Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 UTSALA Karlmannaföt kr. 3995,-, 5500,-, 7995,- og 9995,- Terylenebuxur kr. 995,- og 1195,- . . Skyrtur o.fl. á lágu verði. MílOrOSf Skólavörðustíg 22, sími 18250. LEITNER LH 250 snjóbílar eru niðsterk vinnutæki, sem komast áfram við ótrúlegustuaðstæður. Hliöarhalli, bratti, púður eða krap stoppa ekki þessa bila. Hverjir eiga LEITNER LH 250? 1. Flugbjörgunarsveitin i Reykjavik. 2. Björgunarsveitin Vikverji, Vik i Mýrdal. 3. Skíðasamband Fljótamanna. 4. Björgunarsveitin Kyndill, Mosfelisbæ. 5. Mýrarhreppur (Umsjónarmaður: Birkir Þór Guðmundsson). Afgreiðslufrestur aðeins 3 vikur. Verð til björgunarsveita aðeins kr. 2.650.000. (gengi DEM. 27.4853) Smiðsbúð 2, Garðabæ, S. 65-65-80. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SlMI 28300 UPPLÝSINGAÖLDIN ER GENGIN f GARÐ - TELEFAXTÆKIN FRÁ SIEMENS ERU HÉR! Við bjóðum tvær gerðirtelefaxtækja frá einum virtasta framleiðanda fjarskiptabúnaðar í heiminum. Kynntu þér verð og kosti telefaxtækjanna frá SIEMENS. HF 2301 Fyrirferðarlftið skrifborðstæki Tækið býður m.a. upp á eftirfarandi möguleika: ■ 16 stiga gráskali. Fínstilling, andstæðustilling. ■ Sjálfvirk móttaka. ■ 5 blaðsíðna sjálfvirk mötun. ■ Tekur álíka rými á borði og símaskráin. HF 2303 öflugt og fjölhæft tæki Sömu aðgerðir og HF 2301 og auk þess m.a.: ■ Klukkustýrð sending. ■ Sjálfvirkt endurval númers fjórum sinnum á þriggja mín. fresti ef móttakandi er á tali. ■ Skammval og hraðval. ■ Sendir skjöl upp í A-3 stærð. ■ Sjálfvirkur skjaiamatari fyrir 30 bls. ■ Stafaskjár. ■ Valskífa á tæki. ■ Pappírshnífur. Allir vilja laimajafiuétti Hvers vegna ríkir það ekki? eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Eftirfarandi grein og tvær aðrar sem þegar hafa verið birtar eru byggðar á erindi sem undirrituð hélt í ágúst á sl. sumri á norrænu jafn- réttisráðstefnunni í Osló. Sú ráð- stefna var haldin í tengslum við hina fjölsóttu, norrænu kvennaráðstefnu. Úrræði Stöðugt þarf að leita allra leiða til að eyða því misrétti sem mætir konum þótt leiðimar skili vissulega mismiklum árangri. Brýna nauðsyn ber til að stytta vinnutímann á Is- landi og gera fólki kleift að lifa af dagvinnulaunum sínum. Einnig þarf að koma á sveigjanlegum vinnutíma í ríkara mæli og lengja leyfi til umönnunar bama. Gera þarf starfs- val fjölbreyttara fyrir bæði kynin og eyða fordómum þannig að hver geti valið það sem hugur stendur til. Veita þarf góða grunnmenntun, end- urmenntun og fullorðinsfræðslu og tryggja aðgang að réttlátu námsl- ánakerfí sem er mikið réttindamál kvenna. Nauðsynlegt er einnig að auðvelda konum leið í áhrifastöður með markvissum aðgerðum. Sjálf- sagt er að gera kannanir sern skil- greina misréttið og lýsa margbreyti- leika þess og getur það vissulega opnað leiðir til að taka á vandanum. Kvennabaráttukonum fínnst þó oft að nægar upplýsingar séu nú þegar fyrir hendi og ein könnun í viðbót sé einungis ætluð til að friða þær og komast