Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 17

Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 17 eftir Halldór Blöndal Það er nú komið í ljós, að stuðn- ingurinn á bak við ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar er ekki heill. Fyrir því eru eðlilegar ástæð- ur. Ríkisstjómin var ekki mynduð /um sérstök markmið, heldur stofn- að til hennar í flýti. Það stingur einkum f augu, að forsætisráðherra hefur lýst yfir, að aðgerðir hennar í efnahagsmálum duga hvorki í bráð né lengd. Hann tímasetur næstu aðgerðir á vordögum. Ég er sann- færður um, að gengið verði fellt ekki síðar en í janúar. Ég hef áður sagt, að hlutskipti Halldórs Ásgrímssonar sé ekki öf- undsvert. Hann bar ekki gæfu til að taka höndum saman við sjálf- stæðismenn í síðustu ríkisstjóm og knýja fram nauðsynlegar leiðrétt- ingar á rekstrargmndvelli sjávarút- vegsins. Hann kaus með öðmm orðum að fara í sporaslóð Steingríms Hermannssonar. Það er ekki gæfulegt hlutskipti. Allir vita, að sjávarútvegurinn er rekinn með halla. Auðvitað geng- ur það ekki. Raddir um að halda genginu óbreyttu eftir að það er fallið sýna einungis að þeim fer fjölgandi sem ekki em lengur og hafa jafnvel aldrei verið í lifandi snertingu við það atvinnulíf, sem heldur þjóðinni uppi, — lífið til sjós og í sjávarplássunum. Á meðan við treystum okkur ekki til að gefa gengið frjálst, sem mér fínnst heill- andi tilhugsun, — tilhugsun, sem á sér mikið fylgi úti á landsbyggðinni og er í anda ftjálshyggjunnar, — er óhjákvæmilegt að gengisskrán- ingin sé við það miðuð, að vel rekið fyrirtæki í sjávarútvegi sé rekið HaUdór Blöndal „Þessar aðgerðir munu því þyngja vaxta- og fj ármagusbyrði fyrir- tækjanna gagnstætt því sem látið er í veðri vaka. Sannleikurinn er auðvitað sá, að þau vantar ekki meiri lán í áframhaldandi halla- rekstri. Þvert á móti verður að gera ráðstaf- anir til þess að stöðva hallareksturinn og gera fyrirtækjunum kleift að bæta eiginfjárstöðu sína.“ með hagnaði. Heilbrigð byggða- stefna verður ekki rekin án þess og heldur ekki heilbrigt atvinnulíf í landinu yfír höfuð að tala. Ég tók eftir því, að forsætisráð- herra er undrandi á, að togarar skuli fara frá Keflavík norður, af því að útgerðin hefur ekki ráð á að reka þá lengur. Ég held það sé ástæðulaust fyrir ráðherrann að hneykslast á því. Þetta er einungis afleiðing af stjómarskiptunum og því ábyrgðarleysi og lausung sem einkenndi störf ráðherra Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks sl. sumar. Hvorki Steingrímur Hermannsson né Jón Baldvin Hannibalsson geta skotið sér undan ábyrgðinni. Fyrstu verk nýju stjómarinnar, málflutn- ingur hennar og tillögur staðfesta, að í henni er engihn skilningur á þörfum útflutningsatvinnuveganna. Atvinnutryggingasjóður á að bjarga öllu, segir ríkisstjómin og býður fram verðtryggð lán eða gengistryggð auk skuldabréfa upp á 5 milljarða sem fyrirtækin geta ekki losnað við nema með meiri afföllum en nú þekkjast á fjár- magnsmarkaðnum. Þessar aðgerðir munu því þyngja vaxta- og fyár- magnsbyrði fyrirtækjanna gagn- stætt því sem látið er í veðri vaka. Sannleikurinn er auðvitað sá, að þau vantar ekki meiri lán í áfram- haldandi hallarekstri. Þvert á móti verður að gera ráðstafanir til þess að stöðva hallareksturinn og gera fyrirtækjunum kleift að bæta eig- infjárstöðu sína. Höfundur er varaformaður þing- Bokks SjálfstæðisBokksins. Ríkisstjórnin hefur eng- an skilning á þörfum út- flutningsatvinnuveganna