Morgunblaðið - 02.12.1988, Síða 58

Morgunblaðið - 02.12.1988, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Lovlsa Einarsdóttir. foém FOLK ■ LOVÍSA Einarsdóttir, fyrr- um formaður Fimleikasambands íslands, mun halda til V-Þýska- lands eftir áramót. För hennar er heitið til Kölnar, þar sem hún sest á skólabekk við íþróttaháskólann í Köln. Lovísa verður þar í tvo mán- uði og kynnir sér kennslu í íþróttum fyrir aldraðra og nútímafimleikum. ■ GÖSTA Zellén, forseti Evr- ópudeildar alþjóða keilusambands- ins, er væntanlegur til landsins 8. desember. Zallén, sem er þekktur þjálfari - hefur m.a. þjálfarð sænska keilulandsliðið, mun koma hingað til að leiðbeina á hinum ýmslu sviðum keilu. Kennslan fer fram í Keilusalnum í Öskjuhlíð. ■ NORÐURLANDAMÓTIÐ í keilu verður að öllum líkindum í Reykjavík 1984. ■ MARKO Van Basten, hol- lenski landsliðsmaðurinn, sem leik- ur með AC Mílanó, er nú staddur í Amsterdam. Van Basten fór þangað til að láta skoða ökkla hægri fótar. Á síðasta keppnistímabili var Van Basten frá keppni í fimm mánuði, þar sem hann ökklabrotn- aði. Hann og Ruud Gullit leika ekki með AC Milanó um helgina. ■ SOVÉTMAÐURINN Alex- ander Zavarov hjá Juventus, hef- ur verið dæmdur í eins leiks keppn- isbann. Hann var rekinn af leikvelli um sl. helgi. ■ AGANEFND Knattspyrnu- sambands Evrópu hefur dæmt ítalska landsliðsmanninn Virdis hjá AC Mílanó í þriggja leikja bann fyrir fólskulegt brot í Evrópuleik. Virdis gaf mótheija sínum oln- bogaskot í andlitið. Þá vár AC Mílanó dæmt í 270 þús. kr. sekt. KORFUKNATALEIKUR / NBA-DEILDIN Stórstjöm- umar skína Johnson, Barkley og Thomas í stuði meðfélögumsínum í leikjum á miðvikudagskvöld í NBA-deildinni voru þrjár stór- stjörnur mikið í sviðsljósinu fyrir góða frammistöðu. Fyrst ber að geta enn eins frábærs leiks hjá „Magic" Johnson hjá Los Angeles Lakers. Eftir erf- iða ferð um austurhluta Banda- ríkjanna í síðustu viku spilaði Lakers nú loks heima. Seattle Supersonics voru í heim- sókn í The Forum í Los Ange- les og náði Lakers 18 stiga forystu í seinni hálfleik, en með miklu harð- fylgi tókst Seattle Gunnar að jafna 106:106 I/algeirsson þegar ein mínúta skrifar var eft;r f>að sem eftir lifði leiks var tvívegis brotið á Johnson hjá La- kers og hann hitti úr öllum fjórum vítaskotum sínum og innsiglaði sig- ur Lakers 110:106. Johnson skoraði 40 stig í leiknum og átti 10 stoð- sendingar. í sigurleik Detroit gegn Indiana skoraði Isiah Thomas 36 stig og var þetta besti leikur kappans í all- an vetur. Charles Barkley átti enn einn stjömuleikinn fyrir Philadelp- hia. Hann skoraði 41 stig og tók 22 fráköst þegar lið hans vann Portland 114:106. Larers vann, tapaði ekki I Á úrslitasíðu á þriðjudag voru röng úrslit í leik Los Angeles Lakers og Philadelphia 76ers. Fréttaskeyti Rauters sögðu úrsjitin 104:102 fyr- ir Philadelphia, en rétt úrslit voru hinsvegar 109:104 fyrir Los Ange- les eins og greint var frá hér á íþróttasíðunni í gær. NBA-úrslit Boston Celtics - N.J. Nets .133:100 Detroit Pistons - Indiana .114:111 San Antonio Spurs - Miami.... .105:101 Philadelphia - Portland .114:106 Houston Rockets - Dallas ...101:89 Utah Jazz - Chicago Bulls ...107:93 N.Y. Knicks - L.A. Clippers.... .135:128 Los Angeles Lakers - Seattle.. .110:106 KNATTSPYRNA Hólmbert þjálfar Keflavíkurliðið HÓLMBERT Friðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá 1. deildarliði ÍBK í knattspyrnu. Hólmbert undirritaði samning- inn í gær og gildir hann til eins árs. Hólmbert hefur þjálfað mörg lið með góðum árangri en hann hef ur tekið sér f rí frá þjálfun í tvö ár og var ÍBK síðasta liðið sem var undir hans stjórn. Eg hef ekki mikið um þetta sam- komulag að segja á þessari stundu, því margt er óljóst hvað varðar leikmenn og fleiri þætti. En það er óneitanlega Bjöm gaman að vera kom- Blöndal - inn afturtil skrifar Keflavíkur og við ætlum að hefja æf- ingar þegar í janúar," sagði Hólm- bert Friðjónsson í samtali við Morg- unblaðið í gær. Rúnar Lúðvíksson formaður knattspymuráðs IBK sagði