Morgunblaðið - 21.12.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988
47
Fer inn á lang
flest 5
heimili landsins!
Rússlands þúsund ár
og sameining Evrópu
Evrópu sem „sameiginlegt heimili“.
„Við erum Evrópumenn. Hið gamla
Rússland tengist Evrópu og kristn-
inni... Saga Rússlands er lifandi
hluti hinnar miklu evrópsku sögu.“
Með því að vera allir bræður í
Kristi eru allir jafnir. Þegar allir
eru jafnir fyrir dómi guðs eru allir
jafnir fyrir dómstólum, heimsins.
Kristur kenndi að verður er verka-
maðurinn launa sinna. Þess vegna
má enginn arðræna annan mann.
Hin kristna arfleifð; jafnrétti og
samstaða, er einnig grundvallarat-
riði marxisma, jafnvel þó að sú
kenning afneiti guði. Þessi stað-
reynd styrkir einnig kenninguna um
hina kristnu arfleifð sem samnefn-
ara allrar Evrópu, hins sameigin-
lega heimilis okkar allra.
Og innan tíðar mun verða haldin
hátíðleg 1000 ára minning kristni-
töku á íslandi á Þingvöllum. Sú
athöfn gat farið fram fyrir snjalla
milligöngu Þorgeirs Ljósvetninga-
goða, málamiðlun sem nánast leyfði
áfram hindrunarlaust tilbeiðslu
hinna fyrri Ása.
Það getur orðið athyglisvert að
fylgjast með því með hvaða undan-
þágum íslendingar verða hluti af
þeirri Evrópu sem nú er í sjónmáli
og mun verða sameiginlegt heimili
okkar allra, svo notuð séu orð lýð-
ræðissinnans í Moskvu.
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdasijórí Norrænu félag-
anna.
eftír Borgþór S.
Kjærnested
Eins og mörgum mun kunnugt
héldu kristnir rétttrúnaðarmenn á
Rússlandi upp á 1000 ára kristni-
tökuafmæli í sumar leið. Þegar stór-
furstinn Vladímir mikli (980-1015)
af Kænugarði lét skíra sig og þjóð
sína alla árið 988, þá gerðust mikl-
ir atburðir þar eystra. Hér var ekki
einungis um mikla kirkjusögulega
atburði að ræða, heldur var jafn-
framt um að ræða innlimun Rúss-
lands í hina kristnu Evrópu. Þar
með hófst samfélagsþróun á Rúss-
landi á grundvelli kristninnar og
evrópskum lífsviðhorfum. Tengsl
Rússlands, sem fram til þessa tíma
voru aðallega við Miklagarð og
Skandinavíu, náðu nú einnig til
Vesturevrópu. Stórfurstinn Jaro-
slav hinn vísi (1018-1054) var gift-
ur Ingigerði dóttur Olafs skautkon-
ungs og ein af dætrum hans giftist
Kasimir mikla af Póllandi, önnur
Hinrik I af Frakklandi og sú þriðja
Haraldi harðráða af Noregi.
Kristindómurinn var þó ekkert
óþekkt fyrirbæri á Rússlandi fyrir
skím Vladímirs 988. Samkvæmt
heimildum kirkjulega sagnfræð-
ingsins Eusebiusi (dáinn 339) hafði
postulinn Andrés „hinn fyrst kall-
aði“ og fyrsti biskup Miklagarðs,
iðkað trúboð í Skyteu, þ.e. norðan
Svartahafs. Samkvæmt Nestor-
króníku frá 1116 mun lærisveinninn
hafa haldið för sinni áfram til Norð-
urlanda og þaðan áfram til Rómar.
Hér er þó samkvæmt nýjustu fræð-
um um goðsögn að ræða sem varð
til á 12. öld til að veita rússnesku
kirkjunni hærri virðingarsess með
aðstoð lærisveinanna.
Hins vegar er mjög sennilegt að
patríarkinn Fotios af Konstantinop-
eLhafi um miðja 7. öld sent trúboða
til Rússlands. Jafnframt var írska
og þýska trúboðið starfandi á Rússl-
andi fyrir 988. Á dögum stórfurst-
ynjunnar Olgu (Helgu) 944-957
náði kristni að festa rætur við hirð-
ina í Kæriugarði. Olga tilheyrði
norrænni furstaætt í Pskov og hún
var lögráðamaður sonar síns Svjat-
oslavs. Síðasta stjómarár sitt fór
hún fylktu liði til Miklagarðs og lét
skírast, en þá.athöfn framdi patrí-
arkinn en keisarinn Konstantín Por-
fyrogennetos var skímarvottur
hennar.
