Morgunblaðið - 10.09.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988
49
mér þar til hjálp barst eftir fjórar
klukkustundir. Veður var þokkalegt
sem betur fór, þó fann ég fyrir
hrolli um tíma, kannski líka vegna
blóðmissis. Menn úr Björgunar-
sveitinni Brák í Borgamesi komu
svo með börur og báru mig um
snarbratta og stórgrýtta hlíðina,
niður þangað, sem Þvrla Land-
helgisgæslunnar beið. Ahöfn þyrl-
unnar hafði frétt af þessu slysi og
lagði lykkju á leið sína til þess að
koma mér á sjúkrahús. Þrátt fyrir
töluvert niðurstreymi gekk allt vel.
Læknir var látinn síga niður til mín
og svo var ég dreginn upp í þyrluna
og fluttur til Reykjavíkur, á Borg-
arspítalann. Ég er ekki orðinn jafn-
góður eftir þetta slys en vonir
standa til að ég verði það með tíð
og tíma.“
Þegar við Tryggvi ljúkum spjall-
inu er Guðlaugur í óða önn að sýna
öðrum námskeiðsnemendum hvað
heppilegt er að hafa með sér af
sáraumbúnaði og þvíumlíku í ferða-
lög. Kennir margra grasa á þeim
lista, allt frá sárabindum, skæmm
i Blástursmeðferð
Loy(övf loftiou ao ntróyniíi út og $«>{
f.úJBíí íid brjwiÚL) hfiípf. H«)fu höfd) sjú)
\r\mm ii*túrSv©io6u.
Pfoi.'aðtj ottir puísi ! bdbwpo. l.áttu
firtyur oy k!jfiQUtóW»<j fetmö ffíi n
b«»KiiKýíivi níður > f iv»!ftina milO þúsv
hé)&vððvanö
Ljóam: Morgunblaðið/Einar Falur
og flísatöngum til áttavita og vatns-
þéttra klæða. Hann gerir einnig að
umtalsefni bók um skyndihjálp sem
Rauði kross íslands hefur gefið út.
í þeirri bók er í stuttu máli gerð
grein fyrri hvemig menn eiga að
bera sig að við að aðstoða særða
og líflitla menn. Bók þessi er þýdd
úr norsku og virðist við lauslega
athugun hafa að geyma afar gagn-
legar leiðbeiningar um margt sem
lýtur að skyndihjálp við slasaða og
sjúka.
Leiðbeinandinn á fyrmefndu
námskeiði, Guðlaugur Leósson, hef-
Ur kennt á ýmsum námskeiðum
Rauða krossins mörg undanfarin
úr. Fyrir hans tíma sá Jón Oddgeir
Jónsson um kennslu í skyndihjálp
á námskeiðum Reykjavíkurdeildar
Rauða krossins. Námskeið þessi eru
20 kennslustundir að lengd sem
skipt er niður á fimm kvöld. Að
sögn Guðlaugs er tilgangurinn með
þeim sá að kenna fólki að veita slös-
Uðum og sjúkum nauðsynlegustu
aðstoð þar til læknishjálp berst.
Öllum sem orðnir eru 14 ára er
heimil þátttaka í námskeiðum
Rauða krossins í skyndihjálp. Guð-
laugur sagði ennfremur að æskilegt
væri að sem flestir sæktu námskeið
! skyndihjálp og helst oftar en einu
sinni, því ef vel ætti að vera þyrftu
Uienn að sækja slík námskeið annað
®ða þriðja hvert ár til að endumýja
kunnáttu sína.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Afmæliskveðja:
Þórdís Guðjóns-
dóttir frá Eskifirði
RAGNHILDUR
í dag, laugardaginn 10. septem-
ber 1988, er Þórdís G. Guðjóns-
dóttir, Bleiksárhlíð 63, Eskifirði, 85
ára;
Á tímamótum sem þessum
tíðkast að berja bumbur _ þegar
þekktar persónur eiga í hlut. í minni
vitund er hún svo. Hún er í mínum
huga ein af ótal hetjum hvers-
dagslífsins, sem unnið hefur störf
sín af dugnaði og trúmennsku alla
sína ævi, eða fram til 80 ára ald-
urs. Ein þeirra sem hlut eiga í
grunni þess velferðarþjóðfélags sem
aðrir hafa nú tekið við, en eru nú,
þvi miður að því er virðist, að leggja
í rúst. En þeir eru aftur á móti af
allt öðru sauðahúsi en Þórdís og
hennar líkar.
