Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 félk í fréttum LEIFSSTÖÐ A sjötta hundrað vinnu- stundir í hreingeraingu Það hafa farið í þetta á sjötta hundrað vinnustundir, sagði Hallgrímur Einarsson formaður björgunarsveitarinnar Skyggnis í Vogum, í sam- tali við Morgunblaðið um fjáröflunarverkefni sem sveitin tók að sér í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Björgunarsveitin tók að sér að þrífa svokallað Meró-kerfl í biðsal flugstöðvarinnar og í Laufskála, flugvélina Tf-Ögn og glerlistaverk. Hallgrímur sagði að sveitinni hafi verið boðið að gera tilboð í verkið, sem hún hafði reynslu af frá því fyrir tveimur árum. Þeir félag- amir gerðu tilboð og síðan var gerður samn- ingur um verkið, sem er erfitt og hættulegt og ekki fyrir lofthrædda. Það voru að meðaltaii 16-18 manns, sem unnu við verkið hverju sinni, en því lauk um síðustu helgi. Björgunarsveitin naut aðstoðar sjálfboða- liða, verðandi björgunar- sveitarmanna. Mikil rösk- un var á flugi flesta daga sem björgunarsveitar- mennimir unnu við þrifln. „Við urðum að hliðra til vegna flugfarþega," sagði Hallgrímur, „vegna þess að flug hafði farið úr skorðum vegna veðurs, en farþegamir sýndu okkur mikinn skilning." Þá var gott samstarf við starfsfólk í flugstöð- inni, sem gerði allt sem það gat til að verkið gengi sem best fyrir sig. „Verkið gekk-vel og var áfallalaust," sagði Hallgrímur. — EG. MorgunbUðið/Eyjólfur M. Guðmundaaon Björjfunarsveitin Skyggnir tók að sér hreingerningu á loít- grindum, flugwél og listaverki í Flugstöð Leifc Eiríkssonar. * tSLANDSMEISTARA * • REPPNI » ' IIÍ0KK & ROII f KVÖLD VERÐA KYNNT ÞAU PÖR SEAA KEPPA TIL ÚRSLITA Á SUNNUDAGSKVÖLD f H0LLYW00D. Þá verður keppt í tveimur flokkum: Flokki atvinnudansara eldri en 16 ára og flokki áhugadansara 16 ára og eldri. Glæsileg verðlaun í boði. UTANLANDSFERÐ TIL BENIDORM MEÐ FERÐASKRIFSTOFU REYKJAVÍKUR ÁSAMT HELGARFERÐUM MEÐ FLUGLEIÐUM. Yngra rokk áhugafólki er bent á keppni 13-16 ára sem verður haldin í Hollywood 19. febrúar og hefst kl. 15. VÆNTANLEGIR KEPPENDUR MÆTI KLUKKAN 14.30 TIL SKRÁNINGAR. 11 kiixskkii sinl \ REYKIAVÍKUR H0UJW00D FLUGLEIDIR ÞAD VERÐUR ROKKAÐ UM ÞESSAIIELGI. VERÐ 500 KR. ALD URSTAKMARK18ÁRA. HAPPDRÆTTI og fatlaðra Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra afhenti nýlega vinnings- höfum vinninga í happdrætti félagsins. Meðfylgjandi mynd sýnir hluta vinningshafa, ásamt framkvæmdastjóra fé- lagsins og fulltrúa frá Ingvari Helgasyni hf. Frá vinstri á myndinni: Guðrún Thorarensen, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, Sigurður Jónsson, Lilja Viktorsdóttir, Páll Svavarsson, fram- kvæmdastjóri SLF og Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmda- stjóri hjá Ingv'ari Helgasyni hf. KVIKMYNDIR Ný útgáfa af Arabíu- Lawrence Peter O’Toole lék Arabiu-Lawrence og í því hlutverki varð hann fyrst heimsfrægur leikari. vikmyndin um ■ breska liðsforingjann T.E. Lawrence og uppreisn araba gegn Tyrkjum hefur verið endurunnin og var reynt að vinna hana þannig að hún yrði sem líkust upprunalegri útgáfu myndarinnar. Leikstjórinn Sir David Lean gerði myndina fyrir 26 árum en eftir það hafði hún þrisvar sinnum veriðstytttil að hún seldist betur. Upprunaleg útgáfa myndarinnar hafði ekki varðveistoghluta hljóðupptökunnar vantaði. Robert Harris stjómaði endurvinnslunni, safnaði bútum sem klipptir höfðu verið úr myndinni og fékk aðalleikarann, Peter O’TooIe, og aðra leikara myndarinnar, svo sem Omar Sharif, Sir Alec Guinness og Anthony Quinn til að tala inn á myndina þar sem hljóð vantaði. David Lean sá um lokaklippinguna og er hann mjög ánægður með þessa nýju útgáfu. Endurvinnslan tók tvö ár, kostaði 30 miiljónir ísl. kr. og verður iokaútgáfa myndarinnar, sem er 216 mínútur að lengd, sýnd í Evrópu síðar á þessu ári. Sir David Lean, leikstjóri myiidarinnar Arabíu-Law- rence, sem gerð var fyrir 26 árum og hefur nú verið endu- runnin. Hlaut myndin sjö Óskarsverðlaun og var Lean valinn besti leikstjórinn fyrir myndina. Allt skemmtilegasta fólkið sem þú þekkir verður í Café Américain í Casablanca í kvöld. ÞarverðaKka: Bryndís og Jón með Funk-dans. - Kynning verður á Black Russian. Næturlífið tekur á sig nýja vídd í Café Américain. Café Américain í Casablanca á fimmtudögum frá kl. 22.00 til 01.00. Miöaverö kr. 300,- CMaééknca

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.