Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 4 Eftirmenntunarnefnd bílgreina auglýsir Rafkerfi IV Rafeindatækni Meginverkefni: Námskeiðinu er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um rafeindakveikjuna og er markmið þess hluta að gera þátttakendur hæfa til að greina bilanir í hinum ýmsu rafeindakveikjum, Ijósstýrðum, spanstýrðum og segulstýrðum. í seinni hlutanum er fjallað um á bóklegan og verklegan hátt um skynjara, „anolog“rásir, rökrásir og örtölvuna. í lokin eru þessir þættir tengdir saman í heildarkerfi. Kennari verður Þorkell Jónsson. Verður haldið í Iðnskólanum í Reykjavík; hefst 21. febrúar og lýkur 4. mars. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 18.30 til 22.00, og laugardögum frá kl. 9.00 til 14.00. Þátttökugjald er kr. 4.000,- fyrir þá sem greiða í endurmenntunarsjóð. Þátttaka tilkynnist í síma 83011. ■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■ LAUGAVEGI 49, SÍMI 17742 Fréttir upp á Kant ettirlngimar Ingimarsson „í guðs bænum hættið að sýna okkur stjómmálamenn ata sjálfa sig auri og drullu.“ Þetta meðal annars eru tilmæli Páls Skúlasonar heim- spekiprófessors til mín og annarra fréttamanna sem fjalla um stjómmál í sjónvarpi. Þau eru sett fram í Morgunblaðinu síðastliðinn laugar- dag og fyllsta ástæða til að hugleiða þau nánar. Ég hef oft haldið því fram að íslenskir skólamenn ættu að láta sig dægurmál varða og að slík afskipta- semi gæti orðið til að „lyfta“ umræð- unni. Sérstaklega hef ég nefnt heim- spekimenntaða menn í því sam- bandi. Það er því fagnaðarefni að einn þeirra skuli loks sjá sig knúinn til þess. Það er aftur á móti athyglis- vert að sá hinn sami virðist nánast einvörðungu fylgjast með stjóm- málafréttum í sjónvarpi. Mér finnst því rétt að gera stutta athugasemd. Ekki til þess að karpa við hann um skoðun hans á íslenskum stjóm- málamönnum, þótt það merki ekki að ég sé honum sammála, heldur til þess að vekja athygli á því að Páll fellur sjálfur í þá gryfju sem hann sakar mig og starfsbræður mína um. Hann notar manneskjuna sem tæki en ekki sem gildi í sjálfu sér. Þetta gerir hann til þess að koma á fram- færi eigin skoðun í stað þess að segja hana umbúðalaust. Ádrepa Páls Skúlasonar til okkar er að við sem höfum af því atvinnu að segja tíðindi af stjómmálum í sjónvarpi, vitum ekki hvað við séum að gera. Það komi meðal annars fram í því að við áttum okkur ekki á mikilvægi okkar og ábyrgð í þjóð- félaginu sem felist í því að flytja almenningi raunvemlegar fréttir af gangi stjómmálanna. Með öðrum orðum: Við segjum óraunverulegar, fréttir af stjómmálum. Það er vissu- lega ástæða til þess að staldra við þessi orð. Sjálfsagt ofbýður ein- hveijum, þar á meðal menntamönn- um, fyrirferð frétta um stjómmál undanfarið og það jafnvel þótt þeir hafi í huga að langt sé síðan óvissa í íslenskum stjómmálum hefur verið l URVALi FYRIR: • Verktaka__________ • Fiskeldi _________ • Skip/báta • Frystihús • Sumarhús Sundlaugar Skolpkerfi Skrúðgarða • Ahaldaleigur O.fl. o.fl. ‘ Ráðgjöf — Þjónusta UTM\Q(M^ SMI0SBÚÐ 2, 210 GARÐABÆ SÍMI: 65-65-80 PlanPerfect 20.-SS. feb. Kl. 13-17 Töflureiknir fyrir byrjendur. Fariö veröur í uppbyggingu kerfisins og helstu skipanir kenndar ásamt valmyndum. Æfingar í töflum og reiknilíkönum og tenging viö WordPerfect. Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. Ingimar Ingimarsson „Ég ætla ekki að halda því fram hér að Páll fylgist illa með fréttum þessara miðla. Ég ætla hins vegar að láta eftir mér að vitna líka í „glöggskyggnan“ mann sem virðist eins og reyndar mér að Páll Skúlason noti okkur fréttamenn til þess að koma á framfæri undir rós þeirri skoðun sinni að stjórnmálaumræðan í landinu sé a'lágu plani og að stjórnmálamenn hafi almenning jafiivel að fífli.“ jafn mikil og nú. Páll biður heldur ekki um að hætt sé að segja slíkar fréttir í sjónvarpi. Hann virðist ekki vera sáttur við það sem hann sér. Við því er aðeins þetta að segja: „Við fréttamenn erum mistækir og okkur tekst ekki alltaf að sýna hlutina eins og þeir raunverulega gerast en til þess er ætlast af okkur og það reynum við. Mistök í þeim efnum éiga hins veg-ar ekkert skylt við umdeilt og umdeilanlegt siðaboð Kants. í fyrsta lagi rangfærum við aldrei af ásetningi og í öðru lagi höfum ekki það vald sem Páll heldur að geta spilað með stjómmálamenn að eigin geðþótta. Að lokum þetta: Við erum vanir þvi fréttamenn að verða fyrir aðkasti þegar at- burðir birtast almenningi fyrir milli- göngu okkar með öðrum hætti en einhverjir hefðu helst kosið. Við er- um löngu hættir að kippa okkur upp við slíkt. Það er aftur á móti óal- gengt að við séum bomir sökum um að misnota aðstöðu okkar í annarleg- um tilgangi. Um þetta sakar Páll okkur og í ásökun hans felst jafn- framt atvinnurógur einsog hann gerist grófastur. Hann vegur að þrem til fjórum fréttamönnum þar á meðal undirrituðu án þess að nefna nöfn og án þess að hirða um að rekja þó ekki væri nema eitt dæmi til stuðnings þeirri fullyrðingu sinni að við afgreiðum íslensk stjórnmál með öðmm og ósiðlegri hætti er útvarpið og dagblöðin í landinu. Ég ætla ekki að halda því fram hér að Páll fylgist illa með fréttum þessara miðla. Eg ætla hins vegar að láta eftir mér að vitna líka í „glögg- skyggnan" mann sem virðist eins og reyndar mér að Páll Skúlason noti okkur fréttamenn til þess að koma á framfæri undir rós þeirri skoðun sinni að stjómmálaumræðan í landinu sé á lágu plani og að stjóm- málamenn hafi almenning jafnvel að fífli. Sú aðferð er ósæmileg og samræmist engan veginn siðareglu Kants. Höfundur er þingfréttamaður Sjón varpains.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.