Morgunblaðið - 02.12.1988, Page 35

Morgunblaðið - 02.12.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 35 Pennadagar í Pennanum PENNINN, sem verið hefur sér- verslun með skriffæri siðan 1932, hefur ákveðið að eftia til kynning- ar á ýmsum hinna þekktari teg- unda sjálfblekunga, þ.e. Lamy, Cross, Pelikan, Parker, Sheaffer og Mont Blanc. Fer sú kynning fram i versluninni i Austurstræti 10 í dag, föstudaginn 2. des., og í Pennanum í Kringlunni á morg- un, laugardaginn 3. des. Ólafur Finnbogason mun leið- beina viðskiptavinum Pennans. Hann hefur unnið við pennavið- gerðir síðan 1938 og er þekktur kunnáttumaður í meðferð penna. Halldór Ólafsson bankamaður og skrautritari, þekktur fyrir áhuga sinn og söfiiun á pennum, verður einnig til staðar og skrautritar fyrir viðskiptavini. Boðið er upp á ókeypis áletrun á alla penna sem keyptir eru í verslunum Pennans þessa pennadaga. Notkun sjálfblekunga verður nú æ algengari. Þessi staðreynd kann að koma á óvart — ýmsir eflaust haldið að dagar sjálfblekunga væru taldir. En í menningarmálagreinum vand- aðra tímarita er ijallað um endur- reisn sjálfblekungsins um allan heim. Líkast til er það í mótmælaskyni við tölvutækni nútímans að menn grípa nú aftur til vandaðra og dýrra skrif- færa. (Fréttatilkynning) Broddur í Miklagarði KONUR í Hrunasókn í Hruna- mannahreppi selja brodd í Mikla- garði við Sund í dag, föstudag, frá klukkan 13. Salan á broddinum er til ágóða fyrir Hrunakirkju, en um þessar mundir er unnið að endurbótum á kirkjunni og kirkjugarðinum. Katrín og Haraldur Freyr í hlutverkum sínum i Emil í Kattholti. Síðasta sýning á Emil í Kattholti LEIKFÉLAG HafiiarQarðar tók til sýninga í byrjun mars á þessu ári barnaleikritið „Emil í Kattholti“, eftir Astrid Lind- gren, í þýðingu Vilborgar Dag- bjartsdóttur. Leiksfjóri var Viðar Eggertsson. Sýningunni var vel tekið og í fyrsta skipti í sögu leikfélagsins var uppselt á 2. sýningu löngu áður en frumsýnt var. Sýnt var fram eftir vori og alltaf fyrir fullu húsi. Vegna eindreginna óska um Emil á fjalir Bæjarbíós að nýju, er starfið hófst í haust, var ákveð- ið að halda áfram þar sem frá var horfíð og var fyrsta sýningin 1. október. Sýningamar á leikritinu eru nú orðnar 39 talsins og hafa komið yfír 8.000 manns, alls staðar af landinu, til að sjá prakkarann Emil í Kattholti, Idu, systur hans, kærustuparið Línu og Alfreð, sem og alla hina í Kattholti. Nú er hins vegar komið að þeim tímamótum að Emil yfírgefí sviðið í Bæjarbíói og rými fyrir öðrum sýningum. Laugardaginn 3. desember kl. 16 verður að öllum líkindum síðasta sýningin í Bæjarbíói. Þess ber að geta að unglinga- leikhús Leikfélags Hafnarfjarðar frumsýndi á dögunum unglinga- leikritið „Þetta er allt vitleysa, Snjólfur". Verkið er skrifað af unglingunum sjálfum í samráði við leikstjórann, Guðjón Sigvalda- son. Þessi sýning er afkvæmi þess krafts sem í nútímaunglingum býr og er fólk eindregið hvatt til að sjá þessa sýningu. (Fréttatilkynning) Stofiiun Landssam- taka foreldra bama með lestrarerfíðleika STOFNFUNDUR Landssamtaka foreldra barna með