Morgunblaðið - 02.12.1988, Page 28

Morgunblaðið - 02.12.1988, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Elskar slöngur Suður-afnskur ölgerðarmaður, Denis Groves að nafui, elskar slöng- ur, þó að svo virðast sem ást hans sé ekki endurgoldin. Hann seg- ir, að slöngumar, sem hann á í safiii sínu, hafi bitið hann 22 sinn- um, og hefur hann misst tvo fingur af þeirra sökum. Á myndinni hér fyrir ofan sjáum við hann ásamt uppstoppuðum skriðkvikind- um og skordýrum, sem einnig em tómstundagaman hans. Noregur: Olíuvinnsla hefet á Oseberg-svæðinu Osló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins i Noregi. OLIU- og gasvinnsla hófst á Ose- berg-svæðinu, sem er þriðja stærsta olíusvæði Norðmanna. Það er 130 kílómetra vestur af Bergen. Aðeins er talið að Statfjord og Troll vinnslusvæðin hafi að geyma meiri olíu og gas en Oseberg, sem talið er geyma 209 milljarða rúm- metra af olíu og 73 milljarða rúm- metra af gasi. Jafngilda birgðirnar á Oseberg-svæðinu milli 30 og 40 ára framleiðslu. Fram að aldamótum verður aðeins unnin olía á Oseberg-svæðinu. Verð- ur henni dælt til lands um neðansjáv- arleiðslu. Til að byija með verður gasinu dælt aftur niður í jörðina og geymt þar til síðar. Olíuvinn^lan á svæðinu er á vegum norska stór fyrirtækisins Norsk Hydro, sem er aðaleigandi svæðisins. Fyrst um sinn nemur framleiðslan 100.000 tunnum á sólarhring en verður að öllum líkindum komin í 240.000 tunnur næsta vor. Þegar ákveðið var að ráðast í smíði tveggja risastórra olíuborpalla fyrir Oseberg-svæðið var ráð fyrir því gert að fjárfestingar þyrftu að nema 34 milljörðum norskra króna, jafnvirði 238 milljörðum íslenzkra, áður en fyrstu dropunum yrði dælt á land. Þar sem bor- og annarri tækni er varðar olíuvinnslu hefur fleygt svo mikið fram á undanförn- um árum, hefur upphæðin lækkað og nemur kostnaður „aðeins" 26 milljörðum norskra, eða 164 mill- jörðum íslenzkra. Til þess að olíuvinnsla beri sig á Oseberg-svæðinu þurfa að fást 13,60 dollarar fyrir tunnuna. I því verði er reiknað með 10% arði af fjárfestingarfénu. Lægra verð þýddi að vinnslan yrði dýrt spaug fyrir Norsk Hydro. Beint tap verður þó í raun og veru ekki af olíuvinnslu á svæðinu fyrr en olíufatið fer niður fyrir 12,40 dollara. Hagnaður Norsk Hydro verður því dágóður ef verðið fer upp fyrir 13,60 dollara. Ráða- menn fyrirtækisins kunnu því vel að meta fréttir af fundi olíufram- leiðsluríkja (OPEC) í Vínarborg um síðustu helgi, þar sem samkomulag náðist um aðgerðir er leiða ættu til þess að verðið verði á bilinu 15-18 dollarar. Tékkóslóvakía: Jan Masaryk hafínn til vegs og virðingar á ný? Jyllands-Posten Kommúnistastjórn Tékkóslóvakiu hefúr ekki haldið nafni Jans Masaryks, fyrrum utanríkisráðherra landsins, á loft síðan hann lést með voveiflegum hætti árið 1948. Hafi verið á hann minnst hefúr honum verið lýst sem hégómlegum kvennabósa sem komist hafi til metorða fyrir áhrif föður síns, Tómasar Masaryks, er stofnaði lýð- veldið 1918 og er þjóðhefja i iandinu, einnig meðal kommúnista. Nú hefiir skyndilega orðið breyting á og Masaryk yngri er sagður hafa verið mikill stjórnmálamaður sewm barist hafi af kappi fyrir föðurland sitt. Þetta álit kemur fram í greinargerð frá utanríkis- ráðuneytinu eftir sagnfræðinginn Ivan Broz sem á næsta ári send- ir frá sér fyrstu ævisögu Jans Masaryks sem gefin hefúr verið út í landinu. Þessi þróun vekur furðu þar sem yfirvöld í landinu hafa ekki tekið með silkihönskum á andófsmönn- um í landinu. Meðal þeirra ber sífellt meira á borgaralegum hóp- um, enda þótt Charta 77 samtökin, aðallega vinstrimenn, láti mest til sín