Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 47 Fer inn á lang flest 5 heimili landsins! Rússlands þúsund ár og sameining Evrópu Evrópu sem „sameiginlegt heimili“. „Við erum Evrópumenn. Hið gamla Rússland tengist Evrópu og kristn- inni... Saga Rússlands er lifandi hluti hinnar miklu evrópsku sögu.“ Með því að vera allir bræður í Kristi eru allir jafnir. Þegar allir eru jafnir fyrir dómi guðs eru allir jafnir fyrir dómstólum, heimsins. Kristur kenndi að verður er verka- maðurinn launa sinna. Þess vegna má enginn arðræna annan mann. Hin kristna arfleifð; jafnrétti og samstaða, er einnig grundvallarat- riði marxisma, jafnvel þó að sú kenning afneiti guði. Þessi stað- reynd styrkir einnig kenninguna um hina kristnu arfleifð sem samnefn- ara allrar Evrópu, hins sameigin- lega heimilis okkar allra. Og innan tíðar mun verða haldin hátíðleg 1000 ára minning kristni- töku á íslandi á Þingvöllum. Sú athöfn gat farið fram fyrir snjalla milligöngu Þorgeirs Ljósvetninga- goða, málamiðlun sem nánast leyfði áfram hindrunarlaust tilbeiðslu hinna fyrri Ása. Það getur orðið athyglisvert að fylgjast með því með hvaða undan- þágum íslendingar verða hluti af þeirri Evrópu sem nú er í sjónmáli og mun verða sameiginlegt heimili okkar allra, svo notuð séu orð lýð- ræðissinnans í Moskvu. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdasijórí Norrænu félag- anna. eftír Borgþór S. Kjærnested Eins og mörgum mun kunnugt héldu kristnir rétttrúnaðarmenn á Rússlandi upp á 1000 ára kristni- tökuafmæli í sumar leið. Þegar stór- furstinn Vladímir mikli (980-1015) af Kænugarði lét skíra sig og þjóð sína alla árið 988, þá gerðust mikl- ir atburðir þar eystra. Hér var ekki einungis um mikla kirkjusögulega atburði að ræða, heldur var jafn- framt um að ræða innlimun Rúss- lands í hina kristnu Evrópu. Þar með hófst samfélagsþróun á Rúss- landi á grundvelli kristninnar og evrópskum lífsviðhorfum. Tengsl Rússlands, sem fram til þessa tíma voru aðallega við Miklagarð og Skandinavíu, náðu nú einnig til Vesturevrópu. Stórfurstinn Jaro- slav hinn vísi (1018-1054) var gift- ur Ingigerði dóttur Olafs skautkon- ungs og ein af dætrum hans giftist Kasimir mikla af Póllandi, önnur Hinrik I af Frakklandi og sú þriðja Haraldi harðráða af Noregi. Kristindómurinn var þó ekkert óþekkt fyrirbæri á Rússlandi fyrir skím Vladímirs 988. Samkvæmt heimildum kirkjulega sagnfræð- ingsins Eusebiusi (dáinn 339) hafði postulinn Andrés „hinn fyrst kall- aði“ og fyrsti biskup Miklagarðs, iðkað trúboð í Skyteu, þ.e. norðan Svartahafs. Samkvæmt Nestor- króníku frá 1116 mun lærisveinninn hafa haldið för sinni áfram til Norð- urlanda og þaðan áfram til Rómar. Hér er þó samkvæmt nýjustu fræð- um um goðsögn að ræða sem varð til á 12. öld til að veita rússnesku kirkjunni hærri virðingarsess með aðstoð lærisveinanna. Hins vegar er mjög sennilegt að patríarkinn Fotios af Konstantinop- eLhafi um miðja 7. öld sent trúboða til Rússlands. Jafnframt var írska og þýska trúboðið starfandi á Rússl- andi fyrir 988. Á dögum stórfurst- ynjunnar Olgu (Helgu) 944-957 náði kristni að festa rætur við hirð- ina í Kæriugarði. Olga tilheyrði norrænni furstaætt í Pskov og hún var lögráðamaður sonar síns Svjat- oslavs. Síðasta stjómarár sitt fór hún fylktu liði til Miklagarðs og lét skírast, en þá.athöfn framdi patrí- arkinn en keisarinn Konstantín Por- fyrogennetos var skímarvottur hennar. Við skím stórfurstans Vladímirs 988 varð til sameinuð Evrópa allt frá Atlantshafi til Úralfjalla. Kirkj- an