Morgunblaðið - 02.12.1988, Side 31
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖS’Í'UDAGUR 2. DESEMBER 1988
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988
31
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
MR
Menntaskólinn í Reykjavík
(MR) er meðal elstu og
virðulegustu stofnana landsins,
ef rétt er að komast þannig að
orði um síungan og lifandi
skóla. MR hefur sér margt til
ágætis og ekki síst það, að
hann veitir nemendum sínum
piýðilega menntun. Hefur verið
haldið þannig á stjóm skólans
og kennslu, að þar hefur hvorki
verið slakað á kröfum né látið
undir höfuð leggjast að nýta
sér dýrmæta reynslu og hefðir.
Menntaskólinn í Reykjavík
er ekki aðeins virðuleg og góð
menntastofnun, hann er einnig
prýði í hjarta höfuðborgarinnar.
Pyrir rúmum þrjátíu árum var
í alvöru um það rætt að flytja
MR úr miðborg Reykjavíkur á
þann stað, þar sem Menntaskól-
inn við Hamrahlíð (MH) er nú.
Urðu um það mál nokkrar deil-
ur sem lyktaði með því að á
sjöunda áratugnum tók MH til
starfa og síðan hafa fleiri skól-
ar komið til sögunnar í
Reykjavík, þar sem unnt er að
afla sér þeirrar menntunar er
dugar til náms í háskóla. MR
var áfram á sínum stað við
Lækjargötuna í húsinu, sem
brátt verður 143 ára. Nú þegar
rætt er um hnignun miðborgar
Reykjavíkur í samkeppni við
ný verslunarhverfi, ættu menn
að ímynda sér, hve miklu dauf-
ara yrði í hjarta borgarinnar,
ef MR hyrfí þaðan með starf-
semi sína.
Því er þetta rifjað upp nú, að
í gær birtust hér í blaðinu grein-
ar og áskorun, þar sem dregin
er upp dapurleg mynd af hús-
næðismálum MR og hvatt til
þess að gripið verði til gagnráð-
stafana. Guðni Guðmundsson
rektor MR lýsir ófremdar-
ástandinu í húsnæðismálum
meðal annars með þessum orð-
um: „Þrengslin eru náttúrulega
gífurleg og fjöldi nemenda í
stofu í mörgum tilvikum meiri
en staðall Heilbrigðiseftirlits
ríkisins segir til um, því að enn
er reynt að leyfa öllum, sem
þess æskja, að reyna sig. Um-
ferðarþungi á göngum gamla
hússins verður oft allsvakaleg-
ur, þegar þriðjubekkingar, sem
látnir eru koma inn í allar eyð-
ur í stofum efribekkinga vegna
tíma í sérkennslustofum og
leikfimi, mæta hinum eldri í
stigum og á göngum.“
MR hefur fengið inni í mörg-
um húsum í nágrenni sínu. A
hinn bóginn hefur ekki verið
tekið á húsnæðismálum skólans
af þeim myndarskap sem dugar
til að ytri umbúnaður þess
merka starfs sem unnið er inn-
an veggja skólans sé viðun-
andi. Morgunblaðið tekur undir
með þeim sem telja, að nú þurfí
tafarlaust að bæta úr brýnum
húsnæðisvanda skólans og
leggja jafnframt drög að nýju
varanlegu framtíðarhúsnæði á
lóð skólans. Gangi stjórnvöld
ekki til þess verks hlýtur það
að koma til álita, sem Sigurður
Líndal prófessor nefnir í Morg-
unblaðsgrein sinni í gær: „Það
verður nú æ ljósara hversu
stjómmálamönnum eru mis-
lagðar hendur um að leysa þau
mál sem þeir hafa tekið að sér.
Má meðal annars hafa það til
marks að kröfúr um einkavæð-
ingu gerast sífellt háværari í
flestum ríkjum heims, ekki sízt
þeim sem kenna sig við sósíal-
isma. Ef stjómmálamönnum
reynist um megn að leysa hús-
næðisvanda Menntaskólans í
Reykjavík og búa að öðm leyti
tilhlýðilega að honum sýnist
mér að skoða ætti þann kost
að gera skólann að sjálfseignar-
stofnun áþekkt og hann var
meðan hann var dómkirkju-
skóli.“
Menntaskólinn í Reykjavík á
marga að sem finnst þeir eiga
sinni gömlu og góðu mennta-
stofnun skuld að gjalda. Allir
sem vilja veg skólans og góðrar
menntunar landsmanna sem
mestan þurfa að leggja hönd á
plóginn með forráðamönnum
Menntaskólans í Reykjavík svo
að greitt verði úr vandræðum
hans með þeim hætti sem ber.
