Morgunblaðið - 10.09.1988, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 10.09.1988, Qupperneq 51
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 51 Eiríkur Guðjónsson, Asi — Minning Eiríkur frændi dáinn, nei, það gat ekki verið. Hann hafði nokkrum dögum áður verið á meðal okkar í sveitinni, kátur og hress að vanda og engan grunaði að hann hyrfí á braut svo skjótt. Við vorum lengi að átta okkur á því að hann var ekki lengur á með- al okkar. Söknuðurinn var mikill. Eiríkur Guðjónsson fæddist að Ási í Ásahreppi, Rangárvallasýslu, árið 1913, næstelstur 5 systkina. Foreldrar hans voru Gufijón Jónsson bóndi í Ási og Ingiríður Eiríksdótt- ir. Það kom í hlut Eiríks að taka við búi föður síns, sem hann gerði með miklum myndarskap og fram- sýni, en fáar jarðir eru betur fallnar til ræktunar en einmitt Ásinn. Landbúnaðarmálum fylgdist hann vel með og var fljótur að tileinka sér nýjungar í búskap. Eftir fráfall föður síns sinnti hann móður sinni af einstakri alúð ásamt Guðrúnu systur sinni, en samband mæðginanna hafði ávallt verið mjög gott. Þegar amma féll frá tók hann við hlutverki hennar sem sameiningartákn fjölskyldunn- ar. Síðustu árin héldu hann og Guðrún saman heimili í Ási. Auk búskaparins vann hann mik- ið að félagsmálum sveitarinnar og fólu sveitungar hans honum mörg ábyrgðarstörf, m.a. starf hrepp- stjóra Ásahrepps sem hann gegndi frá 1976-84, en varð að hætta sak- ir aldurs. Eiríkur brá búi af heilsufars- ástæðum og því tók það hann nokk- um tíma að átta sig á breyttum aðstæðum, þá tók aðaláhugamálið við, en það var skógrækt, hún átti hug hans allan og var þar ekkert gefíð eftir frekar en fyrri daginn. Fyrst aflaði hann sér allra þeirra tijátegunda sem komu til greina og kannaði svo hvaða tegundir þrif- ust best í landi sínu. Fyrst braut Eiríkur land til ræktunar, síðan skildi hann við það alsett fögrum skógarlundum. Betra minnismerki er vart hægt að hugsa sér. Við munum Eirík ávallt léttan í lund og félagslyndan, þó var hann fastur fyrir í skoðunum og ekki auðvelt að snúa honum í þeim efn- um. Böm hændust mjög að Eiríki og náði hann sérstöku sambandi við þau, og böm okkar hlökkuðu alltaf mjög mikið til að fara austur að Ási. Viljum við þakka Eiríki allar þær ánægjustundir og þá aðstöðu sem hann bjó okkur. Minningin um ástkæran frænda mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Systkinabörn Guðmundur Kristjáns son-Mhming Okkur systkinin langar í fáum orðum að minnast afa okkar, Guð- mundar Kristjánssonar, sem lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 5. september eftir stutta sjúkrahús- legu. Afí bjó á heimili okkar í 14 ár, þegar við vomm að fæðast og alast upp. Samskipti okkar urðu því meiri en gengur og gerist því pabbi var mikið f burtu í siglingum. Afí kenndi okkur krökkunum ýmislegt, bæði gestaþrautir, gátur og vísur, og svo kenndi hann okkur að spila, var óþreytandi að spila við okkur. Afí var mikið snyrtimenni, last- aði aldrei nokkum mann, hann var mjög vinnusamur og trúr sínu. Hann var alltaf í Fiskiðjunni og sjáum við hann oft fyrir okkur þeg- ar hann gekk með nestistöskuna niður Heiðarveginn í vinnuna. í gosinu skildu leiðir. Við, flöl- skyldan, fluttum upp á Akranes, en hann aftur til Eyja, þar vildi hann vera, fór að vinna í Fiskiðj- unni og bjó í verbúð þar til hann fór í Hraunbúðir. Hann kom til okkar upp á Akranes f sumarfríum og öll jól nema tvö sfðustu þegar heilsu hans fór að hraka. Hér hvflast þeir sem þreyttir göngu luku f þagnar brag ég minnist tveggja handa er