Morgunblaðið - 10.09.1988, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988
3
LATTU EKKI ÞITT
EFTIR LIGGJA!
HREINSUNARÁTAK í REYKJAVÍK 1988-1989
í dag hefst allsherjar hreinsunarátak í Reykjavík
undir kjörorðinu: „LÁTTU EKKI ÞITT EFTIR
LIGGJA“!
Átakinu, sem stendur yfir í eitt ár, er ætlað að laða
fram nýtt hugarfar gagnvart umgengni og umhirðu
utan dyra í Reykjavík. Lokamarkmiðið er að snyrti-
mennska verði svo almenn í borginni að orð fari af.
FORDÆMI BORGARINNAR
Hreinsunarþjónusta á vegum borgarinnar verður
stóraukin. Þá er borgarfyrirtækjum ætlað að sýna
gott fordæmi með frágangi á mannvirkjum og bættri
umhirðu á lóðum. Jafnframt er skorað á einkafyrir-
tæki að gera slíkt hið sama.
FJÖLGUN RUSLAÍLÁTA
600 nýjum ruslastömpum verður komið fyrir víðs
vegar um. borgina. Auk þeirra getur fólk gengið að
ruslagámum vísum á eftirtöldum stöðum: við Meist-
aravelli, við Sigtún, við Sléttuveg, við Jaðarsel og
við Rofabæ.
FJÖLÞÆTTAR AÐGERÐIR
Meðan á hreinsunarátakinu stendur verður gripið
til margvíslegra ráða til að ná settu marki. Samhliða
beinum hreinsunaraðgerðum verður beitt öflugum
áróðri sem efla á vitund fólks um ávinning þess að
ganga hreinlega um.
ÞÁTTUR UNGA FÓLKSINS
HERFERÐIN „KRAKKAR GEGN SÓÐA-
SKAP“ miðar að því að fjarlægja tómar gosdósir
sem óprýða borgina. Reykjavíkurborg og gosdrykkja-
framleiðendurgreiða í sameiningu tvær krónur í
skilagjald fyrir hverja dós. Tekið verður við dósum
laugardagana 17. september, 24. september og 1.
október frá klukkan 14 til 17 á þessum stöðum:
FOLDASKÓLA, BREIÐHOLTSSKÓLA,
ÖLDUSELSSKÓLA, LAUGARNESSKÓLA,
FRÍKIRKJUVEGI 11 og öllum FÉLAGSMIÐ-
STÖÐVUM í Reykjavík.
HREINSUNARKEPPNI ELDRI NEMENDA í
GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR 19.-31.
október. Keppnin felst í því að hreinsa og fegra
skólalóðina ásamt næsta umhverfi skólans. Fyrir vel
gerða verkáætlun og dugnað við hreinsunina verða
nemendum veitt peningaverðlaun sem renna í
ferðasjóð þeirra.
KJÖRORÐASAMKEPPNI GRUNNSKÓLA-
NEMA. Kjörorðin eiga að hvetja til bættrar
umgengni í borginni. Þau þurfa að vera skýr og á
góðu máli. Tillögum á að skila til umsjónarkennara
fyrir 1. október 1988. Verðlaun verða veitt fyrir tíu
bestu kjörorðin.
EF ÞÚ TEKUR UPP RUSL Á VEGI ÞÍNUM
yERÐUR BORGIN ÞÍN HREIN
Öll þekkjum við þá vellíðan sem fylgir hreinu og
snyrtilegu umhverfi innan dyra. Sama lögmál ræður
líka á götum úti! Þegar þú beygir þig eftir rusli á
förnum vegi sýnir þú sjálfum þér og öðrum Reykvík-
ingum tillitssemi - og leggur þitt af mörkum til betra
mannlífs í borginni okkar!
^ j) HREIN BORG. BETRI BORG!
ARGUS/SIA