að ÍBK-menn væm mjög ánægðir með að hafa klófest Hólmbert. „Við telj- um okkur heppna að hafa náð samningum við Hólmbert miðað við hvað stutt er til stefnu og hann á örugglega eftir að gera góða hluti." Rúnar sagði að enn hefði ekkert áþreifanlegt gerst í sambandi við nýja leikmenn, en vitað væri að nokkrir fyrrverandi liðsmenn IBK hefðu sýnt áhuga á að koma aftur, en hefðu viljað bíða eftir niðurstöðu í þjálfaramálinu. „Ég á því von á að línur skýrist fljótlega í þessu máli þannig að við getum einbeitt okkur að komandi keppnistímabili," sagðir Rúnar Lúðvíksson ennfrem- ur. Tvær strjörnur úr NBA-delldinni. Hér kyssas „Magic“ Johnson og Isiah Thomas fyrir leik í úrslitakeppninni í fyrra. KNATTSPYRNA / HM Dýrustu miðarnir á 7000 krónur Þótt enn megi heita all langt til lokakeppni HM á Ítalíu 1990, er búiö að ákveða miða- verð. Er það æði mismun- andi, allt frá 550 króna miður og upp i'7000 króna miða, allt eftir keppnisstað og leikjavægi. Alls verða leikimir 52 talsins, en dýrastir verða miðamir að sjálfsögðu á sjálfan úrslitaleik- inn. Það þykir einnig athyglivert, að í fyrsta skipti í HM-keppni verður eingöngu selt í sæti. Hver einasti miðahafi mun eiga tryggt númerað sæti, misgott sæti, allt eftir því hversu háa upphæð viðkmandi reiddi fram. Þessar tölur em hinar opinbem tölur og víst er, að svartamarkaðsmiðar eiga eftir að fara á mun hærra verði, sérstaklega á leiki í loka- umferðunum svo og úrslitaleikinn. GETRAUNIR 1X2 ENGLAND Ásgeir úr leik ■ Á sgeir Elíasson, þjálfari Fram, var með fímm leiki rétta í síðustu leikviku, en Þorleifur Anan- íasson var með sex. Ásgeir verður því að víkja fyrir nýjum keppanda eftir að hafa verið með í getrauna- leik Morgunblaðsins í fjórar vikur - eða allt frá upphafí. Sæti Ásgeirs tekur Akumesing- urinn Gunnar Sigurðsson, stjórnar- maður í KSÍ. Hann hefur lengi fylgst með ensku knattspymunni og þekkir vel til þar. Uppáhaldslið Gunnars er Aston Villa. Tvöfaldur pottur Á morgun, laugardag, verður tvöflaldur pottur hjá íslenkum get- raunum þar sem fyrsti vinningur gekk ekki út síðast. Það er tæp milljón sem flyst á þessa viku. Það má því búast við að fyrsti vinningur verði allt að þremur milljónum á morgun. ÞORLEIFUR Leikir 3. desember Aston Villa — Norwich Everton — Tottenham Luton — Newcastle Millwall — West Ham Nott. Forest — Middlesbro Q.P.R. — Coventry Sheff. Wednesday — Derby Wimbledon — Southampton Crystal Palace — Manchester City Portsmouth — W.B.A. Stoke — Chelsea Sunderland — Watford GUIMIMAR orleifur Ananíasson sló Ásgeir Elíasson út í síðustu umferð. Þorleifur var með sex leiki rétta en Ásgeir fímm. „Þetta er alltaf jafn erfitt. Leikur Sheffíeld Wednesday og Derby er mjög snúinn. Sheffi- eld hefur unnið þá leiki sem liðið ætti ekki að vinna en tapað fyrir lakari liðum. Eg spái því útisigri," sagði Þorleifur. Hann sagðist vera ánægður með gang mála í ensku knattspyrnunni og garrian að sjá ríku liðin fyrir neðan „peðin“. „Ég stend alltaf með lítilmagnan- um,“ bætti hann við. Gunnar Sigurðsson, nýkjörinn formaður Knatt- spyrnufélags ÍA, hefur lengi fylgst með ensku knattspyrnunni. Hann heldur mest upp á Aston Villa. „Ég hef haldið lengi með Villa og styð það í gegnum súrt og sætt. Ég verð að setja heimasigur á Everton aðallega fyrir son minn, Örn. Einnig verð ég að setja einn á Sheffield Wednesday fyrir Sigurð Jonsson," sagði Gunnar. En hann átti einmitt mikinn þátt í því á sínum tíma að Sigurður færi til Sheffield Wednesday. West Ham mætir Aston Villa állpton LUNDÚNARLIÐIÐ West Ham fær heimaleik gegn Aston Villa í 8-liða úrslitum ensku deildarbikarkeppn- innar, en dregið var í keppn- inni í gær í London. Leikur- inn ferfram á Upton Park 16. janúar. West Ham fór létt með Liverpool í 16-liða úrslitunum - 4:1. Luton fær Southampton í heimsókn til Hattaborgar- innar frægu. Bradford eða Ever- ton leika gegn Bristol City og fjórði leikurinn verður viðureign Leicester eða Nottingham For- est og QPR eða Wimbledon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.