Morgunblaðið - 21.12.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.12.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 Ekkert venjubundið samráð haft í vetur - segir Ólafiir G. Einarsson í GÆR náðist samkomulag- um það milli stjómar og stjóraarandstöðu að stefha að þvi að afgreiða tekju- öflunarfrumvörp ríkisstjómar- innar fyrir jól en bíða með þriðju umræðu fjárlaga þangað til milli jóla og nýárs. „Hið venjubundna samráð, þ.e. reglubundnir fundir með formönnum þingflokka, þingforsetum og forætis- ráðherra, hefur ekki verið til í vet- ur,“ sagði Ólafur G. Einarsson, for- maður þingflokks sjálfstæðismanna, þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hvemig þingstörfum yrði háttað næstu daga. „I dag var hins vegar haldinn fundur með forsætisráð- herra, að ég held annar fundurinn í vetur sem hann mætir á.“ Ólafur G. sagði að á þessum fundi virtist það hafa runnið upp fyrir sumum í fyrsta skipti, það sem öðram hefði verið ljóst lengi, að ekki yrði hægt að afgreiða flárlög fyrir jól. Um það væri ekki við neinn að sakast, vinnan hefði tekið þetta langan tíma og fjár- veitinganeftid ekki getað verið tilbúin fyrr. Forsætisráðherra óskaði eftir því á fundinum í gær að reynt yrði að afgreiða skattafrumvörp ríkisstjóm- arinnar fyrir jól og menn myndu svo koma til funda milli jóla og nýárs til að ljúka afgreiðslu fjárlaga. „Það hefur verið töluverð umræða um vinnubrögð í þinginu og látið að því liggja að stjómarandstæðan væri að tefla framgang mála. Þess vegna væri nú þessi tímaþröng rétt fyrir jól. Þannig var t.d. ekki rætt um annað til klukkan 17 en vinnubrögð í þinginu. Þrátt fyrir það tafðist ekk- ert mál því það var ekkert mál á dagskrá. Ríkisstjómin var ekki tilbú- in með sín höfuðmál," sagði Ólafur G. Vísaði hann því á bug með öllu að stjóraarandstaðan hefði tafíð af- greiðslu mála. Sjá nánar fréttir á bls. 41 Búnaðarbankinn og Iðnaðarbankinn: Síðdegisafgreiðslu hætt í spamaðarskyni TVEIR viðskiptabankanna, Bún- aðarbankinn og Iðnaðarbankinn, hafa ákveðið að fella niður síðdeg- isafgreiðslur sem hafa verið opn- ar á fimmtudögum á bilinu milli ldukkan 17.00 og 18.00. Tfl þessa er gripið f spamaðarskyni, segir f frétt sem þessir bankar sendu sameiginlega frá sér í gær. Síðdegisþjónustan verður lögð nið- ur frá og með 12. janúar næstkom- andi. Bankamir segja að margvísleg- ar ráðstafanir til að draga úr rekstr- arkostnaði hafi verið til athugunar að undanfömu og eigi að ná ákveðn- um markmiðum í þeim efnum þegar á árinu 1989. Þetta leiði óhjákvæmi- lega til skerðingar á þjónustu bank- anna. Bent er á í fréttinni að síðdegis- þjónustan hafi verið lítið notuð af viðskiptavinum og hún hafi verið mjögr kostnaðarsöm fyrir bankana. Viðskiptavinum er bent á þjónustu hraðbanka og tölvubanka sem geti sinnt algengustu bankaviðskiptum allan sólarhringinn. Lánskjaravísitalan: 0,22 hækkun í desember Seðlabankinn hefiir reiknað lánskjaravisitölu fyrir janúar 1989. Lánskjaravísitalan 2.279 gildir fyrir janúar 1989 og hefur hækkað frá þessum mánuði um 0,22%. Þegar þessi breyting er umreikn- uð til árshækkunar jafngildir hækk- unin síðasta mánuð 2,7% hækkun lánskjaravísitöiu á heilu ári. Hækk- unin síðustu þijá mánuði jafngildir einnig 2,7% á ári, síðustu sex mán- uði jafngildir hækkunin 11,9% árs- hækkun og síðustu tólf mánuði hefur lánskjaravísitalan hækkað um 19,1%. Hæstiréttur: Þyngdar refeing- arvegna manndrápa HÆSTIRÉTTUR hefúr þyngt re&ingu, sem undirréttur hafði ákveðið, i tveimur manndrápsmál- um. Einar Siguijónsson, 24 ára gam- all, var i fyrradag dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir að hafa, þann 29. ágúst 1987, orðið Ingólfi Ómari Þorsteinssyni, 26 ára gömlum, að bana af ásettu ráði í verbúð í Innri- Njarðvík. Einar var einnig ákærður og sakfelldur fyrir nokkur auðgunar- brot. í Sakadómi Njarðvíkur hafði hann verið dæmdur í 12 ára fanga- vist. Veijandi hafði krafist vægustu refsingar sem lög leyfa en ákæra- vald áfrýjaði til þyngingar. Sama dag var Svanur Elí Elías- son, 29 ára gamall, dæmdur til 12 ára fangelsisvistar fyrir að hafa orð- ið Jóhannesi Halldóri Péturssyni, 41 árs gömlum, að bana af ásettu ráði á heimili Svans í Skipholti, þann 7. nóvember 1987. í Sakadómi Reykjavíkur hafði 10 ára fangelsis- vist verið talin hæfileg. Veijandi mannsins krafðist sýknu af kröfum ákæravalds en ákæravald krafðist þyngingar refsingar. Bæði málin dæmdu hæstaréttar- dómaramir Guðmundur Jónsson, Benedikt Blöndal, Bjami K. Bjama- son og Guðmundur Skaftason og Haraldur Henrýsson, settur hæsta- réttardómari. í máli Svans vildi Guð- mundur Jónsson einn