hár mitt struku einn horfinn dag. (Steinn Steinarr) Við, afabömin, þökkum afa okk- ar fyrir allt og allt — megi hann hvíla í friði. Elín, María, Kristrún og Guðmundur. Stjórn Bandalags kennarafélaga: Skipun Hannesar Hólmsteins í stöðu lektors mótmælt STJÓRN Bandalags kennarafé- laga hefur samþykkt ályktun vegna stöðuveitingar mennta- málaráðherra er hann skipaði Hannes Hólmstein Gissurarson lektor f stjómmálafræði 30. júnf síðasliðinn. í ályktuninni segir meðal annars, að stjóm BK lýsi furðu sinni og vanþóknun á þeirri ákvörðun menntamálaráð- herra, að veita Hannesi Hólm- steini stöðuna eftir að dómnefnd hafi úrskurðað að hann væri aðeins að hluta til hæfur til að gegna starfinu. Ráðherra hafi virt að vettugi niðurstöðu dóm- nefndarinnar og skipað f stöðuna að eigin geðþótta. Þá segir, að eins og Sigmundur Guðbjamarson, háskólarektor, hafi bent á sé þetta í fyrsta skipti í sögu Háskóla Islands, sfðan dómnefndir komu til sögunnar 1942, að slík staða sé veitt án jþess að umsækj- andi hafí hlotið ótvíræðan hæfnis- dóm. Einnig er bent á, að Ólafur Harð- arson hafí hlotið 15 atkvæði af 17 en Hannes Hólmsteinn ekkert, þeg- ar félagsvfsindadeild H.í. greiddi atkvæði um umsækjendur. Orðrétt segir: „Menntamálaráð- herra hafði skömmu áður en mál þetta kom til umfjöllunar skipað Sjöfn Sigurbjörnsdóttur I stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla þrátt fyrir það að annar hæfur umsækj- andi, Daníel Reynir Gunnarsson, hefði meðmæli og stuðning þorra foreldra bama við skólann og kenn- ara. í því máli gmndvallaði Birgir ísleifur Gunnarsson ákvörðun sfna á fylgi meirihluta Fræðsluráðs Reyl^javíkur við ráðningu Sjafnar í stöðuna og talaði um að þar hefði „faglegt mat“ setið í fyrirrúmi. Sá tvískinnungur og sú hentistefna menntamálaráðherra sem ljós verð- ur af samanburði þessara tveggja mála er í senn árás á grundvallar- hefðir f lýðræðissamfélagi og ógnun við menntðn og menningu í landinu." Ennfremur segir, að Háskóli ís- lands og félagsvfsindadeild sérstak- legu sé mikilvægur vettvangur kennaramenntunar á íslandi og þvf hljóti kennarar að mótmæla harð- lega þeirri vanvirðingu, sem Há- skóla íslands og embættismönnum stofnunarinnar sé sýnd með valdn- íðslu menntamálaráðherra f máli þessu. Loks segir orðrétt: „Stjóm Bandalags kennarafélaga lýsir ^hyggjum sínum af framferði menntamálaráðherra í máli þessu og telur það skammarblett á emb- ættisferli hans.“ t Þökkum hjartanlega fjölmennl og hlýhug við útför bróður okkar, SVEINS JÓNSSON AR á Ketu á Skaga, 20. ágúst síðastliðinn. Jón Skagan, Áatrfður, Anna og Jónatan. 1 i ló 00 Góóan daginn! Kveðjuorð: Þorbjörg Ingimundar- dóttir Lausten Fædd 11. ágúst 1900 Dáin 24. ágúst 1988 Ég vil heim - ég vil heim yfir hyldjúpan sæ. Hver vill bera mig blítt um hinn bláheiða geim? Ó, þú blíðasti blær! Vilt þú bera mig heim? (Jóhannes úr Kötlum) Það var á haustdögum árið 1948 að undirritaður kynntist Þorbjörgu Lausten. Við hjónin höfðum haldið til Kaupmannahafnar um miðjan ágústmánuð. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að íslendingar búsettir ytra tóku á móti okkur og veittu okkur brautargengi. Frú Elísabet Pétursdóttir Jensen sem við þá litum í fyrsta sinn tók á móti okkur er við stigum á danska grund. Okkur var búinn samastaður til bráðabirgða á glæstu heimili Elísabetar í Hilleröd á Norður-Sjá- landi. Hjá frú Elfsabetu og eigin- manni hennar, Georg Jensen, bjuggum við hjónin veturinn 1948—1949. Ég hóf þá námsferil minn í semitískum tungumálum og Gamlatestamentis-fræðum. Eigin- kona mfn, Guðlaug Einarsdóttir, fann sér fljótlega verkefni, en syst- ir hennar, Sigurlín, átti einnig heima í Hilleröd. Við höfðum fengið heimilisfang og símanúmer Þorbjargar. Móðir mín, Þórfríður Jónsdóttir, hafði ver- ið kaupakona á Kletti eitt sumar. Þetta leiddi til einlægrar vináttu við fjölskyldu Þorbjargar. Sigríður Þórðardóttir, móðir hennar, var tíður gestur á heimili mínu og hið sama átti við um systkini hennar. Við höfðum ekki lengi dvalið í Danmörku, þegar okkur var boðið til veislu á heimili hennar í Guld- beigsgade 61. Sú veisla er okkur hjónum alltaf minnisstæð. En eftir fóru tengsl, er héldust svo lengi sem Þorbjörg lifði. Vórið 1987 heimsótti ég hana á Frederikssundsvej 123, en þar bjó hún f vemduðu húsnæði fyrir aldraða. Þorbjörg reyndist okkur alla tfð sannur vinur. Hún tiyggði okkur húsnæði f nágrenni við sig á Frede- rikes den VII Gade 25. Eftir það mátti segja að daglegur samgangur væri á milii okkar og hennar. Við höfðum umrætt húsnæði f rúmt ár frá maímánuði 1950 til október- mánaðar 1951. Hinn 11. ágúst 1950 hélt Þorbjörg upp á fimmtugs- afmæli sitt. Hún hélt þá vinum sínum og skyldfólki veglega veislu. En líf Þorbjargar var ekki neinn dans á rósum. Hún þræddi miklu fremur þymibraut. Fáir kynntust þessu betur en við hjónin. Hún varð ein að vinna fyrir sér og sonum sínum. Þegar kynni okkar hófust var eldri sonurinn, Matthías, orðinn fjölskyldumaður og var þjónn á glæsilegum veitingastað í Kaup- mannahöfn. Yngri sonurinn, Kurt, var við nám í Niels Brock’s Handels- gymnasium. Þorbjörg var kröfuhörð við sjálfa sig. Hún vann myrkranna á milli við saumaskap. Þrátt fyrir þetta hafði hún tíma til að sinna vinum sínum. Vilji hennar og fómfysi varð til þess að hún tók að sér sjúka íslendinga, er leituðu til Kaup- mannahafnar. Var þó ekki tími sparaður til að sækja sjúklinga, hafa þá heima fyrir og eftir marg- vfslegar aðgerðir og koma þeim aftur til skips meðan skipin vom aðalsamgöngutæki milli Danmerk- ur og íslands. Þetta breyttist þegar flugferðir komu til sögunnar eða urðu hagstæðari kostur. Það gerist mikil saga á Qömtfu ámm. Sú saga verður ekki rakin hér. Dóttir okkar, Guðbjörg, bjó hjá Þorbjörgu í heilt ár. Að leiðarlokum er þökk í huga ásamt minningum um konuna er þráði að deyja heima á íslandi. Sú ósk hennar varð uppfyllt. Margir lögðu leið sína til heimilis Þorbjargar. Eg minnist þess að séra Sigurður Einarsson og seinni kona hans, Hanna Karlsdóttir, vom á meðal gesta á heimili hennar. Það fer þvf vel á þvf að ljúka þessari stuttu minningargrein um hina tryggu, hugljúfu og fögm konu, Þorbjörgu Ingimundardóttur Lau- sten, með broti úr (jóði eftir séra Sigurð: Og dagar minir komu og dagar mfnir liðu. Hið illa er gieymt, hið góða geymt grædd þau mein er sviðu. hylli lífsins morgun f Ijúfu andaitaki með eilifð fyrir stafni og augnablik að baki. Þorbjörg átti lfka mein sem sviðu, en drenglyndi hennar máði burt allt mótlæti. Blessuð sé minning hennar. Jafnaskarði, 30. ágúst 1988, Guðmundur Sveinsson. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og vinar- hug viö andlét og jaröarför GUÐLAUGAR MARGRÉTAR ÞORSTEINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Fjóröungssjúkrahúss Akureyrar. Gestur Ólafsson, Ragnhelður Gestsdóttlr. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlót og útför móður okkar, JÓHÖNNU MARÍU JÓHANNESDÓTTUR, Miklubraut 88, Reykjavfk. Skúll Sigurjónsson, Karl Sigurjónsson, Slgrún Clausen, Vlgfúsfna Clausen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.