hjá nauðsynlegum að- gerðum. Samstaða kvenna sterkasta hreyfiaflið Mikilvægast tel ég þó að breyta þvi 'verðmætamati sem Htilsvirðir störf og framlag kvenna og þar með þær sjálfar. Það verður ekki gert með löggjöf eða fyrirskipunum ein- um saman heldur með hugarfars- breytingu sem vinna þarf markvisst að. Gagngert endurmat á störfum kvenna er mikilvæg aðgerð í þessu sambandi og hið opinbera hefur lyk- ilhlutverk og meginábyrgð í öllum þeim aðgerðum sem ég hef þegar nefnt. Það getur t.d. ákveðið að hækka sérstaklega laun í hefð- bundnum atvinnugreinum kvenna. Samstaða kvenna er þó ómissandi þáttur og líklegust til þess að verða sterkasta hreyfiaflið til að knýja á um breytingar. En trygglyndi kvenna er við brugðið og oft svo samofið gerð þeirra að þær beina stundum óskoruðu trausti að hug- myndum, skipulagi og fólki sem í raun heldur þeim niðri og stendur í vegi fyrir eðilegum réttindum þeirra. Konur verða að leyfa blóði sínu að renna til skyldunnar. Þær mega ekki gleyma því að sýna hver ann- arri hollustu, bæði vegna sjálfra sín og annarra kvenna. Farsæltjafiivægi Eigindir og ólík lífsreynsla kvenna og karla eru nauðsynlegar samfélagi manna en farsæld þess og reyndar framtíð mannkyns er undir því kom- in að jafnvægi ríki um áhrif beggja til mótunar samfélagsins. Sá mótun- arferill sjálfsmyndar, sem kennir stúlkum víkjandi hegðun lægir frum- kvæði þeirra og elur á vanmati, byrj- ar snemma og ræðst mjög af við- horfum og viðmóti þeirra sem bam- ið umgengst. Ómeðvituð en meiri afskipi kennara af drengjum og sterkari fyrirmyndir þeirra í náms- efni styrkja sjálfsmynd þeirra. Mark- viss jafnréttisfræðsla í skólum, með- al foreldra og í fjölmiðlum sem mið- ar að því að styrkja sérstaklega sjálfstraust og sjálfsvirðingu stúlkna er ein af mörgum leiðum sem fara þáff. Til þess að meira jafnvægi, umburðarlyndi og skilningur komist á milli kynjanna má örva þá eigin- leika sem skilgreindir hafa verið sem karllegir með stúlkum en eiginleika skilgreinda sem kvenlega með drengjum. A norrænu bamavemdar- þingi sem haldið var í Reykjavík sl. sumar kom fram í 3 mismunandi rannsóknum að þeir einstaklingar sem spjöruðu sig best við mjög erfíð- ar uppeldisaðstæður voru stúlkur sem auk ríkra kvenlegra eiginleika höfðu einnig karllega eiginleika eins og sterkt frumkvæði og drengir sem auka ríkra karllegra eiginleika höfðu einnig kvenlega eiginleika eins og hæfni til að veita bltðu og umhyggju. Konur landnemar á nýjum leiðum Sá kvenleiki sem konum er eigin- legur en býr í okkur öllum, konum jafnt sem körlum, hefur verið lítils virtur sem mótandi afl og hæfileikar karla til að sinna hinum svonefndu mjúku gildum eða ltfínu almennt alltof vanræktir. Ég tel víst að með- an karlar fyrirlíta kvenlega eigin- leika í sjálfum sér og líta á þá sem veikleika sem beri að sigrast á eða bæla niður muni þeir vanmeta og bæla konur, framlag þeirra og við- horf. Konur eru ekki óvinir karla en Guðrún Agnarsdóttir „Konur vilja