staðfesta ákvæði héraðsdóms um refsingu. Frumvarp um Tryg'g'inga- sjóð fískeldislána lagt fram Verður 1 vörslu Stofnlánadeildar landbúnaðarins STEINGRÍMUR J. Sigfússon landbúnaðarráðherra hefiir lagt fram frumvarp á Alþingi um stoftmn Tryggingasjóðs fiskeldislána. Hlutverk sjóðsins á að vera að tryggja greiðslu afurðalána sem bankar veita fiskeldisfyrirtækjum, þannig að rekstrar- og afúrðalánin geti numið allt að 75% af verðmæti birgða. Sjóðurinn skal vera í vörslu Stofiflána- deildar iandbúnaðarins en lúta stjóra nefndar sem landbúnaðarráð- herra skipar. „Ég fagna því mjög að þetta frum- varp skuli nú loksins vera komið fram og póhtísk ákvörðun því tekin. Við höfum lengi beðið eftir niðurstöðu en lengi hefur verið ljóst að ekki er hægt að fá hækkun á rekstrar- og afurðalánum nema ‘gegn ríkis- ábyrgð,“ sagði Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastj óri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Fisk- eldismenn lögðu upphaflega til að stofnuð yrði sérstök deild við Ríkis- ábyrgðasjóð en Friðrik sagði að þeir hefðu ekkert út á það að seija að ríkisábyigðin væri veitt í gegn um Stofnlánadeild. Taldi Friðrik að ef framvarp þetta yrði að lögum myndi rekstrarfjárskortur fiskeldisfyrir- tækja lagast mjög. Þá ættu að skap- ast almenn skilyrði til að reka fyrir- tækin með eðlilegum hætti. Landbúnaðarráðherra leggur áherslu á að frumvarp þetta verði afgreitt fyrir áramót, að sögn Frið- riks og sagðist hann vona að það tækist. Vandinn væri orðinn ákaflega mikill. Ágreiningur um Inga Björn sem varaformann Borgaraflokksins Tilraun til að tengja „hulduherinn“ fastari böndum við flokkinn segir Albert Guðmundsson ÁGREININGUR er innan Borg- araflokksins um þá tillögu Al- berts Guðmundssonar for- manns flokksins að Ingi Bjöm Albertsson taki við varafor- mennsku í flokknum fram að landsfundi flokksins í haust. Albert Guðmundsson segir að tillaga sin um Inga Björn sé tflraun tfl að tengja „hulduher- inn“ svokaliaða fastari böndum við Borgaraflokkinn, en stuðn- ingsmenn Alberts I Reykjavík hafa gengið undir þessu nafiii. Þá segir Albert að samstaða sé innan 15 manna aðalstjómar um tillögu sína. Fyrir liggur að Júlíus Sólnes, þingmaður Reyknesinga, tekur við formennsku flokksins þegar Albert Guðmundsson verður sendiherra íslands í París eftir áramót. Óli Þ. Guðbjartsson þing- maður Suðurlands verður formað- ur þingflokksins og Ólafur Gránz varaþingmaður Suðurlands er rit- ari flokksins. Ingi Bjöm Alberts- son er þingmaður Vesturlands. Þegar Albert lagði það til á þingflokksfundi Borgaraflokksins á mánudag að Ingi Bjöm tæki við varaformennsku fram að lands- fyndi mótmælti Guðmundur Ágústsson þingmaður Reyk- víkinga þeim hugmyndum og taldi m.a. með því gengið á hlut Reyk- víkinga í forastu flokksins, enda væri þar stærsti hluti kjósenda flokksins. Einnig væri kveðið á um það í lögum flokksins að kos- ið væri í sijóm hans á lands- fundi. Albert ákvað síðan að leggja tillögu sína fyrir 15 manna aðalstjóm Borgaraflokksins. Ásgeir Hannes Eiríksson vara- þingmaður, sem sóttist eftir vara- formannsembættinu á síðasta Iandsfundi Borgaraflokksins haustið 1987, segir að hann og fleiri muni beita sér fyrir því að landsfundi verði flýtt svo hægt sé að kjósa nýja forystu flokks- ins. Hann sagðist aðspurður vera enn í ffamboði til varaformanns, þar sem hann hefði einungis frest- að framboði sínu á síðasta lands- fundi til að skapa einingu í flokkn- um. Aðspurður hvort hann myndi sætta sig við það að aðalstjóm Borgaraflokksins féllist á tillögu Alberts, sagði Ásgeir Hannes að stjómin hefði ekki vald til að ákveða þetta, og til greina kæmi að leita úrskurðar félagsmála- ráðuneytisins, ef þetta yrði ofaná. Einnig væri hætta á að flokkurinn klofnaði. Benedikt Bogason, sem tekur við þingmennsku í Reykjavík þeg- ar Álbert hætti, sagði við Morgun- blaðið að hann teldi eðlilegt að fresta því til landsfundar í haust að velja varaformann. Hann var í ffamboði til embættisins á síðasta landsfundi, en sagðist ekki myndu gefa kost á sér aftur. Hann benti hins vegar á að Reyk- víkingar ættu gott varaformanns- efni á þingi, Guðmund Ágústsson, og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins íhugar Guð- mundur að gefa kost á sér í þetta embætti. Hera Björg Emilsdóttir Látin éftir umferðarslys LÍTIL stúlka, sem varð fyrir bíl á Skeiðarvogi á þriðjudag í síðustu viku, lést í Borgarspítal- anum á mánudagskvöld. Hún hét Hera Björg Emilsdóttir og var til heimilis á Réttarholtsvegi 61 í Reykjavík. Hera Björg var fædd 29. desember 1984.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.