluta Tíundu
symfóniunnar.
Þegar Beethoven lést árið 1827
vann hann að Tíundu symfóní-
unni. Átta dögum fyrir andlátið
hafði hann heitið því að hljóm-
leikagestir í Lundúnum fengu
fyrstir að njóta hennar, þegar
fílharmóníufélagið í Lundúnum
hafði sent honum að gjöf hundrað
pund.
Hann sagði einum vina sinna í
Lundúnum að drög af verkinu
væru á vinnuborði sínu. En við
athugun á eigum hans eftir andlá-
tið fundust engin handrit af nýju
verki. Talið hefur verið að verkið
hafi verið ímyndun ein.
Karl Holz , einkaritari Beetho-
vens, sagði frá því að meistarinn
hefði leikið fyrir sig upphafið af
Tíundu symfóníunni. Inngangur-
inn hefði verið hægur í e-dúr en
síðan hefði komið hraður kafli í
c-moll.
Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Fýrir fímm árum síðan var
doktor Barry Cooper að rannsaka
handrit Beethovens á safni í Vest-
ur-Berlín. Þar fann hann uppkast,
sem kom nákvæmlega heim og
saman við lýsingu Holz. Fram að
þeim tíma hafði þetta verið talin
forleikur, en á einni vinnubókinni
stóð „lok fyrsta hluta" og á þeirri
næstu „nýja symfónían".
Cooper ritaði grein í tónlist-
artímarit og gat sér þess til að
hér væri komið handrit af tíundu
symfóníunni. í sömu viku og grein
Coopers var prentuð sagði for-
stöðumaður Beethovenssafnsins í
Bonn að fundist hefðu handrit
sem líktust mjög þeim sem fund-
ist hefðu í Berlín. Cooper segist
hafa unnið útfrá þessum tveimur
handritum til að átta sig á hvað
Beethoven var að gera.
Hann segist hafa raðað saman
handritshlutunum og gert úr
þessu fjórtánmínútna tónverk,
haldið sig við verk Beethovens
sem þurfti að tengja saman á
stöku stað. Hanr. segist þó engu
hafa bætt við frá eigin brjósti.
Hann segist eiga von á andstöðu
frá tónlistarmönnum en vonast til
að verkið sýni hvert tónlist Beet-
hovens hafí verið að þróast, rétt
áður enn hann lést.
ið hefur fullkomlega trúr forset-
anum þau átta ár sem hann hefur
verið varaforseti hans. Bush hef-
ur vísað því á bug að hann beri
nokkra sök á ýmsum hneykslis-
málum, m.a. vopnasölumálinu,
sem upp hafa komið í seinni tíð
en þar með hefur hann einnig
átt erfitt með að eigna sér ein-
hvern heiður af því sem stjórn
Reagans hefur vel gert. Skipulag
flokksþingsins ber það með sér
að reynt er að vinna bug á þessum
veikleika Bush, m.a. verða Reag-
an og Bush ekki samtímis á
flokksþinginu.
Stjómmálaskýrendur úr báðum
flokkum, þ.á m. aðstoðarmenn
Bush, segja að ræðan sem frambjóð-
andinn flytur á fímmtudag er hann
tekur formlega við útnefningu sem
forsetaefni flokksins, geti ráðið úr-
slitum í tilraunum hans til að sann-
færa kjósendur um að hann sé ekki
bara skutilsveinn Reagans heldur
hafí sjálfstæðar skoðanir og nægi-
lega einurð til að geta gegnt forseta-
embættinu með reisn.
„Ræða hans gefur bandarísku
þjóðinni fyrsta tækifærið sem hún
hefur fengið til að meta milliliða-
laust framkomu Bush, skoðanir
hans og gagnrýni á Dukakis, fram-
bjóðanda repúblikana," sagði Pat
Teeley, einn af nánustu ráðgjöfum
Bush. „í fyrsta sinn getur þjóðin
virt Bush fyrir sér þar sem hann
er ekki í skugga Reagans forseta."
