Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989
Suðurnes og
Hafnargörður:
Þorskafli eykst í janúar
þrátt fyrir lélegar gæftir
Reyknesingar juku þorskafla sinn um 58%
ÞRÁTT fyrir mikla umhleypinga það, sem af er árinu, varð botn-
fískafli okkar i janúarmánuði nœr jafnmikill og á síðasta ári. Þorsk-
afli varð hins vegarmeiri en í fyrra. Botnfiskaflinn nú varð alls
33.349 tonn, tœplega 1.700 tonnum minni. Séu loðna og síld teknar
með í dæmið verður munurinn hins vegar um 50.000 tonn. Sala
ísfisks jókst verulega milli tímabilanna enda verð fyrir flestar tegund-
ir hærra nú. Heildaraflinn í mánuðinum varð 204.023 tonn, en
255.786 í fyrra. Munurinn liggur nær allur í loðnu.
Fiskifélag íslands tekur að vanda
saman yfirlit þetta og segir þar
meðal annars, að í þessum tölum
sé ekki tekið tillit til landana
norskra skipa á Seyðisfirði og í
Neskaupstað, samtals 8.484 tonna.
Þá seldu 28 togarar og 3 bátar
4.359 tonn af botnfiski erlendis í
janúar nú að upphæð 326,4 milljón-
ir króna. í sama mánuði ‘í fyrra
seldu 17 togarar og 3 bátar 2.909
tonn af ísuðum bótnfiski erlendis
fyrir 193,2 milljónir. Nú var 19.712
lestum af loðnu landað erlendis en
14.447 í fyrra. Jaftiframt tekur
Fiskifélagið fram, að af heildarafla
togaranna nú hafi afli. 10 frystitog-
ara verið 16% og hafi þeir verið
með 21,2% af þorskafla togaranna.
Þrátt fyrir þrálátar brælur, hafa
Reyknesingar sótt fast í janúar. Það
ís lokar Ön-
undarfirði
Flateyri.
MIKINN ís rak inn á Önundar-
Qörð í gær. Lokaðist fyrir siglingu
inn fiörðinn á tímabili. Djúpbátur-
inn Fagranesið, sem var að koma
firá ísafírði með varning til Flat-
eyrar, varð frá að snúa en komst
inn á Súgandafjörð um hádegis-
bilið. En seinni part dags tókst
honum að komast til Flateyrar.
Aðspurður sagði Hjalti Hjaltason,
skipstjóri á Fagranesinu, að ferðin
hefði gengið vel í seinni tilraun, þeir
hefðu þurft að ýta til töluverðum ís
til þess að komast. Fagranesið kom
með mjólk og aðrar nauðsynjar fyrir
verslanir, en mjólk hefur ekki komið
í heila viku.
er eina landsvæðið, sem eykur
heildarafla sinn miðað við sama
tíma í fyrra. Aukningin nemur um
7.000 tonnum, sem er nærri 50%.
Munurinn liggur að mestu í loðnu,
en Reyknesingar juku einnig þorsk-
afla sinn um 2.300 tonn, úr 3.821
í 6.052 eða um 58%. Sunnlendingar
juku þorskafla sinn einnig, úr 674
tonnum í 881. Karfaafli Reyknes-
inga jókst einnig lítillega. Þorskafli
á öllum öðrum tilgreindum land-
svæðum dróst saman, en landanir
á þorski erlendis jukust.
Þorskaflinn nú var 24.859 tonn,
en var í fyrra 23.403. Ýsuafli dróst
verulega saman, féll úr 3.312 tonn-
um í 1.963’‘0g afli af ufsa og karfa
er í kringum 300 tonnum minni nú,
varð um 2.500 tonn af hvorri teg-
und. Loðnuafli varð 168.031 tonn,
en var í fyrra 213.832.
Samkvæmt yfírliti LÍÚ um út-
flutning á ferskum karfa til Þýzka-
lands voru í janúar flutt utan 1.327
tonn á móti 1.138 tonnum í fyrra.