Það ástand sem Guðfínna
Ragnarsdóttir kennari við MR
lýsir getur ekki varað lengi
enn; hún segir: „Það er dapur-
legt þegar þrengsli, slæmur
aðbúnaður, óviðunandi starfs-
tími og skortur á flestu því, sem
í dag þykir sjálfsagt til kennslu,
stendur í vegi fyrir besta mögu-
lega árangri og leggur stein í
götu þessa framsækna, duglega
æskufólks."
MR býr að miklum og góðum
arfí. Þangað er hægt að sækja
dýrmæta menntun í breyttu
þjóðfélagi. Kröfurnar eru sem
betur fer í samræmi við þau
fyrirheit, sem erfðust úr Bessa-
staðaskóla. Það er mikilvægt í
umróti samtímans þegar
smekkur og verðmætaskyn eiga
undir högg að sækja. Og ómet-
anlegt að svo merk stofnun sem
MR skuli enn þekkja sinn vitj-
unartíma.
Bandarískt sérfræðirit fjallar um viðbúnað varnarliðsins í Keflavík:
Stöðugt efltirlit með umsvifum
flota og flughers Sovétmanna
BANDARÍSKA vikuritið Aviati-
on Week and Space Technology
birti nýverið ítarlega umfjöllun
um varnarliðið í Keflavík, við-
búnað þess og tækjakost auk
þess sem jafhframt var fjallað
helstu verkefni flugsveita
Bandaríkjamanna hér á landi.
Tímarit þetta fíallar um flugmál
og framfarir á því sviði og þykir
bæði vandað og áreiðanlegt. I
greinni er rætt er við Eric
McVadon flotaforingja, yfir-
mann vamarliðsins, og nokkrir
flugmenn lýsa þeim verkefhum
sem þeir þurfa að glíma við, oft-
ar en ekki við erfiðar aðstæður.
Þá er fíallað um endurnýjun rat-
sjárvama, byggingu nýrrar
stjórnstöðvar, björgunarstörf
varnarliðsmanna á hafi úti og
áætlanir um liðsflutninga hingað
til lands á átakatímum.
í greininni segir að búnaður
vamarliðsins miðist einkum við
gagnkafbátahernað og kafbátaleit.
Flugsveitimar ráði yfir kafbátaleit-
arflugvélum af gerðinni P-3C (Ori-
on), F-15C omstuþotum auk elds-
neytisflugvélar. Eric McVadon,
yfirmaður vamarliðsins, segir P-3C
flugvélarnar gegna sérlega mikii-
vægu hlutverki við kafbátaleit en
að auki berist upplýsingar um ferð-
ir kafbáta frá hljóðnemum sem
komið hafi verið fyrir á hafsvæðinu
milli Grænlands, íslands og Bret-
lands. Fram kemur að ein P-3 flug-
vél í eigu Hollendinga er að jafnaði
hér á landi og vikið að því að nor-
skar og kanadískar flugvélar þessar
gerðar hafi oft viðkomu í Keflavík.
Hljóðlátari kafbátar
I greininni er minnt á óleyfilega
sölu japanska fyrirtækisins Toshiba
og norska ríkissfyrirtækisins
Kongsberg á tækjabúnaði til Sov-
étríkjanna en fullyrt hefur verið að
búnaður þessi hafi gert Sovétmönn-
um kleift að gera kafbáta sína
hljóðlátari en áður. „Ég fullyrði að
nýjustu kafbátar Sovétmanna eru
mun hljóðlátari en eldri gerðirnar,“
segir Eric McVadon. „Sökum þessa
er erfíðara að fylgjast með ferðum
þeirra og við höftim átt í erfíðleikum
með að gera nauðsynlegar úrbæt-
ur,“ bætir hann við. McVadon
kveðst ekki geta sagt til um hvort
Sovétmönnum hafi með búnaði
þessum tekist að gera eina ákveðna
gerð kafbáta hljóðlátari en áður en
segir ljóst vera að þeir hafí náð
umtalsverðum árangri á þessu sviði
á undanfömum árum. Telur
McVadon hugsanlegt að upplýsing-
ar frá njósnurum t.a.m. Walker-
Whitworth njósnahringnum og ann-
ars konar iðnaðamjósnir hafi ráðið
miklu um þessa þróun.
