Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 50
FRAKKLAND 1989 123 FRAKKLAND 1989 MORGUNBLAÐIÐ IÞROI IIR FTMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 2 mörk i Skapti Hallgrímsson skrífarfrá Frakklandi ■ ÞEIR fjórir leikmenn sem voru ekki í 12 manna hópnum í leiknum gegn Búlgaríu í gær voru Hrafii Margeirsson, markvörður, Júlíus Jónasson, Valdi- mar Grimsson og Birgir Sigurðsson. ■ MENN hér höfðu á orði í gær að veðurguðimir hér í Cherbourg virtust vera á bandi íslendinga — i gær var hífandi rok og rigning í borginni. I SKAMMT frá Chantereyne íþróttahöllinni, sem leikimir fara fram hér í Cherbourg, er stórt hús sem vakti mikla forvitni íslenska hópsins. Verkfræðingurinn Jón Hjaltalín hefur nú komist að því að þama eru smíðaðir kjamorku- kafbátar. ■ JÓN Hjaltalín og Gunnar Þór, formaður landsliðsnefndar, hafa þegar beðið um leyfí til að fá að skoða kafbátasmíðastöðina. „Frakkamir hlógu mikið þegar við spurðum að þessu, en tóku vel í það,“ sagði Jón — og bætti við: „Þeir tóku það hins vegar fram að Bogdan gæti ekki komið með okk- ur!“ Hann er frá Póllandi sem kunnugt er. ■ STYTTA af hershöfðingjan- um Napoleón á hesti sínum stend- ur skammt frá Chantereyne höll- inni og fyrmefndri kafbátasmíða- stöð. Hershöfðinginn snýr að kaf- bátastöðinni og bendir í átt að henni. „Ætli hann sé ekki að segja: Ég hefði þurft að eiga svona kaf- báta í gamla daga!“ varð Jóni Hjal- talín að orði í gær. ■ BIRGIR Sigurðsson og Hrafii Margeirsson tóku leik ís- lands og Búlgaríu upp á mynd- band. Davíð Sigurðsson, einn far- arstjórinn, tók fyrri leikinn upp — viðureign Rúmeníu og Kúvait. ■ NÁLÆGT íþróttahöllinni er stór kirkja — Notre Dame. Gunnar læknir sagði í gríni við Bogdan í gær, að þeir Jón Hjaltalín hefðu farið í kirkjuna til að biðjast fyrir, áður en keppni hæfíst. „Jón, það er best að þú verðir í kirkjunni nóttina fyrir leikinn við Rúmena og biðjist fyrir!“ svaraði Bogdan þá að brágði. ■ HAFNFIRÐINGARNIR í íslenska landsliðinu léku stórt hlut- verk í sigrinum á Búlgurum í gær. Þeir gerðu 14 af 20 mörkum liðsins. Þorgils Óttar Mathiesen gerði 5 mörk og fiskaði tvö víta- köst, Héðinn Gilsson gerði 5 mörk og Kristján Arason 4 mörk. Kristján átti einnig 5 stoðsending- ar, 4 á Þorgils og eina á Bjarka Sigurðsson. Þorglls Óttar skoraði fímm mörk gegn Búlgörum. Sigmundur Ó. Steinarsson tóksaman ÞORGILS ÓTTAR Mathiesen, fyrirliði landsliðsins í hand- knattleik, skoraði sitt fimm- hundraðasta mark með lands- liðinu - í leiknum gegn Búlgör- um í Cherbourg í gærkvöldi. Hann skoraði einu marki betur. Þorgils Óttar hefur skorað 501 mark íþeim 216 landsleikjum, sem hann hefur leikið, eða 2.32 mörk að meðaltali (leik. Hér á töflunni fyrir ofan má sjá hvað mörg mörk Þorgils Óttar hefur skorað á ári - fram að leiknum f gærkvöldi. Þorgils Óttar lék sinn fyrsta landsleik fyrir ísland í Tmava í Tékkóslóvakíu 1981 og skoraði hann þá eitt mark í leiknum, sem Tékkarunnu 22:21. Þorgils Óttar, sem hefur skipað sér á bekk með bestu línumönnum heims, hefur skorað flest mörk í leik gegn Dönum 1987 - níu. Þá skoraði hann átta mörk gegn A-Þjóðveijum á Ólympíuleikunum í Seoul. Þorgils Óttar var markahæsti leikmaður landsliðsins í fyrra - skoraði 123 mörk. Fjórir íslenskir línumenn hafa verið í heimsgæðaflokki eins og Þorgils Óttar. ■ Sigurður Einarsson úr Fram er „faðir linuspilaranna" á íslandi. Hann skaust fram í sviðsljósið upp úr 1960 þegar Framliðið innleiddi línuspil í islenskan handknattleik. Sigurður var fastamaður í landslið- inu í mörg ár, en þá voru ekki leikn- ir eins margir landsleikir og nú. Hann lék 51 