Morgunblaðið - 02.12.1988, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 02.12.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 41 sem honum féll mjög vel í geð og mátti segja að hann kynni bækur hans að mestu utanbókar þó ekki væri það bundið mál. Reiknings- maður var hann og ágætur. Eg segi þetta hér til að öllum megi vera ljóst hve mjög hann átti gott með að læra. En svo kemur að því að síldin hverfur gjörsamlega úr Húnaflóa og atvinnuleysi blasir við. Þá frétt- ir Sörli af því að jörðin Kirkjuból í Valþjófsdal sé til sölu og festir hann kaup á jörðinni og flytur þangað ásamt Sigurbjörgu og bömum sínum, reyndar eru nokkur bama þeirra fædd þar. Þetta ar ágætis jörð véltæk en slíkt þekktist ekki á Ströndum. Elstu börnin sem vom harðdugleg gátu vel slegið með sláttuvél og rakað með rakstrarvél undir stjóm Sigurbjargar. Stundaði Sörli því aðra vinnu utan heimilis á sumrin en var heima á vetuma, en fór þó brátt að stunda sjóinn frá Flateyri. Seinna varð hann þó að selja Kirkjuból aftur og eftir það flutti hann alfarinn til Flateyrar og gjörðist þar heimilisfastur, varð hann fljótlega eftirsóttur kokkur þar á bátum og var við það um margra ára skeið. En svo fór þó að fætumir fóm alveg að bila svo hann varð að fara í land fyrir fullt og allt. Hafði hann alla tíð herbergi á leigu hjá ekkju sem Guðrún heit- ir og held ég að hún hafí átt sex böm er hún missti mann sinn. Börn Sörla komust upp og giftust öll ung. Sigurbjörg fórst í sorglegu flug- slysi árið 1975. Fædd var hún 24. maí 1911. Það fómst allir í flugvél- inni sem var á vegum rafveitunnar, og sá rafveitan um útförina. Það myndaðist góður kunnings- skapur milli Sörla og ekkjunnar og bömum hennar var hann svo góður að þau bera honum þann vitnisburð að hann hefði ekki getað verið þeim betri þótt hann hefði verið faðir þeirra. Þegar Sörli varð 75 ára héldu böm hans honum veglega veislu að Suðurlandsbraut. Var þar margt um manninn því afkomendurnir eru orðnir margir og þetta fór allt fram með glæsibrag. Það er genginn úrvals maður þar sem Sörli Ágústsson er. Dags dag- lega var hann kátur og léttur í lund og vildi hvers manns vanda leysa væri honum það fært. Dugnaður hans til sjós og lands var dæmafár, greind hans skörp og mannkostir margir. Börnin hans öll munu sakna hans og geyma minningar um góð- an föður. Það var gott að hann fékk að fara áður en hann varð veikari því síðustu árin leið honum oftast illa, jafnvel verr en við gjörðum okkur ljóst. Það kom mest fram í því að honum fannst oftast allt að sem vitanlega hefur verið sökum þess að honum leið alltaf illa. Allt þrek og dugnaður horfinn, alltaf kvalinn í fótunum o.fl. Nei það var ekki lengur hinn káti og lífsglaði Sörli sem við mundum frá fyrri tíð. Þeg- ar svo er komið mun vera sælt að sofna svefninum langa. Mig langar til að kveðja bróður minn með vísu sem ég orti til hans í veislunni þeg- ar hann var 75 ára, hún var svona: Við vitum oft vart hvað gjörðist í gær loks gapir við skarðið auða. Blessaður vertu bróðir kær bæði í lífí og dauða. Ingibjörg Jónsdóttir frá Kjós. MYNDAMÓT HF Hvorki meira né minna Spennusaga eftir Jeffrey Archer FRJÁLST framtak hefúr sent frá sér bókina Hvorki meira né minna eftir breska rithöfundinn Jeffrey Archer. Er þetta önnur bók Árcher sem út kemur á íslensku en Fijálst framtak gaf í fyrra út bók hans Heiður í húfí. Jeffrey Archer hefur um árabil verið vinsæll rithöfundur. Kvik- Tvær bækur um Friðþjóf forvitna myndir hafa verið gerðar eftir mörgum bóka hans. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Hvorki meira né minna er frásögn af bragðarefnum Harvey Metcalf sem kemur víða við og leikur á marga. Á hælum hans eru fjórir menn: Bandarískur stærðfræðing- ur, læknir, umboðsmaður skemmti- krafta og aðalsmaður, sem allir telja sig eiga óuppgerðar sakir við Metcalf og vilja leggja ýmislegt í sölurnar til þess að jafna reikninga sína við hann. Lcikurinn berst víða um Evrópu og spennan magnast frá upphafí bókar til söguloka.