í máli McVadons kemur fram að
ferðir sovéskra kafbáta í nágrenni
Islands hafí dregist saman á und-
anfömum ámm. „Færri sovéskir
kafbátar koma inn á varnarsvæði
okkar en áður. Kafbátar þeirra
halda sig lengra norður frá en áður
þaðan sem þeir geta náð til allra
skilgreindra skotmarka með lang-
drægum kjarnorkueldflaugum.
„Typhoon" og „Delta“ kafbátar
Sovétmanna bera þess háttar
vopnabúnað," segir McVadon.
„Typhoon“-kafbátar bera 20 lang-
drægar kjamorkueldflaugar af
gerðinni SS-N-20 en hver þeirra
ber sjö kjamaodda sem grandað
geta sjö mismunandi skotmörkum.
Hver eldflaug dregur rúmlega
3.000 kílómetra. Á átakatímum
myndu kafbátar þessir halda sig
nærri ströndum Sovétríkjanna og
njóta verndar smærri árásarkaf-
báta, skipa og flugvéla. Drægni
eldflauganna er slík að auðveldlega
má skjóta þeim á skotmörk í Banda-
ríkjunum norðan úr Barentshafi.
Árásarkafbátar Sovétmanna eru
hins vegar enn á ferðinni í GIUK-
hliðinu en svo er hafsvæðið milli
Grænlands, íslands og Bretlands
iðulega nefnt. Dísel-knúnir kaf-
bátar em yfirleitt á leið til Miðjarð-
arhafsins en kjarnorkuknúnir kaf-
bátar em bæði hafðir til taks þar
og á Atlantshafi. Á átakatímum er
gert ráð fyrir að þessir bátar myndu
hafa það verkefni með höndum að
hindra birgða- og liðsflutninga frá
Bandaríkjunum yfír Atlantshaf til
Evrópu.
Minnkandi umsvif
flughersins
I greininni kemur ennfremur
fram að umsvif sovéska flughersins
Vamarliðið
Flugvélar af gerðinni P-3C gegna mikilvægn hlutverki við kafbátaleit
í nágrenni íslands.
Vamarliðið
AWACS-flugvél af gerðinni E3 á flugi í fylgd tveggja F-15C orustu-
þotna.
í nágrenni íslands hafí sömuleiðis
dregist saman á undanförnum
þremur ámm. Kveðst Eric McVa-
don ekki vita fyllilega hvernig skýra
beri þessa þróun en telur hugsan-
legt að Sovétmenn hafí viljað afla
sér nánari upplýsinga um F-15 or-
ustuþoturnar sem teknar vom í
notkun 1985. McVadon bætir við
að eigi að síður fljúgi þotur Banda-
ríkjamanna í veg fyrir sovéskar
herflugvélar um 150 sinnum á ári
hveiju. Nýverið hafi sovéskar
sprengjuflugvélar af gerðinni „Bear
H“ verið við æfingar norður af Is-
landi en þær bera einnig langdræg-
ar stýriflaugar. (Flugvélar þessar
em af-gerðinni Túpolev Tu. 95 en
vestrænir sérfræðingar nefna þær
,,Bear“). Þá sé íjöldi véla af gerð-
inni „Bear F“ sem búnar em til
kafbátaleitar jafnan á lofti yfir
Noregshafi auk þess sem „Bear
D“-könnunarvélar fljúgi iðulega
nærri ströndum íslands á leið til
og frá herstöð Sovétmanna í San
Antonio de los Banos á Kúbu.