landsleik og skoraði 62 mörk í þeim, eða 1.26 mörk að meðaltali í Ieik. ■Björgvin Björgvinsson úr Fram tók síðan við merki Sigurðar. Björg- vin — „maðurinn með stálgripið" — lék 113 landsleiki og skoraði 207 mörk, eða að meðaltali 1.83 mörk í leik. ■Ólafur H. Jónsson úr Val, var alhliðaspilari, sem lék jafnt fyrir utan og inn á línunni. Hann skor- aði 312 mörk í 138 landsleikjum, eða 2.26 mörk að meðaltali í leik. ■Steindór Gunnarsson úr Val lék Þorgils Óttar Mathiesen gerði sitt 500. mark gegn Búlgaríu í Cherbourg í gærkvöldi SlgurAur. Björgvln. Ólafur. 132 landsleiki og skoraði 166 mörk, sem eru 1.25 mörk á meðaltali í leik. Það er svo að línumenn skora ekki mikið af mörkum, nema að útispilarar eru útsjónasamir og mata línumennina vel. Guðjón Jóns- son og Ingólfur Óskarsson úr Fram, 500. markið dæmigert Fjórða mark Þorgils Óttars Mathiesen í gærkvöldi var 500. mark hans fyrir Island. Markið gat ekki verið dæmi- gerðara fyrir landsliðsfyrirlið- ann: Kristján Arason ógnaði að vörnínni hægra megin, dró til sín mann og sendi knöttinn fallega inn á „fóstbróður" sinn úr Hafnarfírðinum. Þorgils greip knöttinn örugglega, sveif inn í teiginn og skoraði af öryggi. Lyfti síðan einum fíngri fagnandi og hljóp bros- andi frá markinu. sáu um að senda knöttinn inn á línuna til Sigurðar Einarssonar. Samvinna Axels Axelssonar og Björgvins varð heimsfræg og einnig samvinna Axels og Ólafs, sem léku t.d. saman með Dankersen í V-Þýskalandi. Stelndór. Það það þarf ekki að fara mörg- um orðum um hver hefur séð um að mata Þorgils Óttar. Samvinna hans og Kristjáns Arasonar hefur verið rómuð. Kristján átti þátt í öllum mörkum Þorgils Óttars í gærkvöldi. Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari: „Einar var frábær" ÉG er ánægður með úrslitin, en sóknarleikur okkar var samt ekki nógu góður,“ sagði Bogd- an eftir sigurinn gegn Búlgaríu. Bogdan benti á að mörg vanda- mál hefðu blasað við íslenska liðinu fyrir leikinn. „Gummi meidd- ist í upphitun. Bjarki hefur verið meiddur. Jakob hefði getað verið varamaður í hans stöðu, en varð að vera í byijunarliði vegna Guð- mundar. Þá var líka spuming hvemig Alfreð kæmi út. Hann hef- ur ekki spilað lengi vegna meiðsla og átti í miklum erfíðleikum fyrstu 20 mínútumar." Bogdan sagði að taugamar hefðu spilað stórt hlutverk. „Allir reikn- uðu með að við sigruðum og strák- amir vita af því að þeir verða að standa sig. Þegar Búlgarir komust yfir 3:1 og 6:4 urðu strákamir mjög taugaóstyrkir. En við sáum í lokin hvers þeir eru megnugir." Um 13 mínútna markalausa kaflann í seinni hálfleik sagði Bogd- an: „Við fengum nóg af góðum fæmm, en notuðum þau einfaldlega ekki. Strákamir skutu ekki nægi- lega vel. Hefðu þeir gert það hefði ég talið eðlilegt að munurinn hefði verið 13 mörk í lokin." Þjálfarinn var mjög ánægður með vöm og markvörslu. „Þeir börðust mjög vel og úrslitin, átta marka sigur, eru mjög góð fyrir ísland og sýnir augljósan mun á liðunum. Einar var frábær og hon- um eigum við mikið að þakka. Héð- inn lék í dag í fyrsta skipti í stór- keppni og stóð sig vel. Okkar menn eyddu allt of miklum krafti, en samt eigum við að vinna Kúvait." Normandí: Innrásar- staðurinn skoðaður Ekki verður leikið i C-riðlin- um hér í Cherbourg áföstu- daginn. íslenski hópurinn’fer þá í skoðunarferð um Normandí í rútu. Meðal þess sem verður skoðað er Utah-ströndin fræga, þar sem Bandamenn gengu á land í síðari heimsstyijöldinni — 6. júní 1945, þegar innrásin í Normandí varð staðreynd. HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN í FRAKKLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.