Morgunblaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
/ f
Lögreglan plötuð
á Oxnadalsheiði
Lögreglan á Akureyri var plöt-
uð upp á Oxnadalsheiði i fyrri-
nótt eftir að karlmaður hafði
hringt á stöðina og tilkynnt um
útafakstur um kl. 3.30.
„Hann sagðist sjálfur hafa ekið
út af veginum og væri hjálpar
þurfi. Þegar hann var hinsvegar
spurður um meiðsl, lagði hann á.
Lögreglubíll og sjúkrabíll voru um-
svifalaust sendir af stað frá Akur-
eyri alla leið vestur að bænum Kot-
um þar sem komið er niður í Norð-
urárdalinn án þess að fínna nokk-
uð. Sem betur fer eru svona uppá-
komur sjaldgæfar enda varla hægt
að skilja hver getur haft gaman af
slíku uppátæki. Túrinn tók okkur
um þijár klukkustundir."
Fremur rólegt var hjá vörðum
laganna á Akureyri að öðru leyti
um helgina. Tveir ökumenn voru
teknir fyrir ölvun við akstur, þrír
voru teknir fyrir of hraðan akstur
og fjórir minniháttar árekstrar urðu
á Akureyri um helgina án þess þó
að slys á mönnum hafi hlotist af.
Fimm gistu fangageymslur lögregl-
unnar, sem er heldur minna en oft
áður. Bifreið af gerðinni Lada Sport
árgerð 1979 gulbrúnni að lit var
stolið við bifreiðaverkstæði að Os-
eyri 6 um helgina. Bílnum hafði
verið lagt við verkstæðið sl. föstu-
dag og þegar bifvélavirkjar ætluðu
að taka til hendinni í gærmorgun,
var bifreiðin horfin. Bíllyklar munu
hafa verið skildir eftir í bílnum, en
þeir sem einhveijar upplýsingar
geta veitt, eru beðnir um að láta
lögregluna á Akureyri vita.
Lokaátak vegna sundlaug-
^arbyggingar við Sólborg:
Ein milljón komin inn
Við getum ekki kvartað yfir viðtökunum sem við höfum fengið
yfir helgina. Nú þegar hefur ein milljón króna safnast siðan á
föstudag og er fé ennþá að streyma inn á póstgíróreikninginn,"
sagði Rakel Bragadóttir ritari á vistheimilinu Sólborg i samtali við
Morgunblaðið. Fimm manna hópur starfsmanna á Sólborg hefur
undanfarnar vikur undirbúið söfnun, sem þau kusu að nefna lokaá-
tak vegna sundlaugarbyggingar við Sólborg, og nutu þau aðstoðar
Rásar 2 við verkið.
Rákel sagði að fé hefði nánast
streymt inn alls staðar af landinu
og hefðu upphæðimar verið allt frá
500 krónum og upp í 25.000’krón-
ur frá einstaklingum. Skipveijar á
Akureyrinni EA áttu hinsvegar
krónumetið, en þeir slógu saman
oggáfu alls 75.000 krónur til sund-
laugarbyggingarinnar. Á blaða-
mannafundi er haldinn var fyrir
skömmu kom fram að tvær milljón-
ir vantaði til að endar næðu saman
svo hægt yrði að ljúka bygging-
unni, sem staðið hefur síðan sum-
arið 1983. Söfnunin hófst í svæðis-
útvarpinu á Akureyri á fimmtu-
dagskvöld og var henni síðan hald-
ið áfram allan föstudaginn á Rás
2. „Fólk hringdi inn alla helgina
með framlög og getum við ekki
annað en verið ánægð með árang-
urinn. Að minnsta kosti sjáum við
fram á að hægt verður að halda
framkvæmdunum áfram enda er
mjög brýnt að vistmennimir fái
þá aðstöðu sem sundlaug býður
upp á.“
Rakel sagði að póstgíróreikning-
urinn væri ennþá opinn fyrir þá
sem hafa áhuga á að leggja til
framlög og væri númerið á honum
544655. Ætlunin væri að reyna
að taka sundlaugina í notkun um
áramót og ætti það að takast með
góðra manna hjálp. Aðeins vantaði
tæpa milljón svo ljúka mætti verk-
inu. Hún vildi koma á framfæri
þakklæti til allra þeirra er stutt
hefðu verkið.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Guðrún H. Þórarinsdóttir sölumaður hjá Innréttingahúsinu, Hákon
E. Farestveit sölumaður hjá Einari Farestveit og sonur hans Tryggvi
á Akureyri í gær.
Sýningarferð um landið
Innréttingahúsið hf. stendur nú fyrir sýningarferð um landið í
samvinnu við Einar Farestveit & Co. Ferðin hófst í Borgarnesi sl.
föstudag. Farið var á flutningabíl með aftanívagni, sem er með
uppsettum eldhúsinnréttingum, fataskápum og baðinnréttingum frá
HTH í Danmörku auk Blomberg-heimilistækja.
Um er að ræða nýjung hérlendis
og er framtakið hugsað sem sérstök
þjónusta við landsbyggðarfólk, sem
ekki hefur tíma eða aðstöðu til að
gera sér ferð í höfuðstaðinn, að því
er segir í fréttatilkynningu. Bíllinn
er í eigu framleiðanda innrétting-
anna, HTH í Danmörku, og var
fenginn að láni í tvær vikur. Innrétt-
ingahúsið er 10 ára um þessar
mundir og er ferðin farin meðal
annars í tilefni af afmælinu.
