Morgunblaðið - 10.09.1988, Síða 34

Morgunblaðið - 10.09.1988, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 Þurfum að vinna bug á hrepparíg — segir Valtýr Signrbjarnarson fráfarandi formaður Fj órðungssambands Norðlendinga Fjórðungsþing Norðlendinga var haldið í Húnavallaskóla um síðustu helgi að viðstöddum 70 þingfulltrúum. Niu tillögur lágu fyrir þinginu frá fjórðimgs- stjórn. Aðalmál þingsins að þessu sinni voru lifið á landsbyggðinni og landsbyggðin í fréttum. Einn- ig flutti félagsmálaráðherra ræðu um verkefni í sveitarstjórn- armálum og ný viðhorf i félags- málaráðuneytinu. Valtýr Sigurbjamarson formaður sambandsins sagði m.a. í upphafí þings: „Þrátt fyrir að ljóst sé að víða verði samdráttur í hinum dreifðu byggðum þá þarf ekki að örvænta því annars staðar era blómlegir vaxtarbroddar. Það sem mér fínnst helst á skorta er kjarkur til að viðurkenna ákveðnar stað- reyndir í byggðamálum og þar verða sveitarstjómarmenn og þing- menn að taka á honum stóra sfnum. Menn verða að horfast í augu við það að á næstu áram fari margar jarðir í eyði rg það verður að marka ■'ákvcðnari stefíiu í því hvar skuli staðar numið, leggja fram rök- studdar tillögur um tilteknar markalinur. Innan þeirra verður að byggja upp en utan þeirra á að hjálpa mönnum til að hætta sinni starfsemi, hver sem hún er, með fullri sæmd. Huga þarf vel að fjár- festingum því víðar hefur óskyn- samlega verið farið með fé en í Reykjavík. Því megum við á, lands- byggðinni ekki gleyma. Ég get nefnt sem dæmi og látið þá skoðun mína í ljós þar eð við eram stödd nærri Blönduósi að hæpið sé að byggja þar dýra höfn. Frá náttúr- unnar hendi er miklu betri aðstaða á Skagaströnd og með góðum sam- göngum milli þessara staða og með sameiginlegan hag þeirra beggja að leiðarljósi trúi ég að aukin sam- vinna leiði til góðs. Sömu sögu er að segja í Árskógsstrandarhreppi svo annað dæmi sé tekið nær minni heimabyggð. Það getur ekki verið rétt að byggja tvær hafnir í einu og sama sveitarfélaginu enda er við núverandi aðstæður aðeins 4-5 mínútna akstur á milli þeirra og yrði enn styttra með brú yfír ós Þorvaldsdalsár. í svona tilvikum verða heimamenn að komast að sameiginlegri niðurstöðu, annars verður ekki hjá því komist að ríkis- valdið taki af skarið til þess að koma í veg fyrir óráðsíu sem of mikið er af og stundum hefur kom- ið óorði á það sem við köllum byggðastefnu." Valtýr sagði að meiri óvíssa ríkti um framtfð Fjórðungssambands Norðlendinga en lffíð á landsbyggð- inni. Siglfírðingar hafa nú þegar sagt sig úr sambandinu og telur formaðurinn þeim og öðram til hagsbóta að endurvekja samstarfíð að nýju. Töluverður hljómgrannur var fyrir því að á Norðurlandi vestra yrði stofnað sérsamband. Valtýr varaði við baktjaldamakki og órök- studdum fullyrðingum í þessu efni enda væri gott samstarf sveitar- stjóma meira virði en svo að slík vinnubrögð séu forsvaranleg. Þess vegna lagði stjómin nú fram tillögu um að núverandi fjórðungsstjóm verði falið að endurskoða lög og starfshætti Fjórðungssambands Norðlendinga í nánu samráði við sveitarstjómimar sem að því standa. Valtýr sagði að af nógu væri að taka fyrir nýkjöma fjórð- ungsstjóm því þrátt fyrir blómlega starfsemi á síðustu tólf mánuðum, hefði fjórðungsstjóm þurft að ýta frá sér verkefnum sem vissulega væri þörf á að fást við. Vinna þyrfti áfram að því að fá Norðlend- inga til að sækja þjónustu heim í hérað í stað þess að sækja hana til höfuðborgarinnar til að ýta undir ijölbreyttara atvinnulíf. Ferðamál væri annar málaflokkur, sem sveit- arstjómarmenn þyrftu að styðja betur við. Fjórðungssambandið átti stóran þátt f stofnun Ferðamála- samtaka Norðurlands, en þau sam- tök hefðu orðið fyrir miklum niður- skurði. „Þama held ég að menn hafi kippt of snemma að sér hend- inni og að lengur hefði þurft að aðstoða við uppbygginguna til að afkvæmið gæti bjargað sér sjálft og farið að skila aftur til baka kostnaði við uppeldið." Ennfremur sagði formaðurinn: „Af nógu er að taka þegar kostir landsbyggðarinn- ar era viðraðir og skoðaðir. Við þurfum bara að yfírstíga brestina í okkur sjálfum, vinna bug á lítil- sigldum hrepparíg og sameinast um stóra málin sem öragglega koma öllum til góða.