Morgunblaðið - 21.12.1988, Page 41

Morgunblaðið - 21.12.1988, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVÍKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 41 Stj órnarandstaðan: Vinnubrögð í þinginu harðlega gagnrýnd „Utfært“ frumvarp lagt fram eftir afgreiðslu neftidar VINNUBRÖGÐ í flárhags- og viðskiptanefhd neðri deildar og þing- inu almennt síðustu daga voru harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar, i þingskapaumræðu, síðdegis i gær, sem stóð vel á aðra klukkustund. Kvörtuðu stjórnarandstæðingar undan þvi að ekki gæfist nægur timi til að fjalla um flókin og viðamikil mál i nefiidinni og lýstu fiirðu sinni á þvi að eftir að nefndin hefði af- greitt fi-á sér frumvarp um vörugjald í gærmorgun legði stjórnin fram útftert frumvarp sem væri svo breytt að nánast væri um nýtt frumvarp að ræða. Tóku nefhdarmenn stjórnarandstöðunnar, sem til máls tóku, þó fram, að þótt vinnubrögð nefiidarformannsins, Páls Péturssonar, hefðu verið með eindæmum upp á síðkastið væru þau oftast til fyrirmyndar. Páll Pétursson varði störf sin og sagðist vera „stoltur“ af vinnubrögðum nefiidarinnar. Ingi Björn Albertsson sagði það vörugjaldsfrumvarp sem fjárhags- og viðskiptanefnd hafði afgreitt fyrr um daginn vera úrelt. Frum- varpið hefði breyst það mikið síðan að að setja þyrfti það aftur í nefnd- ina ný og kalla til umsagnaraðila. Sagðist hann vilja gagurýna vinnu- brögð í nefndinni harðlega. Geir H. Haarde var einnig þung- orður um vinnubrögð formanns fjárhags- og viðskiptanefndar og sagði að ekki væri hægt að ætlast til þess að nefndarmenn fjölluðu um flókin frumvörp á hlaupum. Það væri fullkomlega eðlilegt að nefndin tæki sér tíma. Næstur talaði Páll Pétursson, sem gegnir formennsku í fjárhags- og viðskiptadeild neðri deildar. Sagði hann þetta vera annasama tíma en vísaði á bug ummælum um að vinnubrögð væru með óeðlilegum hætti. Stjómin hefði breytt frum- varpinu um vörugjald í átt að því sem hún hefði talið að stjómarand- staðan vildi. Það yrði að afgreiða vörugjaldsfmmvarpið fyrir jól þar sem stjómarandstaðan hefði gert það að skilyrði að tekjuöflunarfrum- vörpin yrðu afgreidd fyrir þriðju fjárlagaumræðuna, þó undarlegt væri, eins og þingmaðurinn orðaði það. „Ég er stoltur af vinnubrögð- unum í nefndinni,“ sagði Páll Pét- ursson. Pálmi Jónsson (S/Nv) sagði það ekki vera 'Skrýtið að stjómarand- staðan krefðist þess að tekjuöflun- arfrumvörpin yrðu samþykkt fyrir þriðju umræðu um fjárlögin. Áður en það hefði verið gert væri ekki hægt að ætlá tekjuhlið fjárlaga. Þingmaðurinn sagði ríkisstjómina ekki hafa áttað sig á því að ekki væri hægt að koma öllum málum í gegn fyrir jól. Ef þriðja umræða um fjárlögin ætti að fara fram á fimmtudag þyrfti að skila öllum til- lögum fjárveitinganefndar ekki síðar en klukkan tíu á miðvikudags- morg^un. Það væri ómögulegt sama hve mikla vinnu fjárveitinganefnd legði á sig. Rakti þingmaðurinn síðan ýmis atriði sem þyrftu að vera frágengin áður en fjárveitinga- nefnd gæti skilað af sér. Og þó að svo færi að hægt væri að hefja þriðju umræðu á fimmtudag myndi hún eflaust standa fram á nótt og ekki yrði hægt að greiða atkvæði fyrr en á föstudagsmorgun. Sagði Pálmi það ekki utanbæjarþing- mönnum bjóðandi að vera að störf- um fram á Þorlák. Hvatti hann til þess að ríkisstjómin semdi við stjómarandstöðuna um framgang mikilvægustu mála fyrir jól, síðan yrði gert jólafrí og tekin vinnutöm eftir nýár. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) sagði afgreiðslu mála og vinnulag í neftidinni vera gjörsamlega óþol- andi þessa síðustu daga. Hefði stjómin gengið yfir stjómarand- stöðuna eins og hún væri ekki til. Matthías Á. Mathiesen (S/Rn) sagði þessar umræður ekki gefa tilefni til þess að ætla að vinnu- brögð í nefndinni hefðu verið með eðlilegum hætti þó að Páll Péturs- son hefði haldið því fram. Lagði hann til við forsætisráðherra að hann beitti sér fyrir því að umræð- ur fæm fram um framgang mála með forsetum og formönnum þing- flokka. