Morgunblaðið - 21.12.1988, Síða 56

Morgunblaðið - 21.12.1988, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 V!'.>*'Tjn.T01:l'M D V U J/U JJ IVTF'j<l (mAlMlJia'Jl';— Sjómannalög beint í æð á frívaktinni mjómplötur Árni Johnsen Á frívaktinni sem hljómplötuút- gáfan Steinar hefur gefið út eru 10 þekkt sjómannalög í nýjum bún- ingi. 6 af þessum 10 söngvum eru ættaðir frá Vestmannaeyjum og ekki að furða þegar valin eru vin- sælustu sjómannalög landsins, því flest hafa þau komið frá Vest- mannaeyjufn og meira að segja lög sem ekki tengjast beint sjónum í texta, en hafa unnið hug og hjörtu sjómanna sem annarra landsmanna og má þar nefna lagið Ég veit þú kemur, eftir Oddgeir Kristjánsson við ljóð Ása í Bæ. Öll lögin á plötunni eru útsett af Gunnari Þórðarsyni og honum bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn, hann skiptir skemmti- lega um ytri búning á nokkrum laganna og ugglaust eiga menn eftir að venjast því, en það er skemmtileg tilbreyting í túlkun Gunnars og vandað til í hvívetna. Það má með sanni segja að sjó- mannasöngvar í íslenskum dægur- lagaheimi skipi ámóta sess og kú- rekasöngvar í Bandaríkjunum, en það er að sjálfsögðu engin tilviljun að mörg laga hins ástsæla tón- skálds Oddgeirs Kristjánssonar hafa verið leikin í liðlega hálfa öld og hafa ekkert látið á sjá nema síður sé. Að sjálfsögðu hafa þau mótast í nokkuð markvissan farveg í flutningi, en vegir tónlistarinnar eru óendanlegir og útsetjari hefur ákveðið svigrúm í hvert eitt sinn. Á frívaktinni varð til upp úr hug- mynd Sjómannadagsráðs frá því í sumar leið þegar haldið var upp á 50 ára afmæli Sjómannadagsins, en þá var flutt sérstök dagskrá með sjómannalögum þar sem Egill Olafsson, Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Jóhann Helga- son og Ragnar Bjamason fluttu lögin og þeir eru allir á ferðinni á ný á frívaktinni í nýjum útsetning- um Gunnars Þórðarsonar sem fyrr getur auk Ríó tríós. Þessi ágæta plata mælir með sér sjálf. Það er dúndrandi stemmning á henni, góður söngur og vel spilað þótt alltaf megi deila um taktinn. Það munar líka svo miklu hvort siglt er í blíðu eða stríðu en þegar um er að ræða lög eins og Blítt og létt, Ég veit þú kemur og Ship-o- hoj eftir Oddgeir við texta Áma úr Eyjum, Ása í Bæ og Lofts Guð- mundssonar þá ættu allir að una glaðir við sitt. Þá má nefna hið ítur- snjalla lag Ása í Bæ, Við brim- somfa kletta, Einsa kalda úr Eyjun- um eftir Jón Sigurðsson, og Is- lensku sjómennina eftir Gylfa Ægisson. Af öðrum perlum á plöt- unni má nefna hinn rómaða sjó- mannavals Svavars Benediktssonar við ljóð Kristjáns frá Djúpalæks og Þórð sjóara eftir Þórð Pétursson við ljóð Djúpalækjarskáldsins. Af nýrri lögum má nefna Gvend á Eyrinni eftir Rúnar Gunnarsson við texta Þorsteins Eggertssonar og Hafið eftir Gunnar Þórðarson við ljóð Ólafs Hauks Símonarsonar. Áuk Gunnars leika á Frívaktinni Gunnlaugur Briem, Kristinn Svav- arsson og Eyþór Gunnarsson en um hljóðblöndun sáu Sigurður Bjóla Garðarsson og Baldur Már Ám- grímsson. Á Frívaktinni er röð af gömlum dægurlagavinum, sem sífellt eru aufúsugestir fyrir fólk á öllum aldri. Eyðimerk- urhálsar í þrumustuði Eyðimerkurhálsar heitir hljóm- plata Rúnars Þórs sem kom út fyr- ir skömmu _og er tileinkuð 10 ára afmæli SÁÁ, enda á ágóði af plöt- unni að renna tú þess árangursríka starfs sem SÁÁ hefur skilað. Á plötunni em 10 lög sem segja má að séu öll góð, en sum mjög góð. Rúnar Þór undirstrikar það með plötu sinni að hann er góður laga- höfundur og útsetningar á lögunum eru mjög líflegar og hljómmiklar, en textinn vill eilítið hverfa í sumum lögum plötunnar og er þar um að VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK SUÐURLAHDSBRAUT 30,108 REVKJAVfK UMSOKNIR Stjóm verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á íbúð- um sem áætlað er að komi til afhendingar frá miðju ári 1989 til jafnlengdar 1990. Um er að ræða bæði nýjar og notaðar íbúðir. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög númer 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu VB Suðurlandsbraut 30 og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 9.00-12.00 og 13.00-16.00. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 10. janúar 1989. Stjórn Verkamannabústaða íReykjavík. BHUARD. BORBTEMIS. PÍMAST Billiardborð 2 fet kr. Billiardborð 3fet kr. Biiliardborð 4fet kr. Billiardborð 4,5 fet kr. Billiardborð 6fet kr. Billiardborð 7 fet kr. 2.140 2.750 4.320 10.640 stgr. 13.205 stgr. 30.305 stgr. Sími 35320 Sendum í póstkröfu Kreditkortaþjónusta tereíunin vfy HRKIQ Láttu þér ekki leiðast í skammdeginu Dartpílur 3 stk. frá kr. 178 Dartspjöid verð frá kr. 430 Dartspjöld keppnis, Bristle, kr. 2.190 Borðtenniskúlur Borðtennisspaðar Borðtennisborð, verð frá kr. 7.900 stgr. Borðtennisborð á hjólum, verð frá kr. 12.255 stgr kenna hljóðblöndun. Til dæmis njóta sín ekki sem skildi ágætir söngvarar sem Rúnar Þór hefur fengið til liðs við sig, nema Bubbi Morthens sem siglir í gegn með sínu striki. Textar Eyðimerkurhálsanna eru eftir ýmsa menn og tengjast þeir flestir reynslu manna af víni, en eru þó látlausir í eðli sínu og svo sem mynd af daglegum sjónarmið- um, en þótt þeir séu nokkuð daprir falla þeir vel að líflegri tónlist plöt- unnar og úr verður sérstæð plata sem stendur vel fyrir sínu. Lagið 1.12’87 eftir Rúnar Þór er gullfal- legt lag án söngs og útsetning þess eitt það besta á plötunni. Það væri skemmtilegt að sjá ballettkafla við það tónverk. Þá er mjög fallega flutt lagið Höfðingi smiðjunnar eft- ir Rúnar Þór við ljóð Davíðs Stef- ánssonar, en svipmeira hefði verið að fá Egil Ólafsson sterkari í gegn með Rúnari Þór sem annars- er ágætur söngvari og bestur í Cohen-stíl sem hann bregður fyrir sig. Það eru margir ágætis listamenn sem hafa lagt hönd á plóginn í Eyðimerkurhálsunum og platan nýtur þess. Hún er rokkuð og mel- ódísk og er ágætis innlegg í barátt- una sem hún er tengd um leið og hún er alhliða skemmtiplata. Hjálpar- starfsplatan Hjálparhönd Kristilega hljómplatan Hjálpar- hönd er vönduð að upptöku og allri gerð. Textarnir eru samdir eins og orðunum er eðlilegt að líða af munni fram, en það er Hjalti Gunnlaugsson sem hefur haft umsjón með gerð plötunnar. Hjálparhönd er afrakstur samkirkjulegs hjálparstarfs þar sem markmiðið er aðstoð við fólk í þriðja heiminum, en það starf sem Hjálpar- hönd leggur lið er í Mexíkó. Fjölmargir góðir listamenn koma við sögu á Hjálparhönd, með söng hljóðfæraleik, upptökum og öðru sem þarf að vinna við eina hljómplötu. Hjálparhönd fæst einnig á snældu og geisladisk. Yfírleitt eru lög plöt- unnar íjörleg og margir söngvarar syngja á plötunni. Má þar nefna Þorvald Halldórsson, Sólveigu Guðnadóttur, Pétur Hrafnsson, Hjalta Gunnlaugsson, Helgu B. Óskarsdóttur, Guðrúnu Magnúsdótt- ur, Helgu Bolladóttur, Sigurbjörgu Níelsdóttur, Samúel Ingimarsson, Hrefnu Guðnadóttur, Þóru Þóris- dóttur og Sigríði Guðnadóttur. Hjálparhönd er vel gerð og skemmtileg plata á kristilegum nót- um og tilefnið er hjálparstarf í Mex- íkó. Góð plata og göfugt málefni fara þar saman. Lómurinn Lævís á léttu nótunum Lýður Ægisson skipstjóri og tón- listarmaður hefur nýlega sent frá sér nýja hljómplötu með eigin lögum og að þessu sinni eigin textum einn- ig. Lómurinn Lævís heitir þessi frísklega plata þar sem Lýður er samur við sig og siglir sinn tónasjó í melódískum og hefðbundnum takti sem á svo gott með að hrífa allan þorra fólks með. Á plötu Lýðs eru 10 lög og Lýður er með góða menn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.