í janúar 1987 voru seld 1.398 tonn
ytra. Meðalverð nú er á gengi í dag
106 krónur, en var í fyrra 94 á
hvert kíló og 1987 78 krónur.
Karfaverð á mörkuðunum hér
heima var í janúar um 30 krónur.
í þessari viku var meðalverð á karfa
í Þýzkalandi komið niður í um 75
til 77 krónur.
I hveijum janúarmánuði síðustu
§ögur á hafa verið flutt utan til
Bretlands 2.500 til 2.900 tonn af
ísuðum þorski. Verð hefur verið
svipað, 0,99 til 0,88 pund, 79 til
89 krónur á kíló á núverandi gengi.
Nú voru flutt utan 2.756 tonn, litlu
meira en í fyrra en verðið hefur
aldrei á þessu tímabili verið lægra,
0,88 pund, 79 krónur. Af ýsu var
nú flutt heldur minna utan en í
fyrra, en verð var nokkru hærra
nú. Kolaútflutningur jókst hins veg-
ar og verð hækkaði verulega.
Sameiginlegt
fískuppboð
FYRSTA sameiginlega uppboðið á
fískmarkaðinum í Hafinarfirði og
Fiskmarkaði Suðurnesja var hald-
ið í gær. „Þetta uppboð heppnað-
ist mjög vel,“ sagði Helgi Þóris-
son, skri&tofiistjóri fiskmarkað-
arins í Hafiiarfírði, í samtali við
Morgunblaðið. „Við tengjumst
tölvu Fiskmarkaðs Suðumesja
með mótaldi og fiskverkendur á
höfiiðborgarsvæðinu, sem ekki
hafa farið á uppboð suðurfrá,
bættust til dæmis í hópinn hér,“
sagði Helgi.
„Nú geta þeir, sem eru á fískmark-
aðinum í Hafnarfirði, boðið í fisk á
Fiskmarkaði Suðumesja í Keflavík
og Grindavík en ekki öfugt. Það verð-
ur næsta skref að gera það mögu-
legt,“ sagði Ólafur Þór Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs
Suðumesja. Faxamarkaður kemur
síðar inn í sameiginlega uppboðið.
Vanskil á staðgreiðslu:
Dæmi um
30 milljóna
kr. skuld
DÆMI eru um að fyrirtæki
skuldi ríkissjóði 30 milljónir
króna í staðgreiðsluskatta, og
einnig, að fyrirtæki hafi ekki
skilað skýrslu um fjölda starfe-
manna sinna og staðgreiðslu-
skatta þeirra, allt síðasta ár. 199
fyrirtæki skulda meira en eina
milljón króna í staðgreiðsluskatt,
og verður þeim sent bréf þar sem
greiðslu verður krafist innan 15.
mars, ella verði öllum tiltækum
ráðum beitt til að innheimta
skuldina, þar með talið lokun.
Rúmlega 8300 fyrirtæki hafa enn
ekki gert skil á staðgreiðslusköttum
starfsmanna sinna til ríkisins, og
námu heildarvanskil tæpum IV2
miIHarði króna í byijun janúar.
Ölafur Ragnar Grímsson §ár-
málaráðherra sagði á fréttamanna-
fundi, að fyrirtæki þessi væru bæði
stór og lítil og í ýmsum starfsgrein-
um, svo sem verslun, þjónustugrein-
um, iðnaði og sjávarútvegi. Einnig
væru skuldimar mismunandi hár,
og nefndi Ólafur Ragnar dæmi um
að eitt fyrirtæki skuldaði 4 milijón-
ir, annað 10 milljónir, þriðja 20
milljónir og eitt skuldaði um 30
milljónir króna.
Tæpum 60 milljónum króna
úthlutað úr Kvikmyndasjóði
KVIKMYNDASJÓÐUR íslands hefur úthlutað tæpum 60 miljjón-
um í sfyrki til leikinna kvikmynda, heimildamynda, teiknimydar,
handritagerðar og undirbúnings.Hæstu styrki hlutu Lárus Ýmir
Óskarsson, 15 miiyónir og Ágúst Guðmundsson 10 milljónir tU
leikinna kvikmynda. 74 umsóknir bárust um styrkina. Að
voru veittar sem viðurkenningar og styrkir tæpar 2 inilljónir,
til fullvinnslu á fimm handritum að kvikmynd fyrir börn og
unglinga en 32 handrit bárust I samkeppnina sem efiit var til.