Viðvaranir frá
Norður-Noregi
Yfirleitt berast varnarliðinu í
Keflavík fyrst upplýsingar um ferð-
ir ókunnra flugvéla frá ratsjárstöðv-
um í Norður-Noregi. Em flugvél-
arnar þá að öllu jöfnu á leíð vestur
fyrir 30. gráðu austlægrar breidd-
ar. Undantekningarlítið er um að
ræða sovéskar Túpolev Tu 95 flug-
vélar („Bear") í könnunarflugi.
Stöku sinnum em „Bear H“ flugvél-
ar á ferðinni sem borið geta lang-
drægar eldflaugar af gerðinni AS-
15 eins og minnst var á hér að fram-
an en eldflaugar þessar em þær
öflugustu sem flugher Sovétmanna
ræður yfir og bera eina 250 kíló-
tonna kjarnahleðslu. Yfirleitt er
ratsjárflugvél af gerðinni E3
AWACS send á loft frá Keflawík
til að afla nánari upplýsinga. Þegar
ratsjármerkin taka að nálgast varn-
arsvæði Islands eru F-15 orustuþot-
ur sendar á loft og fljúga þær í veg
fyrir sovésku vélarnar. 18 þotur af
gerðinni F-15C em staðsettar hér
á landi en að auki em hér tvær
F-15D þotur sem em tveggja sæta.
Ávallt til taks
Tvær þotur em til taks allan
sólarhringinn og líða aðeins um
fimm mínútur frá því viðvömn berst
þar til þær em komnar á loft. Þot-
urnar em búnar tveimur AIM-7M
Sparrow-flugskeytum og eldsneytið
nægir til fjögurra klukkustunda
flugs. Á friðartímum em þoturnar
ekki sendar á loft ef skýjahæð er
innan við 500 fet og skyggni minna
en ein míla. Sovésku flugvélamar
.
Ei^hÍShwIÍII. .•—.Lí.. ■,
9Ms
Þota frá varnarliðinu fylgir eftir sovéskri kafbátarleitarflugvél af gerðinni „Bear D“.
halda sig í mismikilli hæð eftir því
hver tilgangurinn með flugi þeirra
er. Þannig fljúga omstuþotur varn-
arliðsins yfirleitt í veg fyrir „Bear
H“ vélar norður af Islandi og em
þær yfirleitt í mikilli hæð. D og F
gerðimar sem búnar em til kaf-
bátaleitar og könnunarflugs koma
yfirleitt í lágflugi úr austri eða suð-
austri. Nýverið flugu tveir flug-
mannana í veg fyrir „Bear D“ flug-
vél þar sem hún var stödd í um
1.000 feta hæð 500 sjómílur suð-
austur af Keflavík. Flugmermirnir
sem rætt er við segja að sökum
stöðugrar umferðar sovéskra her-
flugvéla í nágrenni íslands geti
menn öðlast dýrmæta reynslu á
skömmum tíma hér á landi. „Kaf-
bátaferðir em óvíða tíðari en á haf-
svæðinu í nágrenni íslands og því
koma flugsveitir oft hingað til æf-
inga. Oft er þetta eina tækifærið
sem menn fá til æfinga við raun-
vemlegar aðstæður," segir M.J.
Camso, yfírmaður starfsliðs flug-_
sveita Bandaríkjaflota á Islandi. Í
september á þessu ári fóm fram
viðmiklar heræfingar á vegum Atl-
antshafsbandalagsins á Noregshafi
sem nefndar vom „Teamwork 88“.
20 langdrægar kafbátaleitarflug-
vélar frá fjölmörgum ríkjum Atl-
antshafsbandalagsins vom stað-
settar hér á landi er æfingarnar
fóm fram.
Ratsjárkerfið úrelt
I greininni er vikið að endurbót-
um á ratsjárkerfinu hér á landi og
byggingu nýrrar stjómstöðvar
varnarliðsins. Eric McVadon segir
brýnasta verkefnið vera það að
ljúka endurbótum á ratsjárkerfínu
fyrir árið 1990. Gamla kerfið hafi
verið öldungis úrelt og því hafi sjálf-
virkt loftvarnarkerfi verið tekið í
notkun í í sumar. Kerfið sé þó ein-
ungis hugsað sem bráðabirgðalausn
þar til endurnýjuninni verði að fullu
lokið um miðjan næsta áratug.