var enn sameinuð, samfélags- hættir vom að miklu leyti þeir sömu, í öllum veigamestu atriðun- um, þ.e.a.s. lénsskipulag og klerka- vald. Hér sker ísland sig að nokkru úr með endurreisn ættarsamfélags- ins hér úti í Dumbshafí á 10. öld. En menningartengslin milli Austur- og Vestur-Evrópu eru mikil sem og verslunartengslin. Norræn tunga er skiljanleg allt frá Kænugarði og Novgorod í austri til Þingvalla, Dyflinnar og Rúðuborgar í vestri. Lærðra tungur vom latína og gríska. Á sama tíma var um mikinn mun að ræða á milli Austur- og Vestur- Evrópu, en einnig innan Austur- Evrópu og Vestur-Evrópu. Eining kirkjunnar skapaði þó samstöðutil- Hann leggur jafnframt áherslu á mikilvægi sögulegrar og kristinnar arfleifðar við eflingu hugtaksins um Þegar Soffía fermist hefur hún að eigin dómi náð því marki að verða fullorðin. En fullorðna fólkið er á öðru máli, að minnsta kosti þegar það hentar því. Metsöluhöfundurinn Iðunn Steinsdóttir fer á kostum í bók sinni „Víst er ég fullorðin“ sem fjallar um eftirvæntinguna, öryggisleysið, forvitnina og hræðsluna um að vera örðuvísi en hinir, sem togast á í okkur meðan við erum að breytast úr barni í fullvaxta manneskju. Iðunn, uppá sitt besta, er guljtrygging fyrir góðum lestri. Bók fyrir unglinga á öllum aldri. fínningu milii Evrópuþjóðanna sem var sundrungaröflunum yfírsterk- ari. Skipting Evrópu í tvær einingar á sögu sína að rekjá allt aftur til fyrri miðalda, áhrifavalds, páfa- garðs í vestri og býsantísku keisar- anna í austri fram til krýningar fransk-latneska keisarans Karls mikla árið 800 og hinn gríski antí- latneskismi frá sama tíma, en hann blossaði upp með patríarkanum Fotios árið 858. Endanleg tengsl rofnuðu milli króm og Konst- antínopel árið 1054, en þessi at- burður hafði mjög sorglegar afleið- ingar í för með sér fyrir einingu Evrópu. Þar með skiptist Evrópa í tvennt, ekki bara í trúarlegu tilliti, heldur einnig hugmyndafræðilega og samfélagslega. Hugmyndin um sameiningu Evrópu kom fyrst fram að lokinni síðari heimsstyrjöld. Það var Charles de Gaulle sem talaði um „Evrópu föðurlandanna frá Atl- antshafí til Úral“. Hugmynd hans var að skapa evrópska sameiningar- tilfínningu sem valkost gegn blokkamyndunum stórveldanna, sem alit frá stríðslokum skiptir Evrópu í austur og vestur. Evrópa verður að endurheimta sjálfstraust, hlutverk sitt í þróun heimsins, sína eigin ímynd á ný. Séð í þessu ljósi er 1000 ára af- mæli rétttrúnaðarkirkjunnar á Rússlandi mjög mikilvægur at- burður fyrir alla Evrópubúa, já allan heiminn. Ef menn vilja fínna víðtækasta samnefnara hugtaksins „Evrópa“ er varla um annað að ræða en hina sameiginlegu kristnu arfleifð. Það er í raun ekki um aðra hluti að ræða sem segja má að sam- eini ísland Rússlandi, írland Grikk- landi, Sviss Portúgal eða Búlgaríu Hollandi. Tilkomumiklar yfírlýsingar de Gaulles um „Evrópu föðurland- anna“ hefur Míkhaíl Gorbatsjov leyst af hólmi með alþýðlegri orð- um, eins og að „Evrópa er okkar sameiginlega heimili". í bók sinni Perestrojka byggir hann á þessari myndrænu lýsingu þegar hann skrifar: „Heimilið er sameiginlegt, en hver fjölskylda býr í sinni eigin íbúð og inngöngudyr eru margar." Borgþór S. Kjærnested „Tilkomumiklar yfir- lýsingar de Gaulles um „Evrópu föðurland- anna“ hefur Míkhaíl Gorbatsjov leyst af hólmi með alþýðlegri orðum, eins og að „Evr- ópa er okkar sameigin- lega heimili“. Víst er ég fullorðin eftir Iðunni Steinsdóttur Barna-oé ödurAB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.