“ Bókin heitir Not a Penny More, Not a Penny Less á frummálinu. Björn Jónsson skólastjóri þýddi hvorki MEIRA né MINI JEFFREY ARCHER bókina. Hún er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. Kápuhönn- un annaðist Friðrik Erlingsson. HJÁ MÁLI og menningu eru komnar út tvær litmyndabækur um Friðþjóf forvitna, Friðþjófúr forvitni og Friðþjófúr forvitni á hjóli, eftir ameriska höfúndinn H.A. Rey. Friðþjófur er api sem á heima í Afríku. Einn góðan veðurdag kem- ur maður með gulan hatt og tekur Friðþjóf með sér til borgarinnar. Friðþjófur er ógurlega forvitinn og þarf sífellt að prófa eitthvað nýtt. Ekki síst þess vegna lendir hann í ótrúlegustu ævintýrum og alls kon- ar klandri. Þessar gamansömu fjol- skyldubækur hafa lengi verið vin- sælar víða um lönd, m.a. í Dan- mörku undir nafninu Peter Pedal. Þórarinn Eldjám þýddi báðar bæk- umar sem em hvor um sig u.þ.b. 45 blaðsíður. Bækumar vom prent- aðar í Portúgal. fti/þjiftu tffltni ééiéU, *.A*y Iðuiin: Jakob og Jóakim eru lögregluþjónar IÐUNN hefúr gefið út barnabók eftir danska rithöfúndinn Jorgen Clevin. I bókinni sem nefnist Jakob og Jóakim eru lögregluþjónar, er að finna létta og skemmtilega um- ferðarfræðslu fyrir ung böm, auk þess sem þar er sögð saga af félög- unum Jakob og Jóakim og ævintýr- um þeirra. Fjöldi mynda er í bók- inni. Þama segir frá stráknum Jakob og fílnum Jóakim, sem gerast lög- regluþjónar í litla bænum sem þeir búa í. Og eins og allir vita þarf lögreglan mörgu að sinna, ekki síst í sambandi við umferðina. Hvernig eiga til dæmis Maja og vinir hennar að komast yfír stóm götuna, þegar engin gangbraut er þar? Jakob og Jóakim eiga snjallt ráð við því. Og hver kemur til hjálpar þegar um- hafa umferðarviku? ferðarljósin bila? Eða þegar krakk- Þórgunnur Skúladóttir þýddi arnir á bamaheimilinu ákveða að bókina. Jakob og Jóakim ERU LÖGREGLUWÓNAR MM UNG: Leynilög- reglusala" um Emil KOMIN er út í flokknum MM UNG hjá Máli og menningu bók- in Emil og leynilögreglustrák- arnir eftir Erich Kástner. Emil fer í fyrsta skipti einn til borgarinnar með lest en á leiðinni stelur gmnsamlegur náungi af hon- um peningum sem hann á að færa-- ömmu sinni. Emil ákveður að leysa sjálfur úr málinu en fær til þess óvænta hjálp frá nokkmm strákum. Eltingaleikur hefst og strákamir em ákveðnir í því að láta þrjótinn ekki sleppa. Erich Kástner, þýskur verðlauna- og metsöluhöfundur, skrifaði þessa fyrstu leynilögreglusögu fyrir börn árið 1928 og hefur hún síðan verið lesin víða um heim við miklar vin- sældir. Haraldur Jóhannsson þýddi söguna árið 1948 og kemur hún nú út í annað sinn. Bókin er 127 blaðsíður, prentuð í Danmörku og gefín út bæði innbundin og sem kilja. Ragnheiður Gestsdóttir gerði kápumynd. Gat fyrir þumalfingur- inn kemur í veg fyrii að ermarnar dragist upp. Buxurnar eru sérstaklega styrktar á hnjám og sitjanda. Afbragðs nærfatnaður sem heldur þér heitum og þurrum! Bolurinn nær niður fyrir rass og heldur baki og nýrum heitum. IROTERMO er einstakur nærfatnaður fyrir vélsleðamenn og aöra sem em mikiö úti viö störf og leik. IROTERMO temprar líkamshitann, hleypir út svita og varnar því aö væta komist aö líkamanum. Innra borö IROTERMO nærfatanna er úr riffluðu polypropylen. Rifflurnar hindra aö fötin leggist of þétt aö; þér verður hæfilega heitt og svitnar minna. Ytra lagiö er úr bómull. Það dregur í sig svita og heldur raka frá líkamanum sem þannig helst alltaf þurr. Sértu þurr, verður þér ekki kalt. -SWRAK fKAMtíK SNORRABRAUT 60 SÍM112045 Rúllukragi með rennilás nær upp fyrir höku. Renni- lásinn er fóðraður að innan og snertir því aldrei hörundið. IROTERMO nærfötin hafa reynst vel í hvers konar vetrarveörum. Sænski herinn og lögreglan eru meöal þeirra fjölmörgu sem hafa valiö IROTERMO nærföt. Fyrir neðan hné er þynnra og þéttara efni svo auðvelt er að komast í skó og stígvél. Lambhúshettan skýlir vel fyrir veðri og vindum. Stórt op er fyrir augun og gleraugu. Rúllukragi myndast þegar hettan er dregin niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.