Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 49
» .. MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 49 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN I FRAKKLANDI Rúmenar tókuþað rólega - unnu stórsigurá Kúvait í fyrsta leiknum Rúmenar þurftu ekki að setja í efsta gír í leik sínum gegn Kúvait-búum í fyrsta leik C-riðils í gær. Frægustu leikmenn liðsins, Stinga, Dumitru og Voinea komu aðeins inn á annað slagið, en liðið sigraði engu að síður 25:16. Munurinn á liðunum er mikill þó lið Kúvait næði að klóra í bakkann annað slagið. Voinea, leikmaðurinn frábæri kom ekkert inn á fyrr en 17 mínútur voru eftir af leiknum. Strax í fyrstu sókn gaf hann snilld- arsendingu inn á línuna og línumað- urinn skoraði. En það, hve lítið frægustu leikmenn Rúmeníu léku, sýnir að breiddin er mikil og liðið verður erfitt viðureignar á laugar- daginn. Annað sem vakti athygli var að einn frægasti leikmaður Rúmena, Stinga, gerði aðeins eitt mark og er án efa ár og dagar síðan það hefur gerst. Lið Kúvait reynir mest að kom- ast í gegn í homunum og af línunni, en í liðinu eru ekki miklar skyttur. Þá reynir liðið mikið hraðaupp- hlaup, og skoraði nokkur mörk eft- ir slíkar sóknir. Markvörður liðsins varði nokkuð vel. Skapti Hallgrímsson skrífarfrá Frakklandi KNATTSPYRNA Jafntí Portúgal og Belgía gerðu jafn- tefli í gær, 1:1, í 7. riðli heims- meistarakeppninnar í knattspymu. Portúgalir komust yfir á 53. mínútu með marki frá Vitor Paneira en varamaðurinn Marc van der Linden jafnaði fyrir Belga á 83. mínútu. Mark Belga var mjög undarlegt; Linden skaut af löngu færi og skot hans virtist hættutaust. En boltinn snerist boltinn undir portúgalska markvörðinn og í netið. PORTÚGAL- BELGfA.............1:1 FJ. lelkja U J T Mörk Stlg | BELGÍA 3 1 2 0 2: 1 4 TÉKKÓSL. 2 1 1 0 2:0 3 PORTÚGAL 2 1 1 0 2; 1 3 SVISS 2 1 0 1 4: 2 2 LUXEMBURG 3 0 0 3 1:7 0 SPANN TTu marka jafntefli Sporting Gijon og Real Madrid gerðu jafntefli í gær í ótrúleg- um leik í spænsku bikarkeppninni í knattspymu, 5:5. Real hafði undirtökin og þegar 20 mínútur voru til leiksloka var staðan 5:2. En þrjú mörk á fimm mínútum færðu Sporting jafntefli og ágæta stöðu fyrir síðari leikinn. Bikarmeistaramir, Barcelona, sigmðu 2. deildarlið Racing San- tander, 1:0. Það var Gary Lineker sem gerði eina mark leiksins. Ikvöld í kvöld fara fram tveir leikir í íslands- mótinu í körfuknattleik. Þór og Grindavík leika á Akureyri og ÍS og Valur í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Þá er einn leikur í bikarkeppni KKÍ. Tindastóll og KR mætast á Sauðár- króki. Þessi leikur átti að fara fram á laugardaginn en var frestað vegna veðurs. Morgunblaöið/Vincent Mouchel Alf red Qfslason sést hér skora fyrsta mark íslands gegn Búlgaríu í gærkvöldi. A-RIÐILL Nantes DANMÖRK- EGYPTALAND.....27:19 PÓLLAND - KÚBA..........26:23 FJ. lelkja u J T Mörk Stig DANMÖRK 1 1 0 0 27: 19 2 PÓLLAND 1 1 0 0 26: 23 2 KÚBA 1 0 0 1 23: 26 0 EGYPTALAND 1 0 0 1 19: 27 0 B-RIÐILL Grenoble FRAKKLAND - ÍSRAEL....27:18 SPÁNN - AUSTURRÍKI....18:21 Fj. leikja u J T Mörk Stig FRAKKLAND 1 1 0 0 27: 18 2 AUSTURRlKI 1 1 0 0 21:18 2 SPÁNN 1 0 0 1 18:21 0 /SRAEL 1 0 0 1 18:27 0 IÞROTTIR FATLAÐRA Geir setti þrjú heimsmet í Malmö Geir -Sverrisson frá Keflavík setti þrjú heimsmet í sundi á opnu móti fyrir fatlaða, sem fór fram í Malmö í Svíþjóð um sl. helgi. „Geir hefur sýnt miklar fram- farir og bætt sig verulega frá heimsleikunum í Seoul,“ sagði Eð- varð Þór Eðvarðsson, þjálfari Geirs. Geir setti heimsmet í 100 m bringusundi — fékk tímann 1:15.37 mín. Hann náði einnig besta tíma heims í 50 m bringusundi, en millitími hans í 100 m skriðsundinu var 35.14 sek. Þá setti Geir heims- met í 100 m skriðsundi - synti á 1:02.64 mín. „Þessi árangur Geirs hefði tryggt honum tvenn gullverðlaun á heims- leikunum í Seoul. Hann bætir sig um fimm sekúndur í 100 m bringu- sundi og þrjár sekúndur í skriðsund- inu,“ sagði Eðvarð Þór. íslendingar fengu alls 10 gull- verðlaun í sundi, 3 silfurverðlaun og 5 bronsverðlaun. Einnig fengu þeir tvenn bronsverðlaun í borð- tennis. íslendingar voru einnig sigursæl- ENGLAND Gelr Sverrlsson. ir i keppni í boccia. Þar sigraði sveit ÍFR tn alls tóku 96 sveitir þátt í keppnií.ni. Sveit ÍFR skipuðu Hauk- ur Gunnarsson, Helga Bergmann og Hjalti Eiðsson. Alls komust þrjár íslenskar sveitir í úrslitakeppnina, tvær frá ÍFR og ein frá Ösp. Þess má geta að þettá er eitt stærsta mót heims fyrir fatlaða íþróttamenn og keppendur komu frá flestum þjóðum Evrópu. Heppnin með Forest Náði jafntefli gegn Bristol City í bikarkeppninni Heppnin var með leikmönnum Nottingham Forest í gær er þeir mættu Bristol City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildarbik- arsins. Leiknum FráBob lauk með jafntefli, Hennessy 1:1 og mark Nott- ÍEnglandi ingham Forest var af ódýru gerðinni — sjálfsmark fjórum mínútum fyrir leikslok. Joe Jordan, „hákarlinn" sem lék með Leeds og Manchester United, er framkvæmdastjóri Bristol sem leikur í 3. deild. Hann lék með lið- inu og var fastur fyrir í vörninni. Hans menn höfðu frumkvæðið og náðu forystunni á 65. mínútu er Paul Marden skildi boltann eftir í marki Forest. Fjórum mínútum fyrir leikslok skoraði svo John Pender sjálfsmark, aðþrengdur af sóknarmönnum Nottingham Forest. Liðin mætast að nýju eftir viku í síðari leiknum. Hinn undanúrslita- ieikurinn fór fram á sunnudaginn og þá sigraði Luton West Ham, 3:0. Zivkovic þjálfari Kúwait: „Eigum enga möguleika gegn íslendingum il Fj. leikja U J T Mörk Stig RÚMENÍA 1 1 0 0 25: 16 2 ISLAND 1 1 0 0 20: 12 2 BÚLGAR/A 1 0 0 1 12:20 0 KÚVAIT 1 0 0 1 16:25 0 „RÚMENAR eru alltaf erfiðir viðureignar. Ég vissi auðvitað að þetta yrði erfitt fyrir okkur og ég er alls ekki óánœgður með 9 marka tap,“ sagði Zoran Zivkovic, hinn júgóslavneski þjálfari Kúwait, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn í gær. Zoran sagði lið sitt hafa fengið nóg af góðum færum til að skora, en skotanýtingin hefði alls ekki verið nógu góð. Um fram- haldið sagði hann: „Við eigum enga möguleika í leiknum gegn fslandi, en gegn Búlgaríu eig- Skapti_ Hallgrímsson skrífarfrá Frakkiandi C-RIÐILL Cherbourg RÚMENlA- KÚVAIT......25:16 (SLAND- BÚLGARÍA.....20:12 um við að geta sigrað — í síðasta leiknum." Þess má geta að Búlg- aría og Kúwait hafa aldrei mæst á handknattleiksvellinum. Nicholas Medeff þjðtfari Rúmaníu: Nicholas Medeff, þjálfari Rúmena, var að vonum ánægður. „Við gerð- um það sem við þurftum. Ég hvíldi okkar sterkustu menn langtímum saman því við höfðum ekki not fyr- ir þá í dag,“ sagði Medeff. Islendingar mæta Kúvait á morg- un og að þeim leik loknum mætast Rúmenía og Búlgaría. Síðustu leik- irnir verða svo á laugardaginn er ísland mæta Rúmeníu og Búlgaría leikur gegn Kúvait. D-RIÐILL Belfort SVISS- HOLLAND...........22:16 V-ÞÝSKALAND - NOREGUR ...22:17 Fj. lelkja U J T Mörk Stlg SVISS 1 1 0 0 22: 16 2 V-ÞÝSKAL. 1 1 0 0 22: 17 2 NOREGUR 1 0 0 1 17:22 0 HOLLAND 1 0 0 1 16: 22 0 Iþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni verður með kynningu á heilsuvikunni í Kringlunni á Boc- cia, í dag, fimmtudaginn 16. febrúar, kl. 16.30 og á borð- tennis föstudaginn 17. febrúar kl. 17.30. Getraunanúmer felagsins er 121. Kjötvörur frá Höfn hf. fengu TVENN BRONSVERÐLAUN Á INTERFAIR '88 í DANMÖRKV Viö framleiöslu Hafnar kjötvaranna eru gæðin höfð að leiðarljósi HOFN hf, KJÖTVINNSLA - SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.