Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
39. tbl. 77. árg._________________________________FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Viðskipti Imhausen-Chemie í Líbýu:
Stjómin fékk veður
af málinu árið 1980
Bonn. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Vestur-Þýskalandi fengu veður af þvi árið 1980
að vestur-þýskt fyrirtæki, Imhausen-Chemie, hefði hugsanlega gert
samninga við Líbýumenn um sölu á búnaði sem unnt væri að nota
við framleiðslu efnavopna. Upplýsingar þessar koma fram í skýrslu
um málið sem ríkisstjórn Helmuts Kohls kanslara lagði í gær fyrir
þingmenn í Bonn. Stjórnvöld hafa fram tíl þessa haldið þvi fram
að upplýsingar um viðskipti fyrirtækisins og Líbýumanna haS ekki
borist fýrr en í mai á siðasta ári.
Reuter
Boris Gromov, hershöfðingi, yfirmaður sovézku hersveitanna í Afganistan, þiggur kökusneið úr hendi
prúðbúinna sovézkra yngismeyja. Níu ára og sjö vikna veru sovézka innrásarhersins í Afganistan lauk
er Gromov gekk siðastur liðsmanna sovézka hersins yfir svonefiida friðarbrú milli Iandamæraborganna
Termez og Hayratan.
Sovétmenn hvelja til
vopnahlés í Afganistan
Kabúl. London. Reuter.
NÍU ÁRA og níu vikna veru sovézka innrásarhersins í Afganistan
lauk í gær. Sovézka stjórnin hvatti til þess að tafarlaust yrði lýst
yfir vopnahléi i átökum hers stjórnarinnar í Kabúl og skæruliða
og að vopnasendingum til deiluaðila yrði hætt. James Baker, ut-
anrikisráðherra Bandaríkjanna, sagði Bandaríkjamenn ánægða
með að áratugar hernaðarofbeldi Sovétmanna í Afganistan væri
lokið, og hvatti þá til þess að styðja endurreisnarstarf þar.
í skýrslunni, sem þingmenn í
Bonn fengu í gær, kemur fram að
leyniþjónusta Vestur-Þýskalands
hefði fyrst fengið veður af viðskipt-
um þessum árið 1980. Fullyrt hefur
verið að Imhausen-Chemie hafí selt
Líbýumönnum búnað til að fram-
leiða eiturefni í verksmiðju einni í
Rabta, skammt frá Trípóli. Stjóm-
völd í Bandaríkjunum og Bretlandi
telja sig hafa óyggjandi sannanir
fyrir því að Líbýumenn hyggist
framleiða eiturefni og efnavopn í
verksmiðjunni, en þeir síðamefndu
hafa vísað ásökunum þessum á
Söngvar Satans:
Einsognas-
isminn aft-
urgenginn
London. Reuter.
AÐFÖRIN að Salman Rushdie,
höfúndi bókarinnar „Söngva Sat-
ans“ verður æ alvarlegri með
degi hveijum og í augum margra
Vesturlandamanna er hún farin
að minna óþyrmilega á það, sem
á gekk í Þýskalandi nasismans.
I Pakistan hafa sex menn látist
vegna mótmæla gegn útkomu bók-
arinnar, sem múhameðstrúarmenn
telja guðlast; Khomeini erkiklerkur
í íran hefur dæmt Rushdie til dauða
og annar klerkur lofað milljón doll-
urum þeim manni, sem drepur
hann; einn leiðtogi múhameðstrúar-
manna í Bretlandi segist fús að
fórna allri flölskyldunni til að geta
drepið bókarhöfundinn og íranir
hafa hvatt til skyndifundar í sam-
tökum múhameðstrúarríkja. Pak-
istanar vilja banna allar bækur frá
útgáfunni, Viking Press, í islömsk-
um ríkjum og táknrænar bóka-
brennur eru tíðar.
Menn úr sérsveitum Scotland
Yard gæta nú Rushdies nótt sem
dag og á breska þinginu hafa orðið
umræður um „þetta miðaldafár"
eins og einn þingmannanna komst
að orði. Talið er, að á Bretlandseyj-
um sé hálf önnur milljón múham-
eðstrúarmanna og hafa öfgamenn
f þeirra hópi neytt margar bóka-
verslanir til að hætta að selja
„Söngva Satans". Öðrum lands-
mönnum, einkum fullorðnu fólki,
fínnst hins vegar sem þeir sjái fyr-
ir sér nasismann afturgenginn.
Marga múhameðstrúarmenn hryllir
raunar við ofstækinu en þeir eru
fáir, sem þora að mæla gegn því.
Sjá „Múhameðstrúarmenn
fara hamförum .. . á bls. 24.
bug. í skýrslu þýsku stjómarinnar
segir að verksmiðjan hafí verið
hönnuð til eiturvopnaframleiðslu.