Nýja kerfið muni vinna úr upplýs-
ingum frá ratsjárstöðvum í Keflavík
og Höfn en fyrirhugað sé að end-
umýja þann búnað auk þess sem
ákveðið hafí verið að reisa tvær
nýjar ratsjárstöðvar á norðurlandi.
Nýja kerfið vinnur úr upplýsingum
frá ratsjárstöðvunum fjómm og
getur tekið við upplýsingum um
ferðir flugvéla í nágrenni landsins
beint frá AWACS-flugvélum
Bandaríkjamanna og annarra aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins.
McVadon flotaforingi segir að
samtals hafi um einum milljarði
(rúmum 45 milljörðum íslenskra
króna) verið veitt til nauðsynlegra
endurbóta á varnarkerfinu. Vita-
skuld hafi þurft að leita samþykkis
íslenskra stjómvalda og hafi ut-
anríkisráðherra íslands sýnt
pólitískt hugrekki er ákveðið var
að heimila framkvæmdirnar. Um-
talsverður meirihluti þjóðarinnar sé
hins vegar hlynntur aðild að Atl-
antshafsbandalaginu og vem varn-
arliðsins hér á landi.
Landvarnir íslands
Minnt er á að sökum langvarandi
einangmnar landsins og sögu þess
hafi vera vamarliðsins hér á landi
oft reynst viðkvæmt mál bæði í
félagslegu og pólitísku tilliti. Að
sögn Erics McVadons starfa um
5.500 Bandaríkjamenn í varnar-
stöðinni í Keflavík. „Jafnvel þessi
fámenni hópur gæti haft yfirþyrm-
andi áhrif á íslenskt menningarlíf,"
bætir hann við.
Á friðartímum em um 500 her-
menn og öryggisverðir í varnarstöð-
inni. Hersveit þessi er vopnuð riffl-
um, hríðskotabyssum og sprengju-
vörpum og fara æfingar fram einu
sinni í mánuði. Tvisvar á ári hveiju
fara fram sérstakar æfingar sem
Friðþór Eydal
miða að því að kanna viðbúnað og
getu liðsaflans til að verjast hugs-
anlegum árásum sovéskra sérsveita
sem í daglegu tali em nefndar
„Spetsnaz" og sérhæfa sig í
skemmdarverkastarfsemi.
Ef til ófriðar dregur er gert ráð
fyrir því að hingað til lands komi
varaliðssveit sjálfboðaliða úr land-
her Bandaríkjanna. Síðasta sumar
fóm fram viðamiklar æfingar liðs-
aflans í Kanada og birti Morgun-
blaðið frásögn af þeim auk viðtals
við Thomas Stone hershöfðingja,
sem stjórnar sveitunum á milli þess
sem hann kennir stærðfræði í fram-
haldsskóla einum í Bandaríkjunum.
Hersveitin æfir reglulega landvarn-
ir íslands í Bandaríkjunum auk
þess sem nokkrir hermenn hafa
komið hingað til æfinga með leyfi
íslenskra stjórnvalda. Hersveitin
ræður yfir þyrlum, brynvögnum og
stórskotaliði auk þess sem innan
hennar em sérsveitir sem annast
læknisþjónustu, flutninga, fíar-
skipti osfrv. Eric Mcvadon segir að
fyrirhugað sé að hluti hersveitar-
innar komið hingað til lands til
æfinga næsta sumar og er gert er
ráð fyrir því að um 1.000 menn
taki þátt í þeim.
A.Sv.
Könnun Fjórðungssambands Norðlendinga:
Víða eru horfiir á tímabundnu
eða viðvarandi atvinnuleysi
Greiðslugeta sveitarfélaga og fyrirtækja áberandi lakari en áður
Akureyri.
VÍÐA eru horfur á tímabundnu atvinnuleysi á Norðurlandi á næstu
mánuðum og á nokkrum stöðum má búast við að það verði viðvarandi.
