Morgunblaðið - 21.12.1988, Qupperneq 51
MÓRÖWfeEÁÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2l‘. DESEMBER Í988
51
Gullfiskar Herdísar Hallvarðsdóttur:
Persónulegt verk og
hafið yfir tískusveiflur
Það er talsverð kúnst að semja
tónlist sem er hafin yfir tfsku-
sveiflur þannig að hún virðist
gjaldgeng nánast hvenær sem er
og hvar sem er. Þannig finnst
mór sú tóniist vera sem Herdís
Hallvarðsdóttir flytur okkur á
sinni fyrstu sólóplötu, Gullfiskar.
Lögin á þessari plötu eru líka
þeim kostum gædd, að maður fer
ósjálfrátt að hlusta á þau aftur
og aftur og þau verða sífellt betri
eftir því sem maður hlustar oftar.
Á plötuumslagi segir Herdís að
það séu forréttindi að fá tækifæri
til að gera hljómplötu eftir eigin
höfði, og sjálfsagt er það rétt hjá
henni. En eftir að hafa hlustað á
plötuna finnst mér það líka viss
forréttindi fyrir okkur hin, að fá
tækifæri til aö njóta slíkrar plötu.
Sannleikurinn er nefnilega sá, að
fyrir utan fallegar laglínur á Gull-
fiskum er boðskapur textanna
óvenju einlægur og manni finnst
einhvern veginn að maður þekki
Herdísi persónulega eftir að hafa
hlustað á og íhugað boðskap text-
anna. Á textablaði hefur Herdís
skrifað formála við hvert lag og
það færir hlustandann nær þeim
viðfangsefnum sem hún er að fjalla
um hverju sinni.
Herdís segir á plötuumslagi aö
hvert lag hafi sín séreinkenni og
sína skapgerð, svo helst megi líkja
þeim við börn. Við þetta mætti
bæta að þessi „börn" Herdísar eru
á misjöfnum aldri og sum lögin
bera það með sér að þau eru sam-
in fyrir nokkuð mörgum árum. Það
rýrir þó ekki gildi þeirra, því eins
og áður segir eru þau flest þannig
að tímasetningin skiptir ekki máli.
Þess vegna gæti ég vel trúað að
mörg laganna ættu eftir að lifa
góðu lífi á ókomnum árum og raun-
ar má slá þvi föstu, að platan sem
slík, úreldist ekki um leið og jóla-
plötuvertíð þessa árs lýkur, eins
og viðbúið er með þær hljómplötur
sem háðar eru tískusveiflum og
tíðarandnaum hverju sinni.
Það er dálítið erfitt að gera upp
á milli einstakra laga á þessari
plötu því það fer eiginlega eftir því
( hvernig skapi maður er hverju
sinni hvaða lag hljómar best. Þó
get ég nefnt að lagið „Um geðsá-
lina í mér“ er alltaf að skjóta upp
kollinum í huga mér, enda með
fallegri lögum sem ég hef heyrt í
langan tíma. Margir góðir tónlist-
armenn aðstoða Herdísi á þessari
plötu og auk hennar sjálfrar syngja
Guðrún Gunnarsdóttir, Helga B.
Magnúsdóttir og Eyjólfur Kristj-
ánsson aðalraddir í nokkrum lag-
anna. Guðrún og Helga standa sig
inn og er sérstök ástæða til að
geta þar frammistöðu Valdi-
mars Flygering, Eggerts Þor-
leifssonar, Hönnu Maríu Karls-
dóttur og Sigrúnar Eddu Björns-
dóttur, þótt frammistaða hinna
sé einnig góð, enda allt vanir
menn og konur. Ég sé ekki
ástæðu til að gera hér upp á
milli einstakra laga á plötunni,
en blúskenndu lögin létu /ainna
best í eyrum þess sem þetta
skrifar.
Hljóðfæraleikarar eru Jóhann
G. Jóhannsson á hljómborð,
Birgir Bragason, bassi, Pétur
Grétarsson, trommur, Björgvin
Gíslason gítar og hljómborð, og
Árni Scheving á víbrafón, harm-
ónikku, marimba og saxófón og
ieysa þeir allir hlutverk sitt vel
af hendi eins og við var að bú-
ast. Þótt þessi plata sé aö vísu
ekki neitt yfirburðaverk út frá
faglegum sjónarmiðum er full
ástæða til að mæla með henni
við alla þá sem eru opnir fyrir
léttum húmor og skemmtileg-
um tónlistarlegum fléttum.