Nú í dag ber ég því bumbur henni
til heiðurs.
Þórdís fæddist 10. september
1903 að Kolmúla við Fáskrúðsflörð.
Foreldrar hennar voru þau hjónin
Guðjón Jónsson bóndi þar, og
Kristín Jónsdóttir. Guðjón var sonur
Jóns ólafssonar skálds og ritstjóra.
Kristín var ættuð af Vatnsleysu-
strönd, þar sem hún á yngri árum
stundaði sjóróðra, að sjálfsögðu á
opnum bátum, undan Stapa. Ég
játa strax vankunnáttu mína í ætt-
fræði. Þó veit ég að nokkur skyld-
leiki var milli Þórdísar og hins
þekkta sævíkings Guðjóns Illuga-
sonar.
Systkini Dísu, en svo nefnist hún
meðal kunnugra, voru átta. Sex
systur og tveir bræður. Öll eru þau
nú látin, utan ein systir, Oddný
Vilborg sem búsett er í Reykjavík.
Frá Kaldalæk við Vattames
fluttist Dísa sjö ára að- aldri með
fjölskyldu sinni til Eskifjarðar. Það
segir sig sjálft að oft hlýtur að
hafa verið þröngt í búi hjá svo bam-
margri fjölskyldu. Enda var lífsbar-
áttan harðari í þá daga, og kjörin
krappari en margur gerir sér grein
fyrir nú í dag. Af þeim ástæðum
var Dísa sett í „vist“ aðeins sjö
ára, og vann því að mestu fyrir sér
upp frá því. Þó ég nefni þetta í
lífshlaupi Dísu, þá var það ekkert
einsdæmi á þessum árum. Frekar
má segja það nokkuð algengt í þá
tíð. Þegar Dísa riflar upp þessa
tíma, minnist hún ávallt með virð-
ingu og þökkum, sómahjónanna
Sigríðar og Siguijóns í Zeuthens-
húsi, sem hún dvaldi hjá, ung stúlk-
an.
Dísa hóf búskap fremur ung.
Maður hennar var Sófus Oddur
Eyjólfsson, innfæddur Eskfirðing-
ur, f. 20. jan. 1892. Sambúð þeirra
var sérlega farsæl. Sófus var ein-
stakur geðprýðismaður sem þeir,
er hann þekktu, minnast enn með
hlýhug. Hann lést 21. september
1971.
Bömin urðu 4: María Kristín sem
er látin. Friðrik, búsettur í
Reykjavík og kvæntur er Ingunni
Friðriksdóttur. Svava, búsett á
Seyðisfirði, gift undirrituðum, og
Hákon Viðar sem búsettur er á
Eskifírði og kvæntur er Sigrúnu
Valgeirsdóttur. Bamabömin em nú
12, en bamabamaböm 14.
Þótt lífsbaráttan hafí verið hörð
á þeim ámm sem Dísa óx úr grasi,
eins og áður er að vikið, og einnig
meðan hún og Sófus komu bömum
sínum á legg, þá hefur lundirr alltaf
verið létt, og þau gæði, sem til
hafa fallið, með þökkum þegin án
kröfuhörku þar um. Stundum hefur
mér fundist í samtölum við Dísu,
að henni þætti nóg um kröfur
manna í dag til lífsins gæða. Mig
minnir við ekki alltaf hafa verið
sammála í þeim efnum, þó við séum
það oftar en ekki. Hún stendur allt-
af fast á sinni sannfæringu, og
getur verið óblíð í máli þegar svik
og óheiðarleika ber á góma. Sjálf
hefur hún fram að þessu hvorki
þurft að eyða fingraförum sínum
né hylja spor sín. Þess vegna gæti
Dísa allt eins hafa sagt þetta:
Oft er lífsins gatan greið
þótt gæfan stundum víki
en stytt sér getur enginn leið
inn í himnaríki.