sjálfar skilgreina og semja um þau kjör og lífsskilyrði sem þær kjósa fyrir sig og fjölskyldu sína og þjóðfélagið hefiir ekki lengur efinti á því að fara á mis við framlag þeirra“ vilja framlag þeirra og viðhorf. Kon- ur eru ekki óvinir karla en vilja fá að ráða nútíðinni og framtíðinni til jafns við þá. Barátta þeirra er hluti af sífelldri baráttu manneskjunnar fyrir lífí sínu og réttindum sem leit- ar fram á mismunandi hátt á hvetj- um tíma. Nýjar hugmyndir verka enn sem fyrr ögrandi og vekja tor- tryggni og vamarviðbrögð þeirra sem vilja vemda völd sín og ríkjandi kerfi. Sá mikli f|'öldi kvenna sem hittist í Osló sl. sumar minnir okkur á vax- andi óánægju kvenna með hlutskipti sitt. Hann minnir okkur líka á það að ótrúlegt langlundargeð kvenna er á þrotum. Þær vilja vera metnar að verðleikum en una því ekki leng- ur að vera skákað áhrifalausum í láglaunastöður. Hugir þeirra eru opnir fyrir nýjum leiðum því að hefð- bundnar leiðir hafa ekki skilað næg- um árangri. Konur krefjast ekki ein- ungis jafnréttis í hefðbundnum skilningi heldur kvenfrelsis sem felur í sér rétt þeirra til að öðlast jafrétti í krafti kvenhlutverks síns, á eigin forsendum, en ekki m.þ.a. fá að feta í fótspor karla. Konur vilja sjálfar skilgreina og semja um þau kjör og lífsskilyrði sem þær kjósa fyrir sig og fjölskyldu sína og þjóðfélagið hefur ekki lengur efni á því að fara á mis við framlag þeirra. Höfundur er þingmaður Kvenna- listana fyrir Reykjavík. Nordisk Industrifond Norræni iðnþróunarsjóðurinn auglýsir stöður VERKFRÆÐINGA Norrœni iðnþróunarsjóðurinn er deild undir stjórn norrænu ráöherranefndar- Innar og hefur þaö hlutverk aö örva tækniþróun og nýsköpun í atvinnulífinu. STARFSEMI SJÓÐSINS mun aukast við áætl- unargerð og framkvæmd áætlana í líftækni, umhverfismálum, efnatækni (materialtekno- logi) og upplýsingaþjónustu. Vegna þess vill sjóðurinn ráða nokkra samstarfsmenn.' STARFSVETTVANGURINN SPANNAR: - Frumkvæði að nýjum samvinnuverkefnum. - Tæknilegt/fjármálalegt mat á umsóknum. - Örvun verkefna sem eru í gangi. HÆFNI UMSÆKJENDA: - Verkfræðingur í efnatækni/framleiðslu- tækni, rafeindatækni/tölvutækni eða lífefna- tækni (þioteknikj/efnafræði (kemi). - Reynsla af iðnaðarrannsókna- og þróunar- vinnu eða stjórnun rannsóknastarfa. - Vanur samningagerð. VIÐ BJÓÐUM: - Líflegt, norrænt starfsmannaumhverfi í Osló með 17 starfsmönnum eins og er. - Samband við norrænar iðnstofnanir og ranrísóknarhópa með tilheyrandi ferðalög- um. - Ráðningartíma í 4 ár með möguleika á fram- lengingu í önnur 4 ár. - Laun eftir samkomulagi. - Aðstoð við útvegun híbýlis. Ríkisstarfsmenn á Norðurlöndum eiga rétt á fríi í 8 ár þegar þeir eru ráðnir við norræna stofnun. ■ Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri sjóðsins, Per Gjelsvik Sími: 9047 2 41 64 80. Umsókn óskast í síðasta lagi 1. mars 1989 til: NORDISKINDUSTRIFOND Nedre Vollgate 8, N-0158 Oslo 1, Norge.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.