Sveinn Guðjónsson
báðar vel, en Eyjólfur hefur hins
vegar oft notið sín betur að mínum
dómi. Sjálf stendur Herdís fyllilega
fyrir sínu í söngnum og þegar um
svo einlægt og persónulegt verk
er að ræða eins og þessa plötu,
finnst mér alltaf skemmtilegra að
heyra lögin í flutningi höfundar.
Mörgum kann að þykja nóg um
þá lofgjörð sem þessi gagnrýni
hefur þróast upp í því vissulega
er þessi plata ekki gallalaus. En
þegar um svona fallegt og per-
sónulegt verk er að ræða hefur
maður ekki geð í sér til að vera
með einhvern sparðatíning um
hluti, sem skipta í rauninni litlu
sem engu máli varðandi heildarút-
komuna á þessari sérstæðu plötu
Herdísar.
Sveinn Guðjónsson
RÆTUR ISLEIMSliRAR
NEMimGAR
eftir Einar Pálsson
Allt ritsafnið fæst nú hjá forlaginu ívönduðu bandi.
Bókaútgáfan Mímir,
Sólvallagötu 28, sími 25149.
Yörumarkaðurinn
KRINGLAN, S. 685440
Litli sælkeraofninn
Tilvalinn þegar matbúa þarf fyrir 1, 2, 3 eða fleiri. Þú bakar, eldar,
steikir, „gratinerar", þíðir, hitar upp, grillar o.fl. o.fl. í sælkeraofninum
snjalla. Sjálfhreinsandi ofn fyrir heimilið. Margur er knár þótt hann sé
smár! Mál: 29 x 26,5 x 37,5 cm. Jólaverð kr. 6.800,-
Rowenta FB 12
FTJNAI fullkommn örbylgjuofn
☆ Mjög sparneytinn
Nákvæm klukka
Auðvelt að þrífa
Færanlegur afþíðingarbakki
Afþíðingarstilling
Einfaldur í notkun
1100 W ofn frá Japan
Ytri mál H. 28,0 B. 49,2 D. 30,4
InnrimálH. 19,5 B. 31,5 D. 28,0
Allt þetta fyrir aöeins kr. 17.859 stgr.
Má bjóða ykkur svissneska
þvottavél
með öllum hugsanlegum
möguleikum fyrir
kr.38.211,-
Hreinlega hlægilegt verð,
hágæða vél.
Tölvuprófuð fyrir
afhendingu o.fl.
slgr.
Leit þinni
er lokió!
Hér er komin kaffivélin
sem hellir beint í hitabrú-
sann (sem fylgir með).
Nýjung og auðvitað
ROWENTA fyrir
aðeins kr.
3.930,-
Ekkert venjuleg BRAUÐRIST
ROWENTA TO 38,0
Hitnar ekkert að utan. Nýjung í hitaleiðurum: Samloku-
hitai, jafnari og betri hiti. Sú besta! Fáanlegirfylgihlutir.
FUNAI
VCR5400 VHS myndbandstaeki
* jjf
• Hraðupptaka
• Rakavarnarkerfi (Dew)
O Sjálfvirk bakspólun
• Fjölhæft minni
• Sjálfleitun stöðva
O Einfalt og fullkomið
Ótrúlegt jólatilboó 29.999,- stgr.
- JAPÖNSK TÆKNI í HÆSTA GÆÐAFLOKKI!
HQ (high quality) kerti
Þráðlaus fjarstýring
4 þátta/14 daga upptökuminni
Stafræn afspilun (digital)
Sjálfleitun síðustu upptöku
NYTT A ISLANDI
„BAKARAMEISTARIN N “
Ótrúlegt
Nú geta aliir bakað! Meira
að segja þeir sem aldrei
hafa kunnað það eða ekki
haft tíma til þess. Bakara-
meistarinn vinnur allt
verkið og þú sinnir öðru á
meðan.
JólatilboA kr.
22.300,-
P.S. Byrjið daginn með ný-
bökuðu og „góðu“ brauði.
60 milljón straujárn mæla með
Rowenta
ROWENTA
kaffivélar
Fást í öllum betri
raftækjaverslunum
P.S.:
noi
FINNUR ÞU JOLAGJOFINA
Verið velkomin
KRINGLAN, S. 685440