“ Formaður, framkvæmdastjóri og fulltrúi Fjórðungssambandsins fóra í fundaferð í aprfl sl. og vora sveit- arstjómarmenn á Raufarhöfn, Húsavfk, Akureyri, Hvammstanga, Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Valtýr Sigurbjamarson fráfar- andi formaður Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Blönduósi og Sauðárkróki sóttir heim. Greint var m.a. frá niðurstöð- um könnunar sambandsins sem unnin var í samvinnu við Byggða- stofnun. í henni kemur fram hvaða áhrif tilfærsla verkefna hefði haft árið 1985 og er helsta niðurstaða stjómarinnar sú að fella beri niður framlög á íbúa og færa heilsugæsl- una yfír á ríkið. I máli Guðmundar Bjamasonar heilbrigðisráðherra á þingi Fjórðungssambandsins kom fram að hann var fylgjandi stefnu sambandsins að heilsugæsla og sjúkrahús ættu að vera á herðum ríkis. Lítil hreyfíng virðist f átt til sameiningar sveitarfélaga á Norð- urlandi og áhugi takmarkaður og of lítill að mati formannsins. Ekki hefur náðst samstaða um stofnun gjaldheimtu á Norðurlandi og sagði formaður að seinagangur f þvf efni hefði valdið sér vonbrigðum. Hann sagði rekstur sambandsins hafa gengið framar vonum. Gjöld ársins 1987 vora tæp 2% undir áætlun og tekjur um 3% yfír henni. Aukning tekna milli áranna 1986 og 1987 var um 35% en aukning gjalda um 21% og því ljóst að aðhalds mun hafa verið gætt, að sögn Valtýs. Húsnæðismál Eins og áður segir lágu níu tillög- ur fyrir þinginu. Fjórðungsþingið samþykkti að leggja til að fjár- magni Byggingarsjóðs ríkisins verði skipt milli landshluta eftir íbúa- Qölda í kjördæmunum þannig að bið eftir húsnæðislánum yrði styttri á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Yrði þetta gert til að örva aftur húsbyggingar einstaklinga á landsbyggðinni. Þingið leggur áherslu á að nýr valkostur, kaup- leiguíbúðir, komi til viðbótar öðram flármögnunarleiðum og skerði í engu þá möguleika sem áður hafa verið fyrir hendi. Jafnframt bendir þingið á að aukning félagslegs íbúð- arhúsnæðis, bygging verkamanna- bústaða og kaupleiguíbúða, leggur þungar fjárhagslegar byrðar á sveitarfélögin sem þau hafa ekki fengið tekjustofna til að standa undir. Þingið telur að fínna verði lausn á þeim vanda sem felst í mikl- um mismun á byggingarkostnaði og endursöluverði íbúða á lands- byggðinni, m.a. kemur til greina að hverfa frá núverandi lánskjara- vísitölu en taka upp í staðinn nýja vísitölu á lánum Byggingasjóðs ríkisins, sem miðist við söluverð fasteigna eftir svæðum. Verkaskipting Fjórðungsþing Norðlendinga ítrekar ályktun síðasta fjórðungs- þings um að ekki sé hægt að taka endanlega ákvörðun um verkefnat- ilfærslu á milli ríkis og sveitarfélaga fyrr en könnuð hafí verið áhrif hennar á fjárhag sveitarfélaga í landinu. Minnir þingið á þá ítarlegu úttekt, sem unnin hefur verið af skrifstofu sambandsins í samvinnu við Byggðastofnun fyrir árið 1985 að því er varðar norðlensk sveitarfé- lög, og leggur á það áherslu að slík úttekt verði unnin fyrir öll sveitarfé- lög í landinu áður en tillögur til verkefnatilfærslu koma_ til loka- ákvörðunar á Alþingi. í því sam- bandi skal lögð áhersla á að heilsu- gæslan verði færð alfarið til ríkis og kannað verði einnig hvort ekki sé heppilegast að rekstur fræðslu- skrifstofa verði í umsjá sveitarfé- laga. Þingið felur ^órðungsstjóm að beita sér fyrir samráði lands- hlutasamtakanna um þessi málefni og kynna þau fyrir alþingismönn- um. Gjaldheimtur Þingið telur að í ljós hafi komið að meirihluti sveitarfélaga, bæði á Norðurlandi vestra og eystra, sé reiðubúinn að stofna gjaldheimtur með ríkissjóði. Því felur þingið fjórðungsstjóm að vinna að stofnun félaga um gjaldheimtu á báðum svæðum með aðild ríkissjóðs. Þing- ið tekur undir afstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að nauð- sjmlegt sé að sett verði lög um gjaldheimtur, sem byggi á þeirri svæðaskipan, sem á meirihlutafylgi meðal sveitarstjóma á Norðurlandi og væntir þess að sú skipan verði lögfest á næsta haustþingi. Þingið leggur áherslu á að gjaldheimtu- kerfíð geti tekið til starfa i lok þessa árs og væntir þess að fjármálaráðu- neytið greiði fyrir því. Tekjustofnar Þingið leggur áherslu á nauðsyn þess að tekjustofnar sveitarfélaga verði endurskoðaðir í heild. í því sambandi verður að aðhæfa tekju- stofnakerfíð