Morgunblaðið - 23.12.1988, Page 55

Morgunblaðið - 23.12.1988, Page 55
55 MORGUNBLAÐEÐ iÞRornR PÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 Kenny Sansom var { gær seldur frá Arsenal til Newcastle. UKENNY SANSOM var í gær seldur frá Arsenal til Newcastle fyrir 300 þúsund pund. Sansom, sem á 86 íandsleiki að baki fyrir England, hefur Frá ekki komst í lið BobHennessy Arsenal í vetur og lEnglandi leikið eingöngu með varaliði félagsins. Hann er þrítugur vamarmaður og hefur verið hjá Arsenal í átta ár. Hann mun líklega leika með New- castle gegn Sigurði Jónssyni og félögum í Sheffield Wednesday annan dag jóla. ■ NEWCASTLE með Jim Smith við stjómvölinn lét sér ekki nægja að kaupa Sanmos því Smith keypti einnig hægri bakvörðinn Ray . Ranson frá Birmingham í gær fyrir 150 þúsund pund. Ranson er 28 ára og lék með Manchester City áður en hann gekk til liðs við Birmingham fyrir þremur árum. ■ VIV Anderson leikur ekki meira með Manchester' United á þessu keppnistímabili. Hann hefur lengi átt við bakmeiðsli að stríða og í gær fór hann í uppskurð og þarf minnst hálft ár til að ná fullum bata. Þetta er mikið áfall fyrir United sem hefur átt misjafna leiki að undanfömu. B MICK MiJIs, framkvæmda- stjóri Stoke City, hefur keypt Dave Bamber frá Watford fyrir 170 þúsund pund. Bamber er 24 ára gamall frammheiji og hefur leikið meðal annars með Portsmouth, WalsaU og Swindon. ■ NORWICH, sem er í efsta sæti ensku deildarinnar, festi kaup á Mike Flynn frá Oldham At- hletic í gær fyrir 100 þúsund pund. Fiynn, sem er 19 ára frammheiji, hefur leikið 32 leiki fyrir Oldham. I MAKTIN Hodge markvörður, sem var seldur frá Sheffield Wed- nesday til Leicester City fyrir 210 þúsund pund í vor, hefur aðeins leikið einn ieik með Leicester í vetur. Ólánið hefur ellt þennan ágæta markvörð. Hann meiddist í fyrsta leik sínum með Leicester og hefur ekki leikið síðan og gerir það ekki fyrr en í fyrsta lagi í mars. ■ ÍTALIR sigruðu Skota, 2:0, í vináttulandsleik í knattspymu sem fram fór fyrir framan 25 búsund áhorfendur f Perugia á Italíu í gærkvöldi. Giuseppe Giannini (víti) og Nicola Berti settu mörkin. Leikurinn var liður í undirbúningi Itala, sem eru að yngja upp lið sitt, fyrir HM 1990. Tveir ítalskir leik- menn léku sinn fyrsta landsleik í gær. Það vom þeir Massimo Crippa og Giancario Marrochi. Ian Ferguson, miðvallarleikmaður hjá Glasgow Ragners, Iék einnig sinn fyrsta landsleik í gær. ■ DANSJKI leikmaðurinn Hen- rik Nielsen hefur gengið til liðs við gríska félagið Iraklis. Með því félagi æfði Am(jótur Davíðsson um tíma. Margir danskir leikmenn leika nú með .grískum liðum. HANDKNATTLEIKUR / HM 1995 HM f Reiðhöllinni? Athugað hvort hægt sé að stækka Reiðhöilina íyrir HM 1995 - NÚer verið að athuga hvort möguleikar sóu á að stœkka Reiðhöllina í Víðidal svo hœgt verði að nota hana sem keppnishús í Heimsmeistara- keppninni í handknattleik 1995. Á Ólympfuleikunum í Seoul var ákveðið að Heims- meistarakeppnin 1995yrði haidin á íslandi. Þau skilyrði voru sett að mótshaldarar gœtu boðið upp á fþróttahús sem rúmaði 8.000 áhorfend- ur. Ríkisstjórnin samþykkti að byggja nýja íþróttahöll en nú er verið að athuga hvort Reið- höllin gœti leyst vandann. Bygging nýrrar íþróttahallar yrði mjög dýrt fyrirtæki og gæti jafnvel kostað 600-900 millj- ónir kr. Þvf væri mun ódýrara ef hægt væri að stækka Reiðhöllina þannig að hún tæki um 8.000 áhorfendur og leggja þar gólf fyr- ir handknattleik. „Mér finnst alveg sjálfsagt að athuga þetta. Við þurfum að upp- Relðhöllln 5 Víðidal. Verður leikið í henni f heimsmeistarakeppninni 1995? fylla óskir alþjóða handknattleiks- rúmar um 8.000 áhorfendur og sambandsins um íþróttahöll sem það má vel hugsast að hægt sé að nota Reiðhöllina," .sagði Jón Hjattalin Magnússon, formaður HSÍ. „Það ætti að vera lítill vandi að leggja færanlegt gólf á Reið- höllina og það þyrfti ekki kosta nema um 3-4 miUjónir. Við höfum hinsvegar ekki að- eins hugsað okkur nýja höíl fyrir handknattleik. Það mætti nota hana undir ráðstefnur og vörusýn- ingar, samhliða fþróttamótum. Það myndi færa ríkinu dágóðan skilding i gjaldeyristekjum. Því kæmu peningamar fyrr eða sfðar til baka,“ sagði Jón. Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar hét stuðningi við byggingu íþróttahaUar, fengju íslendingar heimsmeistarakeppnina 1993, fyiforðið var svo endumýjað er íslendingum var úthlutað keppn- inni 1995. Hinsvegar hefur ekki verið tekin afstaða til málsins I ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar en málið verður tekið fyrir eftir áramót. Áður en ákvörðun er tekin verdur athugað hvort hægt sé að nota Reiðhöllina. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ Island mætir Búlgaríu ÍSLENSKA landsliöiö í hand- knattleik leikur gegn landsiiði Búlgaríu í Eyrasundskeppninni, sem hefst í Danmörku 10. jan- úar. A-Þjóðverjar eru hœttir viö aö taka þátt í keppninní. ess má geta að Búlgarar leika í sama riðli og íslendingar í B-keppninni í Frakklandi, en aðrar þjóðir í riðlinum eru Rúmenía og Kúvait. Það var ekki inn í mynd- inni hjá stjómarmönnum^ HSÍ að leika gegn mótheijum íslands í B-keppninni áður en keppnin fer fram. En nú er sú óvænta staða komin upp. íslenska og búlgarska landsliðið leika saman f keppni, þannig að þjálfarar landsliða þjóð- anna geta kortlagt ýmislegt áður en slagurinn í Frakklandi hefst. Danir byija undirbúning sinn fyrir Eyrasundskeppnina strax eftir áramót, en þá kallar Andres-Dahl Nielsen lið sitt saman og leikur æfíngaleik gegn tékkneska meist- araliðinu Dukla Prag 2. janúar. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Róbert til Breiðabliks RÓBERT Haraldsson, sem leikið hefur með KS, hefur gengið til liös viö Breiðablik í 2. deildinni í knattspymu og mun leika meö liðinu næsta sumar. Róbert var einn besti leikmað- ur Siglfírðinga í sumar en þeir féllu niður í 3. deild ásamt Þrótturum. Róbert hefur leikið flesta leiki KS undanfarin tvö ár og gert í þeim 10 mörk. Blikar hafa einnig fengið tvo leikmenn aftur. Guðmundur Guð- mundssón er kominn að nýju frá Völsungi og Sigurður Halldórs- son, kom frá Augnabliki en hann varð markakóngur í 4. deildinni síðasta sumar. FÉLAGSMAL Morgunblaðið/Errilia Ármenningar heimsóttu borgarstjóra Reykjavíkur Grímur Valdimarsson, formaður Glímufélagsins Armanns, sem varð 100 ára á dögunum og Guðmund- ur Arason, formaður bygginganefndar, gengu á fund Davíðs Oddssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, á miðvikudaginn. Þeir færðu Davíð afmælisdisk, sem Armenningar létu gera í tilefni afmælisins, sem þakk- lætisvott. Reylgavíkurborg gaf Armanni eina milljón kr. í afmælisgjöf. LYFTINGAR Unnur setti Norður- landamet Unnur Siguijónsdóttir setti í gærkvöldi Norðurlandamet í hnébeygju í 56 kg flokki kvenna á móti sem fram fór í Æfingastöðinni Engihjalla. Unnur var þar með fyrst íslenskra kvenna til að setja Norð- urlandamet í kraftlyftingum. Unnur lyfti 148 kg í hnébeygju sem er Norðurlandamet. Hún jafn- aði íslandsmet sitt í bekkpressu, 67,5 kg. Loks lyfti hún 124 kg í réttstöðu. SUND Þijú drengja- metsettí Mosfellsbæ Fimm ungir drengir úr UMFA_ settu þrjú drengjamet í sundi á miðvikudagskvöldið - í sundlaug- inni að Varmá í Mosfellsbæ. Geir Birgisson, Ingimar Róbertsson, Kristján Sigurðsson og Vilhjálmur Matthíasson settu met í 4x100 m fjórsundi, 1:47.87 mín. og í 4x50 bringusundi á 2:35.05. Jósef Vig- fússon tók sæti Ingimars þegar sveitin setti met í 4x50 flugsundi, 2:17.11 mín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.