Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989
Leiðtogar Mið-Ameríkuríkja:
Ný samþykkt um
frið í Nicaragua
Costa del Sol, E1 Salvador. Reuter.
LEIÐTOGAR Mið-Amerikuríkja samþykktu á þriðjudag, að skæru-
liðum, sem beijast gegn sandinistastjórninni í Nicaraga, yrði vísað
burt frá bækistöðvum sínum í Hondúras gegn því, að haldnar
yrðu fijálsar kosningar í Nicaragua snemma næsta árs. Skærulið-
ar segjast ekki munu fallast á þetta fyrr en sandinistar hafi komið
á þeim lýðræðislegu umbótum, sem þeir hafa lofað.
Samkomulagið náðist eftir
tveggja daga fund þar sem reynt
var að blása nýju lífi í friðaráætl-
unina frá 1987. Var stundum mjög
heitt í kolunum á fundinum en
honum lauk með því, að Jose
Napoleon Duarte, forseti E1
Salvador, las upp samþykktina en
í henni segir, að innan þriggja
mánaða verði tilbúin áætlun um
að leysa upp skæruliðasveitirnar.
Sandinistar heiti því á móti að
koma á pólitískum umbótum, þar
á meðal tjáningar- og fjölmiðla-
frelsi, og að takmarka á engan
hátt starfsemi stjómarandstöð-
unnar. Þá skal efna til þing- og
forsetakosninga í Nicaragua ekki
síðar en 25. febrúar 1990.
Daniel Ortega, forseti Nic-
aragua, sagði að fundinum lokn-
um, að samkomulagið byndi enda
á starfsemi skæruliða í landinu og
væri því mikill sigur fyrir sandin-
ista. Skæruliðar segja einnig, að
samkomulagið sé mikill sigur en
ekki fyrir sandinista. Með pólitísk-
um umbótum og fijálsum kosning-
um yrði þeim greitt náðarhöggið.
Ýmsir frammámenn meðal skæru-
liða segja hins vegar, að'þeir muni
ekki fallast á samkomulagið fyrr
en sandinistar hafí í raun efnt eitt-
hvað af því, sem þeir lofa.
Reuter
Salman Rushdie með bókina sína, „Söngva Satans“. Honum hefúr
vegnað vel sem rithöfúndur og skrifað mikið um erfitt hlutskipti
innflytjenda i Bretlandi en nú standa á honum spjótin úr annarri átt.
Sovétríkin:
Tölur yfir
afbrot birtar
fyrstasinni
Moskvu. Reuter.
SOVÉSK stjómvöld birtu í gær í
fyrsta sinn tölulega samantekt um
glæpi i ríkjasambandinu og kemur
þar meðal annars fram, að morð-
um hafi fjölgað í fyrra og vom
alls 16.710.
TASS-fréttastofan sagði, að á
síðasta ári hefðu verið skráðir
1.867.223 glæpir, 68.700 fleiri en á
árinu áður. Morðum fjölgaði milli ára
um 14,1%, voru 16.710 í fyrra, og
nauðganir voru 17.658, höfðu aukist
um 5,3%. Mest fjölgaði þjófnuðum,
um 44,4%, og svipað var með rán
og líkamsárásir. Einu afbrotin, sem
hefur fækkað, eru svik og stuldur
frá hinu opinbera.
„Þegar allt kemur til alls er það
aðeins samfélagið sjálft, sem getur
spymt við fótum og fækkað glæpun-
um en í þeim birtast mörg þeirra
vandamála, sem við höfum lengi
glímt við,“ sagði í fzvestíu.
Múhameðstrúarmenn fera ham-
förum gegn „Söngvum Satansu
Skora hver á annan að drepa höfundinn, setja milljón dollara til höfiiðs
honum o g boða samræmdar þvingxmaraðgerðir gegn útgefimdanum
ERLENT
London, Teheran, Islamabad. Reuter.
UM 10.000 manns söfúuðust í gær
saman fyrir framan breska sendi-
ráðið f Teheran í íran til að mót-
mæla bókinni „Söngvum Satans“
og höfúndi hennar, Salman Rush-
die, en Khomeini erkiklerkur hef-
Sovéskir fiölmiðlar:
Sagt frá hryðjuverkum
Sovétliðs í Afganistan
Moskvu. Reuter.