Þegar trúmál eru rædd, fer ekki
milli mála að þama er trúuð kona
á ferð. Svo vel þekki ég hana eftir
rösklega þijátíu ára kynningu.
Oft hefur mig furðað minni þess-
arar konu. Þegar liðna tíð ber á
góma, virðist hún muna ýmis atvik
upp á dag, jafnvel þó liðin sé meira
en hálf öld frá því þau gerðust.
Þess vegna kemur það ekki svo
mjög á óvart að enginn afmælis-
dagur í Qölskyldum okkar fer fram
hjá henni. Um það vitna afmælis-
gjafimar til bamabamanna og
bamabamabamanna, sem segja
má að séu jafn vissar og gangur
himintunglanna.
í upphafí þessarar afmælisgrein-
ar minntist ég á hetjur hversdags-
lífsins. Fólk sem vinnur alla sína
starfsævi af dugnaði og trú-
mennsku. Fólk sem aldrei reynir
að koma byrðum sínum á aðra, og
tekur því sem að höndum ber með
ró og stillingu. Þannig er Dísa.
Dísa mín. Böm þín, tengdaböm,
bamaböm, bamabamaböm og aðr-
ir vinir senda þér í dag hugheilar
óskir og þakka liðna tíð, með vissu
um langt framhald.
Jóhann B. Sveinbjömsson
BA ÐHERBERGISBUNA Ð.
A
J. ÞORLAKSSON & NORÐMANN
gjr RÉTTARHÁLSI2
______________ SÍMI83833
m jfgmd
| Meim en þú geturímyndad þér!
fK?*f NilHi Upplyfting og heilsubót
***’■"" íKramhúsinu!
JASSDANS
? Kennari: Parncll
NÚTÍMADANS
Kennari: Parneii
DANSSPUNI
Kcnnari JoSo
AFR0CARABIAN DANS^j
Kcnnari: Parnell
SAMBA LEIKFIMI
Kennari: Joáo
W KLASSÍSKUR BALLETT
k'Þ. Kennari: Lára
% BLÚS/JASS
^ KÁ Kennari: Parnell
H JASSDANS 7-8 ÁRA
Kennari Joáo
JASSDANS 9-10 ÁRA
Kennari: Joáo
LEIKLIST FYRIR BÖRN
OG UNGLINGA
Kennari: Sigríður Eyþórs
DANS - LEIKIR - SPUNI
4-7 ÁRA
13 vikna námskeið hefjast 12. sept.
...uí
Kennari: Lára
NNARAR KRAMHUSSINS IVETUR
ER|MLLAN PARNELL FRÁ NEW YORK OG
J0Á0 SILVA FRÁ BRASILIU
' ALLAN PARNELL hcfur starfað sem (lansari, kcnnari
og dansahöfundurvíða um Bandaríkin, Kanada og á
Karabísku eyjunum. Hann hefur dansað í kvikmynd-
um, söngleikjum og dansleikhúsum, m.a. í West
Side Story, Hair og All That Jazz. Hann hefur hlotið
menntun hjá þekktum skólum, svo sem Fred Benja-
min og Alvin Ailey.
JOÁO SILVA hefur starfað scm dansari og leikari við
dans- og spunaleikhús í Brasilíu.
MUSIKLEIKFIMI
(þol - teygjur - dans)
Kennarar: Hafdfs og Elfsabet
MORGVN; HÁDEGIS-, SÍDDEGIS- OG KVÖLDTÍMAR
ATHI: Sérstakir karlatimar í hádeginu
LÁTBRAGÐSLEIKUR OG SPUNI
(4 vikna námskeið 13. scpt. — 9. okt.)
Kennari: Geraldinc Brams, kennari
vid leiklistarskólann í Amsterdam. .
„FL0TT F0RM“
7 bekkja æfingakerfid fyrir fólk a öllum aldri.
Styrkir - liðkar - grennir og veitir slökun.
HÚ5I&
Innritun alla daga frá kl. 9.30 - 18.00.
Símar: 15103 og 17860.