taka. Nafn Jans Masaryks hef- ur lengi verið dáð af borgaralegu sinnuðum Tékkum. Jan Masaryk var sendifulltrúi lands sins í London 1925 til 1938 og varð seinna utanríkisráðherra tékknesku útlagastjómarinnar í London á stríðsárunum. Eftir valdarán kommúnista 1948 var hann einn fárra borgaralegra stjómmálamanna sem áttu áfram sæti í ríkisstjóminni. Hann sagðist ætla að nota vinsældir sínar hjá almenningi og álit erlendis til að hamla gegn kommúnistum. Tveim vikum síðar fannst hann látinn í garði utanríkisráðuneytisins. Hvort hann framdi sjálfsvíg með því að fleygja sér út um glugga eða var hrint er enn ekki ljóst. Broz segir Masaryk hafa verið glöggskyggnan og rökfastan and- stæðing fasisma og hafi hann bar- ist af festu og þrautseigju gegn undanlátssemi bresku stjómarinn- ar gagnvart Hitler fyrir stríð. Hann hafi umsvifalaust hafnað Miinc- hen-samkomulaginu sem hafði í för með sér innreið þýska hersins í Tékkóslóvakíu 1938. Broz bætir því við að fjöldi Tékka og Slóvaka af almúgastétt hafi sent Masaryk stuðningsskeyti um þetta leyti og látið í ljós ánægju sína með fram- göngu hans. Talið er að bók Broz geti orðið til þess að mörg þúsund manns, sem urðu fyrir barðinu á ógnar- stjóm kommúnistastjómarinnar Jan Masaryk (t.h.). Myndin var tekin tveim dögum fyrir lát hans en tildrög þess hafa aldrei verið upplýst. árið 1948, fái uppreisn æru. Bent hefur verið á að líkiega viiji stjóm afturhaldssinnans Milosar Jakesar reyna að styrkja sig í sessi gagn- vart umbótasinnum Gorbatsjovs í Moskvu með því að heiðra minn- ingu stjómmálamanns sem nær allir íbúar Tékkóslóvakíu telji með- al mestu sona landsins á síðari tímum. George Bush réttir and- stæðingum sáttarhönd Washington. Reuter. GEORGE Bush, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna hinn 20. janúar næstkomandi, freistar þess nú að ná sáttum við þá menn og þá hópa sem börðust gegn honum í kosningabaráttunni. I gær hitti Bush George Mitchell, nýkjörinn leiðtoga demókrata í öldunga- deild Bandaríkjaþings, og í dag ræðir hann við Michael Dukakis, keppinaut sinn um forsetaembættið. Aðstoðarmenn Bush segjast vænta þess að hann friðmælist einnig við samtök kvenna, svertingja og spænskumælandi manna. Á miðvikudag snæddi.Bush há- degisverð með Jesse Jackson, sem keppti að útnefningu Demókrata- flokksins, og þann sama dag hitti forsetinn tilvonandi leiðtoga um- hverfisverndarsinna í Bandaríkjun- um og lofaði þeim að tekið yrði til- lit til sjónarmiða þeirra. Hvorki Jackson né náttúruvemdarmenn sögðust hafa fengið ótvíræðar yfir- lýsingar frá Bush en sögðust vera ánægðir með að hann skuli reiðubú- inn að hlusta eftir átta ára valdatíð Ronalds Reagans, sem daufheyrst hafí við sjónarmiðum minnihluta- hópa. Chase Untermayer, sem aðstoðar forsetann tilvonandi í leitinni að nýjum embættismönnum, segir að Bush spyiji ætíð þegar haldnir eru fundir: „Hvar eru blökkumennirnir, hvar eru fulltrúar spænskumælandi minnihlutans, hvar eru konurnar?11 Getur sælgæti komið í veg fyrir tannskemmdir? Læknar og vísindamenn hafa uppgötvað nýjar hliðar á þeim félögunum, Karíusi og Baktusi Economíst ALLIR vita, að Karíus og Baktus eða sætindin með öðrum orðum eru ekki bestu vinir tannanna. Bakteríumar eða gerlarnar, sem þrífast i munninum, breyta nefiiilega sykrinum í sým, sem étur glerunginn og veldur tannskemmdum. Á ársfundi bandarísku tann- læknasamtakanna i október sl. vora þessum málum gerð góð skil eins og líklegt er og þar kom fram, að allt er þetta satt og rétt — en aðeins að ákveðnu marki. Nefna má sem dæmi, að margur matur, sem ekki er sætur, getur holað tennumar, til