Talið er að tugmilljónir manna
muni fylgjast með ræðu Bush í sjón-
varpi. Osannfærandi framkoma
hans í sjónvarpi hefur, ásamt fljót-
fæmi og klaufalegu orðavali, verið
álitin dragbítur á baráttu hans.
Val varaforsetaefnis
Annað mikilvægasta atriði
flokksþingsins er val Bush á vara-
forsetaefni sem Bush hyggst ekki
kunngera fyrr en á fimmtudag.
Stórblaðið The New York Times
segir að sex menn komi til greina:
Robert Dole, öldungadeildarþing-
maður frá Kansas og fyrrum keppi-
nautur Bush í prófkjörslagnum um
útnefningu flokksins, eiginkona
Doles, Elizabeth, sem um hríð var
samgöngumálaráðherra í stjóm Re-
agans, Dan Quayle, öldungadeildar-
þingmaður frá Indíana, Pete Dom-
Reuter
Maureen Reagan, dóttir forset-
ans, heilsar föður sínum með
kossi er hann kemur til New
Oríeans á sunnudag til að sækja
flokksþing Repúblikanaflokksins
sem hófst þar í borg í gær.
enici, ölaungadeildarþingmaður frá
Nýju-Mexíkó, Jack Kemp, fulltrúa-
deildarþingmaður frá New York og
Alan Simpson, öldungadeildarþing-
maður frá Wyoming. Hægrimenn í
Repúblikanaflokknum, sem lengi
hafa grunað Bush um að hneigjast
nær miðjustefnu en hann hefur lát-
ið í veðri vaka, krefjast þess að
varaforsetaefnið verði þeim þóknan-
legt og telja allt annað svik við
„Reagan-byltinguna," sem reist hafí
flokkinn við úr rústunum eftir Wat-
ergate-hneykslið. Er Kemp þeim
helst að skapi en við val varaforseta-
efnis mun Bush vafalaust taka mið
af mörgum sjónarmiðum. Vegur þar
að líkindum þungt frá hvaða ríki
viðkomandi er. Kjósendur í hveiju
ríki kjósa kjörmenn og er fjöldi
þeirra í samræmi við íbúafjölda en
kjörmennimir kjósa síðan forseta.
Urslitin í fjölmennu ríkjunum ásamt
þeim ríkjum þar sem mjótt er á
mununum verða því mikilvægust.
Bush sækir í sig veðrið
Skoðanakannanir að undanfömu
Á myndinnl sést George Bush
sem nú vinnur að samningu ræðu
þeirrar er hann heldur á fimmtu-
dag þegar flokksþing repúblik-
ana útnefnir hann sem forseta-
efni sitt i kosningunum í nóvem-
ber.
hafa yfírleitt gefíð til kynna meira
fylgi við Dukakis en Bush en könn-
un ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem
birt var á föstudag, gaf þó Bush
49% fylgi en Dukakis 46%. Richard
Nixon, fyrrum forseti, segist sann-
færður um að fylgismunur á fram-
bjóðendunum verði afar lítill í kosn-
ingunum í nóvember. Hann telur
Bush hafa sigurmöguleika takist
honum að gera meinta „vinstri-
stefnu" Dukakis augljósa fyrir kjós-
endum. Einnig ráðleggur hann Bush
að reita Dukakis til reiði þar sem
þá muni tilhneiging til „fantaskap-
ar,“ sem Dukakis hafi tekist að fela,
koma í ljós.
Reagan forseti var tekið með
kostum og kynjum er hann ávarp-
aði tíu þúsund ákafa repúblikana
við komu sína til New Orleans á
sunnudag. Hann sagði Bandaríkja-
menn þarfnast „styrkleika, fram-
sýni og hugrekkis George Bush.“
Forsetinn sakaði Dukakis og demó-
krata um bruðl og sagði þá stefna
að skattahækkunum. Einnig sagði
forsetinn þá lina í varnarmálunum.