SAMTÍMIS því er síðustu sovésku hermennimir fara frá Afganistan
skýra sovéskir fiölmiðlar I fyrsta sinn frá hryðjuverkum er hermenn-
imir hafa unnið i landinu. í lesendabréfúm og athugasemdum frétta-
manna birtist einnig hryggð sovéskra borgara vegna árásarstríðs
Kremlarstjómar í Afganistan er stóð í níu ár og olli dauða einnar
milljónar Afgana auk þess sem nokkrar milljónir manna urðu að flýja
heimili sín. Að sögn yfírvalda féllu 15.000 Sovétmenn og 37.000 særð-
ust.
Dagblaðið Litematúmaja Gazeta
birti í gær frásögn blaðamannsins
Gennadíjs Botsjarovs af aftöku hóps
Afgana og sagði hann að ekkert
hefði bent til þess að fólkið tengdist
skæruliðahópum. Fólkið, sem var í
bíl, neitaði að stansa við sovéska
varðstöð. Var þá skotið nokkrum
aðvörunarskotum en síðan skutu
hermennimir á bílinn, drápu unga
konu, særðu bílstjórann og tvo far-
þega. Gömul kona og tvö böm sluppu
ómeidd. En þegar hermennimir
höfðu þar næst fjarskiptasamband
við yfirmann sinn og spurðu hvað
þeir ættu að gera við fólkið sagði
hann: „Ég vil enga fanga." Yfirmað-
urinn, Rudykh að nafni bað mennina
að fjarlægja öll verksummerki og
fara sem hljóðlegast að öllu.
„Það gerðu hermennimir," segir
í grein Botsjarovs. „Bíllinn var eyði-
lagður með brynvagni og síðan urð-
aður." Rudykh var dæmdur í sex
ára fangelsi fyrir framferði sitt en
var síðar náðaður. Óbreyttur her-
maður, Shamkov, er framfylgdi
skipun Rudykhs, hlaut fimm ár í
þrælkunarbúðum fyrir vikið, að sögn
blaðsins. í síðustu viku lýsti blaðið
Komsomolskaja Pravda því hvemig
afganska ieyniþjónustan hefði pynt-
að fanga.
Botsjarov segir einnig að mikið
hafi verið um liðhlaup í her lepp-
stjómarinnar í Kabúl. „Hermennim-
ir vissu ekki fyrir hverju þeir voru
að beijast eða hvað deilt var um,“
segir fréttamaðurinn. „Við fyrstu
hentugleika hlupust þeir undan
merkjum. Stundum, einkum þegar á
leið, var um að ræða heilar hersveit-
ir.“
Komsomolskaja Pravda birti les-
endabréf á forsíðu í gær og var þar
látin í ljós hryggð yfir því hve stríðið
hefði dregist á langinn, mannfallinu
og álitshnekkinum. Móðir 19 ára
gamals hermanns sem féll í orrustu,
skrifaði m.a.:„Ég hef heyrt að það
eigi að reisa minnismerki yfir her-
mennina [sem féllu]. Mig langar
aðeins til að segja að okkur vantar
ekki minnisvarða um heiður og
frægð heldur sorg.“ Annar bréfritari
segist ánægður með að herliðið hafi
verið flutt á brott frá Afganistan
en minnir á að hefði það gerst fyrr
hefðu mun fleiri ungir menn komist
heim heilir á húfi. Aðalritstjóri blaðs-
ins Neman í Hvíta-Rússlandi segir
í ritstjómargrein:„Þetta er söguleg-
ur dagur fyrir þjóð sem hafði hug-
rekki til að horfast í augu við raun-
veruleikann. Það er biturt að við
skyldum þurfa að bíða svo lengi eft-
ir skynsamlegri ákvörðun og fóma
svo rniklu."
ur dæmt hann til dauða. Strangur
lögregluvörður er nú um Rushdie
í London og ekki síst eftir að einn
af leiðtogum múhameðstrúar-
manna í Bretlandi tók undir með
Khomeini og sagði, að bókar-
höfúndinn ætti að hengja. Þá ætla
Pakistanar að beita sér fyrir sam-
ræmdum aðgerðum múhameðs-
trúarríkja gegn Rushdie og útgef-
endum hans.
Starfsmenn breska sendiráðsins í
Teheran sögðu, að mannsöfnuðurinn
hefði hrópað „dauði yfir Englending-
um, dauði yfir Bandarfkjamönnum"
og grýtt bygginguna og hefði því
verið farið fram á lögregluvemd um
húsið. íslamskir byltingarverðir
sögðu í gær, að „kúgaðar þjóðir og
múhameðstrúarmenn" mættu ekki
unna sér hvfldar fyrr en Salman
Rushdie og útgefendur hans hefðu
verið afmáðir af jörðunni og Ali
Akbar Velayati, utanríkisráðherra
írans, hefur hvatt til skyndifundar í
Samtökum múhameðstrúarríkja,
ICO, til að ræða um bókina.