dæmis kart- öfluflögur og brauð, og ástæðan er sú, að amylase, sem er hvati í munnvatninu, brýtur niður sterkj- una og breytir henni í sykur. Þessi sterkja vill oft geymast í munninum í margar klukkustundir og þess vegna getur hún valdið meiri skaða en karamelian alræmda. Eru lakkrís og súkkulaði hollustuvara? Þrátt fyrir sykurinnihaldið getur sumt sælgæti, einkum lakkríshlaup og súkkulaði, dregið úr tann- skemmdunum o'g til er sykuraf- brigði, sem virðist beinlínis koma í veg fyrir þær. Xylitol kallast ef- nið og finnst meðal annars í plóm- um, hindbeijum, jarðarbeijum, blómkáli og lakkrís og það er einn- ig hægt að vinna úr birkiberki, maísöxum og pressuðum sykur- reyr. Xylitol hefur jafn margar hitaeiningar eða er jafn sætt og venjulegur sykur og ávaxtasykur en gerillinn, sem er algengastur í munninum, getur ekki geijað það, brotið það niður. Þess vegna mynd- ast engin sýra og þarafleiðandi engar tannskemmdir. Þessi vitneskja getur komið sér afar vel í fátækum löndum þar sem æ fleira fólk, jafnvel böm og ungl- ingar, missir tennumar vegna auk- ins sykuráts og lítillar tanngæslu. í velferðarríkjunum er hún líka vel þegin þótt þar séu miklu fleiri tann- læknar. Langvarandi áhrif xylitols í þróuðu ríkjunum hefur sykur- neyslan aukist mikið á síðustu árum en svo er flúomotkuninni fyrir að þakka (í drykkjarvatni, tannkremi, matvælum og með penslun), að tannskemmdimar hafa minnkað mikið. Kannanir, sem Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna, WHO, og aðrar hafa gert á skólabömum í mörgum og ólíkum samfélögum, í Thailandi, Frönsku Pólýnesíu, Ungveijalandi, Finnlandi og Kanada, sýna, að flú- or eitt og sér dregur úr tann- skemmdum og einnig xylitol. Lang- best er þó, að þessi tvö efni fari saman. Verður það næsta skrefið í tannverndunarmálum að gefa böraunum lakkrís? Kemur þetta berlega í ljós í fínnskri athugun þar sem annars vegar voru borin saman áhrif flú- ors og hins vegar flúors og xylitol saman. Var hún gerð á 11 og 12 ára gömlum bömum og stóð í tvö ár. Annar bamahópurinn tuggði lakkríshlaup, sem innihélt xylitol, alla daga en hinn aldrei. Að tveim- ur árum liðnum höfðu lakkrísæ- tumar 80% minni tannskemmdir en samanburðarhópurinn. Á næstu þremur árum var öllum bömunum bannað að borða lakkríshlaup en við skoðun að þeim tíma loknum voru lakkrísætumar fyrrverandi enn með 51% minni tannskemmdir en hin bömin. Xylitol virðist því hafa mikil og langvarandi áhrif. Tannsteinninn ekki alvondur Á tannlæknaþinginu kom það einnig fram, að annar alkunnur skuggabaldur er ekki eins slæmur og af er látið. Dr. Stephen Moss, forseti bamatannlækningadeildar- innar við New York-háskóla, komst að því, að tannsteinn (sambland af munnvatni, kolvetni og gerlum) getur geymt flúor, sleppt því smám saman út í munnvatnið og vemdað með því glerunginn. Dr. Newell Johnson, sem starfar við breska tannlækningastofnun, sýndi einnig fram á sambandið á milli tann- steins og annars helsta óvinar tann- heilsunnar en þá er átt við sýking- ar í tannholdi, sem geta tært bei- nið, sem tönnin situr í, og valdið tannmissi. Newell telur, að það sé ekki fyrst og fremst tannsteinninn, sem valdi sýkingunum, heldur fari þær meira eftir tegund þeirra gerla, sem eru í munninum, og því hvernig ónæm- iskerfið bregst við eitrinu, sem þeir framleiða. Sumir eru með ofnæmi fyrir fijókomum eða kattarhári og aðrir eru ofurviðkvæmir fyrir eitr- inu frá gerlunum. Því er það ráðið, segir Newell, að búa til bóluefni gegn gerlunum og tilraunir á dýr- um benda til, að það sé vel gerlegt. .qqu iiWa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.