gjaldheimtukerfínu og endurskoða hlutverk Jöfriunarsjóðs sveitarfélaga þannig að sjóðurinn tryggi jafnvægi á milli sveitarfélaga m.a. vegna verkefnatilfærslu á milli ríkis og sveitarfélaga. Þingið leggur áherslu á meginatriðin i tillögum Fjórðungssambandsins, sem lagðar vora fram á samráðsfundi stjómar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúa landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þingið beinir því til fjórðungsstjómar að fylgja þessum tillögum eftir í samráði við samtök sveitarfélaga og alþingismenn á Norðurlandi. Dómsvald og umboðsstjórn Þingið bendir á að rétt sé að skerpa skil milli dómsvalds og um- boðsstjómar í landdinu, en vekur jafnframt athygli á nauðsyn þess að komið sé á millidómsstigi, sem greiði fyrir afgreiðslu mála í dóms- kerfínu. Með tilliti til þess að fram- varp um aðskilnað dómsvalds og umboðsstjómar er í höndum milli- þinganefndar beinir fjórðungsþing- ið því til fjórðungsstjómar að kynna nefndinni og alþingismönnum á Norðurlandi umsögn sína. Þingið leggur sérstaka áherslu á að þjón- ustuútibú verði í öllum bæjum og sýslum. Þjónustustarf semi Þingið ítrekar fyrri ályktanir um uppbyggingu þjónustumiðstöðva og telur uppbyggingu útibús Byggða- stofnunar á Akureyri veigamikinn áfanga til að flytja stjómsýsluþjón- ustu út á landsbyggðina. Jafnframt er hvatt til aukinnar samvinnu sveitarfélaga í því skyni að efla þjónustu á Norðurlandi og felur fjórðungsstjóm að vinna að því. Samband ísl. sveitarfélaga Þingið lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar þróunar að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekki reynst nægilega sterkur málsvari sveitarfélaganna í landinu. Þingið beinir því til stjómar sambandsins að hún taki upp skeleggri vinnu- brögð og hafí framkvæði þegar ljallað er um hagsmunamál sveitar- félaganna. Jafnframt beinir þingið Gengisf elling bitnar mest á þeim verst settu - sagði félagsmálaráðherra á fjórðungsþingi Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra flutti ræðu á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga og ræddi þar m.a. um sveitarstjórnarmál og ný viðhorf í félagsmálaráðu- neytinu. í lok ræðu sinnar vék hún að efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og berlega kom í ljós að hún var mun hlynntari niðurfærsluleið held- ur en gengisfellingu. „Ég hygg að flestir séu á þeirri skoðun að gengisfelling muni ekki leysa afkomuvanda útflutnings- fyrirtækja. Ég tel reyndar að hún muni bitna harðast á hinum verst settu en fjármagnseigendur og lánardrottnar munu þrátt fyrir allt hafa allt sitt á þurra. Gengis- fellingin mun hækka skuldir og greiðslubyrði skuldugra fyrir- tækja og fjölskyldna og hún mun hækka verðlag, vexti og fjár- magnskostnað. Hver 10% í geng- isfellingu þýða hækkun á erlend- um skuldum um 10 milljarða, sem skattgreiðendur verða að borga. 30% gengisfelling mundi til að mynda þýða hækkun á erlendum Morgunblaðið/JI Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra ræddi um sveit- arstjórnarmál og ný viðhorf í f élagsmálaráðuneytinu. skuldum um 30 milljarða,, þ.e. hálf milljón á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Hún myndi líka hækka skuldir húsbyggjenda um tvo og hálfan milljarð," sagði ráð- herra og bætti því við að þá hlyt- um við að athuga hvort ekki sé skynsamlegra að fara niður- færsluleiðina. Jóhanna sagði að ríkið yrði að ganga á undan með góðu fordæmi ef niðurfærsluleiðin ætti að vera fær. Ríkið yrði að draga úr ríkisút- gjöldum, stöðva skuldasöfnun með fíárlögum og lánsfíárlögum og draga úr fjárfestingu. „Ég legg alla áherslu á að niðurskurður framkvæmda hins opinbera verði ekki til þess að auka enn á mis- vægi milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Það liggur fyrir að að meðaltali var 24% nettóaukning á fjárfestingu hjá sveitarfélögum milli áranna 1987 og 1988 en á sama tíma varð nettóaukning á fjárfestingum í Reykjavík um 60%. Því þarf engan að undra að lögð sé áhersla á að ef samdráttur verður í fjárfesting- um, verði tryggt að höfuðborgar- svæðið taki líka þátt í slíku, en áform Reykjavíkurborgar nú um fjárfestingu á þessu ári era ná- lægt fímm milljörðum króna."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.