Milljón doUarar fyrir að
drepa Rushdie
Útvarpið í Teheran flutti í gær
áskorun frá Khomeini erkiklerk þar
sem hann sagði, að „höfundur bókar-
innar, sem stefnt er gegn islam, spá-
manninum og kóraninum, og allir
þeir, sem áttu hlut að útgáfunni,
hafa verið dæmdir til dauða. Ég
skora á alla múhameðstrúarmenn að
drepa þá hvar sem þeir finnast". ír-
anska ríkissjónvarpið skýrði svo frá
því, að Hassan Sanei, háttsettur
klerkur í íran, hefði heitið milljón
dollurum hveijum þeim, sem tækist
að drepa Rushdie.
Breskir fjölmiðlar sögðu í gær, að
vopnaðir lögreglumenn úr sérsveitum
Scotland Yards gættu Rushdies nótt
sem dag enda sagði Sayed Abdul-
Quddus, leiðtogi múhameðstrúar-
manna á Norður-Englandi, að Rush-
die hefði „afskræmt múhameðstrúna
og hann verður að gjalda þess. Það
á að hengja hann. Eg er fjölskyldu-
maður en ég er tilbúinn til að fóma
henni allri til að koma höndum yfir
bókarhöfundinn".
Minnir á nasismann
í Bretlandi verður þetta mál sífellt
alvarlegra og á þingi hefur þess ver-
ið krafist, að Quddus verði rekinn
úr landi vegna ummæla sinna. Þá
hafa bókabrennumar, sem múha-
meðstrúarmenn hafa gengist fyrir
að undanfömu, minnt margan mann-
inn, einkum eldri kynslóðina, óþægi-
lega á bókabrennur nasista í Hitlers-
Þýskalandi.
Talsmaður pakistanska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í gær, að sendi-
herrum allra múhameðstrúarríkja í
landinu yrði kynnt áætlun um sam-
ræmdar aðgerðir gegn bókinni
„Söngvum Satans", sem væri hið
argasta guðlast. Er þar meðal ann-
ars kveðið á um, að allar bækur frá
Viking Press, sem gefur út bókina,
verði bannaðar í islömskum ríkjum
nema útgáfan geri öll eintök af henni
upptæk og einnig á að fara þess á
leit við Breta og Bandarflq'amenn,
að þeir banni bókina.
A sunnudag kom til mikilla mót-
mæla við bandarísku menningarmið-
stöðina í Islamabad vegna fyrir-
hugaðrar útgáfu bókarinnar í Banda-
ríkjunum og í þeim og öðrum mót-
mælum í Pakistan hafa samtals sex
menn misst lífíð.
Salman Rushdie, sem býr í Bret-
landi, er af indversku bergi brotinn,
fæddur í Bombay og ólst upp í trú
á spámanninn frá Mekka. í sögunni
„Söngvum Satans" flallar hann á
táknrænan hátt um baráttuna milli
góðs og ills og spyr ýmissa spuminga
um trúna, dregur til dæmis í efa,
að kennisetningar hennar séu heilag-
ur sannleikur.
Reuter
Síðustu sovésku hermennimir aka brynvögnum sínum um brú yfir
Amú Darja-fljótið á landamærum Afganistan og Sovétríkjanna í
gær. Brottflutningi sovéska herliðsins lauk á umsömdum degi en
samið var um tilhögun og tímasetningu í Genf á síðasta ári.
V estur-Þýskaland:
Stærsti hassfarm-
ur sem fundist hefur
Wiesbaden. Reuter.
VESTUR-ÞÝSKA lögreglan
lagði hald á stærsta hassfarm
sem fundist hefúr i landinu, að
sögn lögregluyfirvalda í gær.
Atta tonn af hassi fundist í 320
kössum um borð í flutningaskipinu
Northstar sem skráð er í Singa-
pore, þegar það lagðist við bryggju
í Hamborg fyrir viku síðan.
Hassfarmurinn er þrisvar sinn-
um meira magn en fannst á öllu
árinu 1986. Söluverðmæti hassins
er talið nema mörgum tugum millj-
óna króna.