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagðist reiðubúinn til þess að funda um stöðuna. Það væri ljóst að tíminn væri naumur og menn yrðu að setjast niður, kort- leggja það sem eftir væri og reyna að ná samstöðu. Taldi hann eðlilegt að vörugjaldsfmmvarpið yrði af- greitt með skjótum hætti. Þorsteinn Pálsson (S/Sl) gagn- rýndi afgreiðslu vömgjaldsfmm- varpsins. Það hefði ekki verið fyrr en eftir að málið hafði verið af- greitt úr nefndinni sem stjómin hefði lagt fram útfært frumvarp fyrir nefndina. Þetta væri nánast nýtt frumvarp vegna hinna miklu efnisbreytinga sem hefðu verið gerðar á því. Það væri álitamál hvort ekki þyrfti að taka það til fyrstu umræðu á ný. Vildi hann að Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra. minnsta kosti að nefndin fjallaði um málið á ný fyrir aðra umræðu. Þorsteinn fór því næst fram á að haldinn yrði fundur um fram- gang mála klukkan 17 og að ein- hverri verkstjóm yrði komið á. Forsætisráðherra tók næstur til Þorsteinn Pálsson, Sjálfttæðisfiokksins. formaður máls og sagðist myndu beita sér fyrir því að fundur yrði haldinn klukkan 17. Féllst forseti deildar- innar á það og skömmu fyrir klukk- an 17 var gert klukkustundar hlé á þingstörfum. Fjárhagsleg endurskipulagning: Erlendar lántökur fimm og hálfur milljarður króna Alls hefur verið veitt heimild til erlendrar lántöku upp á rúmlega fimm og hálfon milljarð króna á yfirstandandi ári vegna Qárhags- legrar endurskipulagningar fyrirtækja og stofiiana. AIls hefiir verið veitt heimild til erlendrar lántöku að upphæð 10.433.605.635 kr. á þessu ári. Þessar upplýsingar koma fram í svari Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra við fyrirspum Friðriks Sophussonar (S/Rvk). í svarinu kemur meðal annars fram, að á grundvelli samþykktar ríkisstjómarinnar frá 20. maí sl. hafí verið gefnar út heimildir til erlendrar lántöku að upphæð 964.900.000 kr. vegna fjárhags- legrar endurskipulagningar fyrir- tækja í útflutnings- og samkeppnis- iðnaði. Aðrar lántökur til fjárhags- legrar endurskipulagningar námu alls 4.657.914.000 kr., þannig að í heild voru geftiar út heimildir f þessu skyni að upphæð 5.622.814.000 kr. í svari ráðherra segir, að þessar lánsheimildir skiptist þannig, að Landsvirkjun hafi fengið heimild fyrir 2.602.400.000 króna lántöku, sjávarútvegsfyrirtæki fyrir 1.590.614.000 kr. og iðnaðar-, verslunar- og þjónustufyrirtæki 1.224.800.000 kr. Heimild hafi ver- ið veitt fyrir 129 milljóna króna erlendum lánum til flugrekstrar og 76 milljóna lánum til fiskeldis. Tek- ið er fram, að hér sé um heimildir að ræða og ekki víst að þær hafi allar verið nýttar. Eins er sagt, að hafa beri í huga, að sum þeirra fyrirtækja, sem talin eru til iðnað- ar,- verslunar- og þjónustustarf- semi, fáist einnig við útgerð og fisk- vinnslu. Alls hafa verið gefnar út heimild- ir til erlendrar lántöku að upphæð 10.433.605.635 kr. á þessu ári, að sögn viðskiptaráðherra. í svari hans er þess getið til samanburðar, að árið 1987 hafi verið gefnar út heim- ildir fyrir 13.465.477.490 kr. Þar af hafi skuldbreytingar vegna fjár- hagslegrar endurskipulagningar numið 6.816.869.806 kr. Bráðabirgðalögin í neðri deild: Ríkísstjórnin breytir At- vinnutryggingar sj óði Steftit að atkvæðagreiðslu í dag ÖNNUR umræða um bráða- birgðalög. ríkisstjórnarinnar hófst í nejðri deild í gærkvöldi. Var stefiit að þvi að Ijúka um- ræðu um frumvörpin i deildinni i nótt og greiða atkvæði um þau klukkan tíu í dag. Meirihluti fjárhags- og viðskipta- néfndar leggur til að fyrri bráða- birgðalögin með áorðnum breyting- uml, hin sk. „Þorsteinslög", verði samþykkt. Minnihluti nefndarinnar er tvískiptur. Fyrri minnihlutann mynda þau Ingi Bjöm Albertsson (B/Vl) og Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn). Leggja þau fram breyt- ingartillögu sem miðar að því að frá gildistöku laganna verði aflétt banni við launahækkunum og upp- sögn samninga. Geir H. Haarde (S/Rvk) myndar annan minnihluta nefndarinnar. Hann segir í