lestrar- erfiðleika verður haldinn laugardaginn 8. desember nk. Fund- urinnverður haldinn í Breiðholtsskóla í Reykjavík og hefst hann kl. 14.00. Markmið samtakanna eru með- al annars að vera stuðningssamtök foreldra og aðstandenda barna með alvarlega lestrarerfiðleika, að efla fræðslu og skilning á vanda bama með lestrarerfiðleika, að stuðla að viðunandi sérkennslu slíkra barna og tryggja menntun- armöguleika þeirra að grunnskóla loknum. Þá mun félagið kosta kapps um að styrkja rannsóknir á lestrarerfíðleikum bama. Foreldrum og aðstandendum bama með lestrarerfíðleika er sér- staklega boðið til fundarins. Einn- ig er öllu áhugafólki um markmið samtakanna heimil þátttaka í störfum þeirra. Þegar hafa um 120 manns úr Reykjavík og nágrenni tilkynnt um þátttöku. Samtökun- um er ætlað að starfa sem lands- samtök og stefnt verður að því að starfrækja sérstakar deildir í" hveiju fræðsluumdæmi landsins. Með lestrarerfíðleikum er eink- um átt við sérstök vandkvæði bama að tileinka sér lestur, án þess þau víki frá eðlilegri greind. Talið er að um 2—5% bama á skólaaldri eigi við slíka erfíðleika að stríða. Yfírleitt em þessi böm með lestrarhraðaeinkunn á bilinu 3.0—4.0 í lok 3. bekkjar gmnn- skólans. Nýjungar í veitinga- húsinu Casablanca NÝIR stjórnendur hafa tekið við rekstrinum á veitingahús- inu Casablanca við Skúlagötu. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar innanhúss og m.a. hafa verið málaðar nýjar myndir á listaverkaveggina þijá. Staðurinn verður eftir sem áður opinn á föstudags- og laugardags- kvöldum en fimmtudagskvöld verða að einhveiju leyti notuð undir sérstakar uppákomur og þá helst með lifandi tónlist. Aðra daga vikunnar verður staðurinn leigður út fyrir einkas- amkvæmi. Föstudagskvöldið 2. desember verður lokað boð til kl. 00.30 en eftir það verður opið fyrir almenn- ing. (Fréttatilkynning) Almanak Þroskahjálp- ar 1989 er komið út ÚT ER komið listaverkaalmanak Landssamtakanna Þroskahjálp- ar fyrir árið 1989. Almanakið er unnið i samvinnu við félaga í íslenskri grafík, eins og þrjú undanfarin ár, og prýða það Bamabók eflir Mauri Kunnas IÐUNN hefiir gefið út bókina Grimur og gjafimar tólf eftir finnska barnabókahöfundinn Mauri Kunnas. Grímur og gjafirn- ar tólf er jólasaga, prýdd litmynd- um en Þorsteinn frá Hamri þýddi. í kynningu Iðunnar segir svo um efni bókarinnar: „Hér segir frá und- irbúningi jólanna í litlu þorpi lengst í norðri, þar sem Jólasveinninn býr — og frá honum Grími litla, sem langaði svo mikið til að gleðja Jóla- sveininn og gefa honum jólagjöf. Hvað í ósköpunumátti það að vera? Grímur var alveg í vandræðum — þar til honum datt í hug það snjall- ræði að gera Jólasveininum eitthvað til ánægju á hveijum degi fram að jólum, eitthvað alveg sérstakt.“ Eótel Ork: Norræn ráðstefna um málefni unglinga SAMNORRÆN ráðstefna um mál- efiii unglinga verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði dagana 5.