Morgunblaðið - 02.12.1988, Page 29

Morgunblaðið - 02.12.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 29 Evrópubandalagið: Verður rányrkju- ríkjunum refeað? Genf. Reuter. Náttúruverndarmenn reka nú fyrir því mikinn áróður innan Evrópubandalagsins, að bannað verði að flytja inn harðvið og ann- að timbur frá ríkjum, sem skeyta engu um eyðingu skóganna og annars gróðurs. Gífurleg eyðing hefur átt sér stað í frumskógunum víðast hvar og þess vegna hefur verið lagt til innan EB, að leggi viðkomandi ríki ekki fram áætlun um skynsamlega nýtingu skóganna og nauðsynlega upp- græðslu verði timburinnflutningur frá þeim bannaður innan fímm ára. Átti að taka þessa tillögu fyrir í umhverfísnefnd Evrópuþingsins í gær, fimmtudag. Sérfræðingar telja, að allt að 3% ftumskóganna, sem eru áætlaðir ein milljón hektara, séu eyðilögð á ári hveiju. í Brazilíu þar sem þriðjung regnskóganna er að finna er eyðingin þó miklu örari. Skógareyðingin flýtir fyrir gróðurhúsaáhrifunum svokölluðu vegna þess, að tré og annar gróður gleypa í sig koltvísýringinn en þegar gróðrinum hnignar eykst mengunin að sama skapi í andrúmsloftinU. Brottför 8. desember 30% lœgra vöruverd en í London. Gist á hinu glcesilega Manour House Hotel. Verb kr. 20.900.- stgr. Innifalid: Flug} ferbir til ogfrá flugyelli, gisting og morgunverdur. Upplýsingar í síma 622218. BORGARFÉLAGAR. Bretland: Reuter Hoxha tróniryfír hörnunum Albanskir nemendur standa fyrir framan turn með mynd af Enver Hoxha, fyrrum leiðtoga albanska kommúnistaflokksins, í bænum Shkoder í Norður-Albaníu. Albönsk síjórnvöld fyrirhuga að reisa grafhýsi fyrir smurling Hoxha. Fyrsta bjór- lausa kráin gefst upp Exeter. Reuter. FYRSTA áfengislausa kráin, sem sett hefur verið á stofti í Bret- landi, neyddist nýlega til að leggja upp laupana vegna rekstrarerfið- leika. Kráin nefndist Varðan (The Milestone) og var opnuð fyrir þremur árum sem valkostur fyrir fólk, sem á við áfengisvandamál að strfða. f stað hefðbundins bresks öls hafði Varðan á boðstólunum áfengislausan bjór, mjólkurhristing og ávaxta- drykki. En sala mjúku drykkjanna stóð ekki undir sér, þegar styrkjum frá sveitarfélaginu og heilbrigðisyfir- völdum var kippt burt. Forstjórinn, Norrie McKechnie, sem er 41 árs gamall fyrrverandi drykkju- maður, sagði: „Lokunin hjá okkur verður sjálfsagt til þess, að fólk held- ur, að áfengislausar krár séu vonlaus hugmynd. Svo er þó ekki, hugmyndin er góð, það var bara viðskiptalega dæmið, sem gekk ekki upp.“ leöur í setum og baki. Leöurlíki aö aftan og utari á. Mál: 220 x 270 cm. Sérlega hagstœtt verö: Kr. 105.900,- eöa 98J500staögreitt. TAKMARKAÐ MAGN! JÍTWWW suBumummBmm 22 S:360H

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.