Morgunblaðið - 23.12.1988, Side 17

Morgunblaðið - 23.12.1988, Side 17
félagið lenti í greiðsluþrot metin á 45 milljónir króna. Hún var seld á nauðungaruppboði fyrir um 19 milljónir króna, en eigandi hennar nú mun vera hlutafélag þar sem aðilar samvinnuhrejrfingarinnar eiga 80% hlutaljár. Eftir að bú Kaupfélags Sval- barðseyrar var tekið til gjaldþrota- skipta kom til álita að selja eignir félagsins á fijálsum markaði. Þar á meðal frystihús þess. Formaður stjómar Sambands íslenskra sam- vinnufélaga Valur Amþórsson, mun hafa verið mjög fylgjandi og fýs- andi þess að sú leið yrði farin. í dag em menn sjálfsagt sammála um það að það hefði orðið affarar- sælasta leiðin og fírrt mestu tjóni. Hins vegar náðist ekki um það sam- staða hjá eigenda meirihluta krafna í búið, þar á meðal Samvinnubank- ans. í frystihúsið hafði borist kaup- tilboð fyrir um 38 milljónir króna sem Samvinnubankinn sem einn af stærstu kröfuhöfum vildi ekki sam- þykkja. Samvinnubankanum var lögð út eignin á um 15 milljónir króna. Bændur höfðu því fulla ástæðu til þess að ætla að tómlæti og viljaleysi bankans í að ganga að þeim ætti við efnisrök að styðj- ast. Eins og áður getur, mátti ráða af grein Hermanns að Iðnaðarbank- inn hefði sýnt ábyrgðarmönnunum meiri hörku en Samvinnubankinn og þegar hafið ijámámsaðgerðir. Það er að vísu rétt, að Iðnaðarbank- inn gerði ráðstafanir til þess að tryggja rétt sinn með málssókn gagnvart ábyrgðarmönnunum. Skipta má kröfum Iðnaðarbankans á hendur ábyrgðarmönnunum í þijá liði. Um einn liðiina er ekki ágrein- ingur. Um annan liðinn er því hald- ið fram að mistök umboðsmanna bankans hafí valdið því, að réttur bankans féll niður, en að því er þriðja liðinn varðar tel ég að mistök eða misskilningur hafí valdið því að rasað hafí verið að því að fylla út víxileyðublað eftir að víxilréttur var fymdur gagnvart ábyrgðar- mönnum og fylltur út með mun hærri fjárhæð en þeirri er bankinn hafði lýst í búið og samþykkt hafði verið við upphaf gjaldþrotaskipt- anna. Tel ég fremur ósennilegt að Iðnaðarbankinn láti á víxil þennan reyna. Ágreiningur vegna hins málsins er hins vegar nú fyrir Hæstarétti. Hins vegar ber að taka það fram, að þrátt fyrir það að Iðn- aðarbankinn hafí tryggt sér rétt sinn í því máli sem ágreiningur er ekki um hefur hann lýst fullum vilja á að semja um greiðslu þeirrar skuldar. Vegna margnefndrar greinar Hermanns Sveinbjömssonar þótti mér rétt, að sjónarmið bændanna kæmu fram á sama vettvangi, svo að lesendur sem vildu gætu skoðað málin frá sjónarhóli beggja. Ég ef- ast ekki um hæfí og kunnáttu lög- manna Samvinnubankans og Sam- bandsins og tel að þeir hafí af sam- viskusemi lagt málin svo fyrir um- bjóðendur sína að þar væru dregnar fram helstu málsástæður og laga- rök fyrir hugsanlegri kröfugerð. ÚRVALS LEÐURFATNAÐUR m Skólavörðustíg 17a, sími 25115. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEM^ER 1988 . t"i'--iÍTiil "•■■V1 . ■> : ■ ... í lif.i — En eins og áður var tekið fram jafn- gildir hvorki álit þeirra né mitt dómi í málinu. Því var það, þegar tilboð Sambandsins var kynnt fyrrverandi stjómarmönnum kaupfélagsins nú í síðastliðnum mánuði, þá vom sjón- armið þau, sem fram koma í grein þessari kynnt fyrirsvarsmönnum beggja lánastofnanna og jafnframt lagt til vegna andstæðra skoðana lögmanna aðila að bankastofnan- imar leituðu út fyrir lögfræðideildir bankanna til hlutlauss aðila t.d. Lagastofnunar Háskólans um það hver væri raunveruleg réttarstaða í málinu. Grein Hermanns bendir því miður til þess að svo hafi ekki verið gert því þá hafði hún senni- lega ekki verið skrifuð. Næst á undan ásökun sinni á fyrrverandi stjómarmenn kaupfé- lagsins í niðurlagi greinar sinnar segir Hermann Sveinbjömsson: „þar sem þessir menn vom öðmm þræði að gangast í þessa ábyrgð vegna sveitunga sinna, eins og áður er að vikið, mætti einnig hugsa sér að íbúamir almennt fyndu blóðið renna sér til skyldunnar og dreifðu þessum þriðjungi skuldbindinganna sín á milli. Það væri samvinnuhug- sjón og náungarkærleikur í verki.