Við skím stórfurstans Vladímirs
988 varð til sameinuð Evrópa allt
frá Atlantshafi til Úralfjalla. Kirkj-
an var enn sameinuð, samfélags-
hættir vom að miklu leyti þeir
sömu, í öllum veigamestu atriðun-
um, þ.e.a.s. lénsskipulag og klerka-
vald. Hér sker ísland sig að nokkru
úr með endurreisn ættarsamfélags-
ins hér úti í Dumbshafí á 10. öld.
En menningartengslin milli Austur-
og Vestur-Evrópu eru mikil sem og
verslunartengslin. Norræn tunga
er skiljanleg allt frá Kænugarði og
Novgorod í austri til Þingvalla,
Dyflinnar og Rúðuborgar í vestri.
Lærðra tungur vom latína og
gríska.
Á sama tíma var um mikinn mun
að ræða á milli Austur- og Vestur-
Evrópu, en einnig innan Austur-
Evrópu og Vestur-Evrópu. Eining
kirkjunnar skapaði þó samstöðutil-
Hann leggur jafnframt áherslu á
mikilvægi sögulegrar og kristinnar
arfleifðar við eflingu hugtaksins um
Þegar Soffía fermist hefur hún að
eigin dómi náð því marki að verða
fullorðin. En fullorðna fólkið er á
öðru máli, að minnsta kosti þegar það
hentar því.
Metsöluhöfundurinn Iðunn
Steinsdóttir fer á kostum í bók sinni
„Víst er ég fullorðin“ sem fjallar um
eftirvæntinguna, öryggisleysið,
forvitnina og hræðsluna um að vera
örðuvísi en hinir, sem togast á í okkur
meðan við erum að breytast úr barni í
fullvaxta manneskju.
Iðunn, uppá sitt besta, er
guljtrygging fyrir góðum lestri. Bók
fyrir unglinga á öllum aldri.
fínningu milii Evrópuþjóðanna sem
var sundrungaröflunum yfírsterk-
ari.
Skipting Evrópu í tvær einingar
á sögu sína að rekjá allt aftur til
fyrri miðalda, áhrifavalds, páfa-
garðs í vestri og býsantísku keisar-
anna í austri fram til krýningar
fransk-latneska keisarans Karls
mikla árið 800 og hinn gríski antí-
latneskismi frá sama tíma, en hann
blossaði upp með patríarkanum
Fotios árið 858. Endanleg tengsl
rofnuðu milli króm og Konst-
antínopel árið 1054, en þessi at-
burður hafði mjög sorglegar afleið-
ingar í för með sér fyrir einingu
Evrópu. Þar með skiptist Evrópa í
tvennt, ekki bara í trúarlegu tilliti,
heldur einnig hugmyndafræðilega
og samfélagslega. Hugmyndin um
sameiningu Evrópu kom fyrst fram
að lokinni síðari heimsstyrjöld. Það
var Charles de Gaulle sem talaði
um „Evrópu föðurlandanna frá Atl-
antshafí til Úral“. Hugmynd hans
var að skapa evrópska sameiningar-
tilfínningu sem valkost gegn
blokkamyndunum stórveldanna,
sem alit frá stríðslokum skiptir
Evrópu í austur og vestur. Evrópa
verður að endurheimta sjálfstraust,
hlutverk sitt í þróun heimsins, sína
eigin ímynd á ný.
Séð í þessu ljósi er 1000 ára af-
mæli rétttrúnaðarkirkjunnar á
Rússlandi mjög mikilvægur at-
burður fyrir alla Evrópubúa, já allan
heiminn. Ef menn vilja fínna
víðtækasta samnefnara hugtaksins
„Evrópa“ er varla um annað að
ræða en hina sameiginlegu kristnu
arfleifð. Það er í raun ekki um aðra
hluti að ræða sem segja má að sam-
eini ísland Rússlandi, írland Grikk-
landi, Sviss Portúgal eða Búlgaríu
Hollandi.
Tilkomumiklar yfírlýsingar de
Gaulles um „Evrópu föðurland-
anna“ hefur Míkhaíl Gorbatsjov
leyst af hólmi með alþýðlegri orð-
um, eins og að „Evrópa er okkar
sameiginlega heimili". í bók sinni
Perestrojka byggir hann á þessari
myndrænu lýsingu þegar hann
skrifar: „Heimilið er sameiginlegt,
en hver fjölskylda býr í sinni eigin
íbúð og inngöngudyr eru margar."
Borgþór S. Kjærnested
„Tilkomumiklar yfir-
lýsingar de Gaulles um
„Evrópu föðurland-
anna“ hefur Míkhaíl
Gorbatsjov leyst af
hólmi með alþýðlegri
orðum, eins og að „Evr-
ópa er okkar sameigin-
lega heimili“.
Víst er ég fullorðin
eftir Iðunni Steinsdóttur
Barna-oé
ödurAB