Akureyri er sjötti bærinn sem
heimsóttur er. í dag verður bíllinn
á Ólafsfirði fyrir hádegi og á Dalvík
eftir hádegi. Á morgun, miðviku-
dag, er ferðinni heitið til Húsavíkur.
Engin um-
sókn um
hagsýslu-
stjórann
ENGIN umsókn barst um stöðu
hagsýslustjóra hjá Akur-
eyrarbæ sem auglýst var laus
til umsóknar frá og með 1. októ-
ber nk., en þá lætur núverandi
hagsýslustjóri, Úlfar Hauksson,
af því starfi og tekur við fjár-
málastjórn hjá fóðurverksmiðj-
unni ístess hf.
Nýlega var einnig auglýst staða
forstöðumanns öldrunarþjónustu
hjá Akureyrarbæ. Cecil Haralds-
son, sem gegnt hefur því starfi
um hríð, lætur af störfum 1. októ-
ber. Að sögn Sigfúsar Jónssonar
bæjarstjóra hafa sex umsóknir
borist um þá stöðu. Ekki vildi
hann gefa upp nöfn umsækjenda,
en búast má við að íjallað verði
um umsækjendur á bæjarstjórnar-
fundi í dag.
Krossanes og þrír ein-
staklingar kaupi Súluna?
Stjórn Krossanesverksmiðjunn-
ar verður kynnt ákveðið tilboð
í dag sem þrír af starfsmönnum
Súlna hf. hafa náð við Leó Sig-
urðsson eiganda skipsins. Þre-
menningarnir, þeir Sverrir
Leósson útgerðarstjóri, Bjarni
Bjarnason skipstjóri og Finnur
Kjartansson vélstjóri hyggjast
kaupa 75% skipsins sameigin-
lega og hafa þeir farið fram á
það við Krossanesverksmiðjuna
að hún standi undir kaupum á
25% eignarhluta þess, að því er
Sigfús Jónsson bæjarstjóri og
stjórnarformaður Krossanes-
verksmiðjunnar sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær.
„Mér líst ágætlega á hugmynd-
ina. Þeir eru búnir að ná ákveðnu
samkomulagi við eiganda skipsins
og eru að biðja okkur að taka þátt
í kaupunum og finnst mér það
alls ekki fráleitt svo framarlega
sem okkur líst vel á tilboðið. Það
yrði að minnsta kosti til þess að
halda skipinu á staðnum. Við ætl-
um fyrst og fremst að kynna okk-
ur tilboðið og aðra skilmála í dag
þannig að of snemmt er að segja
til um framhald málsins," sagði
Sigfús. Hann sagði að endanlegt
kaupverð lægi ekki fyrir. Það færi
eftir því hvaða búnaður fylgdi
skipinu og hvort það færi í slipp
fyrir eða eftir sölu. Líklega yrði
kaupverð þó eitthvað lægra en
rætt var um í fyrra þegar til tals
kom að selja skipið. Þá var talað
um 180 millj. kr.
Öldungameistaramót íslands í golfi:
94 keppendur að Jaðri
Jakobína Guðlaugsdóttir og Þorbjörn Kjærbo íslandsmeistarar
Öldungameistaramót íslands
í golfi fór fram í blíðviðri á
Jaðarsvelli um helgina og tóku
94 manns þátt í mótinu. Mótið
var opið konum 50 ára og eldri
og körlum 55 ára og eldri.
•Jakobína' Guðlaugsdóttir GV
sigraði í kvennaflokki án forgjafar
á 175 höggum og hélt hún þar
með íslandsmeistaratitlinum frá
því í fyrra. Steindóra Steinsdóttir
NK lenti í öðru sæti á 187 högg-
um og Guðrún Eiríksdóttir GR á
191 höggi. í karlaflokki án for-
gjafar sigraði Þorbjörn Kjærbo
GS á 240 höggum. Knútur Bjöms-
son GK lenti í öðru sæti á 246
höggum og Alfreð Viktorsson GL
í þriðja sæti á 247 höggum.
I kvennaflokki með forgjöf
sigraði Steindóra Steinsdóttir NK
á 133 höggum. Patricia Jónsson
GA var í öðru sæti á 141 höggi
og Þóra Rósmundsdóttir GH í
þriðja sæti á 141 höggi. í karla-
Sigurvegarar í kvennaflokki án forgjafar. Frá vinstri Jakobína
Guðlaugsdóttir GV, Steindóra Steinsdóttir NK, Guðrún Eiríks-
dóttir GR.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sigurvegarar í karlaflokki án forgjafar. Frá vinstri Knútur
Björnsson GK, Þorbjörn Kjærbo GS og Alfreð Viktorsson GL.
flokki með forgjöf sigraði Gísli
Sigurðsson GK á 139 höggum.
Alfreð Viktorsson GL var í öðru
sæti á 140 höggum og Þorbjörn
Kjærbo GS í þriðja sæti á, 142
höggum.
Leiknar voru 36 holur í öllum
þessum flokkum nema í karla-
flokki án forgjafar þar sem leikn-
ar voru 54 holur. Að sögn Odds
Jónssonar formanns mótanefndar
tókst mótið með ágætum og mik-
ill keppnisandi ríkti að Jaðri um
helgina. Næsta öldungameistara-
mót fer fram að ári liðnu í Grafar-
holti, en hefðin er sú að mótið er
haldið þar sem landsmót fór fram
árinu áður.