Albert Guðmundsson sendiherra? eftirJónA. Gissurarson Albert Guðmundsson íhugar nú tilboð utanríkisráðherra að þiggja sendiherrastöðu íslands í París. En ber ekki brýna nauðsyn til að Al- bert sé hér tiltækur sem aðalvitni í Hafskipsmálinu sem innan tíðar verður dómtekið? Árið 1980 gerðist Albert formað- ur bankaráðs Útvegsbanka íslands en var þá þegar stjómarformaður Hafskips hf. Samskipti þeirra leiddu til gjaldþrots beggja. Albert kynni og að þurfa að varpa skýrara ljósi á einkaviðskipti sín við félag sitt, Hafskip hf., en slík dul hvíldi yfir þeim að sum vom færð á leynireikn- ing. Þá er það forseti Frakklands. Væri honum ekki sýnd lítilsvirðing að senda honum Albert Guðmunds- son áður en Albert gæfist tóm til að hreinsa mannorð sitt fyrir rétti? Það er því í allra þágu, ekki síst Alberts sjálfs, að hann hafni boði utanríkisráðherra uns réttarhöldum er lokið. Þótt utanríkisráðherra kynni að sjá sér leik á borði að styrkja veika stöðu ríkisstjómar á Alþingi með því að senda Albert Guðmundsson til Parísar, þá er það í æpandi and- stöðu við almenningsálit. Það vænt- ir þess að sömu réttarreglur gildi, hvort sem „litli maðurinn" á hlut að máli eða stóri. Höfundur erfyrrv. skólastjóri Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Frá basar Þjónustuíbúða aldraðra á Dalbraut 27, sem haldinn var í fyrra. Basar aldraðra á Dalbraut ÁRLEGUR basar Þjónustuíbúða góðra muna, m.a. ofnar mottur og aldraðra á Dalbraut 27 í dúkar, silkislæður og silkikort, Reylq'avík verður haldinn þar í peysur, skartgripir og munir úr dag, laugardag, kl. 14.00. tré, allt á góðu verði. Að vanda er úrval eigulegra og Gerðuberg; Tvö íslensk verk frumflutt TVÖ ÍSLENSK tónverk verða frumflutt í menningarmiðstöðinni Gerðubergi næstkomandi sumiu- dagskvöld klukkan 20.30. Er það átta manna hópur sem flytur verk- in, sem eru eftir þá Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragnars- son. Auk þess verður Silunga- kvintett Schuberts á eftiisskránni. Verk Atla Heimis nefnist „Ljóm- ur“ og er fyrir klarinettu og strengja- kvartett og „Tengsl" er heitið á verki Hjálmars, sem er fyrir alt-rödd og strengjakvartett, við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar. Flytjendur eru Gerður Gunnars- dóttir, Sean Bradley, Helga Þórarins- dóttir, Nora Komblueh, Jóhannes Georgsson, Anna Guðný Guðmunds- dóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Sig- urður I. Snorrason. PHILCO kæliskápar EKKI VERÐSIÖÐVUN Afborgunar verð: áður kr. 42.705.- nú kr. 37.850.- Stgr. kr. 35950 FR320 Kæli- og frystiskápur 330 lítra. 55 lítra 3ja stjömu frystir. Frystigeta -24° C (3,5 kg. á 24 klst) • Hitastigsstillir. • Sjálfvirk afþýöing. • Færan- legur eggjabakki. • Tvær graenmetis- og ávaxtaskúffur. • Hægt aö velja á milli vinstri eða hægri handar opnunar á hurð. • Mál: breidd x hæð x dýpt: 60 x 157 x61 Afborgunar verð: áður kr. 30.550.- nú kr. 27.300.- Stgr. kr. 25940 FR 240: 240 litra kæliskápur 16 lítra einnar stjömu frystir. Frystigeta —12° C. • Hitastigsstillir. • Afþýðing með einum hnappi. • Grænmetis- og ávaxtaskúffur. • Hægt að velja um vinstri eða hægrihandar opnun á hurð. • Mál: breidd x hæð x dýpt: 55x120x61 <a Opið, laugardag: Kringlan kl. 10-16 Sætún kl 10-13 Heimilistæki hf 3 • Kringlunni SlMI. 6915 20 Ó SOMUttgUtK> Sætúni8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMi: 6915 15 SÍMI-.691S25 SlMI.691520

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.