Morgunblaðið - 02.12.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 02.12.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 25 Reykjavík: Lóðum í Borgarholti I úthlutað á næsta ári BYRJAÐ verður að úthluta lóðum á næsta ári á nýju byg-ginga- svæði fyrir ofan núverandi byggð í Grafarvogi. Svæði þetta kall- ast Borgarholt I, en að auki er fyrirhuguð byggð norðan við það svæði, í Borgarholti II. Afangakynning þessara svæða eru nú hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, en henni lýkur 7. desember. I teikningum Dagnýjar Helga- dóttur og Guðna Pálssonar arki- tekta af Borgarholti I er reiknað með 650 íbúðum, sem skiptast jafnt milli Ijolbýlishúsa, raðhúsa og einbýlishúsa. íbúafjöldi verður um 2200. Hæsta og þéttasta byggðin verður í miðju svæðinu, eftir lengdinni. í gegnum hana er gert ráð fyrir að aðalstígur hverf- isins liggi og myndi eins .konar „bæjargötu“. Byggðin verður 3 hæðir austan við stíginn, en 2 vestan við, svo sólar njóti sem mest. Húsin hafa bæði garð að stígnum og fyrir aftan, en fýrir miðri „bæjargötunni" verður torg, sem ætlað er að verða eins konar þungamiðja svæðisins, „miðbær“. Við torgið verður verslun svæðis- ins og sú þjónusta sem verður í hverfinu. Skóli hverfísins liggur vestur af torginu, bæði grunnskóli og unglingaskóli, en dagheimili er austanmegin við torgið. Fyrstu lóðum, syðst í hverfinu, verður úthlutað á næsta ári. Frumdrög að deiliskipulagi fyrir Salur Félags íslenska prentiðnaðarins: Stofiifiindur um skjalastjóm STOFNFUNDUR Félags um skjaiastjórn verður haldinn í sal Félags íslenska prentiðnaðarins á Háaleitisbraut 58 til 60 þriðju- daginn 6. desember næstkomandi. Gengið er inn að vestanverðu. Fundurinn hefst klukkan 20.30. Að honum stendur hópur fólks sem kallar sig Áhugahóp um skjalastjórn en hún er kerfisbundin stjórn á skjölum frá því að þau verða til i stofnunum og fyrirtækj- um, eða berast að, og þar til þeim er eytt eða komið fyrir í varan- legri geymslu, segir í fréttatilkynningu. Skjalastjóm felur í sér flokkun og merkingu skjala, dreifingu, vistun, endurheimt, gerð örefnis, stjórn á framleiðslu og notkun eyðublaða og skýrslna, gerð geymslu- og öryggisáætlana og fræðslu starfsfólks í stofnunum um skjalamál. Hugmyndin er að Félag um skjalastjórn kynni meðal annars hugtakið skjalastjóm, auki þekk- ingu og fræðslu í greininni og stuðli jafnframt að samvinnu þeirra sem starfa við skjalastjórn. Stofnuð hafa verið félög og samtök urp skjalastjóm víða um heim, segir í fréttatilkynningunni. Borgarholt II em unnin af Teikni- stofunni sf., Túngötu 3. Þar kem- ur fram, að heildarfjöldi íbúða gæti verið 1300-1600 ogíbúafjöldi 4500-5500. Gert er ráð fyrir hverf- ismiðstöð með matvömverslun, fiskbúð, bakarí, sjoppu og sér- verslunum. Þá er einnig gert ráð fyrir heilsugæslu, apóteki, bóka- safni, fjölbrautarskóla, pósthúsi og sóknarkirkju. Önnur þjónusta væri hugsanlega banki, kvik- myndahús, veitingahús og bensín- stöð. íbúðarbyggðin skiptist í ein- býlishús á mismunandi stómm lóð- um, þétt sérbýli, svo sem parhús, raðhús og klasa. Þá er gert ráð fyrir fjölbýli af mismunandi gerð- um. Fyrirhugað er að í Borgar- holti II verði þijár dagvistarstofn- anir og einn gæsluvöilur, ásamt gmnnskóla fyrir um 1200 nem- endur, skóladagheimili og félag- smiðstöð. Gert er ráð fyrir að „bæjargata" Borgarholts I tengist við grænt belti sem liggur í gegnum Borgar- holt II niður að sjó. INNLEN-T Reyndi að komast eins nálægt sannleikanum og ég mögulega gat - segir Bryndís Schram um sögu sína sem komin er út á bók Ólina Þorvarðardóttir og Bryndís Schram velja mýndir í bókina um Bryndísi. Ólína, gamall nemandi Bryndísar, skráði söguna. „ÉG REYNDI í þessari bók að komast eins nærri sannleikanum og ég mögulega gat og er sátt við bókina að því leyti,“ Sagði Bryndís Schram í samtali við Morgunblaðið um bókina sem ber nafn hennar og er komin út. I bókinni segir Bryndís frá lífi sínu allt frá æsku til þessa hausts. Ólína Þorvarðardóttir skráði sögu Bryndísar og byggir á við- tölum við hana um fjölbreyttan lifsferil hennar, skoðanir og sam- ferðamenn segir í frétt frá útgef- anda. Ólína segist í bókinni skyggnast á bak við þá mynd af Bryndísi sem til þessa hefur blasað