-7. desember. Ráðstefhuna sækja 20 fyrirlesarar frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, auk fjölda íslendinga sem starfa að málum unglinga. í fyrirlestrum gestanna verður lögð sérstök áhersla á fíkniefnamál, en einnig verður §allað um tóm- stundir unglinga, fyrirbyggjandi starf og vinnu með áhættuhópum unglinga. Ráðstefnan er haldin að tilstuðlan nefndar, sem sett var á laggimar fyrir rúmu ári, til að skapa grundvöll fyrir sameiginlegu fræðslustarfi fyrir þá sem starfa að málefnum unglinga. Nefndin leitaði til ýmissa þeirra aðila á Norðurlönd- um, sem vinna að unglingamálum, og óskaði eftir að hingað kæmu fyr- irlesarar. Málið komst svo á veruleg- an rekspöl þegar Norðurlandaráð veitti 140 þúsund norskar krónur í styrk, svo halda mætti ráðstefnu. Þá var ákveðið að hafa ráðstefnuna stærri í sniðum en áður var fyrir- hugað og bjóða fleiri fyrirlesurum. Islendingar þeir, sem sitja ráð- stefnuna, eru meðal annars fulltrúar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, Unglingaheimilis ríkisins, Iþrótta- og tómstundaráðs Reykjvíkur, Sál- fræðideildar skóla, Vímulausrar æsku, Krýsuvíkursamtakanna, Rauða Kross-hússins og Félags- málastofnuanr Kópavogs. þrettán grafikmyndir eftir íslenska listamenn, ein fyrir hvern mánuð, auk forsíðumynd- ar. Allar eru þær litprentaðar, nema ein sem er svarthvít. Listamennimir eru Jón Reykdal, Richard Valtingojer, Jenný Guð- mundsdóttir, Halldóra Gísladóttir, Jónína Lára Einarsdóttir, Sigrún Eldjárn, Baltasar Samper, Daði Guðbjömsson, Þórður Hall, Ingi- berg Magnússon, Rut Rebekka Sig- uijónsdóttir, Eyþór Stefánsson og Ragnheiður Jónsdóttir. Almanakið er jafnframt happ- drættismiði sem er í gildi allt árið og eru vinningar dregnir út mánað- arlega. í vinning em að þessu sinni þrír bílar af gerðinni Toyota Cor- olla 1300 XL Liftback og níu 19“ Sony-sjónvarpstæki, samtals að verðmæti um 2,3 milljónir króna. Þroskahjálp hefur þann háttinn á að gefa ekki út fleiri almanök en ætla má að seljist. Landssamtökin Þroskahjálp hafa nú starfað í 12 ár, en þau voru stofnuð 1976 í því skyni að sameina í eina heild þau félög sem vinna að málefnum fatlaðra sem ekki geta barist fyrir hagsmunum sínum sjálfir. Eru nú í samtökunum 26 aðildarfélög um land allt, bæði for- eldra- og styrktarfélög og fagfélög þeirra sem hafa sérhæft sig í kennslu og þjálfun fatlaðra. Almanakshappdrættið er megin fjáröflunarleið Þroskahjálpar og vænta samtökin þess að fólk taki vel á móti sölumönnum þeirra sem ganga munu í hús um land allt næstu vikumar. (Úr frétt frá nroskahjáíp.) Kamarorghestar halda tónleika Hljómsveitin Kamarorghestar halda tónleika á veitingahúsinu „Rétt hjá Nonna“ við Austurvöll fóstudaginn 2. desember. í fréttatilkynningu segir að slegið verði upp dansleik og rokkað frai á rauða nótt. Tónleikarnir eru haldi ir í tilefni af útkomu plötunm „Kamarorghestar ríða á vaðið“ sei kemur út sama dag. Sýningu Jóns Baldvinssonar á Kjarvalsstöðum lýkur nú um helgina. Kjarvalsstaðir: Sýningu Jóns lýkur umhelgina SÝNINGU Jóns Baldvins- sonar í austursal Kjarvals- staða lýkur á sunnudag. A sýningunni eru 59 verk, máluð á síðustu þremur árum, og eru þau öll til sölu. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.