Morgunblaðið - 02.12.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 02.12.1988, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 _ Samtök um vamir gegu al- næmi stoftiuð STOFNFUNDUR Samtaka áhugafólks um varnir gegn al- næmi verður haldinn mánudag- inn 5. desember næstkomandi i fundarsal Hótel Lindar á Rauð- arárstíg. I bréfi sem samtökin hafa sent út segir að aðalverk- efiii þeirra muni vera að fara nýjar leiðir til að uppfræða fólk um alnæmi og stofna til umræðu- og fræðsluhópa til að auka þekk- ingu og skilning. I bréfinu segir orðrétt: „Með aukinni umfjöllun er unnið gegn því viðhorfi að alnæmi komi almenningi ekki við. Með auknum skilningi hrekjast fordómar á braut en það er nauðsynlegt skref til þess að veita megi smituðu og sjúku fólki stuðning í baráttu þess fyrir mann- sæmandi lífi til jafns við aðra í þjóð- félaginu. Slíkur stuðningur, meðal annars með fjársöfnun, hlýtur að vera annað aðalverkefni samtaka áhugafólks, en mikilvægt er að þau móti sjálf stefnu sína eftir því sem styrkur og þekking vex. Ahugahóp- ar af þessu tagi eiga sér margar fyrirmyndir erlendis og hafa víðast reynst ómetanlegur bakhjarl í bar- áttunni gegn alnæmi." Stofnfundurinn verður eins og áður sagði á Hótel Lind á mánu- dagskvöldið 5. desember, og hefst hann klukkan 20.30. Baðhúsið við Bláa lónið: Aðgangseyr- ir í dag renn- ur til Kvenna- athvarfsins ÁKVEÐIÐ hefúr verið að veija innkomnum aðgangseyri að bað- húsinu við Bláa lónið næstkom- andi föstudag, 2. desember, til styrktar Kvennathvarfinu. Guðmundur Guðbjörhsson, sem rekur baðhúsið við Bláa lónið, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hvetti fólk eindregið til að efla eig- in heilsu með sundspretti í Bláa lóninu þennan dag og styrkja kon- urnar jafnframt. Kvennaathvarfið væri mjög mörgum konum og börn- um þeirra mikil hjálparhella og starfsemi þess mætti því ekki leggj- ast niður. Að sýna vilja sinn í verki eftirÁstu Kristjönu Sveinsdóttur Menntaskólinn í Reykjavík hefur, sem kunnugt er, átt í húsnæðis- vanda svo að áratugum skiptir. Iðu- lega hefur verið tjaldað til einnar nætur og ýmis herbergi í Þing- holtunum tekin undir kennslu. Nú gerist enn einu sinni þörf á því að bjarga málum fyrir hom. Leysa þarf þann bráða vanda sem við blas- ir. Viðræður hafa verið í gangi um ákveðið húsnæði í Þingholtunum en fáist ekki viðbótarhúsnæði fyrir næsta skólaár, má búast við því að úthýsa þurfi nemendum eða flytja fleiri bekki yfir á síðdegið, og mundi það riðla öllu skipulagi. Því ber brýna nauðsyn til að festa kaup á því viðbótarhúsnæði sem býðst. Á hinn bóginn er fyrir löngu orð- ið tímabært að framtíðarlausn fáist á húsnæðisvandanum. Fyrir utan þrengslin eru flest þau hús, sem notuð eru, jafnlangt frá því að standast þær kröfur, sem gerðar em til kennsluhúsnæðis, og þau vom fyrir t.d. 30 ámm. Sumum þeirra ætti jafnvel að forða á safn. Þótt menntaskólanemum þyki gam- an að stunda nám í sögufrægum húsum með sál, kámar gamanið þegar húsnæðið stendur náminu fýrir þrifum. Þetta á t.d. við um hið ævagamla leikfimihús skólans sem reist var 1898. Það er enn notað en aðstaða er þar þó með öllu óviðunandi. Bestu kennslustofurnar em satt að segja í gamla skólahúsinu. Lengi býr að fyrstu gerð og þykir það raunar furðulegt hve vel það hús er farið, þegar tekið er tillit til þess hve margir hafa gengið þar um daglega í 142 ár, og hve viðhald hefur oft verið af skomum skammti. Nú er þó svo komið að gera þarf gagngerar endurbætur á þessu sögufrægasta húsi landsins ef ekki á illa að fara. En ekki er nóg að dytta að því sem fyrir er. Fá þarf fram endan- lega lausn á húsnæðisvandanum. Ein ástæðan til þess hve gamla KURNAHONA VIÐ BYGGÐUM NÝJAN BÆ. Endurminningar Huldu Jakobsdóttur skráðar af Gylfa Gröndal. fat, ^ eymuhdsw?! Höfundur er í skólastfórn Mennta- skólans ognefhd um húsnæðismál skólans. Dæmi um þrengslin í Menntaskólanum. skólahúsið er illa farið, er sú að gjömýta hefur þurft húsið, svo að segja má að kennt sé í hvetju skúmaskoti og meira að segja kem- ur fyrir að kennt sé á skrifstofu rektors. Ekki einu sinni hinn norski úrvalsviður stenst álag sem slíkt. Framtíðarlausnin væri sú að reisa á reitnum, sem afmarkast af Amtmannsstíg, Þingholtsstræti og Bókhlöðustíg, hús með góðri íþróttaaðstöðu, fjölda kennslustofa, samkomusal, félagsaðstöðu og vinnuaðstöðu fyrir kennara. í þessum sögufræga skóla eyða nemendur einhvetjum bestu ámm ævinnar og þykir mönnum að von- um sárt að honum skuli ekki meiri sómi sýndur. Vilji nemenda og ann- arra, sem skólanum tengjast, til að Hulda Jakobsdóttir er ein af kjarna- konum þessarar aldar. Hún lét verkin tala. Huldu má, ásamt eiginmanni sínum Finnboga Rút Valdemarssyni, telja einn af höfundum Kópavogs. Bæði gegndu þau bæjarstjórastarfi í Kópavogi um árabil. Saga Huldu er einnig saga jafnréttisbaráttu og sem slík á hún erindi til allra kvenna í dag — enda geta þær tekið Huldu til fyrirmyndar. Gylfi Gröndal er löngu lands- þekktur fyrir verk sín og þessi bók er enn ein skrautfjöðrin í hatt hans. snúa vöm í sókn er geysimikill en fleira þarf að koma til. Óskandi væri að yfirvöld sýndn nú vilja sinn í verki og veittu skólanum þá að- hlynningu sem sæmd væri að. Á Menntaskólinn í Reykjavík annað skilið? Morgunblaðið/Arni Sœberg Endurmirmingar Huldu Jakobsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.