við megin- þorra almennings. Sagt er m.a. frá leikhúsmálum, skólamálum, stjórn- málum og Qölmiðlum, þá er vitnað í dagbækur Bryndísar og birtir kafl- ar úr bréfum hennar og ýmissa ann- arra, þar á meðal eiginmanns henn- ar, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Morgunblaðið spurði Bryndísi hvort hún væri ánægð með hvernig hefur til tekist. „Ég er svo sem aldrei ánægð, það er endalaust hægt. að halda áfram að dytta að, lagfæra orð hér og setn- ingu þar. Maður er aldrei alveg bú- inn, svo er þetta bara hrifsað út úr höndum manns þegar tíminn er kom- inn. En það þýðir ekkert að vera að sýta það. Ég tók ákvörðun um þetta, eftir töluverðar vangaveltur og for- tölur.“ Hver talaði um fyrir þér? „Útgefandinn, Ólafur Ragnars- son. Þetta var hans hugmynd í upp- hafi og það tók hann um tvo mán- uði að fá mig til að fallast á hug- myndina. Hann hóf máls á þessu við mig í vor og svo byrjuðum við Ólína um miðjan júlí. Það vill svo til að hún er gamall nemandi minn að vestan svo að við þekktumst all náið og það hjálpaði mikið." Bókin hefur hlotið umtal fyrir hreinskilni, meðal annars að þú birt- ir þar bréf sem fóru á milli ykkar Jóns. „Ég tók þá ákvörðun að skrifa þessa bók og þegar sú ákvörðun var tekin, var ekki um það að ræða að sleppa neinu. Annað hvort var að segja allt eða ekkert og ég reyndi að vara heiðarleg. Þessi umræddu bréf, eða brot úr bréfum, ég á þús- und af þeim, voru þar af leiðandi ómissandi því að þau orð sem f þeim standa eru rauði þráðurinn í lífi mínu. Því ekki að gera þetta um fimmtugt á meðan fólk er ennþá forvitið um mig. Um sjötugt verð ég örugglega gleymd og líklega grafin. Það má líka segja, eins og Ólafur Ragnarsson reyndar sannfærði mig um, að fólk þekkir mig, en þekkir aðeins hluta af mér og mér skilst á honum að ég sé mjög umrædd per- sóna. Þá er kannski alveg eins gott að segja sannleikann um sjálfan sig, af algjörri hreinskilni, í stað þess að láta fólk vera að geta í eyðurn- ar, fullt af fordómum." Bókin um Bryndísi er rúmar 300 bls. og eru í henni 40 myndsíður. Vaka-Helgafell gefur bókina út og kostar hún 2.890 krónur. Á þessu korti sést hvar Borgarholt I og Borgarholt II liggja. Færð- ar eru inn þær götur, sem gert er ráð fyrir í teikningum af svæðinu. %■% Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: • • Okutæki flarlægð með krana í umferðarlögunum segir að lögreglu sé heimilt að flytja eða láta flytja brott ökutæki, sem stendur þannig að bjóti í bága við reglur um stöðvun eða lagningu ökutækja, eða að öðru leyti þann- ig að valdi truflun á umferð. Kostnað vegna flutnings og geymslu skál ökumaður greiða. Lögreglan í Reykjavík hefur síðan ákveðnar starfsreglur um hvenær ökutæki skuli flutt með dráttarbifreið, en í þeim segir m.a.: „Standi ökutæki þannig að bein hætta stafi af stöðu þess eða að það teppi á einhvem hátt umferð um götu eða gangstíg, gang- stétt eða heimkeyrslu, skal það fjarlægt með dráttarbifreið í sam- ræmi við starfsaðferðir sem kveðið er á um.“ Lögreglan hefur hing- að til takmarkað sig við hættubrot, en í raun er ekkert í umferðar- lögunum, sem takmarkar möguleika hennar á flutningi ólöglegra staðsettra ökutækja með dráttarbifreið. Framkvæmdin er sú að ökutækið er flutt á lokað athafnasvæði í vörslu dráttarbílafyrirtækisins við Miklagarð og þar er það ekki afhent eigandanum eða umráðamanni fyrr en flutningskostnaður og áfallinn geymslukostnaður hefur verið greiddur. Nú er kostnaður- inn 1500 króna flutningsgjald, 800 króna geymslugjald fyrir dag- inn og 500 króna gjald vegna ólöglegrar stöðu. Samtals em þetta 2800 krónur, en þessa upphæð getur eigandi eða umráðamaður ökutækis sparað sér með því einfaldlega að leggja með löglegum hætti. Ef menn eru ósáttir við málsmeðferð geta þeir skrifað lögreglu- stjóranum greinargerð um málið og er síðan tekin afstaða til máls- bóta, séu þær fyrir hendi. Áður en ökutæki er fjarlægt hveiju sinni er tekin ljósmynd af afstöðu þess, eða gerður vettvangsuppdráttur, eftir atvikum. Fyrstu tiu mánuði ársins voru 1654 bifreiðar fjarlægðar með dráttarbifreið vegna ólöglegrar stöðu. Það er hægt að spara og draga úr óþægindum með því að leggja löglega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.