“ Ef kynningarsljórinn hefði nú skoðað kröfulýsingaskrá í þrotabú Kaupfélags Svalbarðseyrar áður en hann flutti þess hugvekju sína hefði hann getað séð það tjón, sem íbú- amir almennt höfðu þá þegar orðið fyrir vegna gjaldþrotsins. Innistæð- ur þeirra hjá kaupfélaginu vegna afurða er þeir höfðu lagt inn, í sum- um tilvikum arðurinn af allt að heilsársstarfi þeirra hafði þegar orðið að engu. Vera má að sú ráð- deild Sambandsins í lok sláturtíðar 1985, þegar kaupfélagið var komið í greiðsluþrot, að taka í sínar vörsl- ur að handveði til tryggingar ábyrgðarskuldbindingum Sam- bandsins 150 tonn af dilkakjöti, hafi gert hlut bændanna nokkuð lakari, en þurft hefði og kröfulýs- ingaskrá sýnir, því tel ég þessa leið kynningarstjórans hæpna. I grein Hermanns Sveinbjöms- sonar var tekið fram að það hafí verið samþykkt samhljóða á stjóm- arfundi Sambandsins hinn 14. nóv- ember sl. að létta á byrðum ábyrgð- armanna Kaupfélagsins með þeim hætti sem til var lagt. Ég efast ekkert um það að með samþykkt- inni hafí verið átt við það, að Sam- bandið hlypi undir bagga með greiðslu á Vs af þeim kröfum, sem þar til greindar lánastofnanir ættu ___________________________ ótvíræðan og lögvarinn rétt til greiðslu á úr hendi ábyrgðarmanna, þar sem ágreiningur er um það, hver þessi lögvarði réttur þessara lánastofnana er, og augljóst hlýtur að vera að stjómarmenn hafa ekki ætlast til þess að bændumir fæm að taka á sig kröfur umfram lög- boðna skyldu, þá virðist eðlilegt að leitað sé álits hlutlausra en sér- hæfðra aðila um réttarstöðuna; ell- egar að leggja ágreininginn til úr- lausnar dómstóla, til þess að unnt sé að framkvæma samþykkt stjóm- ar Sambandsins í þeim anda er hún var gerð „það væri samvinnuhug- sjón og náungakærleikur í verki“. Gleðileg jól. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur. Ódýr heimilishjálp frá AEG iáMw~ Brauðrist AT 20 Eggjasuðutæki f. 7 egg/EK 102 Hrærivél KM 21 Handryksuga Liliput Ryksuga VampjT 402/1000 W Hárblásari F 1200/1200 W Umboðsmenn um land allt Mikligarður, Reykjavík H.G. Guðjónsson hf., Reykjavík Hagkaup, Reykjavík Kaupstaður, Reykjavík Þorsteinn Bergmann, Reykjavík BYKO, Kópavogi Samvirki, Kópavogi Rafbúðin, Kópavogi Mosraf, Varmá Stapafell, Keflavík Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi Húsprýði, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal Vestfirðir: Bjarnabúð, Tálknafirði RafbúðJónasarÞórs, Patreksfirði Verslun Gunnars Sigurðssonar, Þingeyri Straumur, Isafirði Verslunin Edinborg, Bíldudal EinarGuðfinnsson hf., Bolungarvík Norðurland: Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki Kaupfélag Eyfirðinga, Akurevri Bókabúð Rannveigar H. Ólafs- dóttur, Laugum, S-Þingeyjarsýslu. Verslunin Sel, Mývatnssveit Kaupfélag Þingeyinga, Húsavik Austurland: Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn Kaupfélag N-Þingeyinga, Kópaskeri Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði Sveinn 0. Elíasson, Neskaupsstað Stálbúð, Seyðisfirði Rafnet, Reyðarfirði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum Kaupfélag Skaftfellinga, Höfn Suðurland: E.P. Innréttingar, Vestmannaeyjum Mosfell, Hellu Rás, Þorlákshöfn Árvirkinn, Selfossi AFKÖST ENDING GÆÐI AE G heimilistœki - því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! BRÆÐURNIR OKMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.