Atvinnuástand í vinnslu landbúnaðarafurða er sæmilegt á stærri stöðun-
um, en frekar dökkt á þeim minni. í útgerð og fískvinnslu er ástandið
almennt sæmilegt hvað atvinnu snertir. í almennum iðnaði er ástandið
víðast hvar viðunandi, en í allnokkrum tilvikum er það bágborið eða
jafnvel alvarlegt. í byggingariðnaði er það víðast hvar gott eða þokka-
legt og í verslun og þjónustu er ástandið viðunandi. Greiðsluskil fyrir-
tækja eru áberandi verri við sveitarfélögin en undanfarin ár. Allvíða
hefur fyrirtækjum verið lokað og er þar oft um stóra atvinnurekendur
að ræða. Greiðslugeta sveitarfélaganna er áberandi verri en á undan-
gengnum árum og á allnokkrum stöðum hefiir borið á búseturöskun.
Þetta eru meginniðurstöður könn-
unar, sem Fjórðungssamband Norð-
lendinga hefúr gert, en á fundi fjórð-
ungsstjómar þann 21. október sl. var
ákveðið að kanna stöðu og horfur í
atvinnumálum á Norðurlandi. Spum-
ingalisti var sendur til 24 sveitarfé-
laga og bámst svör frá 22 þeirra. Á
Norðurlandi vestra náði könnunin til
sjö sveitarfélaga. Á Norðurlandi
eystra náði hún til fimmtán sveitarfé-
laga.
Norðurland vestra
Á Blönduósi, Sauðárkróki og
Siglufirði er atvinnuástand með
sæmilegasta móti. Útlit er fyrir við-
varandi atvinnuleysi á Blönduósi, en
tímabundið á Siglufirði. Athygli vek-
ur að atvinnuástand í byggingar-
iðnaði er gott í báðum þessum kaup-
stöðum. Varðandi greiðsluskil fyrir-
tækja við sveitarfélögin eru þau al-
mennt verri en undanfarin ár nema
á Blönduósi þar sem þau eru svipuð.
Á Blönduósi hafa stórir atvinnurek-
endur lagt upp laupana. Greiðslugeta
kaupstaðanna er áþekk og undnafar-
in ár nema hvað hún er verri á Siglu-
fírði. Þar hefur jafnframt borið á
fólksflótta. Atvinnuhorfur em sæmi-
legar á Blönduósi og Sauðárkróki,
en óvissar á Siglufirði.
í öðmm sveitarfélögum á Norður-
landi vestra er atvinnuástand sæmi-
legt í Ytri-Torfustaðahreppi og
Höfðahreppi, en bágborið í Hvamm-
stanga- og Hofsóshreppi. Útlit er
fyrir viðvarandi atvinnuleysi í
Hvammstangahreppi, en óvissa ríkir
um það hvort atvinnuleysi í Hofsós-
hreppi verði tímabundið eða jafnvel
viðvarandi. í Hvammstangahreppi
er dökkt ástand í atvinnurekstri sem
tengist vinnslu landbúnaðarafurða,
almennum iðnaði og byggingariðn-
aði. Þá er ástand bágborið í verslun
og þjónustu. í Hofsóshreppi er at-
vinnuástand bágborið, bæði í útgerð
og fiskvinnslu, en dökkt í byggingar-
iðnaði. í Höfðahverfi og Ytri- Torfu-
staðahreppi er atvinnuástand með
sæmilegasta móti nema hvað í
Höfðahverfí er bágborið ástand í al-
mennum iðnaði. Greiðsluskil fyrir-
tækja em verri við sveitarfélögin
nema í Ytri-Torfustaðahreppi, þar
em þau svipuð liðnum ámm. Það var
samdóma álit sveitarfélaganna að
meira beri á því nú að fyrirtæki legðu
upp laupana. I Hvammstangahreppi
og Höfðahreppi er um stóra atvinnu-
rekendur að' ræða. Greiðslugeta
sveitarfélaganna er verri en verið
hefur nema í Ytri-Torfustaðahreppi.
Þar er hún betri. Borið hefur á fólks-
flótta frá Ytri-Torfustaðahreppi og
Hofsóshreppi. Atvinnuhorfur, sam-
anborið við undanfarin ár, em sæmi-
legar í Höfðahreppi, óvissar í Ytri-
Torfustaðahreppi og Hofsóshreppi,
en dökkar í Hvammstangahreppi.