nefndaráliti sínu að forsendur séu brott fallnar fyrir mikilvægustu greinum málsins og stendur með fulltrúum Borgara- flokks og Kvennalista að fyrr- nefndri breytingartillögu. Styður hann frumvarpið svo breytt. Meirihluti fjárhags- og viðskipta- nefndar leggur til að hin sk. „Steingrímslög" verði samþykkt með breytingum sem meirihlutinn leggur til. í þeim felst að þremur mönnum er bætt við stjóm Atvinnu- tryggingarsjóðs, að við Byggða- stofnun verði komið á fót hlutafjár- sjóði með sjálfstæðum fjárhag og sérstakri stjóm, að sérstök atvinnu- tryggingardeild verði stofnuð við Byggðastofnun sem taki við eignum og skuldbindingum Atvinnutrygg- ingarsjóðs á stofndegi, og loks að Atvinnuleysistryggingasjóði verði tryggð viðbótarframlög eftir mitt ár 1990 í hlutfalli við endurgreiðslu lána sem Atvinnutryggingarsjóður hefur veitt. Minnihluti fjárhags- og við- skiptanefndar, sem þau Geir H. Haarde, Ingi Bjöm Álbertsson og Kristín Halldórsdóttir mynda, se^ir í nefndaráliti sínu að hann hafí ákveðið að afgreiða frumvarpið nieð breytingartillögum út úr nefndinni „með slíkum hraða að minnihlutan- um gafst hvorki tóm né rúm til að kynna sér tillögumar að nokkru marki né ræða þær við hagsmuna- aðiia". Lýsir minnihlutinn andstöðu við þessi „vinnubrögð og málatilbúnað" og ætlar að flytja breytingartillögur við frumvarpið. Frumvarp um vörugjald: Á að skila 1600 millj- ónum í auknar tekjur FJÁRHAGS- og viðskiptanefiid neðri deildar afgreiddi í gær frá sér frumvarp ríkisstjómarinnar um vörugjald. Nokkur ágreiningur var meðal nefndarmanna um hvernig staðið var að afgreiðslunni og er frá þeim ágreiningi skýrt annars staðar á síðunni. Meirihlutinn legg- ur tíl að frumvarpið verði samþykkt með umfangsmiklum breyting- um en minnihlutinn leggur til að það verði fellt. Er stefint að þvi að með samþykkt þessa frumvarp muni tekjur ríkisins aukast um 1600 m. kr. á næsta ári. Meirihluti fjárhags- og viðskipta- neftidar, sem þeir Páll Pétursson, Ámi Gunnarsson, Ragnar Amalds og Guðmundur G. Þórarinsson mynda, leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeirri megin- breytingu að vörugjaldið verði 9% en gjaldstofninn samtímis breikkað- ur. Það hefur í för með sér að gjald lækkar á þeim byggingarvörum sem borið hafa 14% vömgjald, einn- ig lækka rafmagnstæki og snyrti- vörur er borið hafa 14% vörugjald, en hins vegar leggst 9% vömgjald á húsgögn, innréttingar, lampa, teppi, bílavarahluti, timbur, steypu, t málningu, lökk, lím, gler, vömr til ' pípulagna og byggingarefni úr plasti. Þá leggst samkvæmt tillög- |um meirihlutans sérstakt 16% vöm- gjald til viðbótar 9% vömgjaldi á sælgæti, kex, gosdrykki og sykur. Loks er lagt til að lögin verði endur- skoðuð fyrir 1. janúar 1991. Minnihlutann mynda þau Geir H. Haarde, Ingi Bjöm Albertsson og Kristín Halldórsdóttir. Segja þau í nefndaráliti sínu að vömgjaldinu sé ætlað að afla ríkissjóði um 1600 m.kr. í auknar tekjur á næsta ári. Næði það fram að ganga yrði það til að íþyngja almenningi í landinu til viðbótar við aðrar boðaðar skattahækkanir. Þær takmörkuðu upplýsingar sem komið hefðu fram um breyting- ar á frumvarpinu bentu eindregið til þess að „þar sé verið að gera hlut innlendrar framleiðslu enn lak- ari en til stóð í upphaflega frum- varpinu". Þegar matarskatturinn hafí verið lagður á á sfðasta þingi hafí tollar og aðflutningsgjöld verið lækkuð til að milda áhrif hans. Nú væri áformað að taka þá lækkun til baka og um leið hverfa af braut „einfald- leikans" sem svo mikið hafi verið talað fyrir á síðasta þingi. Síðan segir í nefndaráliti minnihlutans: „Allt er hér á sömu bókina lært: laun fryst, skattar stórauknir, kaupmáttur stórlega skertur og verðstöðvun hefur farið úr böndum. Það jaðrar því við siðleysi að leggja auknar byrðar á almenning sem óhjákvæmilega verður með sam- þykkt þessa frumvarps. Þess vegna getur minnihlutinn ekki staðið að samþykkt þessa frumvarps og legg- ur til að það verði fellt."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.