í skýrslunni sagði að borist hefði
orðsending frá sendiráði Vestur-
Þýskalands í Moskvu þess efnis að
fulltrúar Imhausen-Chemie hefðu
undirritað samning í Hong Kong
um sölu á búnaði til eiturefnafram-
leiðslu. Sagði í skeytinu að ástæða
væri til að ætla að samningurinn
hefði verið gerður við sendimenn
Líbýustjómar. Orðsendingunni var
komið til leyniþjónustunnar, en upp-
Iýsingar þessar vom hundsaðar
þrátt fyrir að leyniþjónustan hefði
rannsakað hugsanleg viðskipti vest-
ur-þýskra fyrirtækja og Líbýu-
manna allt frá árinu 1980. í frétt
vestur-þýska blaðsins Die Welt
sagði að tæknifræðingar frá Im-
hausen hefðu verið viðstaddir er
verksmiðjan var gangsett í fyrsta
skipti.
Stjómvöld í Bonn segjast fyrst
hafa frétt af viðskiptum þessum í
maí á síðasta ári er bandarískir
stjómarerindrekar lögðu fram
skýrslu þar sem sagði að þijú vest-
ur-þýsk fyrirtæki væru bendluð við
eiturefnaframleiðslu Líbýumanna.
Mál þetta þykir hafa spillt fyrir
samskiptum Bandarílqamanna og
Vestur-Þjóðverja auk þess sem and-
stæðingar Kohls kanslara á þingi
hafa gagnrýnt hann harðlega.
Brezka stjómin skoraði í gær á
leppstjóm Sovétmanna í Kabúl að
segja af sér til þess að greiða fyr-
ir friðsamlegri lausn deilu stríðandi
fylkinga í Afganistan. Samtök isl-
amskra ríkja sem eiga höfuðstöðv-
ar í Jeddah, hvöttu stjómina til að
afsala sér völdum í hendur skæru-
liða ellegar yrði henni steypt. Za-
hir Shah, fyrrum konungur Afgan-
istans, sem búið hefur í útlegð í
Rómaborg frá 1973, bað lands-
menn að sættast og taka höndum
saman um endurreisn landsins.
Sir Geoffrey Howe, utanríkis-
ráðherra Bretlands, líkti íhlutun
Sovétmanna í Afganistan við nátt-
úruhörmungar. Kínveijar sögðu að
innrás Sovétmanna hefði verið
meiri háttar skyssa, en lofuðu hins
vegar Míkhaíl Gorbatsjov, Sovét-
leiðtoga, fyrir þá ákvörðun að kalla
innrásarherinn heim.
Boris Gromov, hershöfðingi, tár-
aðist en leit þó ekki um öxl er
hann gekk síðastur sovézku her-
mannanna yfír svonefnda vináttu-
brú milli landamæraborganna Ha-
yratan í Afganistan og Termez í
Sovétrílq'unum í gærmorgun.
Menn, sem málum eru kunnug-
ir, telja að blóðugt lokastríð deilu-
aðila um yfírráð í Afganistan hefj-
ist að loknum brottflutningi
sovézka herliðsins. Vadím
Perfíljev, talsmaður sovézku
stjómarinnar, sagði að 30.000
skæruliðar sætu um Kabúl og
mætti búast við stórsókn þeirra á
hverju augnabliki.
Skæruliðar komu sér saman um
skipan bráðabirgðastjómar í gær
undir forystu Ahmads Shahs, verk-
fræðings, sem hlaut menntun sína
í Bandaríkjunum. Hann er strang-
trúaður múslimi. Beðið var eftir
því að sérstök ráðstefna leiðtoga
hinna ýmsu hreyfínga skæmliða,
shura, samþykkti skipan stjómar-
innar.
Abdurrab Rasul Shah, talsmað-
ur shura, sagði að gerð yrði ný
tillaga um skipan stjómarinnar ef
núverandi skipan yrði ekki sam-
þykkt.
Sjá „Sagt frá hryðjuverkum
Sovétliðs í Afganistan" á bls.
24.
Svíakonungur vill að
Norðmenn stöðvi selveiðar
Ösló. Frá Rune Timberlid, firéttaritara Morgunbiaðsins.
KARL Gústaf Svíakonungur
reitti Norðmenn til reiði í gær
er hann gagnrýndi selveiðar
þeirra og skoraði á Gro Harlem
Brundtland, forsætisráðherra,
að stöðva þær.
Svíakonungur er nú á ferðalagi
í Nýja Sjálandi. Gaf hann þar út
yfírlýsingu um selveiðar Norð-
manna, sem sætt hafa mikilli
gagnrýni í Svíþjóð, til sín taka.
„Sé Gro Harlem Bmndtland ófær
um að stöðva veiðamar þá skil
ég ekki hvemig hún getur yfir-
leitt stjómað landinu," sagði í
yfírlýsingu Karls Gústafs.
Norskir stjómmálamenn, hvar
í flokki sem þeir stóðu, bmgðust
ókvæða við ummælum konungs.
Jo Benkow, forseti Stórþingsins,
sakaði hann um óviðeigandi af-
skipti af innanríkismálum Norð-
manna. Gro Harlem Bmndtland
vildi ekki tjá sig um gagnrýni
Karl Gústaf
konungs. Hún neitaði einnig að
taka við mótmælaskjali með und-
irskrift 48.000 Svía gegn veiðun-
um.
Full samstaða er á norska þing-
Gro Harlem Brundtland
ingu um þá ákvörðun norsku
stjómarinnar að skipa alþjóðlega
sérfræðinganefnd til þess að gera
úttekt á selveiðunum og skila áliti
um þær.