Norðurland eystra
Atvinnuástand er sæmilegt á
Dalvík og Húsavík, en bágborið á
Akureyri og Ólafsfirði, samkvæmt
niðurstöðum könnunarinnar. í öllum
kaupstöðunum er útlit fyrir tíma-
bundið atvinnuleysi. Ástand í fisk-
vinnslu er dökkt á Ólafsfirði, en gott
í byggingariðnaði. Á Dalvík er gott
ástand í útgerð, almennum iðnaði,
byggingariðnaði, verslun og þjón-
ustu. Á Akureyri er sæmilegt ástand,
nema í álmennum iðnaði, en þar er
það dökkt. Á Húsavík má ástandið
heita sæmilegt, nema í fískvinnslu.
Greiðsluskil fyrirtækja í þessum
kaupstöðum em alls staðar verri en
undanfarin ár. Aðeins á Ólafsfirði
hefur borið á því undangengin ár að
fyrirtækjum sé lokað og er þar um
stóra atvinnurekendur að ræða.
Greiðslugeta sveitarfélaganna er al-
mennt verri nema á Akureyri. Ekki
hefur borið á fólksflótta frá þessum
bæjum þó ástandið í Ólafsfirði sé í
mikilli óvissu. Almennt er talið að
atvinnuhorfur séu óvissar saman-
borið við undanfarin ár nema á
Dalvík, þar em þær taldar sæmileg-
ar.
í Hríseyjarhreppi, Árskógshreppi,
Skútustaðahreppi, Reykdælahreppi
og Raufarhafnarhreppi er atvinnu-
ástand gott. í Presthólahreppi er það
hinsvegar dökkt og bágborið í Sval-
barðsstrandarhreppi. Annars staðar
telst það sæmilegt. Útlit er fyrir
tímabundið atvinnuleysi í Hríseyjar-
hreppi, Svalbarðsstrandarhreppi,
Skútustaðahreppi og Þórshafnar-
hreppi. Líklegt er að um viðvarandi
atvinnuleysi verði að ræða í Prest-
hólahreppi. í Hríseyjarhreppi er
ástand gott í byggingariðnaði, versl-
un og þjónustu. I Svalbarðsstrandar-
heppi er gott ástand í byggir.gariðn-
aði, en dökkt í vinnslu landbúnaðar-
afurða og bágborið í útgerð. í Grýtu-
bakkahreppi er ástandið bágborið í
almennum iðnaði, byggingariðnaði,
verslun og þiónustu. I Skútustaða-
hreppi er gott ástand í almennum
iðnaði, en bágborið í verslun og þjón-
ustu. í Presthólahreppi er dökkt
ástand í vinnslu landbúnaðarafurða,
útgerð og almennum iðnaði, en bág-
borið í fiskvinnslu. í Raufarhafnar-
hreooi er gott ástand í útgerð, fisk-
vinnslu, byggingariðnaði, verslun og
þjónustu. í Þórshafnarhreppi er gott
ástand í útgerð og byggingariðnaði.
Annars staðar er atvinnuástand með
sæmilegasta móti.
Greiðsluskil fyrirtækja við sveitar-
félögin era verri en undanfarin ár í
Svalbarðsstrandarhreppi, Grýtu-
bakkahreppi, Presthólahreppi og
Þórshafnarhreqpi, en betri í Raufar-
hafnarhreppi. I Presthólahreppi og
Reykdælahreppi ber meira á því en
undanfarin ár að fyrirtækjum sé lok-
að. Greiðslugeta sveitarfélaganna er
verri en tíðkast hefur i Arskógs-
hreppi, Hrafnagilshreppi, Grýtu-
bakkahreppi, Skútustaðahreppi,
Presthólahreppi og Þórshafnar-
hreppi, en betri í Reykdælahreppi. Á
öðmm stöðum er hún svipuð. Borið
hefur á fólksflótta úr Grýtubakka-
hreppi, Presthólahreppi og Raufar-
hafnarhreppi. Atvinnuhorfur virðast
almennt vera sæmilegar á þessum
stöðum nema í Presthólahreppi, þar
sem þær em dökkar. I Grýtubakka-
hreppi og Svalbarðsstrandarhreppi
em atvinnuhorfur óvissar. Aðeins í
Raufarhafnarhreppi em atvinnuhorf-
ur taldar góðar.