Að sögn Guðbrands Gíslasonar
framkvæmdastjtfra sjóðsins, er
heildarfjárveiting til hans 71
milljón á árinu en ætti samkvæmt
lögum að vera 110 milljónir.
Knútur Hallsson formaður úthlut-
unamefndar, sagði að Kvik-
myndasjóðurinn væri lang stærsti
sjóðurinn, sem styddi. listir og
menningu í landinu. Hann sagði
að 60 milljónir væru ekki há upp-
hæð þegar haft er í huga að staða
þeirra, sem fara út í kvikmynda-
gerð er veik og að upphæðinni
þarf að skipta milli margra. Sjóð-
stjómin gengur ríkt eftir ná-
kvæmri fjárhagsáætlun og nú
stendur til að herða kröfur til
umsækjenda og endursenda þær
umsóknir, sem ekki þykja full-
nægjandi. Rithöfundamir Þor-
varður Helgason og Birgir Sig-
urðsson eiga sæti í úthlutunar-
nefnd og sagði Birgir, að frá-
gangur handrita væri betri nú en
áður þegar menn lögðu jafnvel
fram eina setningu sem umsókn
um styrk.
Fjórar nýjar umsóknir bárust
um styrk til leikinna kvikmynda
og fengu tvær þeirra styrk. Ágúst
Guðmundsson, 10 millj. til sögu-
aldarkvikmyndar og Láms Ýmir
Óskarsson, 15 millj. til „Bílaverk-
stæðis Badda". Auk þess fær
Þráinn Bertelsson 9 millj. til kvik-
myndarinnar „Magnús" en hann
fékk 13 millj. fyrir sömu mynd á
síðasta ári. Umbi fær 3 millj. í
styrk og kr. 2.350.000 að láni frá
sjóðnum.
Styrki til heimildamynda hlutu:
Anna Bjömsdóttir, 600 þús. fyrir
„Ást og stríð“, Jón Hermannsson,
5 millj. fyrir „Hin rámu regin-
djúp“, Hjálmtýr Heiðdal 1,5 millj.
fyrir „Saga bílsins á íslandi",
Magnús Magnússon 400 þús. fyr-
ir „íslenskir sjófuglar" og Páll
Steingrímsson, 4 millj. fyrir „Tón-
list á íslandi".
Styrki til undirbúnings hlutu:
Hirt hf., 2 millj. fyrir „Palli var
einn í heiminum" og María Kristj-
ánsdóttir, 1,5 millj. fyrir „Eirar-
bakka-Amdís“. Ein teiknimynd
hlaut styrk en það er mynd Har-
aldar Guðbergssonar, „Völuspá“,
500 þús. Þá fengu nokkrir kvik-
myndagerðarmenn 800 þús.
vegna námskeiðs í kvikmynda-
gerð á vegum Kvikmyndasjóðs.
Styrk til handritagerðar hlutu:
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson,
Erlingur Gíslason, Guðbjörg Guð-
mundsdóttir, Hlín Agnarsdóttir,
Jón Tryggvason, Sigríður Hall-
dórsdóttir, Sveinbjöm I. Baldvins-
son og Þórarinn Eldjám og fá
þau 400 þús. hver. Sigurbjöm
Aðalsteinsson, Vilborg Halldórs-
dóttir og Þorsteinn Marelsson fá
200 þús. hver. Til Kvikmynda-
klúbbs íslands er veitt 500 þús.
Viðurkenningu og styrk til að
fullvinna handrit að bama- og
unglingamynd hlutu: Andrés Ind-
riðason og Kristín Steinsdóttir,
500 þús. hvort. Guðrún Helga
Sederholm og Ævar Öm Jóseps-
son 330 þús. hvort og Valdemar
Leifsson ásamt Þorsteini Marels-
syni 330 þús.
- Magnea.